Morgunblaðið - 05.10.1939, Síða 2

Morgunblaðið - 05.10.1939, Síða 2
VL U 0 ^ \ bi* K MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 5. október 1939. Ræða Hitlers á morgun Mussoiini leggur engar friðartillögur fram Opiober tilkynning I Róm Þýsk-ltalski „öxullinn" brotinn? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. H—^ AÐ hefir nú verið opinberlega tilkynt, að Hitler ætli að flytja „friðar“-ræðu sína í *■ þýska þinginu á föstudaginn. I hinni opin- beru tiikynningu segir, að ríkisþingið komi saman á há- degi þann dag, til þess að hlýða á yfirlýsingu frá ríkis- stjórninni. AFSTAÐA ÍTALA I dag, nokkru áður en þessi tilkynning var birt í Þýskalandi, var birt opinber yfirlýsing í Róm, þar sem segir, að ítalska stjórnin muni ekkert aðhafast, að fyrra bragði, til þess að koma á friði eins og nú standa sakir. ítalska Stefani frjettastofan vekur athygli á því, að yfir- lýsing þessi sje fram komin vegna orðróms, sem um það hafi gengið að Mussolini ætli að gangast fyrir að haldin verði sjö- velda ráðstefna, Breta, Frakka, Þjóðverja, ítala, Rússa, Tyrkja og Bandaríkjanna. ÖXULLINN BROTINN ? Stórblaðið „New York Times“ skýrir frá því, að þýsk- ítalski „öxullinn“ hafi brotnað þegar Ciano greifi og Hitler ræddust við á sunnudaginn. Langt var frá því, að vel fjelli á með þessum stjómmálamönnum, segir blaðið. I þessu sambandi bendir það á 1) hve stutt viðstaða Cianos greifa hafi verið og 2) að engin yfirlýsing var gefin út að sam- talinu loknu, þar sem lýst hafi verið yfir að skoðanir Þjóðverja og ítala hafi fallið saman, eins og venja hefir verið tit- RÆÐA CHAMBERLAINS Sjerstök athygli er leidd að því að ítölsk blöð birta ítar- leganlegan útdrátt úr ræðu Mr. Chamberlains í breska þinginu í gær, og umræðunum, sem fram fóru síðar; blöðin birta þetta þó athugasemdalaust. _________ í> breskum og frönskum blöð- um hefir ræða Mr. Chamber- lains fengið góða dóma. Times í London segir, að Bretar og Frakkar hafi haldið aS sjer hendinui eins lengi og' þeir gátu — meðan hægt var aö finna nokkuð til yamar því, að ekki væri Jagt út í styrjöld, enda hefði það ekki veriS gert fyr en mælirinn var orðinn fullur, er Þjóðverjar gerð- nst samningsrofar og rjeðust á sjer minni máttar þ.jóð, sem fjekk ekki einu sinni að sjá þær tillögur, sem Þjóðverjar töldu sig hafa lagt fram. Þegar svo hefði verið komið, hefði Bretar og Frakkar sagt Þjóðverjum stríð á hendur — en fyr ekki. Ábyrgðin af því, að styrjöldin hefði brotist út, hvíldi þ’ví á Hitler einum. Bail-y Telegraph segir, að neita verði friðartilboði Hitlers. Með sigr- um þeim, sem hann kunni að hafa unnið, hafi hann flekkað ekki að eins sitt eigið nafn, heldur og nafn þýsku þjóðarinnar. Daily Express segir: „Getum vjer 'reitt oss á Ioforð þýsku stjómarinnar?“ spyr blaðið og svarar: „Nei, þakka yður fyrir. Allur heimurinn skal fá eð vita hverjar afleiðingar það hefir, að haga sjer þannig, að breska heims- FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐTJ. Hlutlausa beltið Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Stjórnin í Panatra tilkynti stjórnum Bretlands, Frakk- lands og Þýskalands í dag sam- þykt pan-amerísku ráðstefnunnar um 300 mílna hlutlausa beltið út frá ströndum Norður- og' Suður- Ameríku. Cordell Hull skýrði frá því í dag, að ákvarðanir myndu nú verða teknar um ýms framkvæmd- aratriði í sambandi við þetta belti. 290 ÞÚS. SMÁLESTIR GERÐAR UPPTÆKAR Síðan stríðið liófst liafa Bretar gert upptækar 290 þús. smá- lestir af vörum. Síðustu vikuna gerðu þeir upptækar 33 þús? smá- lestir. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ræðu, sem Daladier A forsætisráðherra Frakka flutti í dag, tók hann undir þau ummæli Mr. Chamber- lains, að enda þótt það hafi verið PóIIand, sem hafi komið stríðinu af stað, þá væri hin raunverulega or- sök þess tilraunir Þjóðverja til þess að drotna yfir Ev- rópu." Daladier sagði, aðFrakk- ar berðust fyrir því, að losna yið hinn eilífa kvíða síðustu ára og skapa var- anlegan frið. I ræðu sinni fór Dala- dier mjög vinsamlegum orðum um Mussolini og viðleitni þá, sem hann hefði sýnt til þess að af- stýra stórvandræðum. Daladier boðaði að gefin myndu verða út „hvít bók“ um afskifti Frakka af frið- artillögum Mussolinis. í ræðu sem Halifax lá- varður flutti í efri málstofu breska þingsins í dag, sagði hann m. a. að„ hann mint- ist þess ekki, að samvinna Breta og Frakka hefði síð- ustu dagana, síðustu vik- umar, já síðustu árin ver- ið jafn mikil og náin og hú. Halifax vjek að friðartil- lögunum, sem talað væri um að væntanlegar væru og sagði að afstaða Breta ylti á því: 1 ) hverjir friðarskilmál- arnir væru, 2) hvaða ríkisstjórn bæri tillögumar fram, og 3) hvaða trygging væri sett fyrir því, að sam- komulag það sem gert yrði, yrði haldið. Halifax lávarður sagði m. a. að Bretar berðust fyrir því, að þjóðimar fengju að ráða sjer sjálfar. ★ SJERSTAKA ATHYGLI HAFA UMMÆLI HALI- FAX LÁVARÐAR UM SAMNINGA TYRKJA OG Reyna Rússar að rjúfa hafn- bann Þjóðverja á England? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ÞAÐ hefir vakið nokkra athygli að Mr. Chamb^ erlain ljet ekkert óvinveitt orð falla í garð Rússa í ræðu sinni í gær. í clag hafa borist fregnir frá Osló um að Rússar sjeu að reyna að rjúfa hafnbann Þjóðverja með skipum hlut- lausra þjóða. I fregninni segir að þeir sjeu að leigja skip á Norð- urlöndum til þess að flytja trjávið frá Hvítahafi til Englands. „ÓVINVEITT ÞJÓÐVERJUM“ 1 Moskva heldur samningunum milli Rússa og Eystra- saltsríkjanna áfram. Urbsys, utanríkismálaráðherra Lithaua er lagður af stað í flugvjel til Kaunas/til þess að*leggja tillögur Molotoffs fyrir stjórn sína. Frjettaritarar í Moskva þykjast hafa komist að því, að ,í tillögum þessum, eins og tillögunum sem lagðar hafa yericj fyr- ir Letta felist ákvæði um víðtæka gagnkvæma aðstoð. Meðal annars er talið, að Rússar bjóðist til að aðstoða Lithaua við að setja ramger varnarvirki á þýsk-lithauisku landamærunum. Litið er á þetta sem ráðstöfun óvinveitta Þjóðverjum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU, Bretar vðrpuðu flugmiðum ytir Berlln F-j egar flugvjelar hreska *■ flughersins flugu yfir Berlín og Potsdam fyrir nokkr- um dögum (Þjóðverjar segjast þó aldrei hafa orðið varir við það) vörpuðu þær niður flug- miðum. Á miðann voru prent- aðar upplýsingar um fje það, sem leiðtogar nazista eru sagð- ir hafa komið fyrir til varð- veislu í erlendum bönkum, til þess að grípa til, ef þeir neydd- ust til þess að flýja land. Dr. Göbbéls er sagður eiga 1.800.000 sterlingspund í bönk- um í Suður-Afríku og Jaþan, en von Ribbentröp er sagður eiga mest allra, eða um 2 miljónir punda, sem eru í bönkum í Hollandi og Svisslandi. Minst er á Himler, sem sagður er eiga að gæta þess, að enginn Þjóð- verji fari með meira en 10 rík- ismörk úr landi. Hann er sagð- ur hafa sent úr landi 101/2 milj. ríkismarka eða milj. sterl- ingspunda. (FÚ.). RÚSSAR og tyrkir. Saracoglu, utanríkismála- ráðherra Tyrkja fekk í dag svar frá stjórn sirini í Ankara við tillögum Rússa, sem lagðar voru fyrir hann er hann ræddi við Molotoff um helgina. Strax eftir a’ð svarið var komið ræddi Saracoglu við Sir Williatti Seeds sendiherra Breta í Moskva. Talið er að hann muni fljót- lega ræða við Molotoff. í Ankara gætir nokkura kvíða út af tyrknesk-rússnesku samningunum. Samtfkingln Kv jóðverjar líkja hafnbanni sínu *■ á breskar hafnir við hann það, sem Rússar og Frakkar settu á samgöngiy frá meginlandinn til Englands eftir Tilsit-friðinn áriS 1807. KR. 1.750.000.000. Aðdráttarráðherra Breta, Leslie Burgin, gerði vöru- pantanir fyrir kr. 1.750.000.000 fyrstu 18 mánuði styrjaldarinn- ar. — jPólverjar verjast enn ¥ þýskri tilkynningu, sem var gefin út í gær, er viðurkent að pólskar hersveitir veíti þýska hernum stöðugt viðnám í miðhluta Póllands og að í smábardaga hafi slegið á ýmsum stöðum milli pólsbra og þýskra herflokka, á svæðinu smilli markalínunnar, sen» fyrst var ákveðin, og núverandi landmæra Þýskalands og Sovjet- Rússlands. •?*. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.