Morgunblaðið - 31.12.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. des. 1939. „En ef kona Simons hefði ekki tekið við mútum?“, sagði Tony lávarður eftir drykklanga stund. „Þá hefði jeg orðið að finna upp á einhverju öðru“, „En ef Heron hefði staðið inni' í herherginu á meðan þú fluttir húsgögnin?" „Þá hefði jeg líka orðið að finna eitthvert annað ráð, en takið eftir því, að í lífi manns eru ávalt hent- ug augnablik, kannske ein mínúta, eða nokkrar sekúndur, en nóg til þess að maður getur gripið ham- ingjuna. Þess vegna ráðlegg jeg ykkur að grípa tækifærið á með- an það gefst, þegar ykkur liggur eitthvað mikið á. Farið að mínum ráðum í þeim efnum. Ef ekki hefði verið hægt að múta konu Simons, ef Heron hefði verið allan tím- ann í herberginu, ef Coehefer hefði gáð betur að brúðunni — nú, þá hefði jeg fengið hjálp ein- hversstaðar frá — jeg hefi ekki hugmynd um hvernig — en eit.t- hvað hefði viljað mjer til. Þarna sjáið þið hvað þetta var alt blátt áfram! og auðvelt“. „Hvenær verður kunnugt um flótta harnsins í París?“, spurði Tony eftir nokkra þögn. „Það hafði enginn hugmynd um það er jeg fór frá París“, sagði Blakeney hugsandi á svip. „Flótt- anum hefir verið haldið svo leynd- um, að jeg er að hugsa um hvaða ótugtarbrögð þrjóturinn hann Her- on hefir í huga. Og nú vil jeg ekki hafa neitt málæði lengur“, hætti hann við glaðlega. „Nú stíga allir á hak, og þú, Hastings, verð- llllllllinilllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll | Framhaldssaga tiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiHmiiiimr ur að fara varlega. Örlög Frakk- lands hvíla í þínum höndum“. „En þú, Blakeney?“, hrópuðu þeir allir þrír, næstur því um leið. „Jeg kem ekki með ykkur, en trúi ykkur fyrir barninu. Fyrir alla muni, gætið hans vel! Farið strax til Nantes. Þið ættuð að geta verið þar um 10 leytið. Einn ykk- ar fer strax til Rue la Tour, nr. 9. Berjið að dyrum. IGamall maður mun ljúka upp fyrir ykkur. Segið þetta eina orð við hann: „Enfant“. Hann svarar: „De roi“. Afhendið honum barnið og megi hamingjan verða ykkur hliðholl fyrir alla þá hjálp, sem þið hafið veitt mjer“. „En þú, Blakeney?“, sagði Tony óttasleginn. „Jeg fer aftur til Parísar“, sagði hann rólega. „Það er ómögulegt“. „Jú, einmitt þess vegna“. „En hvers vegna? Hamingjan góða. Percy, skilurðu hvað þú ert að gera?“ „Fullkomlega' ‘. „Þeir munu gera alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að ná í þig — þú getur verið hand- viss um að þeir vita nú þegar hver það er, sem hefir leikið svona á þá“. „Jeg veit það“. „Og samt ætlar þú að snúa aft- ur til Parísar?“ Gleðilegt nýár! Þökk fyrir gamla árið. Raftækjaeinkasala ríkisins. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Jóh. Norðfjörð, Austurstræti 14. Gleðilegt nýár! Blikk- og stállýsistunnuverksmiðja J. B. Pjeturssonar. Óskum öllum viðskiftavinum vorum Gleðilegs nýárs með þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Bakarameistarafjelag Reykjavíkur. Litli píslaruotturinn Eftir ORCZY BARÓNESSU „Og samt fer jeg aftur til París- ar“. „Blakeney!