Morgunblaðið - 02.11.1939, Blaðsíða 5
fflmtudagur 2. nóv. 1939.
I
orgndbl^id
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykíavlk.
Rltstjörar: Jðn KJartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmatSur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Stitstjórn, auglýsingar og afgreiiSsla: Austurstræti 8. — Stmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuSi.
í lausasölu: 15 aura eintakiC — 25 aura meS Lesbök.
ÞÁ ER MJER AÐ MÆTA!
Enska lífsstefnan
D að ætlar að sýna sig nú,
sem endranær, að auð-
veldara er að hækka útgjöld
TÍkissjóðs en lækka. því að altaí
verða ótal torfærur á vegi, ef
ymprað er á niðurskurði, jafn-
'vel hversu nauðsynlegur og að-
íkallandi sem hann er.
Glöggt dæmi þessa er máls-
íhöfðun sú, sem fram er kom-
in á hendur einum hinna þing-
íkjömu endurskoðanda ríkis-
ireikninganna, Jóni Pálmasyni
■áilþm. Ein athugasemd Jóns við
aríkisreikningana 1937 er svo-
ihljóðandi:
„Kostnaður við ríkisspítalana
• og ríkisbúin hefir hækkað gíf-
urlega síðustu árin. Á eftirtöld-
um stofnunum var breytingin
frá 1936—1937: Landsspítal-
•;anum, Holdsveikraspítalanum,
•Gamla Kleppi, Nýja Kleppi,
Vífilstaðahæli, Reykjahæli, Víf-
ilsstaðabúi og Kleppsbúi:
Starfsmannalaun
hækkuðu um kr. 63.357.85
IKostnaður alls um — 179.176.70
..Reksturshalli vor-
ið 1937 meiri
en 1936 um . . — 120.791.35
Af þessu sjest, þótt orsakir
;sjeu ekki raktar, að fjárstjórn-
:in á þessum stofnunum er eitt-
hvað undarleg. Væri æskilegt
að vita, hort hjer eru ósjálfráð
•••öf1 eða eitthvað annað að
verki“.
Ríkisreikningur sá, sem at-
tiugasemdin er gerð við er ekki
komin út og er því ekki kunn-
ugt, hverju stjórnin hefir svar-
.að athugasemdinni. En stjórn-
arnefnd ríkisspítalanna, formað
ur Vilmundur Jónsson land-
‘iæknir, hefir höfðað meiðyrða-
anál gegn Jóni Pálmasyni, fyr-
ír fyrgreind ummæli.
'k
Það út af fyrir sig er harla
•«inkennilegt, að slík málshöfð-
in skuli komin af stað áður en
IRíkisreikningurinn, með athuga-
semdinni, kemur út. Er líkast
því, sem hjer sje ógnun í garð
Alþingis, að það skuli ekki vera
að hrófla við útgjöldum rík-
is-starfsmanna. En málshöfðun-
án er að öðru leyti tákn tím-
anna, sem við lifum á.
Sú hefir verið venjan undan-
farið, að hrúga upp hverri ríkis-
stofnuninni af annari, með
fjölda starfsfólks og með launa-
greiðslum langt fram yfir það,
sem ákveðið er í launalögum.
Þessar stofnanir hafa svo vax-
ið með hverju ári og gerst svo
yfirgripsmiklar og ráðríkar, að
líkast hefir verið því, sem þær
stæðu yfir Alþingi og ríkis-
stjórn.
Það hefir og jafnan orðið svo
I reyndinni, að ef einhver hefir
viljað hrófla eitthvað við þess
um báknum, hefir hann mætt
svo ramgirtum víggirðingum, að
■ekki hefir verið viðlit að fá þar
meinu um þokað. Ástæðan er
cfur einföld. Við stofnanirnar
eru tengdar háttsettar pólitísk-
ar sprautur, sem hafa haft
sterka aðstöðu á hærri stöðum.
Hjer fæst einnig skýringin á
því, hvernig á því stendur, að í
hvert skifti sem farið er fram
á, að leggja niður einhverja af
þessum ríkisstofnunum og spara
með því útgjöld ríkissjóðs, rísa
jafnan upp einn eða fleiri
stjórnmálaflokkar og telja slíkt
hina mestu fjarstæðu. Hjer eru
það flokkshagsmunirnir, sem
settir eru ofar þjóðarhagsmun-
um.
Það er vissulega tími til kom-
inn, að þessi mál verði tekin
föstum tökum. Þær ríkisstofnan-
ir, sem óþarfar eru, eiga að
leggjast niður. Ríkið hefir
vissulega nóg á sinni könnu nú,
þótt ekki sje vafstrast inn á
starfssvið, sem einstaklingarnir
geta annast með margfalt betri
árangri. Aðrar stofnanir ríkis-
ins, svo sem verslunarfyrirtæki
(einkasölurnar) eiga síðan að
sameinast undir eina stjórn.
