Morgunblaðið - 21.11.1939, Síða 3
Þriðjudagur 21. nóv. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Herskip setur flutningaskip
1 bál framundan Hornafirði
— Yíir London —
Þýsk hernaðarflugvjel var
á svermi yfir London í gær.
Breskar flugvjelar ráku hana
á flótta.
Hús skjálfa í fall-
byssuskothriðinni
IGÆR urðu menn í Hoj-nafirði varir við, hve
styrjöldin er nálægt okkur hjer úti á íslandi að
þessu sinni.
Fallbyssuskothríð var svo mikil skamt undan landi, að
húsin hristust í Höfn í Hornafirði, og jafnvel alla leið upp
að Hólum hristust gluggarúður, er skotþrumurnar dundu
yfir bygðinni.
Um tvö-leytið í gær sáu :menn þar eystra, að tvö skip komu að
austan og hjeldu vestur með landinu. Virtist annað vera flu'tninga-
ekip, en hitt herskip. Var herskipið að elta flutningaskipið og náði
því utan við Hornafjörð, ska'mt vestan við Hornaf jarðarós.
Skaut herskipið 4 skotum til þess að Stöðva flutningaskipið.
Það var'stundarfjórðungi yfir
klukkan tvö, sem bæði skipin
staðnæmdust þarna. Stinnings-
kaldi var af suðvestri og skygni
ekki gott. Var svo að sjá úr
landi, sem skipin væru mjög ná-
lægt landhelgislínunni.
Ekki var hægt að greina það
úr landi, hvort bátar færu frá
skipum þessum, eða milli þeirra.
Voru þau að lóna þarna þangað
til klukkan var langt gengin
fjögur, þá hóf herskipið skot-
hríð á flutningaskipið. Skaut
það alls 14 skotum, svo mikl-
um að hús hristust, eins og fyr
er sagt. En ekki varð það sjeð
úr landi að nokkurt skot kæmi
frá flutningaskipinu.
Brátt stóð flutningaskipið í
ibjörtu báli. Var það mikið bál,
EKKERT HEFIR REKIÐ.
Einkenni á skipunum sáust
engin úr landi, svo hægt væri
að vita af því, hvaða skip væru
þarna á ferðinni. En loftskeyta-
menn á Seyðisfirðu heyrðu neyð
arkall frá skipi um það leyti,
sem skip þessi staðnæmdust
þarna fyrir utan Höfn og hjeldu
menn að það kynni að hafa ver-
ið þaðan. En ekki var í neyð-
arkallinu tilgreint neitt um nafn
skipsins eða þessháttar.
Sjór var ekki það ókyrr á
þessum slóðum í gær, að menn
teldu það hafa verið nokkrum
erfiðleikum bundið að fara á
bátum milli skipanna. En ef
skipshöfnin frá því skipi sem
brann, hefði reynt að komast
á sínum bátum að landi, þá
hefði lending orðið þeim hættu-
leg, nema ef þeir hefðu farið
inn í Hornafjarðarósinn. Voru
menn í gærkvöldi á fjörunum
til þess að hafa gát á því, hvort
nokkuð slíkt væri á ferðinni.
En ekkert hafði borist að landi
frá skipinu, er blaðið átti tal
við Hornafjörð í gærkvöldi.
HIÐ BRENNANDI
SKIP STRANDAR
Rjett áður en símanum í gær-
Átta „sanntrúaðir“? í
miðstjðrn kommúnista
Vildu rek.it Benja-
mín Eiríksson
íðstjórnarfundur kommún-
istaflokksins var haldinn
hjer í vikunni sem leið, og var lok-
ið á laugardag.
Eitt af umræðuefnum miðstjórn
arinnar var það, hvort reka ætti
Benjamín Eiríksson úr flokknum,
sein refsingu við því, að hann hef-
ir skrifað bækling um núverandi
u'tanríkispólitík Rússa, og lýst sig
andvígan henni.
En brottrekstur hans úr flokkn
u:m; fjekst ekki samþyktur. Voru
8 með því að refsa honum með
brottrekstri, en 17 vildu láta það
nægja að gefa. honum áminningu
fyrii' að skrifa andstætt stefnu
flokksins.
