Morgunblaðið - 30.12.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1939, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. des. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 7 Jarðræktarlðgim FRAMH. AF ÞRHJJU SÍÖU. gangi þess, bæði á Alþingi og í blöðunum, auk þess sem þeir hafa frá byrjun verið fylgjandi hinum illræmdu breytingum á Jarðrækt- arlögunum. Jeg hefi aldrei getað skilið hvernig menn, semi höfðu gefið kost á sjep til þess að verða fulb trúar landbúnaðarins, gátu ljeð sig í að fylgja því, að ef bændur gerðu eitt og annað á býlum sín- um til góðs fyrir nútíð og fram- tíð, þá yrði sá litli styrkur (1/9 til 1/10 af kostnaði), sem áður var talinn verðlaun, látinn mynda nýja, helst óinnleysanlega skuld á jörðina — eða jarðirnar. Menn þessir vissu þá, að nóg var fyrir af skuldum á flestum jörðum í landinu. Það allra versta við alt þetta breytingarbrölt finst mjer vera það, að hver einn og einasti bóndi landsins skyldi ekki segja, eins og sagt var forðum: „Yjer mótmæl- n.mi allir“. Jeg á við það, að slík mótmæli skyldu eigi koma þegar umræddar breytingar Jarðræktar- laganna voru bornar undir öll búnaðarfjelög í landinu, þ. e. sama sem alla bændur þess. Það sýndi svo ótrúléga mikið þroskaleysi bændanna hvað márgir af þéim tirðu til þess að gerast þau flokks- þý, að játast undír margumrædda 17. gr., sem sýnilega var ekki annað en löðrungur í andlit sjálfra þeirra. Ennþá er svo að sjá, sem for- iustumenn Búnaðarfjelags íslands búist við að fólkið, semi enn hang- ir við jarðirnar í landinu, geti trúað þeim til að bæta úr ávirð- íngum sínum, eftir alt sem á und- '5 an er gengið! llinu geri jeg fastlega ráð fyr- ir, að á það verði ekki hætt; held- úr að Alþingi það, er nú situr, taki til sinna ráða, og samþykki umrætt frumvarp. Jeg treysti alls ekki loðnum loforðumi um að málið verði leyst á viðunandi hátt, án íhlutunar Alþingis. Alþingi er áð- ur búið að kasta í burtu miklu af hreytingum þeim, sem smeygja átti inn í Jarðræktarlögin um leið og illu heilli tókst að koma 17. gr. inn í þau. Nú er það einnig Al- þingis, að skilja ekki við hálfunn- ið verk. Allur dráttur á málinu er til ills eins, og Alþingi ekki samboðinn. Kirkjubæ á Síðu, 8. des. 1939. Láxus Helgason. Qagbófc Grand Hotel Kobenhavn rjett hjá aðal járnbrautar- ítöðinni gegnt Frelsis- styttunni. öll herbergi með síma og baði. Sanngjarnt ve*-8. Margar íslenskar fjölskyldur dveljast þar. Veðurútlit í Rvík í dag: A-gola. Úrkomulaust. Næturlæknir er í nótt Berg- sveinn Ólafsson, Ilringbraut 183. Sími 4985. Næturvörður er í R-eykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Áramótamessur í Dómkirkjunni. Gamlárskvöld kl. 6, síra Bjai’ni Jónsson. Gamlárskvöld kl. 11, cand. theol. Sigurbjörn Á. Gísla- son. Nýársdag kl. 11, Sigurgeir Sigurðsson biskup. Nýársdag kl. 5, síra Bjarni Jónsson. Nýársdag kl. 2 er barnaguðsþjónusta (með jóla- trje) á Elliheimilinu. Áramótamessur í Fríkirkjunni. Gamlárskvöld kl. 6, síra Árni Sig- urðsson. Nýársdag kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Áramótamessur í Laugarnes- skóla. Á nýársdag kl. 2, síra Garð- ar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta á nýársdag