Morgunblaðið - 19.11.1939, Síða 2

Morgunblaðið - 19.11.1939, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Kommúnistar á bak við óeirðirnar í Tjekkíu 50 þús. manns handteknir í Bæ- heimi og Mæri Þýsk loftvarntistoð i. mu < Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ULLYRT ER, að kommúnistar í Moskva hafi skipað tjekkneskum kommúnistum að halda uppi áróðri og óeirðum í Tjekkíu, og að óeirð- irnar undanfarna daga í Prag, og síðar í Bæheimi og Mæri, sjeu beint að undirlagi kommúnista. Moskva hefir skípað kommúnistum að halda áróðrinum uppi, þrátt fyrir ákvæð- ið í saraningum Þjóðverja og Rússa um að hvorugt ríkið íreki stjórnmálaáróður innan takmarka hins. Vaxandi kommúnistaáróður í Suðaustur-Evrópu hefir vák'ið óróa í ftalíu Ug blöðin í Rómaborg segja, að Italir muiú ekki þola að kommúnistar auki áhrif sín í Balkan- löndunum. Kommúnistar munu aldrei fá leyfi til að út- breiða skoðanir sínar í Dónárdalnum, segja blöðin. Bæði ftalía og Spánn munu sjá fyrir því. Erindi um utanríkismál var haldið í ítalska útvarpinu í gærkvöldi. Ræðumaður sagði m. a.: Eins og Bretar segja, að landamæri Englands sjeu við Rín- arfljót, eins segjum vjer ítalir, að landamæri vor sjeu við Dóná. HANDTÖKUR Handtökum heldur áfram í Bæheimi og Mæri og segja sum blöð, að þar hafi verið handteknir 50.000 manns undan- farna tvo daga. Lögreglusveitir nazista streyma stöðugt til Tjekkíu og talið er að nú sjeu tugir þúsunda S.S.-manna víðs- vegar um landið, sem vinna að lögreglustarfi, þar af 10.000 í Prag einni. Aftaka hinna 9 tjekknesku stúdenta, hefir hvarvetna vakið hina mestu athygli um allan heim. 1 höfuðborg Júgóslafíu, Belgrad, hafa verið farnar kröfugöngur til að mótmæfá af- tökunum. Það er talið, að stúdentaóeirð- irnar í Prag hafi brotist út að- allega til þess að mótmæla því, að háskólarnir yrðu settir und- ir þýska yfirstjórn eins og ráð- gert hafði verið. ÚTVARPSRÆÐA HACHA Þýsk blöð minnast yfirleitt ekkert á ástandið í Tjekkíu, en talsmaður þýsku stjórnarinnar hefir látið svo um mælt, að Þjóðverjar geti ekki leyft að nokkrir menn æsi upp fjöldann í Tjekkóslóvakíu. Nú sjeu stríðs- tímar og öll mótstaða gegn þýsku stjórninni verði barin nið- ur með harðri hendi, hvað sem þáð kostar. Forseti Tjekkíu hjelt útvarps- ræðu í gærkvöldi. Bað hann tjekknesku þjóðina með klökk- ri röddu að vera rólega og sýna þýskum yfirvöldum ekki, mótþróa. Kvað Hacha það besta ráðið til þess að firra tjekk- nesku þjóðina vandræðum. SKEMDAVERK f SKODA. 1 fregn frá Zurich er skýrt frá því, að tilraunir til skemd- arverka hafi verið gerðar í hin- um frægu Skoda hergagnaverk- smiðjum í Bæheimi. Ennfremur hafi skemdarverk verið unnin í ýmsum verksmiðjum og á járn- brautum víðsvegar um landið. ÓLÁN PÓLSKRA GYÐINGA. Berlínarfrjettaritari danska blaðsins Politiken skrjfar um hörmungar þær sem Gyðingar eigi við að búa á svæði því í þeim hluta Póllands er Þjóð- verjar ráða yfir og verið er að koma á fót gyðingaríki. Sagt er að þúsundum Gyðinga sje safn- að saman og sendir í fangabúð- ir sem umgirtar eru með gadda- vírsgirðingum. Þarna eru þeir neyddir til þess að vinna hin erfiðustu verk 12 klukkustund- ir á degi hverjum. Frjettaritar- inn býst við því að um 650 þús- und Gyðingar verði sendir til dvalar í þessu svokallaða Gyð- ingaríki, og verði flutningi þeirra þangað lokið 1. apríl næstkomandi. Jan Masaryk, fyrverandi sendiherra Tjekkóslóvakíu í London átti í dag tal við blaða- menn. Hann sagði að enn væri ekki tímabært fyrir tjekknesku þjóðina að gera uppreisn á móti Þjóðverjum, en sá tími myndi koma, er hún bryti af sjer okið. Þýska stjómih telur, að hún geti unnið 25% af olíunotkun landsins úr námum í þeim hjeruð- um Póllands, sem fallið hafa í hlut Þýskalands. (FÚ.). Það