Morgunblaðið - 13.09.1939, Síða 7
Miðvikudagur 13. sept. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Guðrún á Selfunii
áttræð
I
friðsælum hvammi sunnan í
Bjarnarhafnarfjalli eru Seljar
í Helgafellssveit. Fjallið skýlir
þegar norðanvindarnir næða á vor-
ín, en sólin nýtur sín þar því
betur og því er þar vörsæld og
gróður fyrri til en á bersvæði.
Seljar eru í hinu forna landnámi
Björns austræna og mun hann
feafa haft þar búsmala, sinn í seli,
eins og bæjarnafnið bendir til,
iíkt og venja hans hefir verið í
Noregi.
Á þessum aískekta bæ býr
koua, sem á áttræðisafmæli í dag.
Það er húsmóoirin, Guðrún Kára-
dóttir. Hún hefir dvalið á Seljum
<j>g lifað þar lífi sínu í 64 ár, eða
alla ævi nema fvrstu 16 ái'in sem
hún lifði, en þá var hún að alast
upp hjá föður sínum á næsta bæ,
Hraunsfirði, og þar er hún fædd
13. september 1859. Guðrún hefir
því ekki verið á neinu eyrðar-
iaúsu flandri um ævina eins og
svo marga hendir nú á tímum.
Guðrún er af góðu og traustu
bergi brotin. Faðir hennar, Kári
Konráðsson bóndi í Hraunsfirði,
var bróðursonur Gísla Konráðs-
sonar sagnaritara og var hann því
Skagfirðingur að ætt og uppruna.,
Konráð faðir hans fluttist aö
norðan, vestur í Dali og bjó lengi
að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal,
en kona hans og móðir Kái'a vár
Margrjet dóttir síra B.jarná á
Mælifelli. Móðir Guðrúnar á Selj-
um var Kristjana Kristjánsdóttir,
ættuð úr Olafsvík, en hún dó þeg-
á¥-Gúðrúii var barn að aldri. Síð-
aír’ giftiét 'faðir liennar Sigríði
ekkju Odds Hjaltalíns læknis, en
hún var dóttir síra Björiís' í Hítar-
xíeSi. Sigríður var mesta höfðings-
og' gæðakona og í skjóli stjúpu
aiiinar ólst Guðrún upp. Jeg, sem
er kunnugur Guðrúnu, þarf e'kki
áð Spyrja neinn mann að því, að
henni hefir hlotnast fyrirmvndar
uppeldi. Það bee hún með sjer.
Þar hafa verið lagðar þær undir-
stöður, sem ekki hafa bilað þó ao
oft hafi ýmislegt bjátað á í lífi
hennaí; Gáfaður og góður faðir
hennar lagði henni til þungann og
alvöruna, sem líf hennar hefii'
bygst á, og svo er ekki lieldur
hætt við því, að stjúpa hennar
hafi ekki glætt og hlúð vel að
því góða í fari skjólstæðings síns,
énda minnist Guðrún hennar nú
sem góðs verndarengils síns í æsk-
unni.
Guðrún var gift Sæmundi Pjet-
urssyni bónda á Seljum og áttu
l>au 6 börn, en 3 þeirra eru nú
dáin. Eftir lifa 3 dætur, sem allar
eru heima á Seljum. Ein þeirra
•er gift bóndanum, sem nú býr á
mokkrum hluta jarðarinnar, en
hinar tvær reka búskap með móð-
ur sinni og telst hún enn fyrir
búi. Sæmundur maður Guðrúnar
er nú dáinn fyrir tæpum 20 árum.
Hann var ágætismaður, en rnisti
heilsuna á ungum aldri og var
]>að Guðrúnu mikil raun, sem hún
stóð af sjer með mildum kjarki.
Eftir það varð hún oftast að hafa
alla forsjá heimilis síns og fórst
það úr liendi með miklum skör-
ungsskap, og hefir hún altaf búið
snotru búi á Seljum og oftast
skuldlaust.
