Morgunblaðið - 13.09.1939, Síða 5

Morgunblaðið - 13.09.1939, Síða 5
THiðvikudagur 13. sept. 1939. ii JfttorgtmMaðið í Abyirff Q »xsn fcPuit). Ötgef.: H.f. Arvakur, RaykJaTfk. Ritstjfirar: Jðn Kjart»n»»on o* ValtjT St«f4n»«on Augiýsintfar: Ární Aia Ritstjórn, augrlýsinarar or afrralQsla: Anstarstnetl g. — ðlncl M00. ÁBkriftarttjald: kr. t.OU t nAnofl! f lausaBíilu: 15 a«r». •tntalriB — *5 aura n«S Lasbðk. SKOMTUNIN SK Ö M T U N matvæla er í þann veginn að hefjast. Undirbúningsstarfinu er það langt komið, að framkvæmd skömtunarinnar rnun hefjast um næstu helgi. Undirbúningsstarfið hefir að- allega verið í því fólgið, að prenta skömtunarseðla og senda þá öllum hreppsnefndum á landinu og bæjarstjórnum. Þær úthluta síðan seðlunum til allra heimila. Er hverjum heimilis- :manni ætlaður einn seðill. Sett verður á stofn sjerstök stjórnarskrifstofa, sem hefir yfirumsjón með skömtuninni og hefir hún aðsetur í Reykjavík. ★ Vafalaust hafa einhver brögð -orðið að því undanfarið, að menn hafi birgt sig upp af vörum.Að vísu var mjög brýnt fyrir mönnum, að gera slíkt ekki og þeim tjáð, að þeir sem birgðu sig upp, yrðu ekkert Ibetur settir en hinir. En þrátt fyrir þessar áskoranir og að- varanir, má telja víst, að ein- hverjir hafi skorist úr leik. Krafa almennings verður sú, >r)g undan henni verður ekki ikomist, að eitt gangi yfir alla. Alt annað væri svik við þá :menn, sem sýnt hafa þegnskap á erfiðleikatímum þjóðarinnar. Ef valdhafarnir ekki sjá til ■þess, að þeir, sem brugðist hafa sinni skyldu í þessu efni, verði • ékki að neinu leyti betur settir -en hinir, sem sýndu þegnskap- inn, þá hafa þeir fyrirgert Trausti þjóðarinnar. Er það ;skylda blaðanna að vera hjer vel á verði og sjá til þess, að >ekki verði vikið hársbreidd frá kjörorðinu: Eitt yfir alla! íUegar úthlutun skömtunar- úseðla fer fram, verður krafist drengskaparvottorðs viðtak- •:enda um, hversu mikinn forða þeir eigi af þeim vörutegund- um, er seðlarnir hljóða um. — Xiggur þung refsing við, ef rgefið er rangt vottorð um þetta og menn geta á hvaða tíma sem er átt von á því, að leit verði hafin á heimilúm þeirra. Er því sjálfsagt fyrir alla, að gefa ná- kvæma og' rjetta skýrslu yfir birgðir sínar, því að alt annað jgetur hefnt sín grimmilega. ★ Við skulum vona, að ekki þurfi að grípa til þungra refsi- aðgerða gagnvart nokkrum jnanni í sambandi við skömtun matvæla og nauðsynja. Það er ótrúlegt, að nokkur maður sje þannig gerður, að honum geti liðið vel, enda þótt hann hafi allsnægtir á borðum, þegar hann jafnframt veit að fjöld- ínn í kringum hann hefir ekk- ert. Og þegar þar við bætist, að allsnægtirnar eru illa fengn- ar, með því að bregðast þegn- skap við land sitt og þjóð, er •vart hugsandi annað, en að Verslunarskólinn fjölmennasti framhaldsskóli landsins samviskubitið nagi einlivern tíma þann, sem slíkt viidi að- hafast. En við skulum vona, að ekki finnist nokkur maður, sem reynir að notfæra sjer neyðar- ástandið, til þess á einn eða annan hátt ao skara eld að sinni köku. Verður og að taka hart á hverskonar tilraun 1 þá átt. ★ En er ekki. tími til kominn, að við Islendingar gefum meiri gaum en verið hefir þeim á- gætu matvælum, sem til eru í landinu sjálfu? Við þyrpumst í búðirnar eft- ir erlendri mjölvöru, kaffi og sykri og öðru góðgæti,, og kvört- um sáran, ef hörgull er á þessu. En þótt líði dagar, jafnvel vik- ur, og hjer fáist ekki góður, nýr fiskur og sá fiskur, sem fáan- legur er, sje seldur okurverði, er ekkert aðhafst til þess að ráða bót á þessu ástandi. Og um saltfiskinn, þenna ágæta þjóðarrjett íslendinga er það að segja, að til skamms tíma hefir varla verið á boðstólum innan- lands annað en úrgangsfiskur og hann seldur langt yfir því verði, sem fengist hefir fyrir fyrsta flokks fisk