hefir verið gefið aðvörunarmerki og þýskir hermenn flýta sjer að loftvarnasjónaukanum. — Myndin er tekin í einni loftvama- stöð þýska, hersins á vesturvígstöðvunum, r. Loftflotar Breta og Frakka undir eina stjórn Víðtækari samvinna banda- manna á öllum sviðum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. BRETAR OG FRAKKAR hafa ákveðið að sam- eina hernaðarflugmál sín meira en verið hefir, þannig að á næstunni verði flugflotar Frakka og Breta sameihaðir undir eina stjórn, og þykir líklegt að breskur herforingi fái yfirstjórn sameiginlegra flugmála. Bæði í Bretlandi og Frakklandi er lagt mikið upp úr þess- ari samvinnu og samvinnu á verslunar- og fjármálasviðinu og bent á, að nánari samvinna hafi tekist með Bandamönnum eft- ir þrjá fyrstu mánuði ófriðarins, heldur en náðst hefði á fjórum árum heimsstyrjaldarinnar. Sunnudagur 19. nóv. 1939. Bardagi milli þýskra og Holienskra ílugvjela Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Bardagi varð í dag í lofti yf- ir Hollandi, milli hol- lenskra hemaðarflugvjela og þýskra flugvjela. Þýsku flug- vjelamar hurfu á brott, áður en slys varð að. Atburður þessi varð með þeim hætti, að þrjár þýskar flugvjelar flugu yfir hollenskt land. Var skotið á þær úr loft- varnabyssum og er þær fóru ekki við það, hóf hollensk hern- aðarflugvjel sig á loft og hóf skothríð á eina af þýsku flug- vjelunum, en hinar tvær flúgu burt. Flugmenn þýsku i'Iugvjelar- innar svöruðu skótum hihnar hollensku flugvjelar um hríð, en hurfu síðan. Hollensku flugmennirnir kom, ust heilir til jarðar. Hollenska stjórnin hefir bor- ið fram mótmæli sín við þýsku stjórnina út af þessum atburði. f fyrsta lagi vegna þess, að þýskar hernaðarflugvjelar skyldu fljúga yfir hollenskt land og í öðru lagi vegna þess, að þýskir flugmenn skyldu skjóta á hollenska flugvjel inn- an landamæra Hollands. Lundúnablöðin segja í dag, að þó Bretar hafi aldrei efast um að bandamenn myndu sigra, hafi öryggistilfinning almenn- ings í Englandi vaxið að mun hina síðustu daga. Bretar benda á, að meðan Frakkar og Bretar styrki sam- vinnu sína, þá sje hik á Þjóð- verjum. Meiri óánægja sje ríkj- andi meðal þýsku þjóðarinnar og að herstjórnin þýska og naz- istaleiðtogarnir eigi í stöðugum erjum og ósamlyndi, og leggja þau áherslu á, að það sem þarna er að gerast, sýni að nazista- stjórnin standi ekki á traustum fótum. Lundúnablaðið Daily Express :segir í dag, að menn verði að gera sjer ljóst, að sigur vinnist ekki í styrjöldinni með því, að tala um það sem miður fer hjá nazistum og hve þeir sjeu veikir fyrir, heldur verði Bandamenn að leggja alla áherslu á að sigra í styrjöldinni af eigin ramleik. Þeir ættu ekki að hæðast að, eða fagna yúr því, að Þýska- nd stendur ekki traustum fót- i:m heldur yfir því, að þeir sjálfir sjeu að eflast. Árnesingafjelagið heldur aðal- fund sinn í dag kl. 2 e. h. í Kaup- þingssalnfTm. Á fundinum verður m. a. rætt um útgáfu á Sögu Ár- nesþings. Taugastríð Rússa gegn Finnum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Rússneska útvarpið heldur á- fram árásum sínum á Finna og heldur áfram að hamra á því, að Finnar hafi í hyggju að ráðast á Rússland með hervaldi. Sagði Radio-Moskva, í kvöld, að innrás Finna í Rússland hafi verið lengi í undirbúningi. Sjerstaklega eru árásirnar nú hatramar gegn finska herforingjaráðinu. í Svíþjóð hafa safnast 150 þús- und krónur til finska Rauða Kross- ms. Þýskir kafbátsmenn stijúka úr enskum tangabúðum K rír þýskir fangar sluppu í gær * úr fangabúðum í austurhluta Skotlands, þar sem þeir höfðu ver- ið kyrsettir. Þetta eru kafbátsmenn, einn 15 ára, hinir 17 ára. Piltarnir náðust í gærkvöldi, þar sem þeir voru á gangi eftir aðalþjóðvegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.