Morgunblaðið - 19.11.1939, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. nóv. 1939.
\1 O R G U N R L A Ð I Ð
3
700 krónum
stolið frá tveím-
ur Þjóðverjum
Tveir Þjóðverjar, sem eru
starfsmenn hjá þýska
ræðismanninum hjer í bæ, til-
kyntu rannsóknarlögreglunni í
gær að stolið hefði verið frá
þeim 700 krónum á meðan þeir
voru að leika badminton í I.R.-
húsinu við Túngötu.
Peningarnir voru geymdir í
peningaveskjum í fötum þeirra,
sem þeir geymdu í búningsklefa
íþróttahússins. Búningsklefinn
var ólæstur. Auk peninganna
stálu þjófarnir, eða þjófurinn
vegabrjefi annars Þjóðverjans.
Þjóðverjar voru að leika bad-
minton í íþróttasalnum kl. 2 til
rúmlega 3 í gærdag og á með-
an hefir þjófurinn sjeð sjer færi
til að fara í vasa þeirra.
.1 veski annars voru rúmlega
400 krónur, en í veski hins
tæpar 300.
Rannsóknarlögreglan hefir
niál þetta til athugunar, en var
ekki búin að ná í þjófinn í gær-
kveldi.
★
Slíkur þjófnaður í íþróttabún
ingsklefa er því miður ekkert
einsdæmi hjer í bænum, því það
hefir komið fyrir hvað eftir ann-
áð að stolið hefir verið pen-
ingum í búningsklefum á í-
þróttavellinum og í íþróttahús-
unum. Meira að segja er ekki
langt síðan að peningum var
stolið frá útlending, sem vár að
æfa sig á Iþróttavellinum, eh
jakka sinn hafði hann hengt á
grindurnar umhverfis völlinn.
Menn verða aldrei of oft
kvattir til þess að gæta þess að
loka búningsherbergjum eða fá
húsverði og vallarverði peninga
og verðmæti til geymslu á með-
an þeir eru á æfingu.
Viihjálmur Þór
heiðraður í
New-York
Borgarstjóri New-Yorkborg-
ar hefir enná ný sýnt ís-
landi mikinn heiður. Á föstudag
barst Ferðaskrifstofu ríkisins
svohljóðandi skeyti frá New-
York:
,,Um hádegi í gær veitti borg-
arstjóri New-Yorkborgar, F. La
Guardia, Vilhjálmi Þór, fram-
kvæmdastjóra Islandsdeildar-
innar, heiðursmerki úr gulli
fyrir framúrskarandi vel unnið
starf í þágu New-Yorkborgar.
Jafnframt afhenti La Guardia
honum skírteini, þar sem hann
er útnefndur heiðursborgari
New York-borgar.
Athöfnin fór fram í ráðhúsi
borgarinnar“.
Enn eitt þýskt skip, Gloria, var
flutt til breskrar hafnar í gær.
Hafði breskt herskip hertekið það.
Áhöfnin var kyrsett. Skipið var
með hveitifarm og var hann gerð-
ur upptækur. (FU.).
jjJIIIII!llllllllll!IIIIIIIIIIIII1lllllllllllllllllllílÍÍÍlllllllll!l!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|ll|l|llllll|l|ll|||||ll!l|||!l||||||||ia
I Barnes fluekapteinn og frú hans (
Mr. L. K. Barnes flugkapteinn og kona hans á þilfari ,,Brúarfoss“.
Flugmaðurinn kom
með mótorhjólið sitt
Fór strax á fund lögreglustjóra
og tilkynti komu sína
ENSKI FLUGKAPTEINNINN, L. K. Barnes, og
kona hans komu hingað með Brúarfossi í
gærmorgun á 11. tímanum. Allmargir voru á
hafnarbakkanum fyrir forvitnissakir til þess að sjá þau
hjónin, því frjest hafði um komu þeirra.
FJugmaðurinn og kona hans sýndu sig eklci á þiljum fyr en skipið
var lajgst upp að og ljet hann það verða sitt 'f.vrsta verk að spýrja um
hvar lögreglustöðin væri. Blaðamaður frá Morgunblaðinu og enskur
{blaðamaður, sem hjer er staddur í bænum, fylgdu flugmanninum og
'konu lians á lögreglnstöðina.