á erlendum markaði. Með síldina virðist farið svo rækilega í felur, að það er hinum mestu erfiðleikum bundið, að fá þessa vöru til neyslu í heimahúsum. Þá er það alkunna, að undanfarin ár höf- iim við gefið stórfje með ostum, sem sendir hafa verið til Þýska- lands. Þessi viðskifti hafa farið fram undir vernd stjórnarvald- anna. Þessu öllu verður að breyta. Við verðum að leggja kapp á, að neyta sem mest af okkar eigin framleiðslu í landinu sjálfu. Oft er þörf, en nú er nauðsyn fyrir þjóðina, að búa sem best að sínu. En til þess að þetta geti orð- ið, þarf að sjá ti.1 þess, að inn- lenda varan sje höfð á boð- stólum þannig, að almenningur eigi að henni greiðan aðgang og varan sje seld sanngjörnu verði. Að þessu ber að keppa, og um.Ieið að hefja allsherjar útbreiðslu á okkar ágætu fram- leiðsluvöru í landinu sjálfu. Dulrænar sögur Friðgeir H. Berg: í ljósa- skiftum. Akureyri 1939. — Bókaútgáfa Þorst. M. Jóns- sonar. Petta er lítil bók, fjórar arkir í venjulegu átta blaða hroti. Ytri frágangur ínjög góður. Það er skemst frá að segja, að hjer er dulrænt efni á ferðum: Tólf sögur og tveir draumar. Að vísu fljettast draumar inn í þrjár eða fjórar af sögunum, en þær fjalla þó eigi að síður mestmegn- is um vökufynrbæri, en ekki drauma. Friðgeir Berg er bæði skygn og draumspakur, og er það ekki að ástæðulausu, er hann segir í tveim erindum fremst í bókinni: Það, sem augun ekki greina, ætla margir sje ei til. Vísindin þótt viðfeðm sjeu, vita þau ekki á öllu skil. Þótt þreifað sje um stokka og steina og- starað í hinn dýpsta hyl, sínu insta eðli leyna ægisdjúp og hamraþil. Bak við sjónar-heimsins hurðir hulin orka lífsins býr. Fornir og nýir fyrirburðir færa að þessu rökin skýr; jafnvel gráar efnisurðir, öldur loftsins, menn og dýr. Fi'iiy á vitnum engar þurðir, ef að rannsókn hugur snýr. Ekki var höf. alla ævi á þeirri skoðnn, sem hjer er drepið á. í formálsorðum bókarinnar getur hann þess, að á uppvaxtarárum sínum hafi hanii dyggilega fylgt ríkjandi skoðun þeirra tíma og trúað því fastlega, „að það, sem nú eru nefnd dularfull fyrirbrigði, væri tóm ímyndun, skynvilla og lieimska“. En eigin reynsla knúði hann til þess, að íhuga þetta nán- Skýrsla ir árii Námskeið umferðavikunnar. — Námskeið það í umferðarreglum, sem haldið var fyrir sendisveina á vegum Umferðarvikunnar, lauk í gærkvöldi með skriflegu prófi. Voru þátttakendurnir látnir svara 11 spurningum varðandi umferð. Besta árangri á námskeiðinu náði 17 ára gamall piltur, Olafnr Jens- son að nafni, Bergþórugötu 21. Verða honum því veitt verðlaivi þau, sem reiðhjólaverksmiðjau Orninn gaf námskeiðinu, en það var nýr dynamó og lnkt, til þess að hafa á reiðhjóli. ar. Hann segist hafa orðið fyrir ýmsnm árekstrum, sem sjer hafi|S^°^um' ^essr tihaun \ erslunar- hreint ekki verið kærkomnir og s^ólans hófst 1933 og var stigið valdið hafi sjer talsverðum ónot- Þar athyglisvert spor í skólamál- um. Og frá nokkrum þessara á- Vjelritunarkenslustund í Verslunarskólanum. kýrsla Versiunarskólans fyr-j Stundum er um það talað, að in 1934—1938 er nýkom- straumurinn í skólana sje of mik- in rit. Verslunarskólinn hefir nú í ill, eða námið ekki hagnýtt, svo seinustu árin verið f jölmennasti | nemendur komist ekki í vinnú eft- mentaskólarnir, sem veitt getur irá. Eklti virðist reynsla Verslun- lengstan námstíma og ítarlegasta | arskólans benda á þetta, en þar mentnn, því að skólatíminn getur hefir nú og áður verið safnað nú verið þar 6 ár, með undirhún- ings og framhaldsdeildum. En að- alskólinn er fjögurra ára skóli, en námstíminn samt svo sveigj- anlegur, að nemendur geta kom- ist inn í ýmsa bekki eftir því hversu góða undirbúningsmentun þeir hafa, eða próf frá öðruin skólnm. Skemnr en tvö ár geta nemendur þó ekki verið í skólan- um