Morgunblaðið - 21.11.1939, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. nóv. 1939.
Þjóðverjar og Bretar deila um hvor á sökina
5 skipum hlutlausra þjóða
samtals 24 þús. smál. sökt þjóðanna
Samtals 8 skipum 28 þúsund
smálestum sðkt I Norður-
sjónum um helglna
86 manns fórust af „Simon Bolivar"
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
BRETAR líta svo á, að Þjóðverjar sjeu nú að
taka upp ótakmarkaðan tundurduflahemað
(sbr. ótakmarkaða kafbátahernaðinn í síðustu
styrjöld), þar sem 8 skip, samtals 28 þús. smálestir hafa
rekist á tundurdufl og sokkið við austurströnd Englands
síðustu tvo sólarhringana.
SAMTALS 10 SKIP.
Af þessum skipum eru þrjú bresk, samtals 4 þús. smá-
lestir og 5 hlutlaus, eitt sænskt, annað ítalskt, þriðja jugo-
síafneskt, fjórða litaueskt og fimta hollenska skipið Simon
Bolivar, — skipin samtals 24 þús. smálestir.
Sjeu talin með tvö bresk skip, sem þýskir kafbátar
hafa sökt í Atlantshafi, hefir síðustu sólarhringana verið
sökt 10 skipum, samtals um 34 þús. smál.
HVER A SÖKINA?
1 Bretlandi er talið að þýskir kafbátar leggi leynilega tund-
urduflum á mikilvægustu siglingaleiðum Breta í Norðursjónum.
I Þýskalandi er uppi önnur skoðun. Þjóðverjar segja að hlut-
lausu skipin hafi rekist á bresk tundurdufl, sem slitnað hafi upp
í vestanstorminum sem geisað hefir í Norðursjónum undanfarna
daga. Þeir segja að Bretar eigi þessvegna sökina á því, að hlut-
lausu þjóðirnar hafi mist skip sín.
Þessu er svarað í Bretlandi á þá leið, að bresk tundurdufl sjeu
gerð þannig, að þau geti ekkert tjón unnið, ef þau slitna upp af
þeim stöðum þar sem þeim hefir verið lagt. Boða Bretar, að þeir
muni gera sjerstakar ráðstafanir til þess að mæta hihum „ótak-
markaða tundurduflahernaði" Þjóðverja.
TJÓN HOLLENDINGA.
Alvarlegasta tjónið hafa Hollendingar beðið, með því
að þeir mistu 8 þúsund smálesta skipið „Simon Bolivar“
og fórust með því samkvæmt síðustu upplýsingum 86
manns. Samtals hafa farist af hinum átta skipum, sem
rákust á tundurdufl um 160 manns.
Eitt hollenskt blað segir í dag, að Hollendingar hafi beðið
jafn mikið manntjón eða því sem næst frá því að stríðið hófst, og
orðið hafi á öllum vesturvígstöðvunum.
Hollensk blöð láta í ljós mikla gremju yfir því, hve grátt
þeir sjeu leiknir, en láta enga skoðun í ljós um það, hverjir þeir
telji bera ábyrgðina. __________________________
Loftskeytamaðurinn á „Simon
Bolivar“ hefir skýrt frá því
hvernig það atvikaðist er skipið
rakst á tundurduflin. — Hann
segir, að fyrra tundurdufl-
ið hafi komið á skipið miðskips,
bakborða og hafi skilið þar eft-
ir gínandi gap og svift stjórn-
pallinum burtu.
Hann hafi ekki getað sent út
neyðarmerki vegna þess, að loft-
netinu hafi verið svift í burtu
með stjórnpallinum.
Hann segist hafa bjargast í
bát, en skömmu síðar rakst „Si-
mon Bolivar“ á annað dufl og
Voru boðaföllin frá sprenging-
nnni þá svo mikil, að bát hans
hvolfdi.
Hann var margar klukku-
stundir í sjó og hjelt sjer í skips-
bátinn.
Alt í kringum hann voru menn
og konur á sundi og kölluðu á
hjálp.
Ertt af bresku skipunum, sem
fórst af völdum tundurdufls í
dag var togarinn ,,Wigmore“.
óttast er að öll áhöfnin, 16
manns hafi farist.
Frá Belgíu koma fregnir um
að f jölmörg tundurdufl hafi rek-
ið þar á ströndina undanfarna.
daga. Hafa verið talin að minsta
kosti tólf.
Er eitt þeirra sprakk, brotn-
uðu rúður í hermannaspítala í
5 kílómetra fjarlægð.
Aróður
Frá frjettcuritara vorum.
Khöfn í gær.
Ley, yfirmaður þýsku
virmufylkingarinnar sagði
í gær í tilefni af því, að tíu
D'.
vilnir
VAfll
1 í An»v* frá Viví
stríðið hófst:
„England hefir aldrei verið
veikara en það er nú, Þýska-
land aldrei öflugra.
í þessu stríði er það vinnan
sem berst gegn peningunum, só-
síalisminn gegn kapítalisman-
um.“
Til þess að efla Þýskaland
fyrirskipaði dr. Ley fyrir nokkr-
um dögum að vinnustundadag-
urinn skyldi lengdur í Þýska-
landi úr 8 klst. í 10 klst.
