Morgunblaðið - 16.01.1940, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. janúar 1940.
Fregnir hafa borist nm belgina um ankua bættu á þvi að Holland
og Belgia dragist inn I striðið ----- og um alwarlega ógnun
Rússa við Norðurlönd. Spurningin sem nú er á allra vörum er:
Er stríðið nú að hefjast?
Holland og Belgia gera
varuðarráðstafanir eftir
aðvörun frá Daladier
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Víðtækar hernaðarráðstafanir, sem gerðar voru
yfir helgina í Hollandi og Belgíu, eru taldar
eiga rót sína að rekja til aðvörunar frá Dala-
ídier, forsætisráðherra Frakka, um að Þjóðverjar væru um
það bil að hefja árás á þessi ríki, til þess að komast þá
leiðina inn 1 Frakkland. Ýms skjöl, sem fundust á þýskum
flugliðsforingja, sem varð að nauðlenda í Belgíu fyrir
skömmu, virtust styrkja þenna grun.
VARÚÐARRÁÐSTAFANIRNAR.
í Belgíu voru öll leyfi herskyldra manna numin úr
gildi, aukið varalið kallað til vopna og eigendum hesta,
Vagna og annara farartækja boðið að afhenda þau á nán-
ar tilgreindum stöðum.
í Hollandi voru öll leyfi í hernum numin úr gildi og
landvarnirnar á landamærum Þýskalands styrktar.
Vegna hins ískyggilega útlits ákvað breska stjórnin á sunnu-
Sdaginn að afnema öll leyfi í breska hernum í Frakklandi. Og í
jdag voru öll leyfi í breska flughernum afnumin.
MILJÓN MANNA LIÐ.
I Lundúnablöðunum er því haldið fram, að varúðar-
ráðstafanir Belga og Hollendinga hafi ekki komið á óvart,
þar sem Þjóðverjar hafi síðustu dagana dregið óhemju
mikið lið saman við hollensku og belgísku landamærin.
Amerísk frjettastofa heldur því fram að aðeins meðfram
hollensku austurlandamærunum, sem eru 130 km. löng,
hafi verið dregin saman miljón manna þýskur her, sem
búinn sje bátum, prömmum og alúminíum-smábátum, sem
nota ætti á svæðunum, sem Hollendingar láta flæða yfir
á ófriðartímum.
' t annari fregn frá Haag er aftur á móti giskað á, að Þjóð-
yerjar hafi 18 herfylki (divisions, hver division um 15—20 þús.
þietin) við hollensku landamærin og 41 herfylki við belgísku
laadamærin.
Lundúnablaðið „Daily Telegraph" segist í dag hafa það eft-
|r áreiðanlegum heimildum, að herstjórn Þjóðverja telji þýska
Jlerinn hafa yfirburði yfir her Bandamanna á opnu svæði og vilji
þyí heldur leggja til atlögu við Breta og Frakka í Belgíu eða
Holjandi, heldur en ráðast á Maginotlínuna.
AFSTAÐA ÞJÓÐVERJA.
í Þýskalandi eru fregnirnar um varúðarráðstafanir
Hollendinga og Belga skýrðar á þann hátt, að þjóðir
þessar telji sjer hættu búna, ekki frá Þjóðverjum, heldur
frá Bretum og Frökkum, sem nú sjeu orðnir vonlausir
um að geta sigrast á Þjóðverjum með hafnbannsráðstof-
unum einum.
En þýska fjettastofan segir í dag, að Þjóðverjar muni fylgj-
>st af athygli með því, hve langt Vestur-Evrópuþjóðirnar geti
teymt Holland og Belgíu frá hlutleysisstefnu sinni.
Meðal almennings í Hollandi og Belgíu vöktu fregnirnar um
hinar auknu hernaðarráðstafanir ugg og kvíða.
inMiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiinniii^
I MarkmiQ I
( Rússa (
.MllltllllllMlltlllliir IIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMl
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
"C'rjettaritari vor í Khöfn
sírr,ar skv. skeyti frá Ber-
lín, að stjórnmálamenn í
Eystrasaltslöndunum líti svo
á, að markmið Rússa sje að fá
yfirráðin yfir Atlantshafs-
höfnum Norðurlandanna.
Þýska blaðið „Nachtaus-
gabe“ segir í dag, að það sje
ekki nema eðlilegt, að Rússar
sækist eftir að fá hafnir við
Atlantshaf.
Erlendir blaðamenn eru þó
pammála um að dásama ró þá
og festu, sem smáþjóðir þessar
sýna á örlagastundu. 1 dag
hafa bæði hollenskir og belg-
ískir stjórnmálamenn birt yfir-
lýsingar á þá leið, að þeir telji
þjóðum sínum enga yfirvofandi
hættu búna, og er andrúms-
lóftið því nokkuð ljettara.
Ekkert verður þó slakað á
öryggisráðstöfununum að svo
stöddu.
Eitt hollenskt blað segir í dag
„Hollendingar og Belgir munu
verja sjálfstæði sitt af ekki
minni festu en Finnar.“
Coljin, fyrverandi forsæcis-
ráðherra Hollendinga, kom i
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Finna vantar
ðrásarflugvjelar
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
T7' ulltrúi finsku sendisveitar-
•*- innar í London undirstrikaði
í dag nauðsyn Finna að fá er-
lenda hjálp, ef þeir eiga að geta
varist Rússum.
