Morgunblaðið - 21.11.1939, Blaðsíða 5
jÞriðjudagur 21. nóv. 1939.
1
Verklýðshrevfingin
hefir verið bvgð upp
á röngum grundvelli
Ctgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar:
Jðn Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar og afgreitSsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuíSi.
í lausasölu: 15 aura eintakitS,
Hvað meina þeir?
Eftir að frumvarp Bjarna Snæ-
björnssonar, sem tryggir
verkamönnum jafnrjetti innan
werklýðsf jelaganna, kom fram á
Alþingi, hafa forsprakkar Alþýðu-
flokk-sins skrifað hverja greinina
af annari til árása á Sjálfstæðis-
menn. Er það einkum Finnur Jóns
®on, se:m haft hefir sig mjög
írammi í þessum skrifum.
Þegar þetta frumvarp kom til
fyrsiu umræðu í efri deild, mátti
skilja ummæli fjelagsmálaráðherra
þannig, en hann er sem kunnugt
«er forseti Alþýðusambands íslands,
að hann væri fylgjandi þeirri höf
íiðstefnu, sem mörkuð væri í frum-
Varpinu, en taldi hinsvegar að um
Jþetta ætti ekki að setja lög, held-
tir ættu umbætui’nar að gerast
innan verklýðsfjelaganna sjálfra.
Að fenginni þessari játningu
:fjelagsmálaráðherra, lýsti atvinnu-
málaráðherra, Olafur Thors yfir
Jþví, að Sjálfstæðisflokkurinn væri
á hvaða augnabliki sem er reiðu-
fcúinn til samninga um þessi mál
við Alþýðuflokkinn. Yrði niður-
®taðan sú, að samningar tækjust,
væri SjálfstæSisflokkurinn fús til
að draga til baka frumvarp
33jarna Snæbjörnssonar. En Sjálf-
stæðisflokkurinn ljeti sjer hinsveg
ar ekki nægja fögur orð ein frá
forkólfum Alþýðuflokksins. Hans
Skrafa væri framkvæmd(ir, og það
án undandráttar.
Ætla mætti, að fjelagsmálaráð-
lierra Ijeti ekki si'tja við orðin
tóm, heldur reyndi hann að leysa
fiessi mál með fullu samkomulagi
þessara tveggja flokka. Ráðherr-
Ætnn hefir hinsvegar ekkert að-
liafst í þessu efni ennþá. í þess
stað lætur hann Finn Jónsson og
aðra vindbelgi innan Alþýðuflokks
ins skrifa hinn fáránlegasta þvætt
íng um þessi mál og afstöðu Sjálf
stæðisflokksins til þeirra.
Við vitum ekki hver meiningin
«r með þessu háttalagi. Eðlileg-
asta svar Sjálfstæðisflokksins við
l)ulli Finns væri, að knýja frum-
varp Bjarna Snæbjörnssonar á-
fram í þinginu og sýna þeim
kratabroddum alvöruna.
Morgunblaðið er hinsvegar þeirr
-mr skoðunar, að heppilegast væri,
allra hluta vegna, að um þessi mál
gæti orðið samkomulag milli Sjálf
stæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins. Því væri rjett að fá nú þegar
úr því skorið hjá forseta Alþýðu-
■sambandsins, hvort Alþýðuflokk-
urinn vill leysa málin með sam-
líomulagi. Vilji flokkurinn reyna
-samkomulagsleiðina, mætti strax
’hefjast handa í því efni.
Það er áréiðanlega ósk megin-
þorra allra verkamanna í land-
inu, að þessi deilumál verði leyst
aneð samkomulagi þessara tveggja
flokka. Takist það ekki, þá er
sökin hjá forkólfum Álþýðuflokks-
ins.
Sú upplausn sem er innan
verkalýðssamtakanna
hjer á landi er að mörgu
leyti sjerstæð, og samstæða
hennar finst ekki innan
neinna hinna skyldu sam-
taka.
Svo sem kennarasamtakanna,
læknasamtakanna, verslunarmanna
samtakanna, atvinnurekendasam-
takanna eða bændasamtakanna o.
s. frv.