Mætti áreiðanlega spara stór-
fje á þann hátt í rekstri fyrir-
tækjanna.
Það hefir verið mein okkar,
að margar þessar ríkisstofnan-
ir hafa beinlínis orðið til fyrir
ákveðna menn, sem þurftu að
fá meiri laun, en ekki fyrir það,
að þeirra væri þörf, frá þjóðar-
heildinni sjeð. Af þessu stafar.
það einnig, að ókleift hefir ver-
ið að hrófla hið minsta við þess-
um báknum. Þau hafa orðið
einskonar ríki í ríkinu, og velt
árlega miljónum króna, án veru-
legs eftirlits eða aðhalds frá
valdhöfunum.
★
Á Alþingi er árlega rifist
dögum og vikum saman um
smávægilegar upphæðir, hvort
þær skuli greiddar úr ríkissjóði
eða ekki. Á sama tíma eru for-
stjórar ríkisstofnananna að
hrúga utan um sig starfsfólki,
sem Alþingi fær ekkert um að
vita, fyr en löngu seinna, er
reikningar stofnananna liggja
fyrir, en þeir sýna árlega stór-
ffclda hækkun í launagreiðslum.
Það sýnist engin goðgá, að
endurskoðandi Ríkisreikning-
anna bendi á, að starfsmanna-
launin við ríkisspítalana og
stofnanir, sem tengdar eru við
þær, hækka á einu ári um yfir
63 þús. króna. Það virðist ekki
ástæðulaust, að óska skýringa á
þessu. Það getur ekki verið nein
persónuleg móðgun við land-
læknirinn, sem formann stjórn-
arnefndar þessara stofnana, að
bent sje á þetta og spurt um á
stæður. En landlæknirinn telur
,sig vafalaust öruggan í víggirð
ingunni og því svarar hann hin-
um forvitna endurskoðenda með
málshöfðun, í stað hins, að skýra
■málið og leggja gögnin á borð-
ið, frammi fyrir alþjóð.
„England, den okcinda ön“ lieit-
ir bók eftir Paul Cohen-Port-
heim, sem þykir lýsa Eng-
lendingum og enskum óhrif-
um betur, en nokkur önnur bók,
sem skrifuð liefir verið um það
efni síðustu áratugi. Höfund-
urinn, sem var Gyðingur, er
látinn fyrir nokkrum ámm.
Hjer er kafli úr bókinni:
Langflestir Frakkar og Þjóð-
verjar munu víst aldrei
hafa gert sjer Ijóst, hve alger-
lega þeir hafa gert ýmsar ensk-
ar lífshugsjónir að sínum. Svo
fullkomlega hafa þeir gert þetta
að þeir hafa gleymt hvaðan
þær fluttust til meginlandsins
frá Englandi kringum aldamót-
in 1700, voru íþróttir til skemsta
óþektar á meginlandinu. — En
í dag eru þær ein af atkvæða-
mestu lífshugsjónunum og hafa
virðingarsess í öllum blöðum.
Englendingurinn hefir tæp-
ast getað gert sjer grein fyrir
því enn, að hugsjónir hans hafi
sigrað erlendis. Hann horfir á
það með undrun að aðrar þjóð-
ir skuli hafa áhuga á íþróttum
og vinni afrek í þeim. Hjer er
ekki einungis um það að ræða,
að tennis, knattspyrna, golf,
hnefaleikur, polo o. s. frv. skuli
hafa orðið vinsælar um alla Ev-
rópu og meðal allra hvítra —
og sumpart litaðra þjóða, held-
ur að íþróttirnar hafa valdið
byltingu í uppeldismálum, lífs-
skoðun og sambýli karla og
kvenna. Fyrir fjörutíu árum
þótti enska íþróttakonan þjösna-
legt viðrini, klædd eins og karl-
maður og vantaði allar boglín-
urnar, sem þóttu prýða hvern
sannan kvenmann. Hún var
kærasta viðfangsefni skopteikn-
arans. En í dag er hún fyrir-
myndin, hugsjónin, án þess að
við vitum af því. Kona með
mjaðmir og brjóst, sem ekki
getur verið í leikfimifötum er
óhjákvæmilega aftur úr tísk-
unni, enska girl-fyrirmyndin
hefir sigrað, bæði í daglega líf-
inu og á leiksviðinu, og enska
boy-fyrirmyndin um leið. Hvað
er orðið af stífa flibbanum, upp
snúna yfriskegginu og gömlu,
hnarreistu liðsforingjafyrirmynd
inni? Ungi íþróttamaðurinn er
orðinn hugsjón hinna eldri. í-
þróttin hefir breytt daglegum
lífsvenjum, hefir eflt útilífið og
?amveru karla og kvenna — og
aðstaða kvennanna í mannfje-
laginu hefir breyst um leið. En
xhuganum fyrir bóklegum sýsl-
unum hefir hnignað. Ungu kyn-
slóðinni i nærri því öllum lönd-
um Evrópu svipar til þeirrar
ensku.