kl. 10 f. h. Áramótamessur í Kaþólsku kirkjunni. Gamlársdag: Lágmessur kl. 6% °g 8 árd. Hámessa kl. 10 árd. Þakkarguðsþjónusta og prje- dikun kl. 6 síðd. Nýársdag: Lág- messur kl. 6V2 og 8 árdegis. Há- messa kl. 10 árd. Bænahald og prjedikun kl. 6 síðd. Áramótamessur í Mosfellspresta- kallii. Viðeyjarkirkja á gamlárs- dag kl. 1.30, síra Hálfdan Helga- sen. Brautarholtskirkja á nýárs dag kl. 1, síra Hálfdan Hélgasön. Hjónaband. Gefin hafa verið saman í hjónaband ungfrú Svala Einarsdóttir skrifstofumær, Skál- holtsstíg 2, og Sveinbjörn Þor- steinsson frá Hurðarbaki. Síra Friðrik Hallgrímsson gaf þau saman. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Svava Trýggvadóttir frá Skoravík Fellsströnd 0g Valtýr Friðriksson frá Hól. Heimili un^u hjónanna verðuí að ’Belgétöðum’ við Kapla- skjólsveg. Hjónaband. Þann 27. þ. m. voru gefin, saman í hjónaband í Kaup- mannahöfn ungfrú Pálína Þórunn Jónsdóttir og Sigvaldi Þórðarson arkitekt, frá Ljósalandi. Heimili þeirrá verður Olfert Fischersgáde 52 IIII, Köbenhavn. Trúlofun sína opinberuðu á að- fangadagskvöld ungfrú Helga Þor- steinsdóttir, Bergþórugötu 29, og Árni Björnsson píanóleikari, Hverf isgötu. 30. Búðir lokaðar. Á mánudaginn kemur verða allar sölubúðir í bæn- um lokaðar vegna vöruupptalning- ar. Meðfram mun valda hin mikla vinnuaukning, sem stafar af skömt unarseðlunum. Vegna þessa verður fólk að birgja sig upp til þriggja daga í dag. Mjólkurbúðirnar verða ekki opnar nema til kl. 1 á morgun (gamlársdag) og kl. 9—11 á ný- ársdag. Sundhöllin verður opin til kl. 10 í kvöld. Á morgun verður hún opin kl. 8—4. Miðasala hættir 45 mínútum fyrir lokunartíma. Jólatrjesskemtun heldur Knatt- spyrnufjelagið „Fram“ í Oddfell- owhúsinu 4. jan. n.k. Sjómannastofan, Tryggvagötu 2. Jólafagnaður fyrir aðkomusjó- menn og, heimilislausa verður í kvöld kl. 8.30. Ókeypis aðgangur. K. R.-ingar fara í skíðaferð kl. 8 í kvöld og kl. 9' í fyrramálið. Farið verður frá K. R.-húsinu Far- miðar við bílana. Mikill snjór. Gott skíðafæri. Ánnenningar fara í skíðaferð í Jósefsdal í kvöld kl. 8, og á ný- ársdagsmorgun kl. 9. Árshátíð Verslunarskólans verð- ur haldin 2. janúar að Hótel Borg. Skíðafjelag Reykjavíkur fer skíðaför upp á Hellisheiði á morg- un (gamlársdag) ef veður og færi leyfir. Farið frá Austurvelli kl. 9 árdegis. Farmiðar seldir hjá hr. kaupm. L. H. Múller til kl. 6 í kvöld. Fjelagið ráðgerir ekki að fara skíðaför á nýársdag, en bend- ir á að hægt er að komast upp- eftir með áætlunarferðinni kl. 10% árdegis. í. R.ingar fara skíðaferðir á sunnudag og mánudag kl. 9 f. h. Farið verður frá Vörubílastöðinni Þróttur. Farseðlar seldir í Gler- augnabúðinni, Lækjargötu 6. Snjór er nægur við Kolviðarhól. íþróttafjelag kvenna fer í skíða- för að skála sínum í kvöld og í fyrramálið, Þátttaka tilkynnist í síma 4087 fyrir kl. 6 í kvöld. Karlakór Reykjavíkur heldur ársfagnað sinn í Oddfellowhúsinu laugardaginn 6. janúar n.k. (Þrett- ándanum). Nánari upplýsingar á skrifstofu. verksmiðjunnar ,Fram‘, Austurstræti 10. Sími 3057. Styrkt- arfjelagar beðnir að tilkynna þátt- töku sem fyrst. Til Strandarkirkju. Rósa 2 kr. S. Ó. 10 kr. Tvö áheit Hulda Björk (afh. af sr. Bj. Jónssyni) 3 kr. títvarpið í dag: 20.15 Upplestur: Úr „Maríu An- toinette“ (Magnús, Magnússon ritstj:). 