Þessa upplausn innan verkalýðs-
samtakanna má beint rekja til af-
skifta hinna pólitísku flokka, Al-
þýðuflokksins og kommúnista af
samtökunum.
Undirokun
samtakanna.
Þessir tveir flokkar hafa nauðg-
að verkalýðssamtökunum til að
vera háð sjer að meira eða minna
leyti — og á seinni árum hafa
þessir tveir flokkar gert hverja
tilraunina á fætur annari til að
undiroka verkalýðssamtökin undir
hina pólitísku hagsmuni sína.
Og ætíð þegar hinir sjerstæðu
hagsmunir þessara flokka rákust
á innan samtakanna þá svifust
þeir ekki að kljúfa hvert verka-
lýðsfjelagið á fætur öðru, eins og
1930, og sama sagan er að endur-
taka sig nú árin 1938 og 1939. Og
er þá ekki von að menn spyrji;
Hvernig stendur á því að verka-
lýðssamtökin eru undirorpin á-
hrifavaldi þessara manna og
flokka — semi svífast ekki að
sundra samtökunum til sinna eigin
hagsmuna, og nota áhrifavald sitt
til að leiða verkalýðsbaráttuna
inn á flokkspólitískan grundvöll,
andstæðan hagsmunum og eðli
verkalýðssamtakanna? Jú.
En til þess að fá svar við þeirri
spurningu þá þurfum við að vita
um eðli og hlutverk samtakanna,
sem og sögu samtakanna frá byrj-
un.
Eðli samtakanna.
-— I eðli sínu eru verkalýðssam-
fökin óflokkspólitísk hagsmuna-
samtök verkamanna, eða baráttu-
form þeirra til sóknar og varnar.
Til varnar gegn þeim öflum, sem
misvirða rjett og lífsskilyrði þeirra
manna sem harðast verða úti í lífs-
baráttunni.
Til sóknar með þeim öflum sem
vilja bæta afkomumöguleika og
atvinnuskilyrði verkamanna. Þess
vegna eru verkalýðsfjelögin í eðli
sínu ekki baráttutæki gegn at-
.hafnamönnunum heldur með þeim.
Þessu insta eðli verkalýðslireyf-
ingarinnar 'hefir oft verið snúið
við hjer á landi, af ráðandi mönn-
um samtakanna. Sólin samtakanna
snúið í andóf gegn þeim sem vilja
hyggja upp atvinnuvegina, en
vörn samtakanna snúið í sókn
þeirra er vilja rífa niður.
Mikill hluti verkamanna var frá
fyrstu tíð andvígur þessari nei-
kvæðu baráttu verkalýðssamtak-
anna. En þeir voru skipulagslega
ekki nógu sterkir til að færa verka
lýðssamtökin á rjetta braut.
Þannig hafa verkalýðssamtökin
vaxið upp að miklu leyti utan við
sitt eigið eðli, án þess að standa
á eigin grundvelli og án þess að
stefna að rjettu marki.
Það reyndist svo, að ráðandi
menn í verkalýðssamtökunum lít-
ilsvirtu ekki aðeins ríkisvaldið,
heldur einnig meðlimi sína — þá
er ekki gátu felt sig við þessa til-
högun á verkalýðshreyfingunni
eða þetta form hennar. — Og að
endingu, eins og kunnugt er, var
mikill þorri verkamanna sviftur
rjettindum innan landssamtak-
anna, en þó krafist að þeir full-
nægðu öllum þeim skyldum sem
samtökin lögðu þeim á herðar.
Ekki hið rjetta
form.
Verkamenn eru sú stjett þjóð-
fjelagsins sem oftast verður harð-
.ast úti í lífsbaráttunni. — Þetta
vita verkamenn sjálfir betur en
nokkur annar. En þrátt fyrir það
hefir verkamannastjettin ekki
fundið þá leið, eða það form lífs-
baráttunnar, sem væri þess um-
komið að skapa henni örugga lífs-
afkomu.
