Morgunblaðið - 05.12.1939, Síða 8

Morgunblaðið - 05.12.1939, Síða 8
8 Þriðjudagur 5. des. 1939. LITLI PISLARVOTTURINN Armand fyrirvarð sig. Það hafði ekki verið vottur af ásökun S orðum foringja hans og svipur Jhans hafði verið jafn blíður eins og ekkert hefði ískorist. Armand varð það nú skyndilega ljóst, hve miklum vandræðum han n stefndi að íjelagsskapnum tneð framferði, sínu. Alt sem hann Jhafði aðhafst þessa tvó seinustu daga, sem hann var í París, hafði stefnt fyrirætlunum þeirra Og lífi í voða. Yinfengi hans og de Batz, samband hans við ungfrú Lange, heimsókn hans til hennar í gær og Uftur í morgun. Það hefði svo sem verið auðvelt fyrir einhvern njósn- ara, sem sat um; þá, að grípa hann, eða jafnvel elta hann heim til Blakeneys, og það hefði verið verst af öllu. „Percy“, mælti hann lágt. „Geturðu nokkurn tíma fyrirgef- ið mjer?“ „Svona, svona, vinur minn“, svaraði Blakeney hlátt áfram, „það er ekkert að fyrirgefa, en það er margt, sem þú mátt ekki iáta þjer gleymast framvegis, svo sem hvaða skyldur þú hefir við fjelaga þína. Og ekki máttu held- Ur gleyma hlýðni nje heiðri þín- um“. „Jeg var frávita, Percy. En jeg vildi að þú gætir gert þjer í hug- arlund hvað hún er mjer“. Blakeney rak upp þenna stutta kuldahlátur, sem hann notaði oft til þess að dylja hugsanir sínar fyrir óviðkomandi mönnum og jafnvel fyrir vinutn sínum. „Okkur kóm saiman um það í gær“, sagði hann, „að í ástamál- um væri jeg hreinn og beinn glóp- ur. En þú verður þó að viður- kenna, að jeg stend við það, sem jeg lofa. Og hjet jeg þjer því ekki í gærkvöldi, að jeg skyldi sjá um að ungfrú Lange yrði komið fyr- ir þar sem henni er óhætt. Jeg sá það fyrir, að hún mundi verða handtekin, þegar jeg heyrði frá- sögn þína. En jeg vonaði, að mjer mundi takast að ná í hana áður en Heron kæmi heim. Því miður Varð hann hálfri stundu á undan mjer. Ungfrú Lange hefir verið tekin föst, en hvers vegna viltu sam;t sem áður ekki treysta mjer, Arrnand? Höfum við ekki áður komið okkar fram, þótt við ram- ari væri reip að draga? Ungfrú Jeanne Lange verður ekkert mein gert“, — hann lagði áherslu á orð- in — „jeg gef þjer drengskapar- orð mitt fyrir því. Þeir hafa aðeins tekið hana fasta til þess að nota hana sem agn. Því að þeir vilja ná í þig. Þeir hugsa sem svo, að úr því að þeir hafa hana í varð- haldi, munir þú ganga í gildruna, og þegar þeir hafi náð þjer, muni iimiimiiiiiiiinuii Framhaldssaga 26 Miiiiiiiaiiiuiiiiiiiiiiiniiimiiiitiiiiiitiniiiiimiiiiiiini þeir einnig ná mjer. En jeg full- vissa þig um, að henni er óhætt. Reyndu að bera traust til mín, Armand. Jeg veit ósköp vel, að jeg krefst mikils af þjer, því að þú verður að trúa im;jer fyrir því, sem þjer er dýrmætast af öllu, og að þú verður að hlýða mjer í blindni. En annars get jeg ekki staðið við orð mín“. „Hvað viltu þá að jeg gerif ‘ „Fyrst og fremst verður þú að fara frá París áður en klukku- stund er Ijðin. Það er stórhættu- legt að þú sjert hjer — ónei, ekki hættulegt fyrir sjálfan þig, heldur fyrir aðra, og fyrir áætlanir okk- ar á morgun“. „Hverng á jeg að geta farið til St. Quentin, Percy, þega jeg veit að hún--------------■“. „Þú veist að hún er undir minni vernd“, mælti Percy rólega. „Og þössvegna, ætti þjer ekki að falla þetta svo illa. Komdu nú“, mælti hann enn fremur og lagði hönd- ina á öxl vínar síns. „Mjer þykir ekkert gaman að því, að þú skul- ir halda að jeg sje einhver fant- ur, en jeg vona að þú vitir, að jeg þarf að hugsa um hina líka og barnið, sem jeg hefi lofað að bjarga og lagt þar við drengskap mánn. En jeg ætla nú ekki að senda þig eins langt og til St. Quentin. Farðu hjerna niður í stofruia og fáðu þjer einhvern bún ing, svo að þú þekkist ekki, því að jeg geri ráð fyrir, að þú hafir týnt böggli þínum á tröppum hússins í Carrefour du Roule. Hjá fötunum er pjáturkassi og í hon- um nokkur vegabrjef. Taktu eitt- hvert þeirra, sem hæfir þjer best, og flýttu þjer svo til Villette. Skilurðu mig?