Morgunblaðið - 24.10.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. okt. 1939. Morgunblaðið hefir út- vegað sjer með vinsam- legri aðstoð bresku aðalræð- ismannsskrifstofunnar í Reykjavík „bláu bókina“, sem gefin var út í London að tilhlutun bresku ríkis- stjórnai’innar. í þessari bók eru birtar nokkrar opinber^ ar skýrslur, sem varða upp- hafið að styrjöldinni, sem 2iú geisar. Titill bókarinnar er: „Skjöl Tarðandi sambúð Þjóðverja og Pólverja og upphaf ófriðar milli Stóra-Bretlands og Þýska- iands 3. september 1939. „Lögð fram í parlamentinu af utanríkismálaráðherranum samkvæmt fyrirmælum hans hátignar“. Skjölin, sem hjer ræðir um «ru skýrslur, sem sendiherrar IBreta í Berlín, Danzig og Var- sjá, sendu stjórnum sínum varð- andi deilur Þjóðverja og Pól- Terja í sumar, ræður eða út- •drættir úr ræðum, sem fluttar hafa verið varðandi þessi mál af Hitler, Mr. Chamberlain og Halifax lávarði, orðsendingay, sem farið hafa á milli stjórna Þýskalands, Englands og Pól- lands o. fl. Skjöl þessi eru af hálfu bresku stjórnarinnar birt til þess að sýna, að hún hafi ékki viljað stríðið og gert alt, sem í hennar valdi stóð, til að koma í veg fyrir það. ★ En skýrslan vakti ekki síður gthygli fyrir það, að skjölin, sem þar eru birt, bregða nokkru Ijósi yfir umgengni milli erind- reka bresku stjórnarinnar á meginiandinu og þýskra stjórn- málamanna hina örlagaríku daga í sumar, þegar óvissa ríkti nm hvort stríð eða friður myndu verða ofan á. Vogarskálin hallaðist skyndi- lega á stríðshliðina, þegar Þjóðverjar og Rússar gerðu með sjer vináttusáttmála 21. ágúst síðastliðinn. Var strax dregin sú ályktun af þessum sáttmála, að hr því að Þjóðverjar hefðu ekk- ert að óttast af hálfu Rússa framar, þá myndu þeir ekki hika við að fara í stríð við Pólverja. Mr. Chamberlain skrifaði þá Hitler brjef, til þess að láta hann vita að afstaða Breta væri enn sem fyr hin sama, að þeir myndu styðja Pólverja. Sir Neville Henderson, sendi- herra Breta í Berlín var falið að afhenda Hitler þetta brjef. Skýrsla hans, sem er svipuð öðr- ,um skýrslum hans um fundi sína með Hitler, er birt hjer á eftir, þar sem hún gefur nokkra lýs- 3ngu á mönnunum báðum, Hitl- ■er og Sir Neville og bregður um leið ljósi yfir hvernig hög- «m var komið sambúð Breta og Þjóðverja rúmlega viku áður en .stríðið hófst. Skýrslan er send til Halifax Jávarðar í London, svohljóð- andi: SKÝRSLA SIR JNEVILLES Berlín, 23. ágúst 1939. Tveir erfiðleikar gerðu vart við sig í gærkvöldi, áður en búið var að koma heimsókn cninni hjá Hitler í kring. — í Úr „Bláu bókinni" sem breska stjúrnin gaf út um upphaf stríðsins FunÖur Hitlers og Sir Nevilles HenÖersons 23. ágúst síðastl. fyrsta lagi var spurt hvort mjer væri ekki sama þótt jeg biði þar til von Ribbentrop kæmi aftur (frá Moskva). Jeg sagði, að jeg gæti ekki beðið þar sern rnjer hefði verið falið að af>,a henda brjefið (frá Mr. Cham berlain) eins og fijótt og auðií væri. Klukkutíma síðar, eða þar um bil, símaði skrifstofustjórinrj aftur til mín og bað mig um að segja sjer í stuttu máli efni brjefsins og mintist í því sam- bandi á birtingu einkabrjefs nokkurs, sem sent hefði verið Hitler síðastliðið ár. Jeg sagði Weizsácker barón að jeg mint- ist ekki birtingar á neinu einka^ brjefi síðastliðið ár og fullviss- aði hann um að enginn ætlaði sjer að birta þetta brjef. En um brjef forsætisráðherrans sagði jeg, að í því væru þrjú megin- atriði, 1) að stjórn hans há tignar væri staðráðin í