Morgunblaðið - 09.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1939, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. sept- 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Em fsfískveiðar | þe|r e|ga m'i Í Vök verjasl mögulegar? Nú þegar síldveiðarnar eru að fjara út vakn- ar sú spurning, hvort nokk- ur leið sje til þess að senda togarana á ísfiskveiðar, eða hvort hægt sje að hugsa sjer að koma ísfiski til markaðs- landa. Stríðstryggingav hafa verið mjög háar undainfarna daga. En , nú er ,þetta rajög að breytast í , bili, hvað sem seinna verður. I gær kom hingað t. d. vátrygging- arboð, þar sem boðist var til að ’tak'a togara í tryggingu fyrir 4%', og tryggja þá í 3 mánuði í Eng- landsferðum. En nýlega voru heimtuð 5% fyrir togára í mán- aðartíma í slíkar siglingar. Vátryggingariðgjöld á skips- höfnum eru nokkru lægri en á skipum, því aítaf eru taidar lík- ur á því að skipshafný* bjargist þó skipin farist. I gær barst hingað tilkynning nm það frá Englandi, að innflutn- ingur á fiski hjeðan væri ekki lengur háður þeirri skömtun frá íhendi Breta sem áður var. En það stoðar lítt, ef ekki er hægt að koma þangað neinum fiski. I ráði er að setja hámarksverð á fisk í Englandi, en engar á- kvarðanir eru gerðar um það enn, hvernig það verð verðrir. Gasstöðin fær kol D ann 5. ágúst var gengið að samningi f. h. Gasstöðv- arinnar um kaup á 3000 tonn- um af gaskolum í Englandi. En áður en þessi kolafarmur fekst afgreiddur frá Englandi var ófriðurinn skollinn á. Ferm- ing á skipinu, sem átti að taka þessi kol, átti að byrja á mánu- daginn var. En tregða hefir orðið á því að fá kolin í skipið, vegna borgunarskilmála, sem settir voru er ófriður skall á, útflutningstakmörkun og stríðs- tryggingar. Eftir því sem stöðvarstjóri Gasstöðvarinnar sagði blaðinu í gær, er engin hætta á því, að Gasstöðin hætti starfrækslu, þó eitthvað dragist með þessa kolasendingu, því stöðin getur fengið kol hjer í bænum. Þegar farmurinn kemur, næg ir hann stöðinni í nokkuð á annað ár. Gengisskráning í Höfn Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Opinber gengisskráning hefir ekki farið frani) í Höfn síð- an styrjöld braust út, fyrri en á föstudag. Danir hafa ákveðið að fylgja ekki sterlingspundinu eins og áð- ur. 'Var sterlingspund í gær skráð í Höfn á kr. 21.00. Pólskt riddaralið sækir fram. Síldveiðin að f jara úl Skipin búast til heimferðar S ÍLDVEIÐIN fyrir Norðurlandi virðist nú vera að fjara út og býst fjöldi skipa til heimferðar frá Siglufirði. Garðar frá Hafnarfirði kom í gær til Siglufjarðar með rúm 500 mál. Engin snurpusíld kom tjl söltunar. Pisktökuskipið Varild kom hing- að í gær og hleður hjer fisk til Portúgal. Síðasta sólarhringinn voru salt- aðar á Siglufirði 1279 tn., alt úr reknetum. Togarar þeir, sem lagt hafa upp á Iljalteyri, eru nix allir hættir veiðum, sumir komnir hingað suð- ur, aðrir á leiðinni og hinir aðeins ófarnir að norðan. Verksmiðjan á Hjalteyri tekur þó áfrarn á móti síld og eru bátar og smærri skip, sem þar hafa landað, kyr fvrir norðan enn. Alls hefir Hj alteyrarverksmiðj - an fengið um 165 þús. mál. En í fyrra fengu báðar verksmiðjur Kveldúlfs 240 þxis. mál. Norðaustan bræla og kalsaveð- ur hefir verið úti fyrir Norður- landi síðustix dagana. Ef veðrið batnaði skjótt, gera menn sjer vonir um, að síld myUdi veiðast. við Langanes og þar um slóðir. Haldist hinsvegar kalsaveður nokkra daga, má bxiast við að öll síld fari. Verksmiðjaix á Raxxfarhöfn hefir enn síld til bræðslu í 3 daga, en Siglufjarðarverksmiðjxirnar munxx ljúka sinni bræðslu í dag. ÞJÓÐVERJAR SPARA BENSÍN London í gær F.