★
í útbreiddasta blaði Bretaveldis,
„Daily Express“ segir í dag:
„Raeder stóraðmíráll Þjóð-
verja lýsti yfir því hálfum mán-
uði eftir að stríðið hófst, að
Þjóðverjar myndu heyja sjó-
hernað sinn að öllu leyti sam-
kvæmt fyrirmælum Haagsam-
þyktarinnar frá því 1907.
Fyrsta dag styrjaldarinnar
lýsti Hitler yfir því, að hann
myndi ekki heyja stríð gegn kon-
um og börnum.
í dag halda Þjóðverjar því
fram, að hollenska skipið „Si-
mon Bolivar“ hafi rekist á
breskt tundurdufl".
Yfir þessari frásögn birtir
blaðið fyrirsögnina: „Lygarnar
verða æ stærri“.
★
Skýring: „Daily Express“ og
raunar önnur bresk blöð, vitna
óspart í ummæli Hitlers í
„Mein Kampf“ í kaflanum um
áróður, þar sem segir um lyg-
ina í þjónustu áróðursins, að
almúginn sje ginkeyptari fyrir
stórum lygum en smálygum.
Hollendingar
skjóta niður
þýska flugvjel
Hollenskir hermenn fá nú
aftur orlof eftir venjuleg-
um reglum. En öll orlof í hern-
um höfðu verið numin úr gildi
10. nóvember síðastliðinn, er út-
litið þótti ískyggilegast í sam-
húð Hollendinga og Þjóðverja.
Þýsk hernaðarflugvjel var
skotin niður yfir Hollandi ná-
lægt, þýsku landamærunum í
gær. Var hún á flugi yfir Hol-
landi og lenti í viðureign við
hollenska flugvjel.
Flugrpaðurinn í þýsku flug-
vjelinni beið bana. (FÚ)
Fulltrxiar Osló-ríkjanna hjeldu nýlega með sjer fund í Kaupmanna-
höfn til þess að ræða hlutleysismál. Fulltrúarnir eru: f fremri röð:
Castberg, prófessor (Noregur), Castrén (Finnland), dr. jur. Cohn
(Danmörk). í aftari röð, frá vinstri: Collin skrifstofustjóri( Dan-
mörk), sendiherra Hollendinga, Kattendijke, svissneski sendiherr-
ann, Dineehert og Unden prófessor (Svíþjóð).
680 mlljónir
gegn 80 milj.
Þjóöverjum
Bresk-franska
samsteypan
Frá frjettar'itara vorum.
Khöfn í gær.
ambræðslan, sem átt hefir
sjesr 'stað milli Breta og
Frakka í hermálum og í við-
skiftamálum vekur mikla at-
hygli í Frakklandi og frönsk
blöð leggja áherslu á hve feikn-
arlega mikilvæg hú nsje.
Blöðin gera ráð fyrir að hald-
ið verði áfram að efla bresk-
franska samvinnu og að fyrir
áramót muni hernaðarleg og við-
skiftaleg sambræðsla milli alls
breska og franska heimsveldis-
ins hafa átt sjer stað.
Þjóðverjar segja,
að Frakkar ofurselji
sjálfstæði sitt.
Með því verður sex hundruð
og áttatíu miljón mönnum
þjappað saman í eina hernað-
arlega og viðskiftalega sam-
steypu með sameiginlegu mark-
miði.
(í Þýskalandi voru íbúarnir
áður en Þjóðverjar fengu sinn
hluta af Póllandi 80—85 milj.;
með Pólverjum eru þeir 100—
105 miljónir).
í Þýskalandi er hin aukna
bresk-franska samvinna túlkuð
á þá leið að Frakkar sjeu smátt
og smátt að láta af hendi sjálf-
stæði sitt við Breta.
Sjóhrakningar
NorDmanna
í 55 klst.
Tólf skipverjar af skipshöfn-
inni á norska skipinu „Arne
Kjöbe“ voru settir á land 1 gær í
hafnarborg á austurströnd Eng-
lands. Höfðu þeir verið á hrakn-
ingi í bátskel, sem þeir björguð-
ust í, þegar þýskur kafbátur sökti
„Arne Kjöbe“, í 55 klst.
Upphaflega höfðu þeir verið 17
í bátnum. En bátnum hafði hvolft
tvisvar, og í fyrra skiftið mistu
þeir matmæli þau, sem í bátnum
voru. Höfðu þeir aðeins vatnsleka
til að svala sárasta þorstanum upp
frá því. Þetta var fyrs'ta daginn.
Þriðja daginn hvolfdi bátnum
aftur og druknuðu þá 4 menn.
Hinir voru svo máttfarnir1 orðnir,
að þeim tókst eklti að komast upp
í bátinn, og höfðu þeir haldið sjcr
dauðahaldi í hann í 5 klst. er
bresk hernaðarflugvjel kom auga
á rþá og sendi hjálp. (FÚ)
von Neurath gefur
Hitler skýislu um
ókyrðina í Prag
Von Neurath er, að því er
Eeutersfregn hermir, kominn
tli Berlín, til þess að gefa Hitler
skýrslu um óeirðirnar í Prag.
Samtímis koma fregnir frá Ber-
lín um, að margir æðstu foringjar
S. S.-liðsins sjeu farnir til Prag
til þess að skipuleggja baráttuna
gegn undirróðri Tjekka.