“ „Þetta er þýðingarlaust, Tony. Armand er í París. Jeg sá hann í Temple í fylgd með Chauvelin“. „Hamingjan góða“, sagði Hast- ins lávarður. Hinir voru hljóðir. Til hvers væri að reyna að sýna honum fram á hve hættulegt þetta var. Einn fjelaga þeirra var í hættu. Arm- and St. Just, bróðir Marguerite Blakeney! Percy dytti aldrei í hug að yfirgefa hann. „Einn okkar verður vitanlega að vera með þjer“, sagði Sir Andrew eftir nokkra þögn. „Já! Jeg ætlast til að Hastings og Tony farið með barnið til Nantes; því næst verðið þið að hraða ykkur til Calais og vera einhversstaðar í námunda við „Day Dream“; skipstjóranum tekst einhvernveginn að ná sam- bandi við ykkur. Biðjið hann um að vera í námunda við Calais. Jeg vonast til að þurfa bráðlega á að- stoð hans að halda. Og farið nú báðir á bak“, bætti hann við glað- lega. „Þegar þú ert tilbúinn, Hast- ings, rjetti jeg þjer barnið. Hann er öruggur í fanginu á þjer“. Síðan voru ekki töluð fleiri orð. Það var búið að gefa skipanir og ekki annað að gera en að hlýða þeim. Hastings og Tony teymdu tvo hesta út úr skógarþykninu út á veginn og stigu á bak, og litli snáðinn, semi þessir menn höfðu lagt svo mikið erfiði á sig til að frelsa, var settur í hnakkinn fyrir framan Hastings. „Gættu hans vel“, kallaði Blak- eney. „Ríðið þið greiðlega þar til þið komið til Nantes. Hamingjan veri með ykkur“. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þar sem ákveðið er að óheimilt sje að hækka hundraðshluta a- lagningar frá því sem hann áð- ur hefir verið. Og var verksvið verðlagsnefndar látið ná til fleiri tegunda en áður. Allar þessar ráðstafanir valda kaupsýslu- mönnum erfiðleika. Þó á hinn bóginn skuli ekki hjer feldur dómur á rjettmæti þeirra eða nauðsyn. ERFITT AÐ FÁ VÖRURNAR. Vandamál viðskiftanna við út lönd eiga sumpart rót sína að rekja til þeirra erfiðleika, sem hjer hafa verið undanfarin ár. En sumpart eru þau sprottin af styrjaldarástandinu. Vegna þess, hve við höfum keypt mikið af vörum til lands- ins með löngum gjaldfresti, hefir vörum í mörgum tilfellum verið eytt, áður en þær voru greiddar. Vörurnar hafa, sem fyr segir, með því eina móti fengist innfluttar, að frestur fengist. Nú er þetta gerbreytt. Láns- eða greiðslufrestur víða úr sög- unni, sumpart vegna þess, að menn hafi orðið að leita til ;iýrra viðskiftasambanda, en IJestarnir hurfu út í myrkrið. *■ Blakeney og Ffoulkes stóðu hljóðir þar til hófadynurinn heyrð- ist ekki lengur, þá sagði Ffoulkes alt í einu: „Hvað á jeg að gera, Blaken- ey ?“ „Eins og nú er ástatt, kæri vin- ur, held jeg að verði best að þú takir einn hestanna, setjir hann fyrir vagninn og farir síðan sömu leið og þú komst“. „Já“. „Haltu svo áfram kolavinnunni hjá La Vilette-hliðinu og reyndu að komast hjá því eins og hægt er, að vekja eftirtekt á þjer. Þeg- ar þú hefir lokið vinnu á kvöldin þá vertu tilbúinn með hestinn og vagninn á sama stað, sem þú vart í kvöld. Er þú hefir gert þetta næstu þrjár nætur í röð án þess að hafa heyrt frá mjer, þá farðu heim til England og segðu Mar- guerite, að jeg hafi, með því að fórna lífi mínu fyrir bróður henn- ar, fórnað því fyrir hana!“ „Blakeney — -—“ „Jeg hefi víst talað öðruvísi en jeg er vanur. Það er það sem er að“, sagði hann og lagði hönd 'sína fast á öxl vinar síns. „Jeg er víst að verða deigur, Ffoulkes. Það er heila málið. Hafðu ekki áhyggjur af því. Jeg gæti trúað, að barnið, sem jeg hjelt í fangi mínu í kvöld, haf haft þessi áhrif á mig. Jeg vorkendi snáðanum litla svo mikið, og mjer datt í hug, að ef til vill liefði jeg frelsað hann frá óhamingju til þess að hann lenti í öðrum hörmungum. Jeg sá óhamingjusvipinn á and- liti hans. Mjer varð ljóst, að verk okkar mannanna eru lítils virði auk þess fæst ekki gjarna gjald- frestur á tímum eins og nú, þeg- ar vöruverð er mjög breytilegt. Nú verðum við því að gera tvent í senn, að greiða vörur sem til landsins koma út í hönd, og samtímis skulda fyrir þær vörur, sem löngu eru innfluttar og búið er að eyða. Hlýtur þetta að valda