Morgunblaðið - 14.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. sept. 1939. Afstaða Itala getur valdið úrslitum Er Itölum sýnt í tvo heimana? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. MIKIL LEYND er enn um það, hvað far- ið hefir á milli Ciano greifa utanrík- ismálaráðherra ítala og sendiherra Breta í Róm, Sir Percy Lorraine. En í frjett einni frá frjettastofunni „Ass- • au ociated Press“ er það gefið í skyn, að einmitt í sambandi við þetta samtal kunni eða gerast eða sjéu að gerast atburðir, sem kunni að vera mun merkilegri og örlagaríkari en atburðirnir á víg- völlunum þessa daga. i.U'G Þar segir svo: Það getur farið svo, að á þeim samningum, sem þarna eru að gerast, velti úrslit styrjaldarinnar. Þess er getið til, að Bandamenn sjeu að vinna a! því að fá ítali til þess að ganga í lið með sjer í styrjöldinni. En ef ítalir velji þann kostinn, að snúast á sveif með Þjóðverjum, þá muni það vera ljóst fyrir ftölum, að þeir fái alla aðstöðu erfiðari en nokkru sinni Þjóðverjar. Því Bandamenn eigi auðveld- ' ara með að hafa öll ráð ítala í hendi sjer, þegar í harðbakka slær. Bandamenn muni loka skipagöngum um Suez. Þá missi ítalir Abyssiníu. En ef ftalir styðja Bandamenn, þá muni öll þeirra aðstaða verða betri. Þjóðverjar eigi erfitt með að sækja þá heim. Því ítalir hafi þar Alpa- fjöllin sem sitt varnarvígi. Frá sjónarmiði Bandamanna þá hefir það mikla þýðingu, segir í greinargerðinni frá Associated Press, að ítalir snúist gegn Þjóðverjum, m. a. vegna þess, að þá verða aðflutningar til Þýska- lands útilokaðir sunan yfir Alpa. Ennfremur er litið svo á, segir í greinargerð þessari, að ef ítalir snúast með Bandamönnum, þá muni ekki líða á löngu uns ýmsar Balkanþjóð- ir fari aði dæmi þei'rra. Það þykir augljóst mál, að Bretar og Frakkar með ítali sjer við hlið geti frekar unnið algeran sigur í þessum hildarleik, heldur en Þjóðverjar og ítalir sameinaðir. Alt er þetta óákveðið enn. Og stafar það af því, segir hin ameríska frjettastofa, að Banda- menn hafa ekki enn boðið ítölum þau laun fyrir aðstoðina, sem ítalir óska eftir eða fara fram á. Launin eru sögð vera rífleg, sem til mála hafa komið. En vera kann að þau verði int af hendi. OKKAR VIUI RÆÐUR. í ítölsku blaði, sem er helsta málgagn Musso- linis, var komist að orði á þá leið, að ítalir myndu hugsa ráð sitt vandlega, áður en nokkur ákvörð- un yrði tekin. En það væri þeirra vilji einn, sem rjeði ákvörðunum þeirra, og svo það, hvernig þeir best gætu greitt fyrir velferð Evrópu í fram- tíðinni. Á Prestsbakka í Hrútafirði fór fram sú fágæta athöfn síðastlið- inn sunnudag, að við g.uðsþjón- ustu þar í kirkjunni voru gefin saman fimm brúðhjón og skírð fjögur börn. Að kirkjuathöfninni lokinni var haldin brúðkaups- veisla á prestssetrinu. Sóttu hana meira en 200 manns. (FU) Að tilhlutun kvenfjelagsins Nönnu á Norðfirði var nýlega háldið þar matreiðsl unámskeið, þar sem einkum var kend hagnýt- ing og matreiðsia grænmetis. Kensluna annaðist Guðrún Jens- dóttir kenslukona á Hallormsstað. Námskeiðið stóð í hálfan mánuð, en þátttakendur voru 13. (FÚ) Breskt herlið I flngvjel Bretar eiga,margar risaflugvjelar til þess að flytja hermenn. Myndin sýnir eina slíka fiugvjel og eru hermen-n að stíga út úr