Morgunblaðið - 24.10.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1939, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. okt. 1939. Samningar Finna f Moskva i. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Samningar Finna og Rússa hófust að nýju í Moskva kl. 6 e. h. í dag. Fulltrúar Rússa voru eins og áður Stalin og ’ Molotoff. En fulltrúar Finna Paasikivi og Tall- m, fjármálaráðherra. Fyrsti fundurinn stóð 4 í 2*4 klst. til kl. SVz e.h. Annar fundur hófst ; kl. 10 x/i í kvöld. í>að er látið í veðri vaka í Finnlandi, að ; Tallin hafi verið kjör- inn til þess að fylgja Paasikivi til Moskva, ekki sem fjármálaráð- herra, heldur sem verk- * lýðsleiðtogi. ; Það er nú talið, að Rússar ætli ekki að krefjast þess, að rúss- neskir hermenn fái að hafa bækistöð á Álands- eyjum, heldur að Finn- ar gefi formlegt loforð um að þeir ætli ekki að yíggirða þær. Sreskar flug- vjelar sökkva tveimur þýskum kafbátum Frá frjetta/ritara vorum. Khöfn í gær. Br e s k hemaðartilkyrming skýrir frá því í dag, að breskar sprengjuflugvjelar hafi gert árás á tvo þýska kafbáta og fylsta ástœða sje til að halda »ð þeim hafi báðum verið sökt. Annar kafbáturinn var í At- iantshafi en hinn í Norðursjó. Fiugmenn, sem gerðu árásir á kafbátinn í Atlantshafi skýra frá því, að þeir hafi greinilega pjeð olíubrák á sjónum. Flugmenn, sem rjeðust á kaf- bátinn í Norðursjónum segjast hafa sjeð að sprenging hafi orð- ið neðansjávar á þeim stað er kafbáturinn kafaði. ÁRÁSIN Á BRESA „KONVOYINN“ Enskur togaraskipstjóri hefir sagt frá því, að hann hafi verið sjónarvottur að því, er þýsku flugvjelarnar rjeðust á bresk skip í herskipafylgd s.l. laug- ardag. Segir hann frá því, að ein flugvjelin hafi fallið í sjó- jnn og að reykjarmökk hafi lagt úr stjeli hennar í fallinu. Togaraskipstjórinn bjargaði sjálfur þrem þýskum flugmönn- vm, sem höfðu velkst í gúmmí- bát á hafinu í 16 klukkustundir. Flutningur fólksins frá Helsingfors Bretar hafa eyðilagt 16 þýskar sprengi flugvjelar Attiugunarflug Þjóð- verja ytir Forth-firði Konur, sem flúið hafa frá Helsingfors, fá hressingu hjá hjálpar- og líknarfjelögum. Stalin neitalH Hitler tim hernaðarhfáip Ógurlegar stríðshörm- ungar í vændum — segir Garvin í Observer. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. OPINBER TTLKYNNING var gefin út í Berh'n1 í kvöld, þar sem segir að Þjóðverjar muni engin frekari friðarboð gera. Tilkynning þessi er fram komin vegna fregna, sem birtar hafa verið í erlendum blöðum um að Hitler væri að undirbúa nýja friðarsókn. Friðarboð Hitlers eru innifalin í ræðu þeirri, sem Hitler flutti í ríkisdeginum, þar sem hann sýndi heimin- um leiðina til friðar, segir í tilkynningunni. Þessu friðarboði vísuðu Bretar ruddalega á bug. von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þjóðverja, flytur ræðu í Danzig í dag. Sumir telja að hann muni gefa svar við 1 ýmsu sem óvissa er um varðandi næsta skref Þjóðverja í stríðjnu. von Ribbentrop gekk á fund Hjtlers í morgun áður en hann lagði af stað til Danzig. Parísarblöðin skýra frá því í dag, að Staljn hafi neitað Hitler um hemaðarhjálp og þá sjerstaklega um 2 þúsund hemaðarflugvjelar, sem Hitler hafi farið fram á. Blöðin segja að Stalin hafi svarað að hann ætlaði að halda áfram að vera utan við styrjöldina og reka viðskifti við Bret- land og Bandaríkin. ÞjóQverjar vllja aukaviðskiftisfn við Norðurlönd Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Berlínarblaðið „Börsen. Zeit- ung“ gerir í dag að um- talsefni utanríkisvers'unina við Norðurlönd og bendir á að nauð sym sje á að Þjóðverjar leggi áberslu á að auka