Morgunblaðið - 13.09.1939, Síða 6

Morgunblaðið - 13.09.1939, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. sept. 1939. Surtarbrandurinn á Skarðströnd Er þar eldsneyli sem munar um Rannsóknanefr.d ríkisins, sú ei' skipúð var í vor til þess að ránnsaka ýms hagnýt efni, hefir haft mörg mál til meðferðar. Og fíeiri bætast við nú, síðan styrj- öldin hófst. í nefndinni eru þeir Ásgeir Þorsteinsson verkfræðing- nv, Bmil Jónsson vitamálastjóri og Pálmi Hannesson rektor. En Steinþór Sigurðsson er framkvæmdastjóri. — Nefnd- in hefir m. a. fengið til at- hugunar eldsneytisþörf lands- rnanna og hvað hægt er að gera til þess að bæta úr yfirvofandi eldsneytisskorti. Á ófriðarárunum síðustu var nnnið talsvert af éldsneyti hjer innanlands, brúnkol og surtar- bæandur. M. a. var tekinn surtar- brandur í námu, sem er nálægt Skarði á Skarðsströnd, og fluttur hingað til Reykjavíkur. Um síðustu helgi fór rannsókna nefndin þangað vestur til þéss að athuga, hvort tiltækilegt myndi vera að vinna þar surtarbrand í stórum stíl. Sigurður Jónsson, for- stjóri Slippsins, var og með í för- inni. í gær átti blaðið tal við Ásgeir Þorsteinsson og spurði hann urn það, hvernig þeim hafði litist á námuna. Skýrði hann svo frá: Surtarbrandsnáman er alveg niður við sjó, og liggur því mjög ákjósanlega til þess að koma efn- inu frá sjer. En mjög er það ó- víst, hve mikið er þarna af surt- arbrandinum. Lagið er sagt 70 sentimetyar á. þykt. Þ.egar surtar- brandurinn var unninn þarna, voru grafin manngeng göng inn í hlíðina, þannig að surtarbrands- lagið var neðst í göngum þessum. Ofan á lagi þessu er þjettur mó- hélluleir. Var hann tekinn ofan af surtarbrandinum, svo hann myndaði þrep í göngunum, og síð- an sett sprengiefni undir lagið, svo það sprakk upp og molaðist sundur, Var surtarbrandinum svo ekið í hjólþörym út úr »ám*, unni. Þetta er hæ'gt áð gefá ehn 1 dag aíeð einföldum útbúnaði. En af- rfeksturinn verður þá líka eftir því, og ekki mikill. Annað mál er það, hvort surtarbrandurinn þarna ér svo mikflí', a?5 það taki því að kpsta til mikils útbúnaðar, vjela óg boranaí. Við efumst um það að prannsökuðu máli. 'mmmmmmmmmm % Þegar surtarbrandurinn var tlnnihn þama á áfúhum, þá var hann sóttur þangað vestur og fluttur hingað til Reykjavíkur. Þeir sem námuna unnu seldu tonn íð á 100 krónur. Það þóttu góð kaup, þegar eldiviður var hjer sem dýrastur. KOLASALAN S I. Ingólfshvoii, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. 0 0 9 ® 0 0 § Gi íKnyjALT Skðmtunin PRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. Birgðatalning verslana. J)agana 16. og 17. þ. m. skulu allir þeir, sem selja skömtunar- vörur, framkvæma birgðatalningu og senda bæjarstjórnum eða hreppsnefndum skýrslu yfir birgð- irnar. Heildsöluverslanir mega ekki afhenta skömtunarvörar til smá- söluverslana nema gegn innkaups- leyfi, bæjarstjóra, hreppsnefnda eða skömtunarskrifstofu. Þeir skulu hafa birgðatalningu 16. og 17. þ. m. og senda skömtunarskrif- stofu skýrslu ttm birgðirnar, svo og um innkaup jafnóðum. Ef nauðsyn krefur má flytja vörubirgðir úr einum landshluta til annars, og er heimilt að taka vörur eignarnámi, ef eigendur láta þær ekki góðfúslega af hendi. Leiðbeiningar fyrir Reykvíkinga Þessa dagana eru borin í hús eyðublöð, til útfyllingar. Þessi eyðublöð eiga menn að hafa til út- fylt á laugardag eða sunnudag, og afhenda þau á þeim stað, sem þeir verða kvaddir á, til þess að veita móttöku skömtunarseðlum. Á annari síðu eyðublaðsins (A; skulu heimilisfeður rita nöfn alls heimilisfólks og teljast þar alltr þeir, sem borða og búa á heimii- inu. Þeir sem selja utanheimilismönn urn fæði skulu ekki telja þá með, heldur krefja þá um matvæla- seðla., Þeir