★
Ekki aðeins íþi’óttin, heldur
þvínær allar greinar þjóðlífsins
hafa þroskast eftir fyrirmynd.
Dagleg umgengni í þjóðfjelög-
um nútímans er jafn ensk nú og
hún var frönsk kringum 1700.
Sá tími bygði Versailles fyrir
drotna sína, en nútíminn byggir
hixushótel fyrir sína. Lúxus-
bótelin í London, París, Biarritz,
St. Moritz, Deauville, Venezia
og Baden-Baden eru hallir
fursta nútímans; en hver minn-
ist þess, að nýtískuhótelið er
sigrar
ensk uppfinning og að bað, j
lestrarstofa, billiardstofa, setu-
stofa og bar — alt þetta, sem
okkur finst vera sjálfsagður
hluti úr sæmilegu gistihúsi, er
ensk innflutningsvara, sem er í
samræmi við enskar venjur og
hefir rutt sjer til rúms vegna
enskra ferðamanna. Svo mjög
menningur sje ósnortinn af þvL
Lúxushótelin, golfklúbbarnir og
þesskonar er að vísu ekki fyiir
fjöldann, en hugsjón fjölcíans
er þetta eigi að síður. Fjöldann
dreymir jafnan um að mega lifa
eins og hinir ríku og líf þeirra
ríku er lífshugsjón fjöldaiiSw
Enska hugsjónin, sambland af
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiifiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiin«
Eftir Paul Cohen-Portheim
iiiiiimiiiiiiiiiiiiifiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiii
kveður að þessu, að jafnvel
ensku gistihúsin hafa dregist
aftur úr og meginlandið er orð-
ið enskara en England sjálft.
um alla veröldina hagar karl-
mannafatatiskan sjer eftir
London, öll Evrópa drekkur te
síðdegis, menn hafa fataskifti
áður en þeir borða miðdegis-
verðinn og baða sig á morgn-
ana. Þetta er talið alveg sjálf-
sagt. Maður notar enskan hæg-
.indastól, drekkur whisky, rekir
Abdullah eða stuttpípu, spilar
bridge, tekur sjer enskan
weekend, fer á baðstaðina, sem
Englendingar urðu fyrstir til
að uppgötva, eru í klúbb og
búa fyrir utan borgina. í stuttu
máli: öll tilveran verður upp á
ensku. Svo er það í París og
Róm, í Berlín og Buenos-Aires;
England hefir sigrað alstaðar.
★
Enginn getur sagt, að þetta
sjeu gárar á yfirborðinu, tísku-
tildur og mannalæti og ekki
heldur að það sje aðeins meðal
ríkismannanna, sem enska
stefnan hefir sigrað, en að al-
þægindum, glæsileik, íþróttuni
og útilífi er hugsjón allra í da-g.
Hún hefir kæft allar aðrar hug-
sjónir: hinn franska salon,
Boudoir og esprit, þýsku Kðsfoi-
ingjafyrirmyndina og boheme-
fyrirmynd listamannanna.
Þetta hefir sínar góðu hliðar:
hreinlæti, heilnæmi, eðlilegri
framgöngu, og sínar skugga-
hliðar: að það líkamlega er sett
hærra en það andlega og form-
ið hærra en innihaldið. En þa5
er þýðingarlaust að vera að
ræða um kosti og gaila hinnar
nýju tísku. Enska tískan hefir
útrýmt öllum öðrum, frá Mið-
jarðarhafssiglingum miljóna-
mæringanna til knattspyrmi
rauðra verkamannasona, frá
lúxushótelinu til sumarskýlis
broddborgarans, frá húsaskipmi
auðkýfingshallarinnar til vatns-
salernisins í verkamannabú-
staðnum. Alt ber þetta stimpxl-
inn: Made in England. Og hvorfc
sem við dáum eða fyrirlítma
þessar ensku fyrirmyndir, þá
breytir það engu um þá stað-
reynd, að þær eru ráðandi.
Frá LoimIod
Fjölmennar hersveitir sjást daglega á göngu umi götur í Londom.
Að haki sjest þinghússbyggingin.