því, að' standa við skuldbindingar sín- ar gagnvart Póllandi, 2) að húi væri við því búin, ef skapað yrði friðvænlegt andrúmsloft að hefja umræður um öll vanda mál, sem varða báðar þjóðirn ar okkar og 3) að á meðar vopnahlje stæði yfir, þá myndi hún fagna því, að beinar um ræður byrjuðu miili Pólverja og’ Þjóðverja um þjóðabrotin. Stjórnarráðsskrifstofustjórinn virtist líta svo á, að svör þessi væru að líkindum fullnægj- andi, en frestaði því, að gefa endanlegt svar þar til kl. 8 í morgun. Þegar klukkan var orð- in átta, símaði hann til mín, að ráðstafanir þær, sem gerðarji^’ ekki frá sjónarmiði þess hefðu verið, hefðu verið stað- j úðna, heldur frá sjónarmiði líð- festar og að hann myndi fylgja' andi stundar og framtíðarinnar. að svar Pólverja hefði verið inn-1 blásið af skrifum breskra blaða, sem hefðu búið til hættu af hendi Þjóðverja gagnvart Pólverjum í vikunni sem leið. Þjóðv. hefðu Sir Neville Henderson. mjer til til Berehtesgaden. Við áttum að leggja af stað frá Berlín kl. 9.30 f. h. Við komum til Salzburg stundu eftir kl. 11 f. h. og fór- um þaðan í bifreið til Berchtes- gaden, þar sem Hitler tók á móti mjer stuttu eftir kl. 1 e. h. Mjer hafði skilist að and- rúmsloftið myndi verða mjög óvinsamlegt og að öll líkindi væru til þess að samtalið myndi verða afar stutt. Til þess að fyrirbyggja þetta hóf jeg samtalið með því að skýra frá því, að mjer hefði verið falið að afhenda kanslar- anum persónulega brjef frá for- sætisráðherranum f. h. ríkis- stjórnar hans hátignar, en áður en jeg gerði það, langaði mig til að segja nokkur orð á und- an. Jeg væri þakklátur hans hágöfgi fyrir að taka á móti rnjer svo fljótt, þar sem það hefði verið ómögulegt fyrir mig að bíða eftir því að von Ribb- entrop kæmi aftur,ekki síst þar sem hið sanna væri, að stjórn hans hátignar væri hrædd um að ástandið leyfði enga bið. Jeg bað hans hágöfgi að lesa brjef- Það sem gert hefði verið, væri ekki hægt að gera ógert nú og að enginn friður gæti orðið í Evrópu, nema að Bretar og Þjóðverjar ynnu saman. Við hefðum heitið Pólverjum stuðn- ingi ef á þá yrði ráðist og v.ið myndum efna orð okkar. Gegn um aldir sögunnar hefðum við aldrei, að því er mjer væri kunnugt, gengið á orð okkar. Við myndum ekki geta-gert það nú og haldið áfram að vera Bretland. Allan tímann á ineðan þetta fyrsta samtal fór frarn, var herra Hitier æstur og óbilgjarn. Hann flutti engar langar ræður, en mál hans var ofsafengið og ýkjukent bæði um England og Pólland. Hann byrjaði með því að halda því fram, að pólska deilan myndi hafa verið leyst á rnjög sanngjarn an hátt, ef ekki hefði strandað á hinum óumbeðna stuðningi Breta. .Jeg vakti athygli hans á óná- kvæmni þessara ummæla, þar sem loforð okkar um stuðning hefði verið gefið 31. mars, en pólska svarið (við samningstillögum Þjóð verja) hefði verið gefið 26. mars. Hann svaraði með því að segja, ekki lireyft nokkurn mann, frekar en þeir hefðu gert á meðan svipaður sviksamlegur blaðabar- dagi stóð yfir um Tjekkóslóvakíu 20. maí síðastliðið ár. Síðan hóf hann ákafa árás á ! Pólverja, talaði um 100 þris. þýska ' flóttamenn frá Póllandi, ósvífni gagnvart Þjóðverjum, lokun þýskra stofnana og kerfisbundnar ofsóknir Póiverja á hendur Þjóð- verjum alment. Ilann sagði, að hann fengi daglega mörg hundruð slreyti frá löndum sínum, sem of- sóttir væru. Hann myndi ekki þola það lengur o. s. frv. Jeg greip fram í fyrir honum og sagði, að enda þótt irnig langaði ekki til að reyna að neita