“ T á, já“, sagði Armand ákafur. W” „Þú vilt að jeg vinni með Ffoulkes og Tony“. „Já, jeg býst við að þú rekist á þá þar sem þeir eru að vinna í kolavinnu við skurðinn. Reyndu að ná tali af þeim í einrúmi eins fljótt og auðið er. Þú skalt skila frá mjer til Tony að jeg biðji hann að fara eins fljótt og hann getur til St. Germain til móts við Hastings, en þú tekur svo hans stöðu með Ffoulkes“. „Já, þetta skil jeg vel, en hvern- ig á Tony að komast til St. Ger- main?“ „Svona, vinurinn sæli“, sagði Blakeúey glaðlega, „þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af Tony. Hann fer eftir því, sem. jeg segi honum. Gerð þú nú bara eins og ,jeg hefi fyrir þig lagt, og láttu hann eiga sig sjálfan. Og nú“, bætti hann við alvarlegur í bragði, „því fyr sem þú ferð frá Parísar- borg því betra fyrir okkur. Eins og þú sjerð sendí jeg þig ekki hema til La Villette,; því það er ekki lengrá í burtu en það, að jeg get ávalt fylgst með þjer. Vertu nálægt hliðinu þar til klukku- stund eftir að myrkrið fellur á. Aður en hliðinu verður lokað skal jeg sjá til þess að þú hafir fengið frjettir af ungfrú Lange“. Armand sagði ekki neitt meira. Haiin varð skömmustulegri við hvert orð, sem, Blakeney sagði. Hann sá hve ótrúr hann hafði ver- ið og skildi hve lítið hann átti skilið þá vináttu, sem Percy hafði sýnt hohum þrátt fyrir alt. Hann tók eftir að Blakeney horfði á hann gletnislega. Armand reyndi því að bera sig mannalega, en honum tókst ekki að leyna vin, sinn óttanum, sem hafði gripið hann heljartökum. Framh. nmuJ nmj^j^u/rJzc^pynjiÁ, Lloyds vátryggingarfjelagið er sagt vátryggja alt, jafnvel gegn þríburafæðingum og rign- ingu, en samkvæmt því sem enskt blað segir, þá er Lloyds farinn að taka upp veðmálastarfsemi og hefir hún gefist fjelaginu vel. Hið enska blað segir svo frá: — Nýlega var maður einn að aka bíl sínum úti á þjóðvegi. Hann rakst á zígaunastúlku á leið sinni, sem bað um að fá að sitja í bíln- tim og leyfði imaðurinn henni það. 1 þakklætisskyni bauðst stúlkan til þess að spá fyrir manninn og þáði hann það. Zígaunastúlkan sagði honum, að áður en dagurinn væri liðinn myndi hann lenda í umferðar- slysi og sjá m.ann deyja. Ennfrem ur sagði hún, að Hitler myndi missa vöklin í Þýskalandi. Þegar tveir fyrnefndu spádóm- arnir komu fram fór maðurinn á skrifstofu Lloyds í London, náði tali af forstjóranum, og bauðst til að veðja við Lloyds 10 þúsund sterlingspundum um, að Hitler myndi tapa völdum í Þýskalandi innan mánaðar. Forstjórinn gekk iun á veðmálið og mánuðurinn er löngu liðinn. •k Olsen og Petersen koma of seint að jarðarför vinar síns. Prestur- inn er að halda ræðu og segir frá því hve heiðarlegur, góðgjarn og yfirleitfc merkilegur maður sá látni hafi verið. — Heyrðu, Petersen, segir 01- sen. Jeg heldi að það sje best að við komum okkur hurtu. Við höf- um, lent í skakkri jarðarför. ★ Gjaldkerinn; Peningarnir þeir arna eru dálítið óhreinir, en þjer eruð vonandi ekki hræddir við bakteríur ? Launþeginn: Ó, sei, sei, nei, það geta engar bakteríur lifað á þeim sultarlaunum, sem jeg hefi. ★ — Hjer sjáið þjer mynd af föð- ur mínum. — Það getur ekki verið. Þessi maður er miklu, yngri en þjer. — Hjerna eru 10 krónur, sem jeg sltulda þper. — Þú skuldar mjer ekki neitt. — Jú, ef þú lánar mjer 20 krón- ur, skulda jeg þjer 10. k Læknirinn: Þjer verðið að vera undirbúinn undir það versta, ungi maður. Frændi yðar mun, án efa hafa það af. ★ — Jeg er ekki fullkomlega á- nægður með