henni. ----------Ætla--------------- að gerspilla bresk- um höfnum Frá frjettaritara vorum. KhÖfn í gær. í Berlingatíðindunum er sagt frá því, að þýska . herstjórnín sje að yfirvega, hvort takast megi að gera allsherjar loft- árás á allar breskar hafnir, til þess á þann hátt að stöðva að- flutninga til landsins. Segir í blaðinú, að herstjórn- in yfirvegi, að senda 3 þúsund sprengjuflugvjelar til Eng lands, sem eiga að geta sundr að ölluiri hafnarvirkjum lands- ins. Er þetta hugsað sem gagn- árás gegn banni Breta við mat- vælaflutningi til Þýskalands. ÓsamhljóOa fregnir um viOureignina^l Púllandi Djóðverjar hóta vægðar- lausari baráttu | ^REGNIRNAR á miðvikudag frá Póllandi voru mjög ósamhljóða, eins og fyrri daginn. Pólska *■ herstjórnin tilkynti, að pólski herinn hefði náð iðnaðarborginni Lodz aftur úr höndmu Þjóðverja, En frá Þýskalandi bárust fregnir, sem sögðu alt annað. Þaðan var tilkjmt, að pólski herinn hefði undanfarna daga verið á svo hröðu undanhaldi í þeim hjeruðum, að hann hefði ekki gefið sjer tíma til þess að brenna bændaþorp og sprengja upp brýr, eins og hann hefði gert annarstaðar. Al- menningur hefði orðið fyrir mjög litlu tjóni. Bæjarlífið í Lodz væri alt með sama svip og á friðartímum, og bændur ynnu að uppskeru sinni eins og ekkert hefði ískorist. : Saarbfiicken nærri umkringd Jtilkynningu frönsku hermála stjórnarinnar segir ,að þýska stórskotaliðið haldi áfram að skjóta á varnarstöðvar F'rakka. Franskar hersveitir hafa sótt fram beggja megin Saarbrticken, °g J þýskri tilkynningu er viður- kent, að þær sieu aðeins þrjár mílur frá borginni. A svæði vestan Saarbrucken, sem er eins og fleygur inn í varn- arlínur Þjóðverjn hafa Frakkar treyst aðstöðu sína, og einnig k samskonar svæði aust.au borgar- innar. . Fregnir liafa borist um, að Þ.jóð- verjar hverfi frá Trier, sem er ná,-. lægt landamærum Lnxembourg., og einnig 'frá Aachen, nálægt landamærum Belgíu. (Fll) En á miðvikudaginn gerðist Vá óvænti atburður, sem alþýða manna þar' um slóðir fagn- aði, með því að draga nas- istafánann að hún. Foringi Þjóðverja, Hitler, heimsótti borgina. Um viðureign Þjóðverja og Pólvérja í öðrum hjeruðum er svipað að segja. Þjóðverjar segjast hafa unnið á, bæði við Bugfljót, norðaustan við Var- sjá, og eins suður við Sanfljót. En Pólverjar bera allar sigursög urnar til baka. Sagt var þó í Þýskalandi í gær, að sókn Þjóð- verja í Póllandi væri ekki eins ör og hún hefði áður verið vegna þess, að veður væri sjer- lega óhagstætt, miklar rigning- ar. ÁVARP TIL ALMENNINGS Á miðvikudagskvöld flutti borgarstjórinn í Varsjá ávarp í útvarpið, þar sem hann m. a. talaði um frábært hugrekki og þegnskap borgarbúa, er ynnu hlutverk sín æðrulausir hver á sínum stað, þó þeir ættu í höggi við hinn skæða fjandmannaher. Staðfesti þeirra og karl- menska hefði komið því til leið- ar og góð regla væri í borg- inni. Og svo myndi það verða, uns yfir lyki. Matvæli sagði hann að væru þar nóg. ÞJÓÐVERJAR HÓTA VÆGÐARLAUSARI BARDÖGUM Tilkynning var gefin út í morgun í aðalbsékistöð Hitlers, og er í tilkynningunni lýst yfir því, að Þjóðverjar áformi að gera loftárásir og stórskotaliðs- árásir á óvíggirtar borgir. — 1 tilkynningunni segir að undan- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.