Alment eru verkamenn ekki
komnir lengra á rjetta leið, til
að skapa þetta form lífsbaráttunn-
ar, en það að þeir vita að fje-
lagsleiðin muni vera sú áhrifarík-
asta. En sú vitneskja er þeim
ekki nóg, vegna þess að ennþá
hafa verkamenn ekki haft mátt
til að skapa' sjer það fjelagsform
og þá stefnu í atvinnumálunum
sems yrði þeim sigursæl.
Þó eru fjelög verkamanna búin
að starfa hjer frá því um alda-
mót og samband verkalýðsfjelaga
frá því 1916.
En hvernig stendur á því, að
fjelagssamtök verkamanna eru bú-
in að starfa svo lengi í landinu,
án þess að fá það form sem þeim
er eðlilegt og þá stefnu í atvinnu-
málum; sem þeim er farsæl ?
Svar við þessari spurningu fæst
um leið og uppbygging fjelaganna
frá byrjun er athuguð.
Ekki sem verk-
lýðsf jelög —.
Vel að gáð. Fjelögin voru ekki
stofnuð af verkamönnum, í upp-
hafi, vegna þess að þeir hefðu
fundið hina fjelagslegu þörf. Því
síður að þeir vissu hvað og hvern-
ig fjelögin áttu að starfa.
Fjelögin voru stofnuð af ung-
um sósíalistiskum mentamönnum.
Ekki sem verkalýðsfjelög neiua
að hálfu leyti, en að hinni helft-
inni sem sósíalistiskur flokkur með
lýðræðissinnaða sefnuskrá en
kommúnistiska í framkvæmd: —
Verkföll — ofbeldi — misþyrm-
ingar.
— I stað þess að vinna með
verkamönnum og atvinnuveitend-
um að uppbyggingu atvinnuveg-
anna og bættri lífsafkomu verka-
manna, snerust þau að nokkru
leyti gegn hvorutveggjum.
Þeir fáu verkamenn, sem hinir
ungu sósíalistisku mentamenn
höfðu getað hnoðað utan um sig,
drukku í sig þá trú, að hag verka-
manna yrði best borgið með því
að rífa niður verandi skipulag at-
vinnuveganna ,og byggja á nýjum
grundvelli með alræði ríkisins yfir
öllum atvinnurekstri, útrýma öll-
um stjettum og skapa eintómt
„fínt fólk“ — einskonar „burgeisa
í öðru veldi“.
8á meginhluti verkamanna, sem
ekki trúði á þessa framtíðarpara-
dís, en vildi halda áfram að byggja
upp atvinnuvegina, snerist á móti
þessum grundvelli fjelagssamtak-
anna, en varð smám saman að láta
undan frekju og ofbeldi hinna
sósíalistisku mentamanna.
Atvinnuveitendur, sem fanst
spjótinu kastað til sín, þar sem
megináherslan var lögð á það í
útbreiðslustarfsemi fjelaganna, að
ríkið ætti að hafa atvinnurekstur-
inn meo höndum, snerust einnig
á móti fjelagssamtökunum og áttu
oft í harðvítugum deilum við þau.
Þannig þróast verkalýðshreyf-
ingin, í fjandskap við mikinn
þorra verkamanna og hatrömum
átökum við vinnuveitendur.
Eftir að verkalýðsfjelögin höfðu
starfað þannig í nokkur ár, með
neikvæðum. árangri verkalýðsbar-
áttunnar og litlum sósíalistiskum
árangri, sáu hinir sósíalistisku
mentamenn, að; við svo búið mátti
ekki lengur standa. Til frambiiðar
gat það ekki gengið að verkalýðs-
fjelögin hefðu sósíalistiska stefnu-
skrá í fjandskap við meginþorra
verkamanna.
Næsta sporiið —
Alþýðusamband
íslands.
Þá var tekið það ráð að mynda
samband verkalýðsfjelaganna —
Alþýðusamband ísland. Síðan A1-
þýðuflokkinn innan sambandsins
en utan um verkalýðsfjelögin —
þannig að hver meðlimur verka-
lýðsfjelaganna, innan sambandsins,
var talinn Alþýðuflokksmaður og
látinn greiða flokksgjöld sam-
kvæmt því gegn um Alþýðusam-
bandið. En hinsvegar var meðlim-
um verkalýðsfjelaganna talin trú
uih að nú væru verkalýðsfjelögin
ópólitísk og þar gætu nú allir
verið meðlimir hversu andstæðir
sem þeir væru sósíalismanum. —
Þeir sem sáu í gegn um þennan
vef og lýstu sig andvíga — voru
stimplaðir sem fjandmenn verka-
lýðssamtakanna.
