Morgunblaðið - 16.01.1940, Blaðsíða 5
I*riðjudagur 16. janúar 1940,
Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjðrar:
Jðn KJartansson,
■ Valtýr Stetánsson (ábyrsBarss.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar ogr afgrelBsla:
Austurstræti 8. — Sissl 1600.
Áskrittargjald: kr. S,00 á m&nuBl.
f lausasölu: 15 aura elntakiB,
25 aura meii Lesbök.
mi
Nokkrar athugasemdir um
r
erindrekstur Islendinga
Heimssýningin
DAÐ verður tekin ákvörðun
um það einhvern næsta dag-
Snn, hvort við íslendingar eig-
nm að halda áfram sýningu
sokkar í New-York á þessu ári,
eða pakka saman og hverfa
iheim með sýningarmunina.
Að vorum dómi er þetta mál
svo augljóst, að ágreiningur
aetti þar ekki að komast að. Við
liöfum þegar lagt í mikinn
kostnað við sýninguna, senni-
lega meiri kostnað en flestar
cða allar þjóðir aðrar, ef mið-
að er við fólksfjölda og efna-
hag þjóðanna.
Allir eru sammála um, út-
lendingar ekki síður en íslend-
ingar, að sýning okkar hafi
ickist prýðilega og að hún hafi
aukið kynni okkar vestan hafs.
I»essi kynning hefir meiri þýð-
sngu fyrir okkur, en flesta grun-
ar, og okkur væri það ákaflega
anikils virði, að viðhalda þessari
kynníngu og auka hana.
Ef við leggj um nú árar í bát,
|»á er útilokað að við getum
haft meira gagn en orðið er af
sýningunni. — En með tiltölu-
lega litlu fjárframlagi getum
við haldið þessari auglýsinga-
og kyningastarfsemi áfram, og
vafalaust með margföldum
árangri en s.l. ár. Hví þá ekki
að nota þetta tækifæri? Er yfir-
lejtt nokkurt vit í, að hætta nú,
eftír að hafa lagt út mestan
hluta kostnaðarins, en eiga eft-
ir að fá endurgoldið mikinn
hluta þess, sem sýningin getur
greitt okkur í aðra hönd?
Nú eru viðskifti okkar sem
■ óðast að heinst til Ameríku.
J»au myndu auka stórlega áhrif
og gildi okkar sýningar næsta
sumar og gera okkur alt hæg-
.ara um vik, að búa sýninguna
enn betur úr garði en s.l. ár.
Við megum ekki, í þessu
máli, fara eftir því, sem Danir
og Norðmenn gera. Þar er við-
horfið alt annað. Þessar þjóðir
hafa um margra ára skeið rek-
jð öfluga kynningarstarfsemi
vestra, og hafa þar föst og rót-
gróin viðskifti. Við erum hins-
vegar alveg óþektir á Ameríku-
markaðinum, en hver einasti
sigur, sem við getum unnið þar,
getur markað tímamót í okkar
atvinnulífi.
En það kostar þrautsegju og
mikla vinnu, að afla markaðs
fyrir lítt eða óþekta vöru í ó-
kunnu landi. Ef .gefist er upp
við fyrstu tilraunina, er vonlaust
nokkurntíma að sigra.
Við íslendingar eigum að
leg&ja kapp á, að afla markaðs
íyrir okkar afurðir í Ameríku
Þetta er okkur nauðsyn á frið->
artímum. En nú, á ófriðartím-
am, er okkur þetta lífsnauðsyn.
Danir fara, eins og kunn-
ugt er, með utanríkis-
mál okkar. Útlenclingar, sem
aldrei hafa stigið fæti hjer
á land, skilja ekki íslensku,
þekkja hvorki framleiðslu
okkar nje menningu, eiga að
gæta hagsmuna okkar er-
lendis.
Menn geta nú getið sjer nærri
hversu mikið gagn er að þess-
um erindrekstri. Iivernig eiga
menn, sem aldrei hafa hingað
komið og þekkja hvorki tungu
okkar nje sögu, hvernig eiga
þeir að vekja athygli á menn-
ingu okkar hjá erlendum þjóð-
um? Og hvernig eiga þessir
sömu menn, sem ekkert þekkja
til okkar framleiðslu, að vinna
að útbreiðslu hennar?
Ástandið í þessum efnum er
líka á þann veg, að ef almenn-
ingur hjer á landi gerði sjer
fulla grein fyrir því, myndi
hann krefjast þess, að þing og
stjórn bætti hjer úr eins og
frekast er unt.
