Morgunblaðið - 10.12.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLA ÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1939, LITLI hægt að fá að sjá nema milli kl. 6 og 7 á kvöldin. Það var ekkert annað að gera en að bíða. Hann labbaði meðfram höfninni með hattinn í hendinni, svo vindblær- inn gæti kælt hið brennheita enni hans. C einna mundi hann ekki hvemig þessi langi og þreytandi dag- ur hafði liðið. Er leið á daginn fann hann til sultar og ósjálfrátt fór hann inn á matsöluhús og reyndi að borða og drekka. En meginhluta dags gekk hann fram og aftur um göturnar í eirðar- leysi og án þess að finna til kulda eða þreytu. Klukkustund fyrir klukkan 6 var hann kominn á Quai de Horloge og beið hjá Palais de Justices eftir að klukkan yrði 6. Honum gekk greiðlega að rata til La Tournelle. Fyrir framan hann var lítil lúga, sem loks var búið að opna og á hillu fyrir fram- an hana voru tvær stórar bækur bundnar í leðurband. Þó Armand væri kominn næst- um klukkustund áður en opna átti var samt orðið krökt af fólki fyrr framan klefa eftirlitsmanns- ins. Tveir hermenn voru á verði og neyddu fólkið til að standa í biðröðum, svo að einn og einn kæmist að í einu til að skoða í bækurnar. Það var mislitur hópur, sem þarna stóð og beið eftir að kom- ast að, eins og verið væri að bíða við aðgöngumiðasölu að ódýrum sætum á leikhúsi. Menn í fötum úr klæði; aðrir í rifnum úlpum og bættum buxum, þarna voru og nokkrar konur með sjöl um herð- ar sjer og klút um höfuðið. Allir voru hljóðir og djúpt hugsandi og tóku hinu hrottalega framferði hermannanna með ró- semi; fólkið var auðmjúkt við mann þann er hafði eftirlit með fangalistunum, er hann skömmu seinna kom til þess að taka fram bækurnar, sem geymdu nöfn ást- vina þeirra vesalinga er biðu — faðir, móðir, bróðir eða eiginkona biðu þarna í sálarangist til að leita að nafni ættingja eða ástvinar. Úr klefa sínum reyndi eftirlits- maðurinn að mótmæla því að þessi eða hinn hefði nokkurn rjett til þess að gá í bækurnar. Hann gerði alt sem hann gat til að gera þessu vesalings fólki erfiðara fyr- ir. Af sumum heimtaði hann vega- brjef, eða skriflega yfirlýsingu um hollustu við lýðveldið. Hann var eins hrottalegur og hann frekast gat, og Armand sá frá þeim stað erhann stóð, að stöðugt streymdu til eftirlitsmannsins koparskild- ingar. Það var alveg dimt í ganginum og stöðugt bættust fleiri og fleiri Kertisstubbur var hjá bókunum til afnota fyrir þá, sem; voru að leita að nöfnum í þeim. Loks kom röðin að Armand. Hann hafði svo mikinn hjart- slátt að hann mátti ekki mæla eitt orð. Hann fór í vasa sinn náði í silfurpening og stakk 1 lófa eftir- litsmannsins og hrifsaði síðan með áfergju bókina, sem merkt var „Konur“. Með kæruleysislegum tilburðum stakk náunginn silfurmyntinni í vasa sinn. Hann horfði á Armand gegnum stór hornspangargleraugu, og leit út eins og ránfugl sem komið hefir auga á bráð, en er of saddur til þess að nenna að hrifsa hana. Hann hafði augsýnilega gam an af að horfa á hve Armand var taugaóstyrkur og hve klaufalega PlSLARVOTTURINN hann bar sig að er hann var að leita í bókinni. „Hvaða dagf', spurði hann stuttur í spuna og með skrækum málróm. „Hvaða dag?