þessi meðmæli yðar. — Það er jeg heldur ekki, herra forstjóri, en því miður hefi jeg engin betri. sfvœdt EINHLEYPUR reglumaður óskar eftir húsnæði. Uppl. í Herkastalanum, her- bergi 26, kl. 4—7. HATTAVIÐGERÐIR handunnar, Hafnarstræti 18. Karlmannahattabúðin. UNGUR MAÐUR, sem undanfarin missiri hefir verið við nám erlendis, þarf að fá atvinnu við skrifstofustörf eða aðra vinnu. Tilboð sendist blaðinu merkt „Ungur maður“. stOlka vön afgreiðslu óskar eftir afgreiðslustörfum við bakarí eða búð. Meðmæli ef óskað er. Sími 1460 frá 10—2. HREINGERNINGAR önnumst allar hreingerning- ar. Einnig ryksugun. Pantið í tíma. — Guðni og Þráinn. Sími 2131. VANTI YÐUR MÁLARA. þá hringið í síma 2450. KJÓLASAUMASTOFU hefi jeg opnað á Njálsgötu 84. Sauma allskonar dömukjóla, barnakjóla, kápur og dragtir. Sníð einnig og máta. Vönduð vinna. Sanngjarnt verð. Júlía Magnúsdóttir, Njálsgötu 84 — sími 4391. UNGUR TRJESMIÐUR óskar eftir atvinnu við ein- hverskonar iðnað. Tilboð merkt „Föst atvinna“, sendist Morgun- blaðinu. SNlÐ OG MÁTA Dömukápur, dragtir, dag- kjóla, samkvæmiskjóla og alls konar barnaföt. Saumastofan Laugaveg 12, uppi (inng, frá Bergstaðastræti). Símar 2264 og 5464. OTTO B. ARNAR, löggíltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. EINHJLEYPAN MANN vantar lítið herbergi um hálfs- mánaðar tíma. A. v. á. VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna al burða vel. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. Ávalt í næstu búð. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bón. HJÁLPIÐ BLINDUM Kaupið minningarkort Bóka- sjóðs blindra, fást hjá frú Mar- en Pjetursdóttur, Laugaveg 66, Körfugerðinni og Blindraskól- anum. Jáuyis&uftur HAFIÐ ÞJER ATHUGAÐ úrvalið af dömu og herrahönsk- unum í „Glófanum“, Kirkju- stræti 4. Rlóm & Kransar h.f. Hverfisgötu 37. Sími 5284. — Bæjarins lægsta verð. SPARTA- DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR og blúsur í úrvali. Saumastofan- Uppsölum, Aðalstræti 18. — Sími 2744. 1 FLOKKS SALTSÍLD er til sölu. Fisksalan, Nýlendu- götu 14. Sími 4443. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda. meðalálýsi, fyrir böm og full- orðna, kostar að eins 90 aura- heilflaskan. Lýsið er svo gott,. að það inniheldur meira af A- og Ð-fjörefnum en lyfjaskráia ákveður. Aðeis notaðar ster- ilar (dauðhreinsaðar) flöskur,. Hringið í síma 1616. Við send« um um allan bæinn. REYKJAVlKUR APÓTEK kaupir daglega meðalaglös, smyrslkrukkur (með loki), hálf' flöskur og heilflöskur. SALTVlKUR GULRÓFUR góðar og óskemdar af flugu og maðki. Seldar í 1/1 og % pok- im. Séndar heim. Hringið í síma 1619. KÁPUR OG FRAKKAR fyrirliggjandi. Einnig saumað með stuttum fyrirvara. Gott snið! Kápubúðin, Laugaveg 35. KARTÖFLUR OG GULRÓFUR’ í pokum og lausri vigt. Góðar og ódýrar. Þorsteinsbúð, Grundí arstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. ISLENSKT BÖGLASMJÖR Hnoðaður mör. Harðfiskur,, vel barinn. Þorsteinsbúð, Hring- braut 61, sími 2803, Grundar- stíg 12, sími 3247. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Spari8 milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. 3imi 3594. FORNSALAN, Hverfisgötu 49 selur húsgögn o. fl. með tæki- færisverði. Kaupir lítið notaða muni og fatnað. Sími 3309'. HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1, 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr, kg. Sími 3448. Kaupum allskonar FLÖSKUR hæsta verði. Sækjum að kostn- aðarlausu. Flöskubúðin, Hafnar-. stræti 21, sími 5333. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5396. Sækjum. Opið allan daginn. ðkijxað-fujtcliÉ GULLHRINGUR með safír tapaðist á Stúdenta- dansleiknum. A. v. á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.