Morgunblaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. janúar 1940. Windsor orsök í brottför Hore Belisha? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Brottför enska hermálaráð- herrans, Hore Belisha, úr embætti er enn mikið rædd í enskum blöðum og krefjast blöðin að ástæðumar fyrir því að hann varð að láta af em- bætti, verði birtar opinber- lega. Óstaðfest fregn hermir, að það hafi verið samkvæmt ósk Georgs VI. Bretakonungs sjálfs að Hore Belisha varð að fara, og er það aftur sett í samband við það, að her- toginn af Windsor var gerður að hersveitarforingja (Gene- ral-majór) í enska hernum. Vilja margir halda því fram, að sú embættisveiting hafi verið konungsfjölskyldunni bresku mjög á móti skapi. Lundúnablöðin, og raunar öll blöð í Englandi, hrósa Hore Belisha fyrir hve föstum tökum hann hafi tekið á her- málum Breta á meðan hann gegndi embætti hermálaráð- herrans. Benda blöðin á, að Hore Belisha hafi gert mikið til þess að bæta kjör hermann- ánna, bæði fjárhagslega og f jelagslega og hafi þessar ráð- stafanir hans stefnt að því að gera hérþjónustuna gimilegri, og með það fyrir augum að koma upp stórum og sterkum • enskum her, enda hafi land- þer Breta tvö-faldast í em- bættistíð Hore Belisha. Þá benda blöðin á, að Chamberlain hafi haft þau orð um Hore Belisha, að hann væri mesti hermálaráðherra Breta síðan Haldane leið. Hernaðarbanda lag með Itölum og Ungverjum Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. Ungverjaland og Ítalía hafa gert með sjer hernaðar- bandalag. Er þetta árangurinn af viðræðum þeirra O'iano greifa og Czaky utanríkismálaráðherra Ung- verja, er þeir áttu með sjer í Fen- eyjum fyrir helgina. Talið er að Italir leggi mikla áherslu á að fá Júgóslafíu með í þetta hernaðarbandalag, en álitið er að Júgóslafíu sje ekki um að ganga í hernaðarbandalag, en muni hinsvegar fús til að gera þrí- velda varnarbandalag við ítali og Ungverja. Ciano greifi hefir látið svo um- mælt, að bráðlega verði hafnir samningar við stjórn Rúmeníu. Ciano tók það fram, að vinátta þessara tveggja þjóða myndi hafa mikið að segja fyrir framtíð Suð- austur-Evrópu. Signor 'Gayda ritar í blað sitt Glæsilegasti sigur Finna í styrjöldinni Gersigra og tvistra 15 þús. manna herfylki Rússa Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. FINNAR hafa í dag unnið stærsta og glæsileg- asta sigurinn, sem þeir hingað til hafa unnið í ófriðnum við Rússa. Tókst finska hernum í dag að tvístra 44. herfylki Rússa á Suomisalmi-vígstöðv- unum, en í þessu herfylki voru rúmlega 15.000 hermenn. Þetta er fimta herfylkið sem Finnar gjörsigra síðan styrjöldin hófst, og fyrir jólin tvístruðu þeir 163. her- fylki Rússa á sömu slóðum, eða við Pitelisjárvi. Vitað var að orustur hafa staðið þarna yfir undanfarna daga, en varla hægt að búast við svona glæsilegum sigri Finna, þar sem þeir voru miklu liðfærri. Mannfall Rússa var gífurlega mikið en mannfall Finna er sagt smámunir hjá því. Af Rússiim fjellu 1000 manns. HERFANG FINNA Finnar tóku fjölda f-anga og náðu kynstrum af vopnum. Herfang Finna var m. a. 43 skriðdrekar, 300 brynvarðar bif- reiðar, rúmlega 100 fallbyssijr, fjölda af hermannaeldhúsum, 1000 hross auk fjölda ljettra ^hejrgágna og skotfærabirgða. Er þjersveitir Fippa þpfðu umkringt 44. herfylkið og hafið á það ákafa skothríð brast flótti í lið Rússa og tvístruðust her- mennirnir sinn í hvora áttina og hver reyndi að bjarga sjer sem best hann mátti, án þess að r$ýnf væri nema að litlu leyti að taka með hergögn og annað verðmæti á flóttanum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Á Salla 'Vígstöðvunum, sem eru 150mílur enskaf fyrir norð- an Suomisalmi, hafa staðið yfir miklar orustur undanfarná daga. RÚSSAR DEYJA ÚR HUNGRI. Við Salla hafá fjölda margir rússneskir hermenn farist af kulda og hungri, því víða hafa Finnar tvístrað þeim frá her- mannaeldhúsum þeirra. 