Hann sagði að sigrar Finna
á landi mætti ekki glepja sýn.
Finnum væri sjálfum ljóst, að
þetta væru aðeins sigrar á ein-
stökum vígstöðvum, sem á eng-
an hátt bentu til þess að þeir
væru að vinna stríðið.
Á einum vígstöðvum hefðu
Rússar alveg yfirhöndina. Þeir
rjeðu yfir loftinu.
Fulltrúinn undirstrikaði nauð-
syn Finna að fá erlendar árás-
arflugvjelar svo að þeir gæti
varist flugher Rússa. Aðstaða
Finna í loftinu væri hálfu verri
fyrir það, að Rússar gætu notað
eistnesku eyjarnar í Eystrasalti,
sem flugvjelabækistöðvar og
gert þaðan árásir á vesturströnd
ina, sem annars hefði ekki legið
við loftárásum Rússa. Finnar
væru því á milli tveggja elda,
þar sem Rússar gætu gert loft-
árásir á austurhjeruð landsins
frá bækistöðvum meðfram öll-
um landamærurium.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Rússar mótmæla
stuðningi Svía
og Norðmanna
við Finna
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
RÚSSAR birtu í gær, án nokkurs samkomulags
og þvert ofan í allar diplomatiskar venjur orð-
sendingar, sem farið hafa á milli stjórnarinn-
ar í Kreml og stjórna Svíþjóðar og Noregs. Það verður
Ijóst af þessum orðsendingum, að Rússar hafa lagt fram
mótmæli í Osló og Stokkhólmi gegn því, sem þeir kalla
óhlutlausa afstöðu Svía og Norðmanna.
Svíar og Norðmenn hafa svarað þessari ásökun og
vísað henni algerlega á bug. Þeir segjast hafa gætt strang-
asta hlutleysis og haldið sjer við gildandi alþjóðasamn-
inga og muni gera það áfram.
SVÍAR OG NORÐMENN MÓTMÆLA!
í dag hefir verið snúið við blaðinu og Svíar og Norðmenn
lagt fram mótmæli í Moskva. Svíar mótmæla því, að rússneskar
flugvjelar vörpuðu í gær niður sprengjum á sænsku eyjuna
Kalix, fyrir framan borgina Luleá í Norður-Svíþjóð. Ekkert tjón
varð af þessari loftárás.
Norðmenn hafa lagt fram mótmæli út af því, að rússneskar
flugvjelar flugu yfir Norður-Noreg, bæði á föstudaginn og í
gær og gerðust með því brotlegar við hlutleysi Noregs. Ein rúss-
nesk ‘flugvjel settist jafnvel um stundarsakir í Noregi.
En mótmæli Rússa út af því, sem þeir kalla hlut-
leysisbrot Norðmanna og Svía, er þó ekki úr sögunni og
í fregn sem hin hálfopinbera rússneska Tassfrjettastofa
birtir í kvöld, segir að rússneska stjórnin telji svör þeirra
ófullnægjandi.
HEIFTÚÐUG ÁRÁS Á SVÍA.
I Tass-fregninni kveður v,ið sama tón, og í mótmælum
Rússa, að það geti orðið örlagaríkt fyrir Norðmenn og Svía, ef
þeir láta hafa sig að ginningarfífli í tilraunum ákveðinna stór-
velda til þess að láta stríðið breiðast út.
í morgun birti aðalmálgagn Stalins heiftúðuga árás á Norð-
menn og Svía, og rjeðist e.inkum á sósíalistana í Svíþjóð. Blaðið
segir, að sænsku sósíalistarnir sjeu viðbjóðslegustu og auvirði-
legustu óvinir Sovjet-ríkjanna. Þeir æsi sænsku þjóðina til styrj-
aldar við Rússa.
Svo virðist, sem svar Svía við
mótmælum Rússa hafi vakið
gremju í Rússlandi.
Loftvarnaæf-
ingar Svía
I norðanverðri Svíþjóð eiga nú
að hefjast stórkostlegar æf-
ingar í því að kómast af án ljósa
þegar dimma tekur, og tekur þetta
ekki einungis til borga og þorpa,
heldur einnig til sveitabæja. FÚ.
Sumarblíða
á vesturvígstoQvunum
C' umarhlíða er nú á vesturvíg-
stöðvunum, hlýtt veður og
heiðskír himinn.
En í hrenaðartilkynningum ó-
friðaraðilanna er aðeins talað um
aðgerðir njósnasveita.
SVAR SVÍA
í svari sínu sögðu Svíar afdrátt
arlaust, að það væri ósk sænsku
þjóðarinnar, að Finnland mætti
áfram vera sjálfstætt og fullvalda
ríki.
Sænska stjórnin vekur athygli
rússnesku stjórnarinnar á því, að
stjórnarfar Svíþjóðar er þannig,
að almenningi er alveg frjálst að
hafa samúð með Finnum, og ber
stjórnin ekki neina ábyrgð á hjálp
arstarfsemi einstakra manna eða
fjelaga og telur sig engan siðferði-
legan rjett hafa til þess að hindra
slíkt.
En sænska stjórnin vekur at-
liygli á því, að hún hafi öllum at-
riðum gætt strangasta hjutleysis
í stríðinu. Mótmæli Rússa sjeu
bygð á misskildum forsendum, og