Þeir, sem vildu reka hann fyrir
pð skrifa gegn utanríkispóli'tík
Rússa, voru: Brynjólfur Bjarna-
son, Ilalldór Kiljan, Einar Olgeirs-
son, Elísabet Eiríksdóttir, Gunnar
Benediktsson, Þóroddur Guðmunds j
son, Pjetur Laxdal og Jón Rafns-
son.
■Samþykt var, að Þjóðviljinn
skyldi ha.fa sömu „línu“ og hann
hefir haft — og sömu skeytin.
Alþingi
Fundir voru haldnir í báðum
deildum Alþingis í gær.
Voru tvö :mál á dagskrá í hvorri
deild.
í Ed. voru tvö stríðsfrumvörp
stjórnarinnar, um sölu og útflutn-
ing á vörum og um bann við að
veita upplýsingar um ferðir skipa.
Bæði komin frá Nd. og fóru um-
ræðúlaust til 2. umr. og nefnda.
í Nd. voru til 1. umr. frumvarp
um almennan vinnuskóla ríkisins
og um breyting á lögum um
fræðslu barna. Bjarni Bjarnason
mælti með frumvörpunum, sem
síðan fóru. til 2. umr. og nefndar.
Kafbátnr
í Þistilf irði
í gær
T gær var draguótabátur frá Þórs
-*• höfn á Langanesi að veiðum á
Þistilfirði. Er báturinn var á heirn-
leið tirðu skipverjar varir við skip,
sém þeir' töldu vera kafbá't, og
fylgdi hann dragnótabátnum eftir
inn að höfninni á Þórshöfn, en þar
hvarf hann sjónum þeirra, enda
var þá komið myrkur. (FU)
Haustmót Tafl-
fjelags Reykja-
vikur: TJrslit
Haustmót Taflfjel. Reykja-
víkur í fyrsta, öðrum og
þriðja flokki er nýlega lokið.
Vegna fjarveru Argentínu-
faranna þótti ekki gerlegt að
láta keppa um meistaratitil
Taflfjelagsins og fer sú kepni
ef til vill fram seinna í haust.
í stað þess fór fram æfingar-
kepni í meistaraflokki. Þátttak-
endur voru sex, og urðu þessi
úrslit: nr. 1. Steingrímur Guð-
mundsson 4 vinninga, nr. 2.
Sturla Pjetursson 3(4, nr. 3—
4 Hafsteinn Gíslason og Sæm.
Ólafsson 2l/2 vinning hvor, nr.
5 Magnús G. Jónsson iy2 og
nr. 6 Jóhann Jóhannsson 1 v.
í 1. flokki voru 9 þátttakendur og
þessi úrslit: Nr. 1. Guðmundur S. GuS-
mundsson, 8 vinninga nr. 2. Hannes
Arnórsson 6% v. nr. 3. Sigurður Giss-
urarson 6 v. nr. 4.—5. Óli Valdimars-
son og Víglundur Möller 4 v. hvor,
nr. 6. Ingimundur Guðmundsson nr. 7.
Guðjón Jónsson 2, nr. 8 Kristján Syl-
veríusson 1% og nr. 9 Aðalsteinn Hall
dó^sson 1 vinning.
í 2. flokki voru 9 þátttakendur. Úr-
slit urðu þessi: Nr. 1. Geir Jón Helga-
son 6 v., nr.. 2 Ólafur Einarsson 5(4,
nr. 3 Maríus Guðmundsson 5, nr. 4.—
C. Ingi Eyjólfsson, Kaj Rasmussen og
I’orsteinn Þorsteinsson 4(4 v. hver, nr.
7 Haukur Einarsson 4, nr. 8 Áskell
Kjerúlf 1(4 og nr. 9 Sigurður Pjet-
ursson (4 vinning.
3. fl. voru 8 þátttakendur og þessi
úrslit: Nr. 1 Lárus Johnsen 6 v., nr.
2.—4. Róbert Sigmundsson, Þórður
Jí'rundsson og Þorsteinn Jóhannsson 5
v. hver, nr. 5 Karl Tómasson 4, nr. 6
Gunnar Ólafsson 2, nr. 7 Ingi Ey-
\inds 1 og nr. 8 Ottó Guðjónsson 0.
ÞING FISKIFJELAGS-
DEILDA NORÐLEND-
INGA.
Akureyri, mánudag.
Hjer stendur nú ýfir þing
Fiskif jelagsdeilda í Norð-
endingafjórðungi. Mættir eru 11
'ulltrúar frá 6 vdeildum. Forset.i
íingsins er Guðmundur Pjeturs-
011, útgerðarmaður.