Mr. Barnes dvaldi skanjma
stund hjá lögreglustjóra. Ilann
tilkynti aðeins að hann væri kom-1
inn hingað og spurði hvar "honnni
væri æðlaður verustaður. Var hon-
Um sagt. að hann ætti að búa á
Bessastöðum á Álftanesi og myndi
verða fluttur þangað á mánudag.
Flugmaðurinu fór því næst á
Hótel Borg þar sem liann býr yfir i
helgina.
Mótorhjólið.
Öll líkindi eru til þess að Mr.
Barnes fái að fara ferða sinna
eins og hann lvstir. Hafa þau
hjóniií mikinn farangur nieð sjer i
og flugmaðurinn sjálfur hefir með
s.jer mótorhjól sitt og kona hans
reiðhjól. Verst: er fyrir Mr. Bar-
nes, að þau lög gilda lijer, að ekki
má aka mótorhjóli vegna bensín-
sparnaðar, en ekki er vitað hvort
flugmaðurinn fær undanþágu.
Yfirlætislaus maður.
Mr. Barnes vildi sem minst láta
á sjer bera. Er jeg spurði hann
hvort hann vildi leyfa mjer að
taka af honum mynd, sagði hann:
— Jeg vil helst vera laus við
það.
Jeg benti honum á að þetta
væri mjög saklaust, en ætlað til
birtingar í blaði.
Að lokum Ijet hann tilleiðast að
láta taka af sjer mynd, en neitaði
að stilla sjer upp.
Ekkert vildi flugmaðurinn segja
um ferðalag sitt. Hvorki er hann
flaug hingað, eða heim til Eng-
lands aftur, og heldur ekki neitt
um^ ferðalagið á leiðimii nú.
Bama svar fekk hinn enski blaða-
máour hjá honum. Ilann vildi ekki
láta hirta neilt eftir s.jer.
Var hægtí að'skilja á öllu, að
honum var mjög óljúft að koma
hingað.
I
Fullkominn
„gentlemaður".
Mr. Barnes er hinn myndarleg-
asti maður. Þrjár álnii* á hæð ög
himi karlmannlegasti.
1 Englandi urðu hjónin að bíða
lengi eftir Brúarfossi og hrekjast
borg úr borg, þar sem ekki var
ákveðið hvenær Brúarfoss færi eða
hvaðan.
Þau hreptu hið versta veður á
leiðinni og voru eftir sig eftir
sjóvolkið.
Starfsfólk brytans á Bráarfossi
lætur mjög vel yfir kynnum við
hinn breska flugmann og brytinn
á Brúarfossi ljet svo um mælt að
hann væri fullkominn „gentle-
maður“.
Fyrverandi dómsmálaráðherra
Dana, Steincke, hefir verið skip-
aður forstjóri fyrir nýstofnað fje-
lag, sem tekur að sjer cryolit-
námið í Ivigtut á Grænlandi frá
1. jan. næstkomandi.. Danska ríkið
á lielming hlutafjárins í þessu
nýja námufjelagi. (FÚ.).
Fimtán finsk stíip liggja nú í
haldi í þýskum höfnum. (FÚ.).
Bensftitakmörk-
unin er fyrst um
sinn óbreytt
Verður hægt að ljetta af
núverandi takmörkunum
á bensínsnotkuninni, spurði
blaðið Ólaf Thors atvinnumála-
ráðherra í gær.
Jeg get ekki sagt um það að
svo stöddu, sagði hann, hvort
bægt verður að gera breytingar
á bensínreglugerðinni fyrst um
sinn. Ákvörðun verður tekin
um það, þegar olíuskipið er
komið, sem væntanlegt er frá
Ameríku. Með því er von á olíu
sem á að nægja mótorbátaflot-
anum fram á mitt næsta ár. En
hve langt bensínið hrekkur er
óvissara. v
En svo er ekki aðeins þess að
gæta að fá bensín til landsins,
avo öll bílanotkun geti verið í
sama horfi og áður var, það þarf
líka að bugsa fyrir því, að eitt-
hvað sje til að borga það með.
—140 manns—
farast aí hollensku
skipi
Frá frjettaritára vorum.
Khöfn í gær.
ollenskt farþegaskip, 8
þúsund smálestir
að stærð fórst á tundurdufli
í Ermarsundi í kvöld, nálægt
austurströnd Englands. 400
manns voru á skipinu og talið
að 140 hafi farist.
