Morgunblaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. janúar 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Kr. 1.353.500 til vega- mála árið 1940 Akvæði ffárlaganna IFJÁRLÖGUM þessa árs, sem þingið afgreiddi á dögunum, er alls varið kr. 1.353.500 til vega, þar af 750 þús. til viðhalds og endurbóta. Þinginu þótti ekki fært að draga úr framlagi til vega, vegna óvissunnra um atvinnu fólksins. Það tók þann kostinn, að auka talsvert framlag til vega, en veitti ríkisstjórninni jafnframt heimild til, „að lækka útgjöld ríkissjóðs, sem eru ekki bundin í Öðrum lögum en fjárlögum, eftir jöfnum hlutföllum um alt að 20%, ef ríkisstjórnin telur, að áhrif styrjaldarinnar verði þess valdandi, að tekjur ríkissjóðs lækki verulega“, sbr. 22. gr. XXV. Á fjárlögunum er eftirtaldar fjárveitingar til nýrra akvega: Kjósarvegur 5000 kr.; Hafn- arfjallsvegur 8000 kr.; Hálsa- sveitarvegur 3500 kr.; Álftanes- hreppgvegur 9000 kr.; Hraun- hreppsvegur’ 3000 kr,; tJtnes- vegur 4000 kr.; Hellissandsveg- ur 5000 kr.; Ólafsvíkurvegur 6000 kr.; Stykkishólmsvegur 4000 kr.; Skógarstrandarvegur 2000 kr.; SuSurdalavegur 6000 kr.; Laxárdalsvegur 3000 kc.; .Saurbæjarvegur 4000 kr.; Geira dals og Reykhólasveitarvegur 4000 kr.; Barðastrandarvegur 6000 kr.; Rauðasandsvegur 2000 kr.; Patreksfjarðarvegur til Bíldudals 7000 kr.; Botns- heiðarvegur 8000 kr.; Núpsveg- ur 2000 kr.; Haukadalsvegur 2000 kr.; Bolungavíkurvegur vg Hnífsdalsvegur 8000 kr.; Langa dalsvegur 3500 kr.; Kaldrana- nesvegur 3000 kr.; Strandaveg- >ur 4000 kr.; Kollafjarðarvegur 4000 kr.; Bitruvegur 4000 kr.; Borðeyrarvegur 2500 kr.; Holta vörðuheiðarvegur 4000 kr.; Mið fjarðarvegur 2000 kr.; Vestur- Húnavatnssýsluvegur 6000 kr.; Vesturhópsvegur 3500 kr.; Ilún vetningabraut 5000 kr.; Skaga- strandarvegur 3000 kr.; Blöndu hlíðarvegur 5000 kr.; Út-Blöndu hlíðarvegur 5000 kr.; Hofsós- vegur 5000 kr.; Fljótavegur 3500 kr.; Stífluvegur 5000 kr.; Ólafsf jarðarvegur 6000 kr.; Svalbarðsstrandarvegur 4000 kr.; Kinnarbraut 6000 kr.; Kelduhverfisvegur 5000 kr.; Kópaskersvegur 5000 kr.; Rauf arhafnarvegur Í0000 kr.; Langa nesvegur 2000 kr.; Brekkna-1 heiðarvegur 5000 kr.; Jökulsár- hlíðarvegur 2000 kr.; Hróars- tunguvegur 2500 kr.; Bakka- fjarðarvegur 2500 kr.; Upp- hjeraðsvegur 2000 kr.; Úthér- aðsvegur 7000 kr.; Borgarfjarð- arvegur 2000 kr.; Breiðdals- heiðarvegur 3000 kr.; Norð- f jarðarvegur 6000 kr.; Fá- skrúðsfjarðarvegur frá Reyðar- firði 9000 kr.; Breiðdalsvegur 4500 kr.; Berunesvegur 2500 kr.; Geithellnahreppsvegur 4000 kr.; Fjarðarheiðarvegur 7000 kr.; Lónsvegur 1500 kr.; Inn-Nesjavegur vestan Horna-1 fjarðarfljóta 2500 kr.; Mýra- vegur hjá Brunnhól og Suður- sveitarvegur hjá Borgarhöfn 3500 kr.; Öræfavegur 2500 kr.; Skaftártunguvegur f>000 kr.; Síðuvegur 6000 kr.; Mýrdals- vegur 8000 kr.; Eyjafjallavegur 6000 kr.; Inn-Fljótshlíðarvegur 2000 kr.; Hvolhreppsvgeur 6000 kr.; Landvegur 7000 kr.; Hrunamannahreppsvegur 8000 kr.; Gnúpverjahreppsvegur 4000 kr. Ennfremur eru þessar upp- hæðir til þjóðvega, af bensín-j skattinum: { Til Hafnarfjallsvegár 12000 kr.; Stykkishólmsvegar 8000; Vesturlandsvegar 6000; Hún- vetningabrautar 7000; Fljóta- vegar 6500; Svalbarðsstrandar- vegar 8000; Suðurlandsbrautar, alt að 6500; Sogsvegar 15000; Vatnsskarðsvegar 45000; Aust- urlandsvegar, alt að 22000; til vega út frá Akureyri 13500; Ljósavatnsskarðsvegar 6000; Steingrímsfj