Morgunblaðið - 09.01.1940, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. janúar 1940.
Ur daglcga lífinu
Stefán Vagnsson á Hjaltastöðum
skrifar blaðinu um kvöldvökumar og
kveðskapinn í útvarpinu, og byrjar mál
sitt með eftirfarandi vísu, eftir Lilju
Gottskálksdóttur:
Kveð jeg ljóðin kát og hress,
kvíði ei hnjóði í orðum.
Fyrst að góður GuS til þess
gaf mjer hljóðin forðum.
Stefán kemst svo að orði:
ÞaS þótti breyting til hins betra, er
útvarpið tók upp þá nýbreytni, að hafa
kvöldvöku einu sinni í viku hverri.
Sjerstaklega var eldra fólkinu þetta
fagnaðarauki. Það lifSi upp aftur
löngu liðnar stundir frá bemskuárunum
er rokkurinn suðaði undir sögulestri,
og vefstóllinn var sleginn undir ramm-
auknum rímnalögum.
Þá var glatt í góðum rann
gæfan spratt viS arinn þann.
Þó þótti því vænst um kveSskapinn,
og svo fór fleirum. Ekki var það ó-
vanalegt, vökukvöldin, að þeir sem ekki
höfðu viðtæki, færa eins margir og
heimilisstörf leyfðu þangað, er þau
voru fyrir, og hlustuðu á kvöldvök-
umar, Þó hinir sömu færu sjaldan
endranær. Það var hlustað með athygli
á þaS, sem hinir snjöllu ræSumenn
bára á borð fyrir lýSinn, en þó var eins
og fyrst kæmi líf í fólkiS, er kveðskap-
urinn hófst. Menn lyftust í sætunum,
brostu og tóku í nefið. Nú var þeim
skemt. ,
★
En smám saman fór kveðskapurinn
að verða útundan á kvöldvökunum og
Þessu svaraði dr. Guðm. Finnboga-
son með fyrirlestri, er hann hjelt í út-
varpið nokkru eftir aS greinar þessar
birtust. Var sá fyrirlestur með ágæt-
um, eins og fleira frá þeim snildar-
manni. Sýndi hann fram á meS skýr-
um rökum, aS hjer væri um aldagamla,
þjóðlega list að ræða, er síst mætti und-
ir lok líða. Ekki áleit hann heldur á-
stæðu til að taka það mjög alvarlega,
þó útlendingar fyndu einhvem þjóð-
legan keim aS útvarpsefninu, því vitan-
lega væri útvarpið fyrst og fremst fyrir
íslendinga og haldið uppi af ríki og
einstaklingum.
Þrátt fyrir þessa rækilegu brýningu
dr. GuSmimdar., hefir kveSskapurinn í
útvarpinu altaf fariS minkandi með ári
hverju, t. d. var sársjaldan kveðið í
fyrravetur. Söknuðu margir þess að
vonum og sögðu sem satt er, að tæplega
væri um íslenska kvöldvöku aS ræða, ef
enginn væri kveðskapurinn.
★
Svo var hjer ofurlítil bending urn
skort á hæversku á bíósýningum, Um
það skrifar frk, T:
*
Sumum virSist ókunnugt um, að þaS
sje ókurteisi að koma of seint ef mað- 1
ur á sæti inni í miðjum bekk í bjó og
ef maður er svo óheppinn að koma of
seint, að láta sjer nægja að hnippa í
þann sem fremst situr án þess aS biðj-
ast afsökunar, snúa síSan viS allri röð-
inni óæSri endanum og renna sjer inn
í miðjan bekk og skella niður sætinu
með brauki og bramli, og um leiS hindra
ýSsum við ekkí, tíl sveitanna, hváu j marga áhorfendur í að sjá það sem þeir
valda mundi. En öllum þótti þær svip-
minni og óíslenskari efti r en áSur,
Þá kom það upp siðar, að greinat
höfðu bírst í dagblöSum Reykjavíkur,
þar sem sneítt var til muna að kveð-
skapnum og talið að hann gæti ekki
samrýmst siðmenningu þjóðarinnar, á
því stigi er hún tsæSi nú.
Verðlækkun.
DÖmutðskuf, leður .. @ 10,00
Barnatöskur ................— 1,00
Handsápa, Ettiöl . . . . ^— 0,50
— Violetta......— 0,50
— Palmemol .... — 0,50
Kartöfluföt m. loki . . — 2,75
Desertdiska ................— 0,35
Ávaxtadiska ................— 0,35
Áleggsföt ..................— 0,50
Shirl. Temple Broshýr— 1,50
Smábarnasögur.......— 0,40
Sjálfblekungar .............— 1,50
K. Einarsson & Bjömsson
Bankastræti 11.
hafa borgað fyrir.