20.40 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21.00 Hljómplötur: a) Kórlög. b) 21.25 Gamlir dansar. 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög. Skemtifjelagið „Gömlu dansarnir“. Daosleikur 1 Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Áskriftarlisti og Aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 4900. Harinonikiililjóiiisveit, 4 menn Einungii gotnlu dansarnir. Allur ágóði rennur til Vetrarhjálparinnar. Aramótadansleikur verður haldinn í Varðarhúsinu á gamlárskvöld klukkan II. GÓÐ HUÓMSVEIT. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 á gamlársdag á staðnum. Allftr i Varðarhúsið. YFIRLÝSING DALADIERS FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. ustu vantrú á hugfræðilegum kenningum. í Hann fór miklum v.ið- urkenningarorðum um þátt- töku Breta í stríðinu, og gat þess m. a., að Bretar hefðu inn- ieitt herskyldu áður en stríðið hófst og mintist á kanadiska herinn, sem nýlega er kominn til Englands og ástralska flugher- inn. Daladier skýrði frá því í ræðu sinni að frá því að stríðið hófst hefðu Frakkar sökt 9 þýskúm kafbátum. Frönsk herskip hefðu fylgt 900 skipum milli hafna og af þeim hefði aðeins tveimur verið sökt. Frakkar hefðu hertekið 360 þús. smálestir af vörum, sem ætlaðar voru fyrir Þýska- land. Hann gat þess að lokum, að Frakkar ætluðu að láta smíða 3 orustuskip sem hvert um sig væri 35 þús. smálestir. Er Daladier hafði lokið ræðu sinni, samþykti öldungadieldin með 301 samhljóða atkvæðum útgjaldaáætlun franska ríkisins til hernaðarþarfa; nema þau 9.3 miljörðum króna. Brjef til fslenskra stúlkna. Maður á besta aldri, sem hefir nokkur efni, og sjálfstæSan atvinnurckstur, sem bóndi í nánd við Reykjavík, óskar eftir að kynnast ungri og góðri stúlku, í þeim tilgangi, að til hjúskapar kynni að draga. Stúlkan þarf að vera vel að sjer, og af góðu fólki komin. Helst úr sveit. Þær íslenskar konur, sem vilja svara brjefi þessu, geri svo vel og sendi nafn sitt og heimilisfang, ásamt aldri, og mynd af sjer (helst brjóstmynd og almynd), í lokuSu umslagi á skrif- stofu Morgpnblaðsius í Reykjavík, fyrir 20. febr. næstkomandi. Umslagið ber að merkja „Dulinn“. Fullkomnum trúnaði heitiS. sem eiga að birtast í bla^inu morgun, þurfa að vera a komnar fyrir kl. 2 í áag! Ljús, rauð og græn, Kínverjar. Útiblys. Kerti. — Spil frá 1 kr. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. ORUSTUR I FINNLANDI FRAMH. AF ANNARI SÍÐU 1 orustunum fyrir norðan Lad- ogavatn, segir að Rússar hafi mist a. m. k. 300 manns. Þrátt fyrir þetta halda Rússar áfram að segja í hernaðartilkynn- ingum sínum að ekkert markvert gerist á vígstöðvunum í Finnlandi. Maðurínn minn og faðir okkar, BALDVIN BJARNASON, andaðist 29. þ. m. Ragmheiður Þorsteinsdóttir og dætur. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að jarðarför mannsins míns og föður okkar, HELGA GUÐMUNDSSONAR, fer fram 3. janúar næstkomandi og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. á heimili hans, Kirkjuveg 11, Hafnarfirði. Súsanna Jóhannsdóttir og böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.