Alþýðublaðið - 20.06.1958, Side 3

Alþýðublaðið - 20.06.1958, Side 3
Föstudaginn 20. júní 1958 AlþýSublaSið |T*rr Alþýbubloöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. H e 1 g i Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Söguleg erindisleysa S JÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur um þessar mund- ir.fundir víðfe vegar um land og teflir fram ýmsum foringjum sínum. Morgunblaðið flytur svo daglega fréttir af sam- komum þessum og finnst þær rnikium tíðindum sæta. Hins vegar vottar ekki fyrir því, að Sjálfstæðismenn marki já- kvæða og raunhæfa stefnu á mannamótum þessum fremur en í sölurn allþingis áður en það lauk störfum. Erindi fiokks- foringjanna út um landsbyggðina er að rangtúlka og affiytja stefnu og störf núverandi ríkisstjórnar og þyrla upp mold- viðri blekkinga og órökstuddra staðhæfinga. En hætt er við því, að sú baráttuaðferð svari ekki kostnaði. íslendingar eru illa breyttir, ef þeir láta slíkan og þvíiíkan m'álflutning villa sér sýn. Eigi að síður er vel farið, aö Sjálfstæðismenn efnj íil þessara fundahalda. Þar gefst kjósendum kjörið tækifæri að inna foringja hans eftir stefnu þeirra, að þeir Iýsi Því, hvernig þeir myndu leysa vandann í stjórnaraðstöðu og brjóta braut yfir í land betri framtiðar á íslandi. Sann arlega þurfum við að finna viðunandi lausn á efnahags- málum okkar. En hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn fram að færa í því efni? Hann lýsir sig andví-gan ráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar, sem þó eru tvímælalaust spor í réíta átt. Þá hlýtur hann að telja sig kunna betri ráð. Og hvers vegna ekki að leggja spilin á horðið, gera þjóðinni grein fyrir stefnu og úrræðum Sjálfstæðisflokksins og mælast til aukinna valda og áhrifa á þeim grundvelli, að Sjálfstæðismenn séu stuðningsflokkum núverandj ríkis- stjórnar snjallari? Vissulega á þjóðin kröfurétt á að fá svör við svo •tímabærum spurningum. En syarið liggur í augum uppi. Sjálístæðisflokkurinn hefur ekkert til málanna að leggja af því að hann er stefnu- laus, veit ekki sitt rjúkandi ráð og er á móti tillögum og ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Fundarhöldin úti um land staðfesta þennan sannleika um stærsta flokk landsins. Og þess vegna er hér um söguiega erindisleysu að ræða, fyrir- höfn unna fyrir gýg. Sjálfstæðisflokknum væri sæmra að bjóða upp á skemmtiatriðin, sem honum eru svo tiltæk. íslendingar geta til dæmis mætavel stytt sér stundir við að heyra og sjá strákinn hann Konna. Hitt er ekkert skemjmtiatriðj að sjá og heyra Ólaf Thors og Bjarna Bene- diktsson ráðvillta og stefnulausa á almannafæri. Og sízt munu fylgdarmennirnir þeim snjallari, ef marka skal frá- sagnir M'orgunblaðsins. Alþýðublaðið vill hvetja menn í byggðarlögunum, sem foringjar Sjálfstæðisflokksins heimsækja á næstunni, að inna gestina eftir því, hvernig þeir vilji leysa vanda efna hagsmálanna og hversu þeir myndu bregðast við ábyrgð- inni og skyldunni í stjórnaraðstöðu. Þá mun þeim verða svarafátt augliti til auglitis við kjósendurna, sem blekkja átti. Og þetta mun fólkið í Iandinu finna. Þess