Guðrún á Seljufn er ein þeirra
íslenskra húsmæðra, sem hefir lif-
að kyrlátu lífi. Hún er hæglát,
skapstilt, þrekimkil og óskiftiu
um annara hagi. Hún hefir unnið
störf sín í kyrþey og með skyldu-
rækni, án þes sað hugsa um hvort
nokkur tæki sjerstaklega eftir
því, — en henni hefir líka farn-
ast vel. Hún hefir alið upp dætu"
sínar svo, að þær eru dugnaðar-
stúlkur, góðviljaðar og skyldu-
ræknar. Hún hefir verið öðrum tU
fyrirmyndar. Þessi aldraða kona
er sannarlega sterkur meiður
þeirrar kynslóðar, sem hefir bygt.
þetta land og staðið af sjer allar
þrautir og erfiðleika, en til þess
hefir þurft þá hagsýni, sparneytni,
nýtni og aðrar góðar dygðir, sem
sú kynslóð, sem nú er að hverfa
í jörð, hefir átt í fari sínu.
Jeg óska að lokum þessari góðu
konu, að hún megi enn lifa lengi
'h'eil heilsu, sjer til áíiægjm og öðr.
um til blessunar. 0. C.
í annað sinn!
Frjettaritari ,,Amsterdam
Telegraph“ skýrir frá því,
að 47 og 48 ára gamlir menp
hafi verið kvaddir til vopna í
Þýskalandi, og eru margir
þeii'ra uppgjafahermenn. Ein af
ástæðunum fyrir þessu er sögð
sú, að yngri menn skorti hepn-,
aðarlega æfingu, og ennfrem-
ur, að það mundi valda trufl-
pnum í viðskifta- og atvinnu-
lífi. þj.óðarinnar, ef fjöldi ungra
manna væri nú kvaddur til
vopna. (FÚ).
Fylgi Breta
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
að hi,n hetjulega barátta Pól
lands með drengilegri aðstoð
bandamanna þess, muni að lók-
um færa Póllandi og þeim sig-
ur.
Sá meðlimur ráðssins, sént lagði
til að þessi orðsending væri sam
þykt, lagði eindregið til. að
Indverjar legði sig alla fram
til þess að vinna að sigrinum,
því að framtíð Indlands yrði
ákveðin á orustuvöllum Evrópu.
Agha Khan, sem hefir áður
skorað á alla fylgismenn sína
að styðja bresku stjórnina, hef-
ir eins og 1914 boðist til þess
að leggja fram fje sitt og krafta
til stuðnings indversku stjórn-
inni.
GYÐINGAR
SJÁLFBOÐALIÐAR
í Palestínu hafa 43,000 Gyð-
ingar, karlar og konur á aldrin-
um 16—50 ára látið skrásetja
sig til sjálfboðavinnu og í hjálp
arsveitir breska hersins. 90 af
hverjum 100 körlum, sem skrá-
settir hafa verið, hafa tjáð sig
fúsa til þess að ganga í breska
herinn, og eru margir þeirra
fyrverandi foringjar í þýska,
austurríska og tjekkneska hern-
um.
Qagbófc
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
N-kaldi. Úrkonmlaust.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson; Ránargötu 12, sími
2234.
Næturvörður er í nótt í Ingólfs
Apóteki og Laugavegs Apóteki.
í nótt verður opin Bílstöðin
Bifröst, Hveífisgötu 6, sími 1508.
Sjötugur er í dag Vilbogi Pjet-
ursson, Þórsgötu 22 A.
63 ára er í dag Sigmundur
Rögnvaldssou fisksali, Grundar-
slíg 15 B.
Ægisgarður. Fyrsta skipið lagð-
ist að liinum nýja Ægisgarði hjer
í höfninni í gær. Það var Reykja-
borg.
Bílabannið. Tveir snáðar voru,
að tala .saman í Austurstræti um
bílabannið. „Veistu hver áhrif
það hefir haft?“ sagði annar,
„Hermann er búinn að fá sjer
hjól!“ „Það veit jeg vel“, sagði
hinn. „En veistu það, að Eysteinii
er búinn að fá sjer hlaupahjól?!“
Edda kom til Seyðisfjarðar í'
gær. Kemur væntanlega hingað
inn næstn helgi. i
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
ekki í kyöld ó Austurvelli, eins
og. undanfarin miðvikudagskvöld
af sjerstiikuin ástæðum.