gefa og sjálfir skýrslu. Á hinni síðu eyðublaðsins (B) skal tilgreina, að viðlögðum dreng skap, birgðir af rttgmjöli, hveiti, haframjöli, kolum, hrísgrjónum '(og öðrum kornvörum), kaffi og sykri. Ríður á, að rjett sje frá skýrt og ekkert undan dregið. Bæjarstjórn fól 5 manna nefnd að annast alt, sem snertir skömt- un matvæla og nauðsynja. í nefivl’ inni eru: Guðmundur Ásbjörnsson, Gunnar Thoroddsen, frú Ragn- hildur Pjetursdóttir, Kjartan Ól- afsson múrari og Árni Benedikts- son bókari. Skömtunarskrifstofabæjarins verður í Tryggvagötu 28 og verð ur framkvæmdastjóri hennar dr. Björn BjörnssoJí hagffæðingur/ Skrifstofan verður opnuð á mámts dag. Úthlutun skömtunarseðla fer fram í öllum barnaskólunum (fjórum) á laugardag og sunnu- dag. Verður nánar auglýst síðar hvernig menn skuli mæta. En menn verða að muna, að hafa þá meðferðis útfylt eyðublöð- in, semi send eru í húsin þessa dagana. Sennilega verður síðar að fara fram sjerstök könnun á kolaþörf hvers hilss í bænum og birgðuin þeim, sem húsinu tilheyra. Sjómenn og kyndarar á dönsk um skipum fá stríðsáhættuþókn- un, er nemur 250% á skip, sem sigla á áhættusvæðinu og 125% fyrir skip, sem sigla á öðrutn svæðum, Eystrasalti og- Miðjarð- arhafinu. Hvalatorfan á Barða- strönd og hagnýting hennar Hákon í Haga var illa fjarri góðu gamni á sunnudags- kvöldið var, þegar 180 marsvín hlupu á land á Barðaströnd, skamt innan við Haga, í Hvammslandi. En hann hefir haft tal af þeim hvalbændum, ,er hreptu þenna feng. Blaðið hafði tal af Hákon í gær. —- Hann skýrði svo frá: Marsvínatorfan var á leið út með ströndinni, og fór svo ná- lægt landi, að hún sem sagt strandaði á sandrifi þarna fyrir neðan Hvamm. Margir af hvöl- unum grófu sig niður í sandinn með miklum bægslagangi. Hægt var að ganga þurrum fótum út að hvölunum, þar sem þeir brutust um í sandinum. — Margt manna safnaðist skjótt saman á hvalfjöruna. Um þrjá- tíu vaskra manna mun þar hafa verið. Þeir lögðu hvalina með ljáum, önnur vopn höfðu þeir ekki. Hverjir eru það, sem eiga þenna mikla hvalreka? Eigendur Hvamms eru erf- ingjar Salóme heitinnar Guð- mundsdóttur, er var ekkja Gísla Gíslasonar sem lengi bjó í Hvammi og átti jörðina. Einn þeirra er Karl Sveinsson á Brjánslæk, sem var tengdason- ur þeirra Hvammshjóna. En nú- verandi bóndi í Hvammi heitir Páll Pálsson. Annars skiftist vitanlega fengurinn að nokkru milli þeirra manna, er vinna á hvalfjörunni. Hve mikill þungi er áætlaður vera í öllum hvölunum? Þeir eru 180. Margir þeirra 20—24 fet á lengd og á að giska 2—21/2 tonn. Nú er að koma þessu í verð. |Jeg vil, segir Hákon, að hval- bændur selji þetta ódýrt, og selji hvalina í heilu lagi. Hægt er að koma vjelbát nálægt sandinum og draga hvalina á vírstreng út í hann. Komið hef- ir til mála að selja eitthvað af /þessu til hvalastöðvarihnar á Suðureyri,. Og nokkrir Reyk- víkingar eru að hugsa um að ■ sækja hval þangað vestur. I gærkvöldi var kominn þang- að annar togarinn frá Patreks- firði, og ætlar að taka það sem hann getur af hvalnum. Vindur er hagstæður til framskipunar sem best má verða. «><><><><><>0<><><><><><>0<><><><> ! ! vmn Laugaveg 1. Sími 3555 Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. Skákmútið: íslendingar vinna Búlgara með l\ : \\ Samkvæmt einkaskeyti til Morgunblaðsins í gær, frá Buenos Aires, þá hafa íslend- ingsir nú keppt við Rúlgara í keppninni um forsetabikarinn. Úrslit urðu þau að íslend- ingar unnu með 21% gegn 11%. Baldur Möller vann Tsvetcov á fyrsta borði. Jón Guðmundsson vann Nei- circh á öðru borði. Einar Þorvaldsson gerði jafn tefli við Kiprof á þriðja borði, og Kantardjeff vann Guðmund Arnlaugsson á fjórða borði. Búlgarar hafa aðeins einu sinni