því, að ofsóknir ættu sjer stað (líka á hendur Pól- verjum í Þýskalandi), þá væru frá- sagnir þýsltra blaða afar ýktar. Hann hefði talað um gelding Þjóð- verja. Svo vildi til, að jeg vissi um eitt. tilfelli. Þjóðverjinn, sem um væri að ræða, væri kynferðis- brjálaður, og- liefði verið farið með hann eins og hann verðskuldaði. Hitler svaraði, að hjer væri ekki um eitt tilfelli að ræða, heldur sex. Næst helti hann úr skálum reiði sinnar vegna stuðnings Breta við , Tjekka og Pólverja. Hann hjelt því fram, að Tjekkar myndu hafa verið óháðir í dag, ef Bretar hefðu ekki ýtt undir þá að fylgja stefnu óvinveitta Þýskalandi. Hann hafði á orði, að Pólverjar rnyndu vera óháðir á morgun, ef Bretar hættu að ýta undir þá í dag. Hjer á eft- ir hóf hann að hella sjer yfir Eng- lendinga, hann hefði leitað eftir vináttu við þá í tuttugu ár, en hefði ekki haft ánnað npp úr því en að sjá hverju boðinu af öðru vísað á bug með fyrirlitningu. Bresk blöð voru líka ofsalega sví- virt. Jeg svaraði hverju einstöku atriði og sagði hvað eftir annað, að frásögn hans væri ónákvæm, en það hafði ekki önnur áhrif en að hann byrjaði einhverja nýja árás. Allan tíman á rneðan samtalið fór fram, hvikaði jeg ekki frá fyrsta atriðinu (1), að við værum staðráðnir í að standa við skuld- bindingar oklcar gagnvart Pól- landi; á hinn bóginn hamraði herra Hitler stöðugt á þriðja atriðinu (3), þ. e. ofsóknum Pólverja á þýska menn. -— Um ann- að atriðið (2) var yfirleitt ekki talað og virtist hann engan áhuga hafa á því. (Jeg hafði verið að- varaður um, að svo væri). f lok fyrsta samtalsins ljet Hitl- er svo um mælt, í svari við hin- um síendurteknu aðvörunum mín- um um að bein árás af hálfu Þjóð verja myndi hafa stríð í för n.eð sjer, að Þjóðverjar hefðu engu að tapa og Stóra-Bretland miklu; að hann óskaði ekki styrjaldar, en myndi ekki kynoka sjer við því, ef það væri nauðsynlegt; og að þjóðin hans stæði miklu samein- aðri með honum nú en í september síðastliðnum. Jeg svaraði að jeg vonaði og væri sannfærður um, að ennþá væri hægt að finna einhverja lausn án styrjaldar og spurði, hversvegna ekki væri hægt að nálgast Pólverja að nýju. Svar Hitlers var á þá leið, að á meðan Bretar gæfu Pólverjum óritaða á- vísun, myndi óbilgirni Pólverja |gera alla samninga ómögulega. Jeg j neitaði „órituðu ávísuninni", en ! það hafði ekki annað í för með sjer en að Hit.ler tólc til að nýju og að lokum var samþykt, að hann skvldi senda mjer eða afhenda mjer svar sitt eftir tvær klukku- stundir. k morgun: Sir Neville fer á fund Görings Nýjar bækur: í dag kemur út lítil bók, sent margur mun liafa gaman af að eignast. Er það úrval úr ljóðum Guðmundar Friðjónssonar. Þeir, sem ekki hafa gert sjer það full- ljóst áður, munu við lestur þessa úrvals sjá, að sum af kvæðum. Guðmundar eru með því allra besta, sem ort hefir verið á ís- lenska tungu. Undir sól að sjá heitir síðasta ljóðabók Jakobs Jóh. Smára. Smári er svo vinsæll, að ekki þarf annað en að minna á bók hans. Bókin er með sömu einkennum og annað, sem Smári hefir ort o.g skrifað. Frá Djúpi og Ströndum, eftir Jóhann Iljaltason kennara. Þetta eru sannar og látlausar lýs- ingar á landi og þjóðháttum á norðvesturkjálka landsins. Þar er lýst vermensku, staðháttum og einkennilegum mönnum- Guðni Jónsson magister og fleiri telja bókina ágætt heimildarrit og vel skrifaða, Fást í bókaverslunum um land alt. — Bókaverslun Ísaf oldarprentsmiðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.