Morgunblaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 5
l»riðjudagur 9. janúar 1940. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: J6n Kjartanason, Valtýr Stefánseon (ábyr*T5ara».). Auglýsingar: Árni óla. Ritstjörn, auglýslngar og afgreitJsla: Austurstrœti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 8,00 á mánuttl. í iausasölu: 15 aura eintakib, 25 aura meb Lesbók. Álit sjómanna Síðustu dagana hafa margir sjómenn átt tal við Morg- unblaðið og hvatt mjög ein- dregið til framkvæmda í aukn- jngu vjelbátaútgerðar hjer í bænum, ef nokkrir möguleikar væru þar fyrir hendi. En um þetta mál var nýlega skrifað hjer í blaðinu og jafnframt skýrt frá því, að bæjraráði hafi borist tilmæli um, að beita sjer fyrir framkvæmdum á þessu sviði, í samvinnu og samráð.i við ríkisstjórnina. Sjómenn þeir, sem átt hafa tal við Morgunblaðið, eru þess mjög hvetjandi, að reynt sje að hrinda þessu máli í framkvæmd og það hið skjótasta. Þeir eru þess fullvissir, að ekki myndi þetta mál stranda á aðgerða- leysi sjómanna. Hjer í Reykja- VÍk er fjöldi ágætra sjómanna, er myndu fúsir til að leggja fram f j e og starfskrafta til slíkr ar útgerðar. Sjómenn, sem ræddu þetta mál við Morgunblaðið í gær bentu á, að e. t. v. mætti fá keypta hentuga báta í Skot- landi. Þeir vissu til þess, að í sumar var hægt að fá í Skot- landi ágæta báta fyrir gott verð, hvernig sem það mál horfði við nú. En hvað sem því líður, þá er eitt víst, að Reykjavík hefir fyrst og fremst verið útgerðar- bær. Á útgerð hefir þessi bær fyrst og fremst lifað og þróast, þó útgerðin hafi nú gengið hjer saman ár eftir ár, vegna þess að fjöldi manna, sem haft hefir fje Jnilli handa hefir beinlíniá forð- ast að láta það í útgerð, því trú manna á útgerð hefir verið í Jágmarki. Nú er þetta að breytast. Trú- in á möguleika til þess að á- vaxta fje í útgerð er vaxandi. Og hjer bíða ótal margir dug- miklir sjómenn, eftir því að fá tækifæri til þess að eignast báta eða hlut í bátum og vinna sig upp sem sjálfstæðir fram- leiðendur. Hjer hefir verið bent á það, að möguleikar kynnu að vera á því að fá báta frá Danmörku. Aðrir telja að komið geti til mála að fá báta frá öðrum lönd um. En hvað sem þessu líður, er nauðsynlegt, að þetta mál sje Tannsakað nú þegar, og hafist handa um framkvæmdir, ef þess or nokkur kostur. Það verður að 'koma nýju lífi í útveginn hjer í bænum, til þess að ráða bót á því geigvænlega atvinnuleysi, sem nú herjar þetta bæjarfje- lag. s Umbæturnar í Haukadal Eftir Hákon Bjarnaso.i skógræktarstjóra 1.—2. Kirkjan fyrir og eftir endurbygginguna. — 3. Rofahnaus í Haukadalslandi áður en liann & var stunginn niður. Menn og liestar standa á blásnu landi. — 4. Sami rofahnaus og á mynd 3., eftir theftingu uppblástursins. Myndin tekin áður en hrís var lagt að. If' yrir rúmu ári skrifaði jeg >1$ A grein í Morgunblaðið, þar sem jeg lýsti því, er cand. polyt. Kristian Kirk forstjóri í Arósum hafði látið gera í Haukadal í Biskupstungum. — Á sumrinu 1938 hafði hann keypt Hauka- dal ásamt afbýlinu Tortu. Var land jarðarinnar síðan girt og friðað, og var þeim framkvæmd- um lokið haustið 1938. I sumar, er leið, var mikið unnið í Haukadal, til þess að hefta sandfok og bæta skóginn og ennfremur var kirkjan á staðnum endurbygð.Hefir Krist- ian