keppt við Islendinga á al- þjóða skákmóti, en það var í Munchen 1936, og unnu ís- lendingar þá með 5 gegn 3 (þrjá vinninga, fjögur jafntefli og eitt tap). Aðeins einn af þessum Búl- görum hefir áður keppt við ís- lending, en það var Kiprof, og vann hann Baldur Möller í Munchen 1936. Búlgarar hafa aðeins einu sinni áður keppt á alþjóða skák móti, í Múnchen 1936. í fyrri hluta þessa skákþings í Buenos Aires kepptu Búlgarar í 4. flokki, og fengu 21% vinning gegn Frakklandi, einn vinning gegn Lettlandi og tvo vinninga gegn Boliviu, en ekki er vitað enn hve mikið þeir fengu í við- ureigninni við Chile og Þýska- land, og Uruguay. VERSLUNARSKÓLINN. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. blaðaútgáfa. Skóíinn hefir einnig tvívegis haft útvarpskvöldvökur. Þessir nemendur hafa hlotið fyrstu ágætis einkunn á þeim ár- úm, sem skýrslan nær yfir: Ólaf- ur M. Ólafsson, Rvík, Þorsteinn Þorkelsson, Ároessýslu, Þórdís Aðalbjarnardóttir, Hafnarf., Har- aldur Ó. Leonhards, Rvík og Vilhj. Guðmundsson, Dalasýslu. Loks er í skóiaskýrslunni sagt frá heimsóknum ýmsra gamalla nemenda, sem fært hafa skólan- um góðar gjafir, en margir Versl- unarskólamenn AÚrðast halda vel hópinn og safnast um sinn gamla skóla. Verslunarskólinn er nú 35 ára. Fremst í skýrslunni eru minningargreinar um Ól. G. Eyj- ólfsson, Ditlef Thomsen og B. H. Bjarnason. Samgöngurnar á sjónum Ðráðabirgða ófrið- aruppböt danskra sjómanna Á auka aðalfundi sjómanna- fjelagsins danska var samþykfe ályktun þess efnis, að krefjast hlutar af ágóða skipafjelag- anna. Ófriðaruppbótin var sam- þykt aðeins til bráðabirgða. — Fjelagið skorar á ríkisstjórnina að koma í veg fyrir það, að út- gerðarmenn raki saman fje eins og í stríðinu 1914—18. Einnig- krefst fjelagið þess, að fleiri fullorðnir og fullgildir hásetar verði hafðir á skipunum og a5 12 stunda vinnudagurinn verði styttur. Ef stjórn sjómannafje- lagsins tekst ekki að komast að samningum á hæfilega skömmum tíma, má tafarlausfe segja upp núgildandi samkomu- Iagi. Oulrænar sagnir FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. ustu draugasögum, sem birst hafa á prenti, og minnir hún að efni allmjög á sögu þá, er Þórbergux* Þórðarson hefir skráð í Grá- skinnu af viðureign Axels sýslu- manns Tulinius og sjódruknaða mannsins frá Aberdeen. Önnur af sögum Friðgeirs Bergs nefnist Svipleg lest. Skýrir hann þar frá sýn, sem er full af ógn og, að jeg ætla, einstök í siurii röð. Þá munu fáir geta lesið söguna Barnið, án þess að kenna geigs og hryllings. Þorgeirs-boli kemur mjög við einat söguna, er gerist vestan hafs, en> þar hefir höf. dvalist árum sam- an. Virðist boli all hamrammur enn og ekki hafa dasast að mun við vesturförina. Verkfærakistan er merkileg saga og margþætt. Ögr fleiri mætti nefna, þótt þessar sje? einna kröftugastar. Allir, sem yndi hafa a£ vel sögö ura dulrænum sögum — og flest-r ir íslendingar hafa það — hljóta að una sjer vel við lestur þessara sagna Friðgeirs Bergs. Jeg gat ekki hætt við þær fvr en jeg hafði lokið bókinni; og skulu þeir báð- ir, höfundur og útgefandi, hafa þökk fj^rir hana. J. Kr. Þjóðsögur Olafs Davfðssonar, II. bindi er nýkomið út. Safn þetta mun jafnan skipa veg- legan sess á meðal merkustu bóka, sem skráðar hafa verið á íslenska tungu. Ef þessu bindi verður eins vel tekið og I. bindinu, þá mun ekki langt líða, þar til III. bindi kemur út. En þá er lokið útgáfu þessari, sem er úrval úr safni Ölafs. — Þetta bindi er stór bók, yfir 400 síður, en miðað við stærð mjög ódýrt. Kostar í kápu 10.00 kr. Er komið í allar bókabúðir í Reykjavík og verður sent innan skamms öllum bók- solum í iandinu. Útgefandi er Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.