talsverðum erfiðleik- um á næstunni. Nú er af sem áður var, að gera þyrfti ráðstafanir til þ ss að hindra vöruinnflutning. Nú er vandinn sá, að fá vörurnar til landsins, sem nauðsynlegar eru. Það er því spurning sem leysa þarf á næsta ári hvort leggja beri stein í götu þeirra, sem kunna að geta fengið vörur, og veita þeim leyfi, er ekki geta náð vörunum. Mun reynslan sýna, ef ekki vill betur til, hvernig taka skuli á þessu máli. Erfitt er um, það að spá, hvernig viðskiftum verður hag- að á næsta ári í aðaldráttum, og hvaða leiðir reynast færar. Sendir hafa verið samninga- menn til beggja ófriðaraðila, til að semja um viðskiftin fram-! vegis. En ekki er það kunnugt enn, hvað þeim hefir orðið á- gengt. ef það er ekki guðs vilji að við vinnum þau“. „Hefir þú áhyggjur út af Arm- and, Percy?“, sagði Ffoulkes blíð- lega. „Já, hann hefði átt að treysta mjer, eins og jeg treysti honum. Hann hitti mig ekki á föstudag- inn hjá Vilette-hliðinu og strax vantreysti hann mjer. Hann hefir kastað sjer í gin ljónsins. Jeg vissi að jeg gat frelsað hana. Hún er meira að segja á sæmilega ör- uggum stað nú. Gamla konan, frú Belhome, var látin laus daginn eftir að hún var tekin föst, og Jeanne Lange dvelur nú í húsi við Rue St. Germain l’Auxerrois, rjett hjá íbúð minni. Jeg fór með hana þangað snemma í morgun. Það var vitanlega auðvelt fyrir mig“. „En Armand veit ekki að hún er frjáls?“ „Nei, jeg hefi ekki sjeð hann síðan snemma á laugardagsmorg- un, þegar hann kom og sagði mjer al húið væri að taka hana fasta. Er hann hafði gefið mjer loforð um að hann vildi hlýða mjer fór hann að hitta þig og Tony hjá La Vilette-hliðinu, en sneri síðan nokkru síðar aftur til Parísar og beindi allri athygli velferðamefnd arinnar að Jeanne Lange, með sín- um bjánalegu spurningum. Ef hann hefði ekki hagað sjer eins- og hann gerði hefði jeg geta® komið Jeanne Lange út úr París í gærkvöldi, svo að hún hefði get- að hitt ykkur hjá La Vilette-hlið- inu eða Hastings í St. Germain. En: það var haldinn sjerstakur vörður við borgarhliðin, svo hún slyppi ekki á brott og auk þess varð jeg að gæta Dauphins. Hún er á tiltölulega öruggum stað, Fólkið, sem liún er hjá í Rue St„ Germaine l’Auxerrois, er trygt. ens og er, en hve lengi það varir veit jeg ekki. Hver veit. Jeg ver5 vitanlega að gæta hennar. Ogr Armand. Veslings Armand. Gin Ijónsins mun halda, honum föstum tökum. Chauvelin og þorparar hans réyna vitanlega að nota hann sem agn til að ná í mig. Ekkerf, af þessu hefði átt sjer stað, ef Armand hefði treyst mjer“. Sir Andrew var daufur í dálk- inn er hann fór að sinna hestunum og setja einn þeirra fyrir vagninn. „Óg þú, Blakeney. Hvernig hef- ir þú hugsað þjer að komast til Parísar?“, sagði Sir Andre\y, er hann hafði sett klárinn fyrir vagn- inn. „Jeg hefi ekki hugmynd um það ennþá“, svaraði Blakeney, „en það er ekki óhætt fyrir mig að koma ríðandi. Jeg ætla að reyna eit.thvert borgarhliðanna hjerna megn við borgina. Jeg hefi vega- brjef í vasanum ef með þarf“. „Við skulum skilja hestana eft- ir hjerna. Það getur ekki orðið neitt að þeim. Kannske stela ein- hverjir þeim, sem eru að flýja undan böðlunum. Það væri þaði besta. Jeg mun bæta vini mínum., bóndanum, hans tap við fyrstai tækifæri. Vertu blessaður og sæll, gamli vinur. Ef mögulegt er færð þú frjettir af mjer í kvöld, ef það er ekki hægt þá á morgun eða þar næsta dag. Bless, og ham- ingjan veri með þjer“. „Guð veri með þjer!“, sagði Sir- Andrew hrærður. Framh. Viðskiftin við útlönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.