*
Eins getur það veriS óþægilegt ef
dömur hafa mjög háa eða breiSa hatta
á híó. Þó það sje mjög skemtiíegt í
hljeinu, aS fá svolítið sýnishom af nýj-
nstu hattatísku, þá vill maður ekki
vinna það fyrir ef fyrir framan mann
situr hattur sem hylur fyrir manni
hálft ljereftið. Einkum e£ eigandi við-
komandi hatts er ekki sjerlegur tungu-
málagarpur og er altaf á iSi teygjandi
háls til að fylgjast meS lesmálinu sem
er skrifað neðst á filmuna.
★
Að loknm nokkrar samviskuspurn-
ingar, til eiginmanna, sem nýlega birt-
ust í norsku blaði:
Gleymið þjer að þurka af fótum yð-
ar áður en þjer vaðið inn á nýþvegin
eða fægð gólfin í íbúSinni?
Gerið þjer yður merkilegan, þegar
konan yðar spyr um eitthvað sem hún
veit ekki?
GortiS þjer af því, hve mikið vín
þjer þolið 1
Finnið þjer að matnum sem konau
ySar býr til, svo aðrir hlusti á ?
GangiS þjer frá skápum ySar og
skúffum opnum?
Þjóðverjar
stððva Italskar
flugvjelasend-
ingar til
Finnlands
London'í gær F.Ú.
Það er nú staðfest, að Þjóð->
verjar hafa stöðvað flutn-
ing á ítölskum flugvjeli^n, sem
sendar voru frá Ítalíu yfir
Þýskaland, og áttu að fara til
Finnlands.
Vekur það undrun, að stöðv-
aður skuli flutningur frá þjóð,
sem Þjóðverjar hafa jafn nána
samvinnu við og ítali, en hjer
hefir verið farið að óskum
Rússa, sem hafa lagt að Þjóð-
verjum, að stöðva þennan flug-
vjelaflutning.
Ennfremur segir í breskri
fregn um þetta, að nokkrir járn
brautarvagnar sem í eru ítalsk-
ar flugvjölar, sjeu nú í hafnar-
borginni Sassnjtz, setn er ein af
Eystrasaltshöfnum Þýskalands,
og sjást þess engin merki, að
flugvjelarnar verði sendar á-
fram tíl Finnlands,
ÁGREININGUR UM
RÁÐNINGAKJÖR
í KEFLAVÍK
FRÁMH. ÁF ÞRIÐJTJ SÍÐU.
Um þetta er sem, sje ágreining-
urinn sem þarf að leysa úr sem
fyrst. Getur fjelag sjómanna skyld
að hvern einstakan fjelagsmann
til þess að ráða sig ekki nema upp
á hlutaskiftin, eða nær ákvæði
getigislaganna aðeins til þess að
eittStakir menn geti heimtað þau
ráðningarkjör fyrir sig?
Svo er það fyrir sig, að útvegs-
hændur í Keflavík líta svo á, að
þau hlutaskifti, sem þar hafa ver-
ið notuð og lýst er hjer að fram-
an, ofbjóði gjaldþoli útgerðarinn-
ar með þessum útgerðarkostnaði
sem nú er orðinn og telja rjett-
látt að þeim verði breyt-t í sam-
ræmi við aukinn útgerðarkostnað.
Leikskálahjónin
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
að loknu miklu og góðu dagsverki.
Það var hvorttveggja að vinnu-
dagur þeirra var óvenjulega lang-
ur og vel var unnið. Kraftar þeirra
voru farnir að bila og veikindi
mikil steðjuðu að þeim, og því
ekki lengur jöfn gleði af starfi
eins og áður var, en þau nutu
hinnar ágætustu hjiikrunar og um-
hyggju barna sinna.
Þakkir og hlýr hugur samferða-
mannanna, sem eftir eru hjerna
megin, fylgja þeim fram yfir
landamæri lífsins.
. 27. desember 1939.
Þorst. Þorsteinsson.
í Finnlandssöfnunina afh. Morg-
unblaðinu: Sjúklingur á Yífilsstöð-
um; 3 kr. 'Gömul kona 15.00. Gull-
hringur frá ónefndurn.
Slysavarnafjelag-
ið fekk tvær
stórgjafir í gær
T gær birti Mbl. áskorun frá
-*■ stjórn Slysavarnafjelags fs-
lands til almennings, un?i að láta
eitthvað af hendi rakna til rekst-
urs björgunarskipinu Sæbjörg. í
morgun fyrir kl. 10, skömmu eftir
að skrifstofa fjelagsins var opnuð,
kom fyrsta gjöfin. Hún var frá
Ellert Schram skipstjóra og konu
hans, Magdalenu, 500 kr.
Ellert er meðal elstu skipstjóra
hjer í bænum, kominn hátt á átt-
ræðisaldur. Hann er einn af braut-
ryðjendum íslensks sjómanua- og
atvinnulífs hjer á landi. Hann
þekkir af eigin reynd hvernig har-
áttan á hafinu hefir verið háð á
undanförnum áratugum, og þá
fyrst og fremst á „skútuöldinni“.