arðarheiðarvegar 12000; Þorskaf jarðarvegar 10000; Vopnafjarðarvegur til Möðrudals 8000; Siglufjarðar* skarðs 15000; öxnadalsvegar 14000; til öryggisaðgerða á vegum 5000. Sænskur sjóliði á verði á sænsku herskipi í Eystrasalti. Mann tekur fyrir borð ð „Lagarfossi11 Asunnudaginn vildi það slys til, að mann tók fyrir borð á Lagarfossi. Var það 1. matsveinn á skipinu, Geir Hinriksson. Lagarfoss var á hafi milli landa er þetta slys vildi til og er ekki getið um, í skeyti því, sem Eim- skipafjelag Islands fjekk, með hvaða hætti slysið har að höndum. Geir var maður ókvæntur. Hann hafði starfað í nokkur ár sem yfir- matsveinn á Lagarfossi. Jarðskjálftar Lodnon í gær F.Ú. T arðskjálftahræringa varð J vart í dag og gær í Tyrk- landi, Svisslandi og Belgíu. í Tyrklandi komu hræringar í Ankara, Smyrna og fleiri bæj- um, en í Svisslandi komu tveir kippir í gærkveldi. í Belgíu varð vart hræringa í nánd við Mons. Íslensk-ameríska fjelagið stofnað Igær var stofnað f jelag h jer í bænum, sem nefnist fslensk- ameriska f jelagið og er svo til ætlast, að það verði deild úr American Scandinavian Found- ation og vinni að menningar- legu og verslunarlegu sambandi og samvinnu íslands og Ame- ríku. Á fundinum voru samþykt lög fyrir fjelagið og kosin stjórn. f stjórn fjelagsins voru kosnir þeir 7 menn, er til fundarins höfðu boðað, en það voru þess- ir: Ásgeir Ásgeirsson, banka- stjóri, Ragnar Ólafsson, lögfr., Jónas Jónsson, alþm., Sigurður Nordal, prófessor, Thor Thors, alþm., Steingrímur Arason, kennari og Sigfús Halldórs frá Höfnum. Endurskoðendur voru kosn- ir Ófeigur Ófeigsson, læknir og Sigurður Jónasson forstjóri. Stjórnin skiftir með sjer verkum þannig, að forseti er Sigurður Nordal,prófessor,Ragn ar Ólafsson, ritari og Stein- grímur Arason, varaforseti. Á fundinum töluðu ítagnar Ólafsson, Sigurður Nordal og Steingrímur Arason. Ragnar sagði frá brjefi frá dr. Leeds, sem lengi hefir ver- ið formaður A.S.F. í New York þar sem hann býður fram fje til stúdentaskifta milli íslands og Bandaríkjanna gegn því, að Is- lendingar leggi fram fje í móti. Kvað ræðumaður að safna þyrfti um 7 þús. krónum árlega hjer á landi, ef stúdentaskiftin ■,ættu að komast á. Margir vísindamenn á Norð- urlöndum eru saman komnir á fund að Hamri í Noregi, til þess að ræða um vísindalega sam- vinnu Norðurlandanna á þessum styrjaldartímum. F.Ú. Ágreiningur um ráðningakjör í Keflavík Aflaverðlaun eða hlutaskifti AGREININGUR hefir risið í Keflavík út af ráðningakjörum á bátana á næstkomandi ver- tíð, en undirbúningur stendur nú sem hæst undir vertíðina. En ágreiningnúm er í stuttu máli þannig varið: Undanfarin 3 ár hafa menn verið ráðnir á báta þar upp á afla- verðlaun. Árið 1937 fengu hásetar kr. 1.60 fyrir hvert skippund sem veiddist á línu, og kr. 1.40 fyrir skippund ér veiddist af netafiski. Fast kaup Var ekkert. í ársbyrjun 1938 voru aflaverð- launin hækkuð upp í kr. 1.75 á skippund af línufiski og kr. 1.55 af netafiski. Jafnframt var það tekið fram í samningnum að menn mættu ráða sig upp á hlutaSkifti, ef einhverjir kæmu sjer saman um það, og skyldi það óátalið af fje- lagssamtökum sjómanna og út- gerðarmanna þó einhverjir hefðu þau kjör. Hlutaráðningin er sú, að afla er skift í 24 hluti, þar sem 12 menn eru á bát, fær hver skips- manna einn hlut hver en formaður einn hlut að auki og vjelamaður % hliit, en % 'hlutar sem