“ endurtók Armand hikandi. ............................. Framhaldssaga 30 ■niiiiiiimmiiiiimiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiimmiiiiiue „Hvaða dag og klukkan hvað var hún handtekinf' spurði mað- urinn og stakk arnarnefi sínu al- veg upp að andliti Armands. Silf- urpeningurinn hafði gert, sitt gagn og það var ætlun náungans að vera hjálplegur þessum sveita- slána. „A föstudagskvöldið eð var“, muldraði Armand. Hendur eftirlitsmannsins voru í samræmi við útlit hans; mjóar og kræklóttar og neglurnar voru eins og klær á ránfugli. Armand horfði höggdofa á hendur mannsins með- an hann blaðaði kunnuglega í bók- inni. Loks benti maðurinn með óhreinum fingri á dálk einn í bók- inni. „Ef hún er hjer“, sagði hann, „hlýtur nafn hennar að vera ein- hversstaðar þarna“. X. O. G. T. BARNASTÚKAN ÆSKAN Fundur í dag kl. 3^. Sagðar og lesnar sögur. Þjóðdansarnir æfðir. Mætið stundvíslega. — Gæslumenn. ST. FRAMTÍÐIN NR. 173. Auk venjulegra fundarstarfa s. s. inntaka nýrra fjelaga o. fl. verður á fundinum í kvöld: 1. Upplestur Guðm. Gunnfaugsson. 2. Pianosóló, C. Billich. 3. List- dans, Guðrún Halldórsdóttir. 4. Dans. GETSAUMAÐ nokkra kjóla fyrir jól. Dagrún Frjðfinns, Lokastíg 16. MORGUNSTÚLKU vantar á barnlaust heimili. Uppl. á Skálholtsstíg 2 A uppi. HREINGERNINGAR Önnumst allar hreingerning- ar. Einnig ryksugun. Pantið í tíma. — Guðni og Þráinn. Sími 2131. GERI VIÐ saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. VANTI YÐUR MÁLARA. þá hringið í síma 2450. SAUMASTOFA. Sauma dömu- og barnafatnað. Júlíana V. Mýrdal, Þórsgötu 8. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur kjöt, fisk og aðrar vörur til reykingar. Fyrsta flokks vinna. Sírni 2978- OTTO B. AkNAR, löggíltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. Armand sá nöfnin í þoku og það var eins og þau hreyfð- ust í bókinni. Svitinn rann af and- liti hans og hann dró andann með erfiðismunum. Honum var síðar ekki ljóst hvort hann í raun og veru hafði sjeð nafn Jeanne í bókinni eða hvort ímyndunaraflið hafði hlaupið með hann í gönur. En sannleikurinn er sá, að meðal nafnanna í bók- inni sá hann alt í einu hennar nafn og honum fanst nafnið vera ritað með blóði. 582. Belhom-me, Louise, 65 ára. Látin laus. 583. Lange, Jeanne, 20 ára, leik- kona, Carrefour du Roule nr. 5. Grunuð um að hafa hýst svikara. Flutt til Temple. Klefi nr. 29. Hann sá ekkert meira, því alt í einu fanst honum eins og einhver setti eldrauðan klút fyrir augu &ZC&ifnnÍ7ujac VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af- burða vel. VENUS-GÖLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Avalt í næstu búð. TILKYNNING Járnsmíðavinnustofa Ingimars Kr. Þorsteinssonar er flutt á Ný- lendugötu 14, sími 2330. Fram- kvæmir viðgerðir á alls konar vjelum og skipum o. fl. RITZ KAFFIBÆTISDUFT og Blöndahl kaffi fæst ávalt í Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, og Hringbraut 61. Munið blönd- unina: 1 skeið RITZ og 3 skeið- ar kaffi. K. F. U. K. í Hafnarfirði, U. D.-fundur í dag kl. 4. — Cand. theol,' Magnús Runólfs- son talar. Allar stúlkur 14 ára og eldri velkomnar. BETANÍA Almenn samkoma í kvöld kl. 81/%. Ræðumaður Steinn Sigurðs- son. Allir hjartanlega velkomn- ir. Barnasamkoma kl. 3. SJÓMANNASTOFAN, Tryggvagötu 2. Kristileg sam- koma í dag kl. 4 e. h. Allir vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN Samkomur í dag: Kl. 11 og 8!/2- Kapt. Andresen og Solhaug o. fl. Lúðrafl. og strengjasveit. Allir velkomnir! ZION, Bergstaðastræti 12 B. Samkom- ur í dag: Barnasamkoma kl. 2. Almenn samkoma kl. 8. — Hafnarfirði, Linnetsstíg 2. Vakn ingavika hefst í dag kl. 4. Marg- ir ræðumenn. Allir velkomnir! FILADELFÍA Hverfisgötu 44. Samkoma í dag kl. 4 og 81/2. Eric Ericson og Jónas Jakobsson, ásamt fleirum. Allir velkomnir. SL Y S A V ARN A J ELAGIÐ, skrifstofa Hafnarhúsinu vi? Geirsgötu. Seld minningarkort tekið móti gjöfum, áheitum, árs tillögum o. fl. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. hans, á meðan hjarta hans var tætt í sundnr af rándýrsklóm. „Flyttu þig, röðin er komin að mjer. Ætlar þú að standa þarna í alla nótt?“ Honum fanst hann heyra þessi orð sögð með hrottalegum róm, grófgerðar hendur hrintu honum til hliðar og einhver þreif kerta- ljósið úr höndum hans. Hann hnaut um stein, en þá var eins og einhver gripi í hann og hjeldi hon- um uppi 0g styddi hann dálítinn spöl, þar til hann fann kaldan vind leika um andlit sjer. Þá rankaði hann við sjer. Jeanne sat fangelsuð í' Temple; þá át.ti hann einnig að vera í fangelsi. Það gat ekki verið nein- um erfiðleikum bundið að lenda í þeirri snöru, sem í þá daga var hert að hálsi svo margra. Nokkur hróp: „Lifi konungurinn“ eða „niður með lýðveldið!“ Og hann myndi vera velkominn gestur í hvaða fangelsi sem væri. Framh. 1—2 ÍBÚÐARHERBERGI, sem næst miðbænum, vantar mig eftir áramótin. Guðm. Guð- mundsson, klæðskeri. JXfoufts&aftur Barna-, kvenna- og karlmanna- NÁTTFÖT fallegt úrval.Sokkabúðin, Lauga vegi 42. Barna-, kvenna- og karlmanna- HANSKAR OG LÚFFUR Sokkabúðin, Laugavegi 42. Kvenna og unglinga REGNKÁPUR, margir litir. Sokkabúðin, Laugavegi 42. Barna-, kvenna- og karlmanna- SOKKAR í feikna úrvali. Sokkabúðin, Laugavegi 42. KVEN- Morgunsloppar, silki, flauel. — Margir litir. Sokkabúðin, Laugavegi 42. AXLAB AND ASETT í smekklegum kössum. Sokkabúðin, Laugavegi 42. ALLSKONAR SNYRTIVÖRUR og gjafakassar. Sokkabúðin, Laugavegi 42. Barna-, kvenn aog karlmanna- NÆRFATNAÐUR SILKI Sokkabúðin, Laugaveg 42. ÞUSUNDIR VITA að gæfa fylgir trúlofunarhring- um frá Sigurþór, Hafnarstræti 4, KAUPI ALLSKONAR GULL hæsta verði. Sigurþór. Hafnar- stræti 4. KAUPIÐ ryk- og vatnsþjettu sportúrin, dömu og herra, aðeins hjá Sig urþór, Hafnarstræti 4. BLÁBER (þurkuð). Rabarbar á heilum og hálfum flöskum. Sítrónur. Þor- steinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247 AF SJERSTÖKUM ástæðum verða seld nokkur sett af undirfötum, hálsklútum, vasaklútamöppum, ©innig leik- föng, sjerstaklega ódýrt. Sápu- húsið, Austurstræti 17. Mikið úrval af GJAFAKÖSSUM bæði fyrir dömur og herra og- margar tegundir af ilmvötnum og hárvötnum. Sápuhúsið, Aust- urstræti 17. SILKISOKKARNIR eru komnir, sjö nýtísku litir. —- Kven-nærfatnaður, Slæður, Silki vasaklútar, Skinnhanskar ódýr- ir, Silkibönd, Kragar, Belti, Hár kambar, Hárnet, Krullupinnar, Hringar, Púðurdósir, Snyrtivör- ur allskonar. Glasgowbúðin* Freyjugötu 26. KARLMANNSSOKKAR fallegir, Manchetskyrtur, Trefl- ar, Hálsbindi, Þverbindi, Binda og klútakassar, Vasaklútar, Barnasokkar, Barnabolir, Kerta stjakar, Jólatrjesskraut, Barna- leikföng. gppwtljj Freyjugötu 26. ALLSKONAR Jólakerti, jólakort, löberar, ser- viettur fást í Sápuhúsinu, Aust- urstræti, 17. LEIKFÖNG Lítið á jólabasarinn í Flösku- búðinni Bergstaðastræti 10. —- Mikið úrval. Sanngjarnt verð. Blóm & Kransar h.f. Hverfisgötu 37. Sími 5284. — Bæjarins lægsta verð. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda meðalalýsi, fyrir börn og full- orðna. Lýsið er svo gott, að það> inniheldur meira af A- og D- fjörefnum en lyfjaskráin ákveð- ur. Aðeins notaðar sterilar (dauðhre.insaðar) flöskur. —- Hringið í síma 1616. Við send- um um allan bæinn. SALTVlKUR GULRÓFUR góðar og óskemdar af flugu og raaðki. Seldar í 1/1 og % pok» im. Sendar heim. Hringið I síma 1619. KÁPUR OG FRAKKAR fyrirliggjandi. Einnig saumað með stuttum fyrirvara. Gotfe snið! Kápubúðin, Laugaveg 35= MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm Guðmundsson, klæðskeri. —- Kirkjuhvoli. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28 Simi 8594.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.