Kirk borið allan kostnað af framkvæmdum þessum, og skal nú skýrt nánar frá þeim. HEFTING SANDFOKSINS Æins og um var getið í fyrra var sandfokið úr rofunum ofan við Haukadal að verða að mesta voða fyrir sveitina, enda fór það sílfelt í vöxt og byrgði oft sól í heiðríku veðri þegar hvöss norðaustanátt gekk. Til þess að hefta fokið voru um tveggja kíiómetra löng rof stungin niður og tyrfð að ofan. Að þetta hafi verið mikil vinna má ráða af því, að meðalhæð rofanna mun vera nærri 3 metrar. Víða höfðu langir sandgeir- ar teygt sig niður hlíðarnar, þar sem vindur og vatn höfðu brotið skörð í moldarrofin. Sandgeir- arnir hafa lengst og breikkað stórkostlega á síðari árum, og /einn þeirra lengdist um marga rnetra í einu norðanroki í fyrra haust. Úr sandgeirunum hafa moldarmekkirnir staðið niður yfir bygðina er þurir vindar bljesu. Til þess að stemma stigu fyrir moldfokinu var hrísi stungið niður í geirana og svo þjett að ásýndum líkust þeir kalskógi en eigi berum moldum. 1 einum sandgeiranna voru hrís- kestir lagðir í garða en engum greinum stungið í moldirnar til þess að síður væri unt að dæma um hvor aðferðin væri betri til þess að ráða niðurlögum foksins. Samkvæmt reynslu þeirri, sem fekst á hinu fyrsta sumri, virðist langtum heppilegra að stinga hverri einstakri grein í moldirn- ar heldur en að hlaða hrísgörðum yfir þvera geirana. Á næstu ár- um verður hægt að sjá enn bet- ur hvor aðferðin gefst betur. En það voru engin smáræði, sem notuð voru af hrísi, til þess að hefta fokið, því að 900 hest- burðir voru reiddir úr skóginum upp í rofin og dreift þar. Skylt er að geta geta þess, að Gunn- laugur Kristmupdsson var með í ráðum um hvernig sandfokið skyldi heft. Sandfokið í Haukadal mun að mestu vera stöðvað með aðgerð- unum í sumar. Það er eigi unt að hefta jafnmikið fok og var i Haukadalsheiðinni að fullu á einu sumri. Víða eru allmiklar moldir, sem eigi var ráðlegt að gera neitt við, en fokið úr þeim dvínar með hverju árinu sem líður, og norðan við hið frið- aða land eru nokkur rof, sem enn mun blása úr um skeið. En þetta eru smámunir einir móts við það, er heft var. SKÓGRÆKTIN Það væri synd að segja, að vel hafi verið með skóglendi Haukadals farið undanfarin ár og áratugi. Haukadalur hefir lengi verið talin ágæt sauða- og kindajörð og jörðin því jafn- framt verið notuð til þess ítr- asta eins og títt er. Því er eigi að furða þótt skógurinn og kjarrið þar sje víðast haria ljelegt. Samkvæmt reynslu und- anfarinna ára er grisjun í niður- níddu kjarri mjög oft til engra bóta en hinsvegar stundum til stórskemda. Á nokkrum stöðum hefir aftur á móti gefist mjög vel að höggva mjóar brautir með nokkru millibili og láta ný- græðing spretta upp af rót. Erautir þessar eru svo breikkað- ar á eins eða tveggja ára fresti eftir því hve ört nýgræðingur- inn vex. í kjarrinu í Haukadal voru ruddar margar brautir 5 metra breiðar með 50 metra millibili og hrísið úr þeim var notað við heftingu sandfoksins eins og áður er frá skýrt. í sumar er ieið óx nýgræðingurinn mjög vel í flestum brautunum og sums staðar voru árssprotarnir hátt upp í meter. Á stöku stað mun nýgræðingurinn þó tæplegavera nógu þjettur, og þar verður að planta eða sá í skörðin. Verður mjög lærdómsríkt að fylgjast með þessari nýju yngingarað- ferð