vjela- maður fær takist af hlutum skips- Kafnar og af ldutum skipsins. Til bátsins fellur svo 10% hlutur. Ákveðið' er í þessum samningi, er gerður var í ársbyrjun 1938, að sje honum ekki sagt upp fyrir 1. nóv. ár hvert, skuli hann gilda fyrir næsta ár. 1 gengislögunum, er samþykt voru í fyrravor, er ákveðið, að útgerðarmenn sjeu skyldaðir til þess að ráða sjómenn upp á hluta- skifti ef sjómenn krefjast þess. Alt lá kyrt um þessi mál í Keflavík fram ýfir 1. nóv., og litu útvegsbændur þar svo á, að samn- ingarnir hlytu að gilda fram.vegis óbreyttir. En þ. 29. nóv. hjelt verkalýðs- og sjómannafjelagið þar fund, þar sem samþykt var, að á næstu ver- tíð skyldu allir fjelagsmenn krefj- ast hlutaskifta, og var fjelágs- mönnum þar með bannað að ráða sig upp á önnur kjor. Útvegshændúr líta svo á, að verkalýðs- og sjómannafjelagið hafi ekki getað þannig breytt. samningnum löftgu eftir að upp- sagnarfrestur var liðinn. Því það telja þeir breyting frá því sem áð- ur var, að fjelag sjómannanna bannar fjelagsmönnum að ráða sig nema upp á hlutaskifti, þar sem aflaverðlaunafyrirkomulagið var aðal ráðningafyrirkomulag samn- inganna, en hitt ekki nema eins- konar varaákvæði, Ennfremur draga þeir það í efa, hvort á- kvæði gengislaganna um rjett sjó- manna til þess að krefjast liluta- skifta nái til fjelagsheilda, enda þótt það tvímælalaust nái til ein- stakra manna. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Verður samvinna milli lýðræðisverkamanna umstjðrnarkosningu í Dagsbrún? Asunnudag var haldinn fundur í málfundafjelaginu „Óðni‘% fjelagi sjálfstæðra verkamanna. Fundinn sátu um 200 verkamenn. Á þessum fundi töluðu m. a. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra og Bjarni Benedkitsson prófesspr.. Ólafur skýrði frá störfum og frain- kvæmdum þings og stjórnar í ýms- um málum, er einkum varða verka- menn. Bjarni ræddi verklýðsmálim alment. Var hinn besti rómur- gerður að máli beggja. Það stóð til, að á þessum fundi yrði rætt um, hvaða afstöðu „Óð- inn“ skyldi taka til stjórnarkosn- ingu í „Dagsbrún“, sem á að hef j-| ast 18 .þ. m. En formaður „Óðins“,; Sigurður Halldórsson verkamaður, gat þess, að ekki væri tímabært að; ræða þetta mál. Hann skýrði og frá því, að undanfarið hefðu fram farið samningaumleitanir milli stjórnar „Óðins“ og foringja þeirra verkamanna, er fylgja Al- þýðuflokknum að málum, um sam- eiginlegan lista við Dagsbrúnar- kosninguna. Þeim samningum væri ekki lokið enn, en fljótlega myndi fást úr því skorið, hvort hjer gæti verið um samvinnu að ræða. Myndi stjórn „Óðins“ boða Strax til nýs fundar, þegar hún vissi hvað ur samningum yrði. ★ Það er mikill styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, í baráttu hans í verklýðsmálunum, að hjer í bæn- um er starfandi svo öflugt fjelag meðal verkamanna, sem Óðinn er. En svo sem kunnugt er, er þess- um málum nú það langt á veg komið, að lokaþátturinn nálgast óðum. Liggur nú fyrir ákveðin og ein- dregin yfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar í málinu, sbr. dagskrártillagan, sem forsætisráðherrann flutti í efri deild á dögunum. I henni var st.efna Sjálfstæðismanna mörkuð skýrt og ákveðið. Vitanlega færi best á því, að um þessi mál næðist fult samkomulag milli verkamanna sjálfra. Að þessu er nú unnið og þess að vænta, að góður árangur náist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.