Fiðlutónleika hjelt Björn Ólafs-
son með aðstoð Árna Kristjáns-
sönar píanóleikafa á'; Aknreyri í
fyrrakvöld. Vár tónleikUúum tek
ið með miklum fögnuði áheyr-
eiula., (FÍ') , st
Stefán Guðmundsson óperu-
songvari hefir verið boðinn til
Noregs í-vfltur. Það , er norska fil-
harmoniska fjeíagið, sem býður
lionum, og á liann a(i aðstoða við
hljómleika, þesy. — „Seiidiherrafrj.
Lyra kom til Bergen. í fyrra-
kvöld kl. 7. Tii þessa hafa far-
niiðar með Lyru verið seldir hjeð-
an' til Káupmannáhafnar, Stokk-
liólms Ö. s!' ftv. méð járnbrautar-
ferð innifalinni í fafmiðanUm. En
nú verðun liorfið frá þessu, sökum
hinnai' nfikltt hækkúnaf á frögt-
um ng! fargjöldum. Þannig vetða
ftamvegip , aðeins selílir hjerr mið
ar sjóleiðina til Bergen> sem gr á-
ætlunarstaður skipsins.
Póstferðir á mprgun. Frá Rvík;
Mosfellssyeitar, Kjaiáfn., Reykja-
ness. Kjósar, Ö!fúss 'óg' Flóa]iós1 -
ar. Þingvellir. Þrastahtnduf.'
Hafnárf jörður. Þykkvabæjarpóst-
nf. Akranes. Borgarnes. Norðan-
póstui'. Tii Rvíkur: Mosfellssveit-
ár, Kjálárness, Kj'ósar, Reykja-
uess',. Ölfuss og Flóapóstar. Þingj
vellir. Laugarvatn. Þrastalundur.
Hafnarfjörður. Austaupóstur.
Borgarnes. Akranes. Norðanpóst-
ur. Barðastrandarpóstur. Snæ-
fellsnespóstur. Stykkishólmspóst-
ur.
Þýska aðalkonsúlatið er flutf í
Túngötu 18.
Útvarpið í dag:
12.00 Hádegisútvarp.
19.30 Hljómplötur: Ljett lög.
19.45 Frjettír.
'20.20 Hljómplötur; Strauss-valsar.
20.30 Útvarpssagan.
21.00 Utvarpskórinn sjuigui'.
21.25 Illjómþlötur: Ymsar syrpur.
Hið fslenska Fornritafjelag.
Nýtt bindi er komið út:
Vatnsdælasaga
Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar
þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar.
EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út.
Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst
hjá bóksölum.
Aðalútsala:
Bókaverslun Sigfúsar Eymunússonar
:s±±
íiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiH
Timburverslun
P. UÁ lacobsen & 5ön R.s.
Stofnuð 182 4.
Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S.
Selur timbur í stærri og smærri sendiugum frá Kaup-
mannaböfn. ----- Eik til skipasmíða. ----- F.innig heila
skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi.
Hefi verslað við ísland í cirka 100 ár.
Kföitunnur
Útvegum kjöttunnur, heilar og hálfar.
Eggert Krtslýánsson & Co. h.f.
*
'X L
8
O.kíHíÍ
Reykjavlk - HafnartjðrOur.
Frá og með deginum í gær verður fyrst um sinn ek-
ið þannig:
Frá kl. 7 til kl. 11 árdegis á hverjum heilum tíma, og
:frá kl. 11 árdegis til kl. 12.30 síðdegis á hverjum heilum og
hálfum tíma. ■ . , „ • < i
Sjerleyf ishaf ar. “
ibúð
Tvö herbergi og eldhús með þæg-
indum óskast 1. eða 15. október.
Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins,
merkt „Skilvís“.
Konan mín
ÁSA HALLDÓRSDÓTTIR
ljest á sjúkrahúsinu Sólheimum aðfaranótt 12. þ. mán.
Elías Árnason,
Flókagötu 12.
Jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengda-
móður
ÁGÚSTU K. ÁRNADÓTTUR
fer fram fimtudaginn 14. þ. m. frá Fríkirltjunni og hefst með
húskveðju frá heimili hinnar látnu, Frakkastíg 5, kl. 1 e. h.
Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum.
Guðlaugur Þorbergsson, börn og tengdabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
ÞORSTEINS
sonar okkar.
Steinunn Steinsdóttir, Gísli Sighvatsson,
Sólbakka, Garði.