Ú. Hawas-fregn frá Am-sterdam hermir, að ströngu eftirliti haíi verið komið á í Þýskalandi með allri umferð á þjóðvegum, vegna bensínskorts. Jalnir við Norðmenn 2:2 i skákkepninni Samkvæmt einkaskeyti er hing- að barst í gær frá Buenos Aires, hafa íslendingar nú í 5. umfei’ð kepninnar unx forsetabik- arinn teflt við Norðmenn. Urslit xxrðxi þau að Islendingar unnu 2 skákir og Norðmenn 2. Rojahn vann Baldur Möller á fyrsta borði. Larsen vamt, Asmund Ásgeirsson á öðrxi borði. Jón Guðmundsson vann Reb- nord á þriðja borði. Guðmxxndur Arnlaugsson vanix Axxstlbö á fjórða þorði. Íslendíngar hafa áður kept við Norðmenn í Hamborg 1930, og unnxx íslendingar þá með 2% gegn 1%. í Miinehen 1936 unnu ís- lendingar þá með gegn 2%, en í Stokkhólmi 1937 unnxx Norð- menn íslendinga með 2% gegn 1%. Norðmenn hafa fjórum sinnxxm áðxxr kept með flokki manna á al- þjóðaskákþingum. Bestxim árángri náðu þeir í Mxinchen 1936, höfðxx þá 64% punkt í 160 skákxim, eða 40.31%. Flóttaskipin. Farmur, vistir og loftskeyta- stöðvar inn- siglað Tollskrifstofan hjer hefir inn- siglað farm og vistir þeirra skipa, sem hingað hafa flúið vegna ófriðarins. I gær innsiglaði lögreglan einnig loftskeytastöðvar skipanna. Lögreglan bannar skipsmönnum að koma hjer á laixd. Aðeins skip- stjóri eða xxmboðsmaður hans fá hjer laxxdgönguleyfi, þegar þeir þurfa að reka erindi í landi. 26-28 pðrum af skðm stolið Innbrot á Banka- stræti 4 T fyrrinótt yar framið innbrot í *■ skóverslun Þórðar Pjeturs- sonar, Bankastræti 4. Brotist var inn á þaixn hátt, að sprengdar voru upp tyær hurðir bakatil. Stolið var 26—28 pörunx af skóm, af öllxxm tegundum, barna-, kvenn- og karlmannaskóm. Vorxi allir skórnir teknir úr óskjunum og þær skildar eftir. Lögreglan hefir iixixbrotið til rannsóknar, eix ekki hefir enn upp- lýsts hver hefir hjer að verki verið. Úthlutun matvælaskömtunar- seðla byrjaði í Osló í fyi’radag og biðu nxenn í löngum röðum jfyrir utan úthlutuixarskrifstofurix- ar. (NRP. — FB.). Kolaskip konx til Siglufjarðar í fyrradag, með 2000 tonn til ríkis- verksmiðjanixa. Vátrygging skipshafn- anna að komast i lag -• þá sigla skipin Skip Eimskipafjelagsins hafa legið kyrr í höfnum þar sem þau voru komin undanfarna daga, vegna þess að stjórn fjelagsins gat ekki fengið skipshafnirnar stríðstrygðar. Það hefir ekki vantað stríðs- yátr.ygging á skipin, því liún var í lagi áður en styi’jöldin hófst. Ilefir fjelagið haft þá vátrygging á skipxxm sínum allleixgi, til þess að vera við styrjöld búin. En eftir því sem fi’axnkvæmda- stjóri fjelagsins, Guðm. Vilhjálms- son, sagði blaðiiiu í gær, var búist við því, að vátrygging skipshafn- anna kornist í lag í dag. Hefir umboðsmaðxir fjelagsins í London verið beðiixn að sjá um þetta og koma málinu í lag sem fyrst. Bjóst haixn við því, að skiþshöfn Selfos sværi þegar vátrygð og Sel- foss kynni að vera farixini frá Leitli. Arinárs hafa vátryggingariðgjöld verði mjög á reiki, uixdanfarna daga, sagði fraxixkvæmdastjÖrinn, sem eðlilegt er, á meðan engin reynsla er fyrir því, hvernig sigl- ingahættan er og verðxxr. En ýmíslegt bendir til þess að nxesta skelfiixgin, sem greip menn, sje liðin lijá, því sttíðsvátrygg- ingariðgjöld hafa lækkað síðustu dagana. T. d. var heimtað alt að 7%% í stríðstryggingu á vörurix frá Damxxörku. En í dag fjekk fjelagið skeyti, þar se'xxi sagt er að stríðsvátryggiixg á vörum frá Danmörku til íslands sje aðeins %)%, en frá Danmörku til Eng- lands 2%. TIL AMERÍKU? Blaðið spxirði Guðm. Vilhjálms- soix hvort nokkuð væri farið að xxndirbxxa það að senda skip til Ameríkxx. Við erum vitaixlega farnir að hugleiða það, segir hann. Það velt- ur á því hvort við fáum farm í skip báðar leiðir. Hvaða skip yrði helst valið til þess? Sennilega Goðafoss. Hamborg- arferðir eru útilokaðar, og skipið laust. í Ameríkuferð ef til kæmi- Knattspyrnumennirn- ir hafa gist í Brúar- fossi, þeim liður öllum vel Olafur Þorsteinsson læknir tal- aði í gær við Þorstein son sinn, en hann er í hópi knatt- spyrnumannanna, sem kunnugt er, sem til Þýskalands fóru. Sagðí Þorsteinn að þeim fjelög- um liði öllum vel. Þeir væru hress- ir jog kátir. Þeir hefðu fengið gistrixgu í Brúarfossi síðaix þeir komu til Hafnar, og ljetu vel yfir dvöl sinni þar. En matarvist hefðxi þeir í landi. Þeir áttu von á því í gær, að Brúarfoss gæti lagt af stað heim- leiðis í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.