vegna er áreiðanlega verr farið en heima setið fyrir Ólaf, Bjarna ! og félaga. Sjálífstæðisflökkinn slwrtir ekki aðstöðu til að koma mál- efnum sínum á framfæri. Morgunblaðið er víðförult og víð- lesið. Ólafur og sveinar hans töluðu í áheyrn þjóðarinnar í eldihúsumræðunum á dögunum. Tækifærin eru því nóg, ef xnjá'listaðurinn væri fyrir hendi. En hann vantar. Og sú vönt- un mun Sjálfstæðisflokknum því tilfinnanlegri sem hann hef ur hserra og kemur víðar við í áróðursherferðinni gegn nú- verandi ríkisstjórn og stuðningsflokkum: hennar. Kjúkrunarkonu vantar að hjúkrunarspítalanum Sólvangi, Hafnar- ' firði. x Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. Dag Hammarskjöld m ¥e DAG Agne Hjalmar Ham- marskjöld er fæddur þann 29. júní 1905. Hann er kominn af sænskum Jágaðli, en faðir hans Knut Hammarskjöld var lög- fræðingur að mennt, starfaði um hríð sem stjórnarerinareki og var forsætisráðherra íhalds- stjórnarinnar sænsku frá 1914- 17. Knut Hammarskjöld var meðlimur sænsku akademíunn- ar, og þegar hann lézt árið 1954 var Dag kjörinn að taka sæti. hans. Það er í frásögur fært hve Dag Hammarskjöld sé góðum gáfum gæddur. „Hefðu mér verið gefnar slíkar gáíur, mundj ég hafa komizt langt,“ er haft eftir föður hans. Ekki þar fyrir að gamli Hamrnar- skjöld hefði ástæðu til að kvarta yfir gáfnatregðu, — en hann taldi að sonur sinn hsfði hæfileika til að hljóta enn meiri frama en sjáifur hann. Og það kom brátt á daginn að karl.mundi hafa lög að mæla. Dag gat sér hið mesta frægðar- orð í skóla fyrir frábærar náms gáfur og náði ungur embættis- prófi, bæði í málum og lögum og loks í þjóðhagfræði, — en samtímis því lauk hann einnig háskólapróf; í frönsku og bók- menntasögu. Loks tók hann doktorsgráðu í heimspeki og þjóðhagfræði. hann gerðist framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Arið 1954 hélt hann til Kína í því skyni að vinna að því að banda rískir flugmenn, sem þar voru Þegar þessum áfanga lauk gerðist hann dósent við háskól- ann í Stokkhólmi, en ár:ð 1936 varð hann stjórnarfulltrúi í fjár málaráðuneytinu. Tíu árum síð- ar, 1946, varð hann verzlunar- ráðunautur utanríkisráðuneytis ins, og 1951 varð hann aðstoð- arráðherra í ríkisstjórn sænska alþýðuflokksins, — og starfaði hann þar að utanríkismálum. Þannig leit þá einkunnabók hans út árið 1933, þegar Trygve Lie dró sig í hlé eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna tvö kjörtíma- bil. Það var ekkert spaug að finna honum éftirmann, sem yrði viðurkenndur bæði í austri og vestri. Það hafði verið nógu örðugt við að fást ánð sem Trygve Lie var kjörinn í fyrsta sinni og nú var það þó helmingi verra við að fást. Allt gekk þetta þó furðu greiðlega þegar öryggisráðið til nefndi Dag Hammarskjöld í lok marzmánaðar. Útnefningu hans var tekið svo að segja mótmæla laust. Fyrst og fremst var hann fulltrúi smáþjóðar, sem hélt sér rnjög fast við hlutleysið, og auk þess var Hammarskjöld sjálfur kunnur að því að fylgja eindregið þeirri stéfnu. Þegar í aprílmánuði það ár tók Dag Hammarskjöld við sínu nýja og ábyrgðarmikla starfi, framkvæmdastjóra- stöðu Sameinuðu