viðskifti sín við Norðurlöndin. Blaðið bendir á að Norður- lönd sjeu viðslciftalegt stór- veldi, sem ráði yfir 5% af allri heimsversluninni. Þýskaland kaupi þegar mik- ið af Norðurlöndum og fram- leiði mikið af þeim vörum, sem Norðurlöndin þarfnist. Hinn kunni enski ritstjóri enska blaðsins ,,Observer“, J. Garvin, hefir ritað grein í blað sitt og rætt um styrjöldina. — Varar hann við að gera og lítið úr hörmungum þeim, er styrj- öldin geti leitt yfir þjóðirnar, því enn sjeu ógnir stríðsins litl- ar í samanburði við það, sem vænta megi. AÐEINS BYRJUN Hann segir, að sjö fyrstu vikur ófriðarins sjeu aðeins upp- haf að ógurlegustu hörmungum af völdum nýtísku hernaðar- tækja. Það sje ekki nokkur vafi á því að verið sje að undirbúa gífurlegar hernaðaraðgerðir bak við yfirborðsróna. Að öllum líkindum sje Þýska- land að gera öflugar ráðstaf- anir til þess að reyna að hnekkja veldi Breta á sjónum. FUNDUR HITLERS OG HJERAÐAFOR- INGJANNA Ensk blöð eru með ýmsar get- gátur um það hversvegna Hitler hafi kallað á sinn fund pólit- ísku hjeraðaforingjana, er sjeu fulltrúar þjóðarinnar inn á við. ,,The Times“ telur að aðal- tilgangur Hitlers með fundin- PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Franska þingið kvatt saman Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Daladier, forsætisráðherra Frakka tilkynti í dag, að franska þingið myndi verða kvatt saman til reglulegs fund- ar í miðjum nóvembermánuði. Verður það í fyrsta skifti, sem franska þingið kemur saman síðan ófriðurinn hófst. Franska herstjórnin gaf í kvöld út hundruðustu hern- aðartilkynningu sína. I tilkynningunni er talað um lítið eitt aukin vopnaviðskifti milli fallbyssudeila fyrir vestan Saar. London í gær F.íí. Aðvörunarmerki um að loft- árás væri jrf irvofandi voru enn gefin við Firth of Forth í dag, þar sem sjeSt hafði til flugvjela, sem menn ekki vissu deili á, en flugvjelamar stefndu í áttina til fjarðarins. Hálfri klukkustimd síðar voru gefin merki um að hættan væri liðin hjá. Engin tilraun til loftárásar var gerð. Þetta er f jórði dagur- inn í röð, sem aðvörunarmerld eru gefin við Firth of Forth. Sú skoðun hefir verið látia í ljós í London, að fyrsti þáttur styrjaldarinnar, að því er loffc- hemað snertir, hafi gengið Bret- um mjög í hag, því að það hafi komið í ljós, að loftvamimar heima fyrir sjeu hinar örugg- ustu. 30 MANNS FARAST í LOFTÁRÁSUM. Það er nú kunnugt, að 16 þýskar sprengjuflugvjelar, a£ þeirri tegund, sem ætlaðar eru til langflugsleiðangra í árásar- skyni, hafa verið eyðilagðar, áa þess að Bretar hafí orðið fyrir nokkru flugvjelatjóni í viður- eigninni við þær. Manntjó* Breta, fallnir og særðir, af völd- um loftárása á Firth of Forth svæðið, eru 30 menn. Tvö her- skip skemdust lítils háttar, ,Southampton‘ og ,Iron Duke*. Til marks um hversu skemdirn- ar voru smávægilegar er tekið fram, að bæði skipin voru til- búin til þess að leggja úr höfn sama daginn, ef þörf hefði kraf- ist. FLUGVJELAR AÐVARA UM TUNDURDUFLA- HÆTTU Breskar hemaðarflugvjelar, sem voru á eftirlitsflugi, sáu tundurdufl á reki á tveimur stöðum í Norðursjó. Var þetta flugvjelaflokkur, sem er til að- stoðar flughernum. Var um all- mörg dufl að ræða og líkur til, að tundurdufl af allstóru svæði hefði komist á rek. Flokkur breskra flutningaskipa og her- skip, er honum fylgdu, hefði sennilega siglt yfir svæði það, sem tundurduflin voru á reki á, en flugmennirair gáfu herskip- unum til kynna með merkjum, hver hætta væri á ferðum. Var þá breytt um stefnu. Tókst að sneiða fram hjá öðru tundur- FRAJYEH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.