Góður þórskafli er hjer á Poll-
Breytingar á
framfær§ln-
i- ;• jf
lögunum
Nýt( frnmvar
á Alþingi
ALLSHERJARNEFND efri deildar flytur f. h.
fjelagsmálaráðherra frumvarp um breytingar
á framfærslulögunum, en frumvarpið er sam-
ið af nefnd, sem ráðherra skipaði 28. sept., „til þess að at-
huga breytingar á framfærslulögunum og framkvæmd og
skipun framfærslumála, og þá með sjerstakri hliðsjón af
því, að dregið verði úr þunga framfærslunnar fyrir bæjar-
og sveitarf jelögin“.
í nefnd þessa voru skipaðir Bjarni Benediktsson pró-
fessor, Sverrir Gíslason oddviti og Jón Brynjólfsson skrif-
stofustjóri.
Enufremur unnu að þessum málum með nefndinni þeir Jónas Guð-
mundsson eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna, Friðjón Skarphjeð-
insson bæjarstjóri og Ólafur Sveinbjörnsson fulltrúi framfærslumála í
Reykjavík.
Háðglósur þýska
útvarpsins um Bessa-
staðadvöl breska
flugmannsins
ýska útvarpið skýrði frá því
í gærkvöldi að Barnes,
breska flugmanninum hafi verið
fenginn dvalarstaður á Bessa-
stöðum.
ÍJtvarpið fór háðulegum orð-
um um það hve notaleg dvöl
flugmannsins hier verður og gat
þess t. d. að hann hefði konu
,sína með sjer og hefði verið feng
inn dalarstaður í nýtísku íbúð-
arhúsi (villu).
Hlutaveltumunum stol
ið frá kommúnistum
Sósíalistaf jelagið — komm-
únistar — hjeldu hlutaveltu
í Ishúsinu við Tjarnargötu í
fyrradag. Þegar hlutaveltunni
lauk voru eftir um 500 „drætt-
ir“ og var þeim stolið í fyrri-
nótt.
Það voru margt af bestu
munum hlutaveltunnar, sem eft-
ir voru, svo sem alfatnaður,
málverk (hestar að kljást), all-
mikið af þvottaefni o. fl.
Munir þessir voru allir settir
í kassa og geymdir í ílshúsinu.
og þar var þeim stolið í fyrrinótt
Um þessi mál alment keinst
nefndin þannig að orði í greinar-
gerð frumvarpsins:
Höfuð-meinsemdin.
„011 nefndin er sammála um
það, að höfuðgalli núverandi á-
stands sje sá, að vegna þess að
fólkið sækir um of á einstaka
staði, svo að þar skapast atvinnu-
leysi, þá verði sveitarþyngsli þess-
ara staða svo mikil, að þeir geti
ekki undir risið. Hjer við bætist, •
að þeir, se;m þegar eru orðhir
þurfalingar, auka enn vandræðin
með því að sækja í margmennið til
þess að liverfa þar, ef svo má
segja. Loks hefir vald sveitar-
stjórna verið skert svo mjög, að
hæpið er, að þær hafi vald til
nauðsynlegra aðgerða á þeim erfið-
leikatímum, er nú steðja að.
Þegar skygnst er um eftir úr-
ræðum til bóta á því ástandi, sem
nú er, verður einna fyrst fyrir að
athuga, hvort ekki sje rjeþt að
gera landið alt að einu framfærslu
hjeraði. Afnám sveitfestitímans,
sem ákveðið var með framfærslu-
lögunum 1935, sýnist mjög stuðla
að því, að þessi skipun væri upp
tekin. Má raunar segja, að fyrir
henni votti í ákvæðuni laga 1935
um jöfnunarsjóð, sem ætlaður er
til þess að jafna kostnað milli
framfærslnhjeraða. Um það er að
vísu deilt, hvort sú jöfnnn sje
fyllilega rjettlát, og er því einkum
haldið fram af Reykjavíkur hálfu,
að svo sje ekki. En hætt er við,
að sú skipun, sem allir telji rjett-
láta, finnist seint í þessum efnum.
Og ef sveitarstjórnir eiga að halda
áfram meðferð þessara mála, svo
sem hjer á landi hefir ætíð verið,
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
mum.