til þess að ná fullnaðarprófi, og þurfa þá að hafa undirbúniugs- mentun sem svarar til gagnfræða- prófs með viðbótarprófi í verslun- argreinum. Flestir eru fjögur ár í skólanum, en nokkrir liafa ver- ið alt að sjö áruin með því að taka tveggja ára nám í fram- haldsdeild, sem sje hæði í tungu- málum og viðskifta- og hagfræði, sem þar er kend. Það var Verslunarskólinn, sem reið á vaðið um það, að koma hjer á framhaldsfræðslu í verslunar- fræðmn og gerði tilraun til þess áð halda hjer uppi framlialds- deild, með áþekku sniði og ann- arsstaðar tíðkast í verslunarhá- rekstra, einkennilegum atvikum, sem fyrir liann hafa komið, skýr- ir liann nú í bók sinni. Höfund bókarinnar hefi jeg ár- um saman þekt að grandvarleik, glöggsýni og inngróinni andstygð á hvers konar lygran og skrumi. Engum, sem náin kynni hefir af um landsins og í mentamálmn verslunarstjettarinnar. Skýrslur ran fyrsta fullnaðarpróf fram- háldsdeildarinnar hæði í tungu- málum og viðskifta- og hagfræði eru í nýju skýrslunni og tóku þetta próf 3 nemendur, þeir Bergþór Þorvaldsson, Hjálmar Blöndal og Hróbjartur Bjarna- honum haft, dettur eitt augnablik son í hug, að væna hann um skreytni. Fyrir því verða sögurnar gildis- meiri en ella mundi. Sögnrnar eru prýðisvel ritaðar, lýsingar skýrar og skilmerkileg- ar, svo að atburðir allir verða Ijós ir. Snmar af sögnnum eru með 1 r u dnlrænnm sögnm, sem inað- 1 ;• liefir lesið eða heyrt. Ein þeirra heitir Óvenjulegur andstæðingur. Má\ skipa henni á bekk með römm FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU. Nemendur Verslunarskólans hafa verið nm 300 á ári, en kenn- ararnir venjulega um 25 og náms- greinar, sem liægt er að stunda, eru 15. Þær námsgreinar exra bæði almennar námsgreinar, svipaðar og í gagnfræða- og mentaskólum, og sjerstakar verslunarnámsgrein- ar. Verslunarskólanum má sldfta í tvent, neðrí bekkina, sem svara til gagnfræðaskóla, og efri bekk- ina, sem svara á sínu sviði til lærdómsdeilda mentaskólanna. ýmsum fróðlegum skýrslum um slík efni. Það sýnir sig þar, að allur þorri nemenda vinnur alls- konar vinnu í sumarleyfum sín- um, bæði til sjávar og sveita, og eiun árgangurinu af þeim, sem seinustu árin hefir útskrifast, skiftist þannig í störf að prófi loknu (55 nemendúr, þar af 5Í með fullu prófi): Skrifarar 17, bókarar 7, við afgreiðslu 4, sölu- menn 2, símastúlkur 2, hankamenn 2, bílstjórar 2, umboðs- og lieild- salar 2, framkvæmdastjóri 1, ang lýsingastjóri 1, kaupfjelagsstjóri 1, innheimtumaður 1, fiskimats- maður 1, iðnaðarmaður 1, við bú- skap (forstjóri refabús) 1, við sjósókn og verslunarvinnu á köfl- um 2, við heimilisstörf heima hjá sjer 2, við framhaldsnám 3, sauma kona 1, hjúkrunarkona 1, aðeins 1 af 55 hefir ekki vinnu að stað- aldri. Það er einnig eftirtektar- vert, að af þessum eina árgangi hafa 19 nemendur farið ntan að loknu Verslunarskólaprófi, 11 til vinnu eða framhaldsnáms í ýms- um skólum, m. a. í verslunarhá- skólran og háskólum, en 8 hafa fariS í styttri kynnisferðir. í sjerstökum kafla í skýrslunni eru ýmsar smágreinar um kenslu og fjelagslíf. Er þar sagt frá sjer- stökum. námsflokkum og æfinga- flokkum efri bekkjanna, fyrir- lestrum, ferðalögum og skoðun verslunar- og iðnfyrirtækja og tilsögn og æfingum, einkum í neðri bekkjunum, í ýmsu því, sem snertir framkomu og daglegt líf. T. d. hafa verið kendar umferða- reglur og heilsufræði og sjerstak- ur skólalæknir skoðar nemendur og lítur eftir heilsnfari. íþróttir eru allmikið stundaðar, gönguferð ir, skíðaferðir og sund og leikfimi og ým'sir verslunarskólamenn eru ágætir íþróttamenn. í skólanum er ýmiskonar fjelagsskapur, mál- fundafjelag, söngfjelag, taflfjelag, bindindisfjelag, íþróttafjelag og FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.