í opinberri tilkynningu
breska fiotamálaráðuneytis-
ins er sagt, að skipið hafi
farist á tundurdufli, sem lagt
hafi verið á þessum slóðum
án þess að tilkynt hafi, verið
um það og þessvegna gagn-
stætt öllum alþjóðalögum um
lagningu tundurdufla.
260 manns b jörguðust á
land á suðausturströnd Eng-
lands, þar sem fyrir voru
læknar og hjúkrunarfólk, til
að taka á móti skipbrots-
fólkinu.
Höjgaard og Schultz
leggja innanbæjarpíp-
urnar I ákvæðisvinnu
egar verkfræðingafirmanu
Höjgaard og Schultz var
falin framkvæmd Hitaveitunn-
ar, voru það margir þættir
verksins sem ákveðið var að
firmað tæki ekki í ákvæðis-
vinnu, heldur léti vinna sam-
kvæmt reikningi.
Meðal þessa var lögn pípn-
anna í götur bæjarins. En nú
hefir firmað boðist til þess að
taka þetta verk að sjer í ákvæð-
isvinnu fyrir verð sem er 10 %
lægra en gert var ráð fyrir upp-
haflega að verkið myndi kosta.
Nemur sá' verðmunur um 20
þús. krónum.
Ekki er ennþá vitað, hvenær
fyrsta sendingin kemur af götu-
pípunum. En vonast er eftir
nenni með sementsskipi er hing-
að kemur úm mánaðamótin
næstu. "£i'
Fækkað var í götuskurða-
vinnunni í vikunni sem leið,
vegna frostsins. Ekki nema 70—
100 manns í vinnunni. En ef
þýðviðri verður á morgun eins
og á laugardaginn, verður fjölg-
að aftur í vinnunni.
SKPATAPIÐ
í ÓFRIÐNUM
amkvæmt. Lloyds Register er
skipatjón af völdum kafbáta
og tundurdufla frá stríðsbyrjun
sem hjer segir:
Alls hafa sokkið 102 skip, sam-
tals 412.320 smálestir, þar af áttu
hlutlausu löndin skip, sem voru
samtals 94.693 smál.
Af hlutlausu löndunum hefir
Noregur orðið fyrir mestu tjóni.
Norðmenn hafa mist. 10 skip, sam-
tals 24.846 smál, Svíar 7, samt.
11.282 smál., Danir 2 skip, samt.
12.288 smál. (NRP'. FB.).
Fuglategund-
um fjölgar hjer
i nágrenninu
3 nýjar tegundir
Finnur Guðmundsson dýra-
fræðingur skýrði blaðinu
frá því í gær, að honum hefðu
nýlega borist í hendur þrír fugl-
ar, sem aldrei hafa áður sjeðst
hjer á landi.
Frá Grímsstöðum við Mývatn
fjekk hann senda tvo þeirra.
Var annar japanskur þröstur
(Turdus dauma aureus). Farrsti
fugl þessi í október, hafði flog-
ið á gaddavírsgirðingu og
meiðst .og náðist þessvegna^..
Hinn fuglinn sem frá Gríms-
stöðum kom hefir latneska heitti
ið Phyllocorpus sibilatrix, og til-
heyrir þeirri fuglaætt, sem dr.
Bjarni Sæmundsson nefnir
söngvara. Lifa þeir í laufskóg-
um Evrópu. Þessi er mjög lítill
fugl, minni en þúfutitlingur, gul-
grænn að lit.
Þriðji fuglinn, sem fundist
hefir í haust og er nýr fyrir ís-
land, heitir á latínu Sylvia atri-
capilla. SigBjörnsson áKvískerj
um í Öræfum sendi hann til
Náttúrugi'ipasafnsins. Hann
fanst í október þar eystra. Er
þetta laufskógafugl í Mið-Ev-
rópu á stærð við þúfutitling,
dökkgrár að lit, en kollurinn
brúnn á kvenfuglinum.
★
Það er alveg rétt, sem blaðið
hafði eftir Magnúsi Björnssyni
hjer á dögunum, sagði Finnur,
að í þessum hlýindakafla hjer á
landi hefir fuglalíf landsins orð-
ið fjölbreyttara en áður.
Fuglum þeim, sem eru góðir
og gildir borgarar í hinu ís-
lenska fuglalífi, en sem ekk,i
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.