þjóðanna. Jafnv.el hið kunna stórblað; ,,New York Times“ lét svo um kjör hans mælt, að þar hefði sá orðið fyrir valinu, sem sízt væri til stöðunnar hæfur. En Dag Hammarskjöld færðist sí- fellt í apkana eftir því sem glíman harðnaði, og nú munu víst flestir sammála um það að það hafi verið Sameinuðu þjóð unum gæfa og friðinum í heim inum mikill styrkur að einmitt Dag Hammarskjöld var kjörinn f ramkvæmd ast j óri. Dag Hammarskjöld hefur oft ferðazt þýðingarmikilla erinda til fjarlægustu landa, síðan Dag Hammarskjöld í fangabúðum, væru látnir laus- is. Örðugustu vandamálin, sem hann 'hefur átt við að glíma, er þó deilan á Miðausturlöndum og í sambandi við uppreisnina í Ungverjalandi. Hann heim- sótti Nasser sjálfur og fékk því til leiðar komið að varðsveitir Sameinuðu þjóðanna gátu tek- ið sér stöðu á aðalhættusvæð- inu við Súez. Hann reyndi líka að koma því til leiðar að eítir- litsmönnum Sameinuðu þjóð- anna væri leyft að dveljast í Ungverjalandi. Ekkert af þessu er í raun- inni meira en hver maður veit. í dagblöðunum um gervallan heim hefur verið fylgzt með starfi hans og frá.því sagt, jafn vel á degi hverjum eða oft á dag, þegar örlagaríkir atburðir voru að gerast. Og oft hefur hinn vesíræni heimur spurt með ugg nokkrum hvort .Ham- marskjöld mundi takast a5 leysa vandamálin. Fáir munu þe]r vera i.hei.ra- ínum, sem er eins mikil athyg-li veitt og framkv.ænadastj óra Sameinuðu þjóðanna. „Hann or mikilvægasta pérsóna í vexölcl- inni,“ gat að lesa í brezka tirna ritinu Observer..fyrir. nokkrurw árum. Varla mun Kammar- skjöld kurma slíkri athygli veJ, að minnsia kosti lét hann svo* um mælí, eftir að hann tók viS völdum, að hann mundi .gera allt sem harrn gæti til, þess halda sig að baki fylkingunurn, Hann mundi helzt ekki vilja: eiga frumkvæði að neinu, heid- ur hafa áhrif á þróunina. Eru það fór ekki á pá leið. Hvaö eftir annað hefur hann orðíð aö eiga frumkvæðið að lausn mál- anna, þegar bliku dró á loft. í raun, réttri er Hámm-ar- skjöld meinlætamaður aS ni'.p- lagi. Fjallgöngur wru ha.ns mesta yndi á meðaii haaixu hafðj tíma til. Auk þess heiur hanrt gaman af að tata Ijós- myndir. Hann er óforbetranieg- ur piparkarl, ann nijög Ijóðum, og ehfur mest dáíæti á Joyce, Proust og Eliot. Hann er athafnamað.ur, orv formsatriði er hann ekki mikið fyrir. Það er hreínt ekkert gam an að fylgjast með þræðlnum þegar hann heldur .fyrirlestra,. og eins er það þegar hann skrif ar. Þetta segja þeir, sem.þekkjai hann, — en þeir eru ekki e’tns margir og halda mætti. Hanru talar að vísu við fjölda manns, en gætlr þess að kynnast ong- um náið. Fiskverfcun Konur og karla — fullorðið fólk vantár til vöskunar og annarar fiskvinnu við Fiskverkunarstöðina á G-elgju.- , tanga við Elliðaárvog nú þegar. Ef nægileg þátttaka ioil. orðins fólks fæst verður stöðin starfrækt, annars ekJd. Nánari upplýsingar um ráðningu ©g annað, er þetta varðar £ síma 1 59 57, eingöngu á tímanum frá H. 7,20 til 17 alla daga til helgar. LokaS vegna jarðarfarar frá kl. 12 á, hádegi, fdstuáagiijp 20. júnf. Búnaðarbanki Islands. ÁUgl

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.