á næstu árum. Friðunar hefir nú notið í Haukadal í rúmt ár og þótt ekki sje unij lengri tíma að ræða, er alveg undravert, hve allur gróður hefir tekið miklum stakkaskiftum. — Afarvíða er bjarkargróður að teygja sig upp úr jörðinni þar, sem hvergi vottaði fyrir honum áður. — Reyndin verður efalaust sú, að björkin mun breiða sig yfir stór svæði, þar sem enginn hefir orð- ið bjarkar var um áratugi. Er það sama sagan og á Vöglum á Þelamörk og við Eiða. Glegst sjást þó áhrif friðun- arinnar við girðinguna neðst í sandgeirunum. Utan girðingar- innar eru allir bjarkar- og grá- víðisrunnarnir stýfðir og nag- aðir, en innan við hana hafa þeir margir hækkað um helm- ing og sumir meira á einu sumri. Utan girðingar eru grös öll nög- uð ofan í rót, en innan hennar stóðu öll með fræi í haust. Nú var haustið með afbrigðum gott, svo að allir viðarsprotar hafa náð fullum þroska og þau fræ, sem falla í góða jörð, ættu að geta vaxið upp snemma á næsta vori. Er mikils um vert að fá einmuna gott veður að hausti, því að það flýtir meira fyrir uppgræðslu landsins en nokkuð annað. Neðst í sandgeirunum hefir gróðurinn þotið upp í skjóli hríssins. Ber þar mest á grá- víði og sauðvingli. Elfting og björk eru og mjög algeng. En á moldunum, sem allur gróður er blásinn af, er elftingin eina plantan, sem þrífst. Hinir djúp- og víðskriðulu jarðstönglar elft- ingarinnar gera henni kleift að hafda velli og nægjusemi henn- ar er alveg frábær því að mold- irnar eru afar ófrjóar. Er elft- ingin ásamt björkinni og meln- um mesti nytjagróður landsins, því að þessar plöntur græða best „sárin foldar“. KIRKJUBYGGINGIN. í Haukadal stóð gömul kirkja og fornfáleg. Var hún upphaf- lega bygð árin 1842—1843. Við haldi hennar var mjög áfátt, og mun hún hafa verið fátækleg- asta og hrörlegasta guðshús á landinu og er þá mikið sagt. Gólfið var orðið svo fúið að göt voru dottin á það og mátt- arstólpar flestir fúnir að neðan. Er óskiljanlegt hvernig húsi?% hjekk uppi* Kirk forstjóri lagði svo fyrir s. 1. vor, að kirkjan skyldi end- urbygð og þokkalega frá henni gengið jafnframt því, sem aðrar framkvæmdir væru unnar, í Haukadal. Kirjan var látin. halda sinni upphaflegu mynd að mestu leyti. Einu verulegu. breytingarnar voru þær, að kirkjuhvelfingin var lengd nokkuð og kirkjuloftið minkað, kórinn var aðeins hækkaður frá gólfi og einum glugga bætt við. Útlit hennar fjekk og dálítinn annan svip við að þakskegg var aukið. Frágangur allur á hinni end- urbygðu kirkju er hinn vand- aðasti og á þetta hús að geta staðið um langan tíma án þess að þurfa verulegra viðgerða við. Alíir máttarviðir voru smurðir með cuprinoli til þess að ending þeirra yrði meiri og hvergi var fúablettur skilinn eftir í hinum gömlu viðum. Að innri frágangi er kirkjan hin vistlegasta og vel máluð og lakkeruð í hólf og gólf. I stað ' altaristöflu var sett fagurlega útskorið Kristslíkneski eftir Ás- mund Sveinsson í gróp í veggn- um yfir altarinu. Er það hinn mesti kjörgripur og sómir sjer mjög vel. VEGLEGUR MINNISVARÐI. Með hinum miklu fram- kvæmdum í Haukadal hefir Kirk forstjóri unnið ómetanlegt gagn, sem síðari kynslóðir kunna efalaust langtum betur að meta en við, er nú lifum. Hið forna höfuðból var komið í eyði, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.