Með þessu tekst liinum sósíal-
istisku mentamönnum að hafa öll
áhrif í f jelögunum og Alþýðusam-
bandsþingið sem flokksþing Al-
þýðuflokksins. En til frekari trygg
ingar öllutn, yfirráðum flokltsins
yfir samtökunum, ef verkamönn-
um hugkvæmdist að hrinda okinu
af sjer, þá voru stofnuð hin svo-
kölluðu jafnaðarmannafjelög, og
voru meðlimir þeirra flestir taldír
sem tveir menn innan Alþýðusam-
bandsins og flokksins.
Veikleikinn
innan frá.
Þessi bygging lánaðist furðan-
lega um nokkur ár hvað snertir
yfirráð sósíalista yfir samtökun-
um, en er ávalt neikvæð í verka-
lýðsbaráttunni.
Yeikleiki byggingarinnar kemur
innan frá.
Það skapast sterk óánægja inn-
an Alþýðuflokksins, yfir því
hversu seint gangi að vinna verka-
menn til fylgis við sósíalistmann.
Hópur manna innan flokksins
þolir ekki biðina, en vill nota þær
fáu sálir sem eru til staðar til að
gera öreigabyltingu sósíalistiskra
mentamanna.
Hinir, sem höfðu meiri tök í
flokknum og bjuggust við að geta
orðið „burgeisar í öðru veldi“ hjá
Framsóknarflokknum, harðneituðu
að egra byltingu að svo stöddu
og kváðust vera sósíal-demokratar.
Endirinn varð sá, að vinstri arm-
ur flokksins myndaði Kommúnista-
flokk Islands með samvinnu við
Sovjet-Rússland.
Átök um yfirráðin.
Þessi skifting flokksins hafði í
för með sjer átökl um yfirráð yfir
verkalýðsfjelögunum. Hvert fje-
lagið af öðru er klofið. Alþýðu-
flokkurinn tekur sjer einræði yfír
Alþýðusambandinu en kommúnist-
ar stofna Verkalýðssamband Norð-
urlands.
Þeir verkamenn, sem höfðu gert
sjer skýrasta grein fyrir tilgangi
og gildi verkalýðssamtakanna og
vildu þau óháð hinum pólitísku
flokkum, eru óskipulagðir, þeir
taka þann kost að þola enn of-
ríkið, í þeirri trú að ofstopamenn-
irnir sjái að sjer áður en langt
um líði, og þá verði hægt að
byggja upp óháða, sjálfstæða
verkalýðshreyfingu.
Þegar kommúnistar hafa starf-
að einir í 4 ár, án þess að treyst-
ast til að gera byltingu, fá þeir
skipun frá Sovjet-Rússlandi nm að
taka upp samfylkingarpólitík við
Alþýðuflokkinn, vegna Þjóða-
bandalagspólitikur Sovjet-Rúss-
lands.
Um þetta leyti er að gerast sú
breyting í verkalýðsmálunum, að
Sjálfstæðisflokkurinn er að taka
að sjer forystu þeirra verkamanna
sem vilja pólitískt óháð, sjálfstæð
verkalýðssamtök.
Síðari grein á morgun.
Skemtilegar myndir. Undanfarna
daga liefir verið ljósmyndasýning
í skemmuglugga Haraldar; Fugla-
líf í Vestmannaeyjum. Myndirnar
hefir ungur Vestmannaeyingur,
Gísli Johnsen, tekið, og eru þær
mjög skemtilegar.
Sundfjelagið Ægir heldur skemti
fund í Oddfellow uppi í kvöld kl.
9. Sig Þórs sýnir. Síðan verður
dansað. Fjelagar fjölmennið.
Eftir Ólaf J. Ólafsson
iimmmmiimmmmimmiimmmmmmi,mmmmm,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,r