44. herfylkið, sem Finnar nú hafa gjörsigrað, var sent til þess að brjóta her Rússa braut í gegnum Finnland, þar sem það er mjóst, en Rússár háfa frá því styrjöídin hófst, sett sjer það mark, að reyna að brjót- ast þar í gegn til Botniska flo- ans og reyná á þánn hátt,. áð aðskílja Suður- og Norður- Finnland. HÖFUÐMARKMIÐ FINNA. Finnar höfðu aftur á móti gert sjer það að höfuðmarkmiðí, að hindra þessa fyrirætlun Rússa og þeim hefir tekist það glæsilega. OruStan í gær var háð mjög nálægt rússnesku landamærunum. FINNA VANTAR HERGÖGN. Forsætisráðherra Finnlands, Ryti, flutti ræðu í dag og beindi máli sínu aðallega til þjóða vin-' veittum Finnum. Hann sagði, að styrjöldin við Rússa hefði haft mjög lamandi áhrif á utanríkis- verslun Finna. Hann sagði að Finnar hefðu ekki neina vopna e;ða skotfæraframleiðslu að ráði mg þá vantaði erlendan gjald- ,eyri til kaupa á hergögnum. Forsætisráðherrann kvaðst þó vona að Finnar fengju lán er- lendis til kaupa á vopnum og að þeir myndu að styrjöldinni lokinni greiða öll sín lán eins og þeir hefðu hingað til staðið í skilum með öll lán, er þeir hefðu tekið erlendis. HJÁLP NORÐMANNA TIL FINNA. Níu járnbrautarvagnar fullir aí bakpokum með fatnaði o. fl. >í hafa verið sendir frá Noregi ’til Finnlands. Alls voru þetta 24.000 bakpokar, en alls hafa sáfnast um 30.000 og er söfn-' uninni ekki lokið. Þrír norskir læknar lögðu af stað til Finnlnads í gær til þess að starfa þar við sjúkrahús og ein hjúkrunarkona, til aðstoðar við skurðlækningar. ,,Norsk folkehjelp“ áformar að senda alls 30 lækna til Finn- lands. Fulltrúaráð verklýðsfjelag- anna hefir ákveðið að gefa 25.000 kr. til söfnunar Norsk folkehjelp handa Finnum. (NRP—FB) Danskir stúdentar votta Finnum samúð mM r M j§ m mL 3.. 1 byrjun stríðsins í Finnlandi gengu 1200 danskir stúdentar undir fánum til finska sendiherrabústaðarins í Kaupmannahöfnr til þess að votta samúð sína. Fremst á myndinni sjest presturina Kaj Munk. Sömdu Þjóðverjar og Rússar um að ráðast á Norðurlönd? Frá frjettaritara vorum., Khöfn í gær. BRETAR vísa algjörlega á bug þeirri staðhæf- hæfingu þýskra blaða, að vesturveldin hafi í hiiígáj'áð d'fá!g'á!tN:04'ðUrlöndin inn í styrjöldina. Benda Bretaf á, að hjálp þeifra til Finna sje eingöngu í því fólgin, að þeir sendi þeim hergögn, en að þeir ætlí sjer ékkí að senda hermeiin til Finnlands og sje því staðhæfingar Þjóð- verja gripnar úr lausu Iofti er þeir halda því fram, að Bretar sjöu að leita fyrir sjer um hernaðarlegar bækistöðvar á Norður- löndum. Blöð í Kaupmannahöfn, Oslo! , , , . . * , • buar myndu strax gnpa til og Stokkholmi segja, að það sje; „ . . ,, . , „ K ■ vopna, ef mmsta tilraun yrði hlægilegt að halda þvi fram, að: A J . Brétar og Frakkar hafi í gerö SllkS' hyggju að draga Norðurlöndin Smti heldur ekki komið inn í styrjöldina og eru blöðin tn máIa að Vestur-veldin færu sammála um það, að ekki komi me^ ofbeldi á hendur Norður- til mála undir neinum kringum- löndum, því þá væri fallin að- Hjúsk^pur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Þóra .Jóns dóttir og Kjartan Bjarnason lög- regluþjónn. Heimili þeirra er á Lindargötu 1B. stæðum að Norðurlönd láti draga sig inn í heimsstyrjöldina. Hinsvegar segja blöðin, að Norðurlöndin muni þegar verja sig með vopnum ef reynt verði að géra árásir á sjálfstæði þeirra. HAGSMUNASVÆÐI RÚSSA OG ÞJÓÐVERJA. i ,,Aftenposten“ í Oslo vísar á bug þeirri staðhæfingu þýskra blaða, að Norðurlöndin sjeu hagsmunasvæði, eða lífsskil- yrði Þjóðverja og Rússa. Þessi ummæli segir blaðið j vekja menn til uínhugsunar um, I hvort Rússar og Þjóðverjar hafi samið um að hertaka Norður- lönd. Aftenposten segir, að ekki komi til mála, að Bretar og og. Frakkar hafi í hyggju að koma sjer upp hernaðarlegum bækistöðvum á Norðurlöndum, því vitað sje, að Norðurlanda- alástæðan fyrir ófriðnum, sem þessi ríki eiga nú í við Þýska- land, þar sem þau sjeu einmitt að berjast til að kveða niður ofbeldið. Kolavinsla í Færeyjum Khöfn í gær F.Ú. Erfiðleikarnir á kolaflutn- ingum til Danmerkur hafa valdið því, að menn í Kaupmannahöfn hafa stofnað með sjer fjelag með það fyrir augum að hefja aukna kola- vinslu í Færeyjum. Færeyjakol hafa lítið verið unnin undanfarið og markaður fyrir þau mjög lítill í Danmörku en með tilliti til eldsneytisvand- ræða nú gera menn sjer vonir um að allmikið megi selja af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.