Fyrst á hinum litlu, og oft af van-
efnum búnu, smáfleytum, síðar á
stærri og betur búnum skipum.
Hann man vel erfiðleikana, er
menn áttu við að etja fyr á tím-
um. Hann veit, að þeir eru svip-
aðir enn. Nú vill hann, og þau
hjón bæði, sýna þann hug, sem
bestur og göfugastur er, til þeirra
er sjóinn sækja, með því að leggja
skerf — stóran skerf — þeim til
öryggis. En það er ekki aðeins til
þeirra, að þau sýna góðhug sínn og
fórnfýsi. Hiiiir, sem á landi eru,
og eiga vini og vandamenn á haf-
inu, gleðjast yfir hverti tilraun,
sem gerð er því til ö'íyggis að sjó-
mennirir megi koma glaðir, heilir
og hraustir úr hverri einustu sjó-
ferð.
Um leið og jeg, fyrír hönd Slysa
varnafjelags Íslands, þakka þeim
hjónum hjartanlega fyrir gjöfina,
og þá ákjósanlegustu fyrirmynd
og hvöt til annara, er þau með
henni hafa gefið — sem jafnframt
muB Vekja hlýjar árnaðar- og
heillaóskir í hugum margra á
landi, — vona jeg og óska að þau
hjónin megi lifa ánægjulega líf-
daga það sem eftir er æfinnar.
Reykjavík, 8. janúar 1940.
J. E. B.
Eftir að frafnanritað er skráð,
héfi jeg fengið tilkynningu um
aðra gjöf. Ilún er frá Björgunar-
fjelagi Vestmannaeyja, 1000 kr.,
sem jeg þá jafnframt þakka kær-
lega fyrir. J. E. B.
HERNAÐARBANDALAG
ÍTALA OG UNGYERJA
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
„Popolo d’Italia í dag um Suð-
austur-Evrópu. Segir hann, að
Ítalía muni styðja ríkin í Suðaust-
ur-Evrópu, verði á þau ráðist, og
að það sje hlutverk Ítalíu að
hindra framgang kommúnismans í
Suðaustur-Evrópu.
Signor Gayda leggur mikið npp
úr viðræðum Ciano greifa og
Czaky og segir, að vinátta Ung-
verja og ítala muni styrkja að-
stöðu ríkjanna í Suðaustur-Ev-
rópu og tryggja, að þessi ríki geti
haldið sjer utan við styrjöldina í
Vestur-Evrópu.
Hjónaefni. Á þrettánakvöld op-
inberuðu triilofun sína ungfrú
Kristjana R. Ágústsdóttir og Ingi-
mar V.' Brynjólfsson.
Umbæturnar
i Haukadat
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
gróður að ganga úr sér og land-
ið að blása upp. Nú er svo kom-
ið, að landinu er bjargað, það
fer að gróa upp aftur og kirkj-
an á staðnum er endurbygð. Og
áður en langt um líður verður
jörðin bygð aftur og verður að-
setur skógarvarðarins á Suður-
landi.
Fórnfýsi Kristians Kirk hefir
kostað hann mikið fje, en jeg
geri ekki ráð fyrir, að hann telji
sjer greiða gerðan ef jeg nefni
upphæðina. En hann hefir varið-
fje þessu af góðum hug og jeg
veit að það verður okkur tiL
biessunar.
Að endingu vil jeg skjóta þvf
að hjer, að nú þegar Haukadal-
ur er risinn úr niðurlægingu^
má varla minna vera en að við
sjálfir förum að sýna einum.
fjolsóttasta stað landsins meirf
sóma en hingað til. En það er
Geysir í Haukadal. Ömurlegra
umhverfi en við hverina þar
getur óvíða og kemur það til af
tvennu. Fyrst og fremst vaða
gangandi menn og skepnur hjer
um alt hverasvæðið og bílar
aka um það þvert og endilangt.
Við það troðast hinar fögru
kísilmyndanir umhverfis hver--
íná alveg niður, og hinn lág-
vaxni græni gróður, sem væri til
mikillar prýði, ef hann fengi að
vaxa í friði, fer alveg forgörð-
um. Og í öðru lagi er skifting:
landsins þannig, að þar er eigí
hægt að gera neitt til bóta án
þess að allir eigendanna sjeu
jví samþykkir, en slíkt hefir enn
eigi fengist og mun varla fást.
Þess vegna er brýn nauðsyn til
að hið opinbera láti sig þessí
mál skifta, því að eins og sakir
standa nú, er þetta mesta ó-
fremdarástand.
Hákon Bjarnason.
AUGAÐ hvílist TUICl C
með gleraugum frá ‘IIIU.LL
MUNIÐ; Altaf er það best
K ALDHREIN S AÐ A
ÞORSKALÝSIÐ nr. 1
með A og D fjörefnum, hjá
SIG. Þ. JÓNSSYNI
Laugaveg 62. Sími 3858^
i