í útvarpserindi, sem jeg
flutti s.l. vetur, gat jeg um það,
að útlendingar ímyndi sjer yfir-
leitt, að á Islandi búi menning-
arlausir skrælingjar, og ísland
sje dönsk nýlenda. Hið opin-
bera hefir ekki gert meira en
svo til þess að hnekkja þessu
áliti, að t. d. aðallögreglustöðin
í París hefir ekki einu sinni
fengið tilkynningu um sjálf-
stæði Islands, svo að íslending-
er dvelja í Frakklandi eru
erlendis ^tir Eirlk Sigurbergsson
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
ar
þar taldir danskir þegnar. — I
blaðagrein, er jeg skrifaði í
Morgbl. s.l. vor, mintist jeg
meðal annars á loddaraflokk
einn, er hjeldist það uppi ár
eftir ár að reka „ísjenskt leik-
hps“, er þeir nefndu svo, í Bret-
landi, sýna sig þar sem íslenska
eskimóa og segja langar sögur
frá Islandi, þar sem öllu er
lýst eins og hjá skrælingjum.
Drep jeg aðeins á þetta enn
einu sinni vegna þess, að ís-
lendingar, sem ekki hafa komið
til útlanda, eða dvalið þar að
eins skamma stund, eins og á
sjer stað um mikinn hluta þjóð-
arinnar, ímynda sjer jafnvel, að
ísland sje ekki óþektara í út-
löndum en t. d. Finnland eða
Færeyjar hjer á landi.
★
Til þess að sýna fram á, að
jeg fari ekki með neitt fleipur
vildi jeg leyfa mjer, máli mínu
t.il stuðnings, að vitna í um-
mæli þriggja þektra manna, er
fjalla um þetta efni.
Prófessor Magnús Jónsson
segir svo í ferðapistlum sínum
til Palestínu, er hann ritar í
Morgbl. í sumar;
„.... Hjer (þ. e. á leið til
Norður-Afríku) eru nú t. d.
hjón frá Ameríku, sem ekki
vissu annað, en að Eskimóar
byggju á íslandi. . . . En Arab-
arnir og Egyptarnir eru það
kurteisir, að þeir hafa enga hug
mynd um að Islandi yfirleitt er
til. . . . “ (Morgbl. 6. ág. s.l.).
Þá segir Knútur Arngrímsson
í blaðagrein í haust: I 6
löndum, þar sem jeg leit víð-
ast hvar eitthvað í glugga ferða
skrifstofanna, sá jeg hvergi
neitt, sem minti á Island, nema
í glugga Cook’s í Liverpool og
Hull og það lítinn pjesa, sem
er um öll 5 Norðurlöndin, og
Cook’s hefir gefið út. . . .“.
Þá hefir formaður utanríkis-
málanefndar, Jónas Jónsson,
lýst því yfir, að á ferðalagi sínu
í N.-Ameríku í fyrrasumar hafi
hann heimsótt marga danska
konsúla, og þar hafi hann ekki
rekist á neitt, er minti á ísland
annað en, ef jeg man rjett,
Adressubók Finsens, hjá einum
þeirra og aðra bók til álíka. Að
sama skapi var þekking þessara
manna á íslandi.
Svona er þá ástandið í þessum
efnum. Og það er þýðingarlaust
fyrir okkur að slá allri sökinni
á Dani, sökin er ekki síður
okkar eigin.
Hversvegna höfum við verið
jafn sinnulausir um þessi mál og
raun ber vitni um síðan 1918?
Hversvegna höfum við ekkert
aðhafst? Okkur hefði þó verið
í lófa lagið að ganga ríkar á
eftir ýmsu þessu varðandi. Hví
hefir það ekki verið gert? Við
höfum heimild til samkvæmt 7.
gr. Sambandslaganna að slcipa
íslenska ráðunauta (attachés)
við sendisveitir Dana. Af hverj.u
höfum við ekki notfært okkur
þetta ákvæði betur en við höf-
um gert? Og að lokum, hvers-
vegna hefik landkynnir t. d.
ekki verið látinn setja sig í sam-
band við alla danska konsúla og
vice-konsúla, bæði 1 Norður- og
Suður-Ameríku og Evrópu? —
Hversvegna hefir hann ekki
verið látinn senda þeim stuttar
en glöggar upplýsingar um ísl.
framleiðslu, ásamt myndum og
smá auglýsingaspjöldum? Slík-
ar myndir og auglýsingaspjöld
eru meira og minna í öllum
konsúlsskrifstofum, dönskum
líka, þótt engar sjeu frá íslandi.
Mjög margir kaupsýslumenn
leita allskonar upplýsinga hjá
skrifstofum konsúlanna og
koma þangað margir. Hjá því
gæti ekki farið, að eitthvað af
áðurnefndum auglýsingum vekti
athygli þeirra og væri þá tak-
markinu.náð. — Auk þess eru
margir konsúlar kaupsýslumenn
sjálfir.
Og hví hefir landkynnir ekki
verið látinn senda neina bækl-
inga til erlendra ferðaskrif-
stofa?
Er þá ekkert verið að gera?
Jú, nú er verið að stíga spor,
varp, er gerir ráð fyrir — ekki síst munu þeir sjá eftir því fje
að hefjast loks handa til þess
að bæta út þessu eymdaástandi,
eins og þó hefði mátt búast við,
þar sem viðkomandi menn virð-
ast þekkja þetta ástand; nei,
það á ekki að bæta úr þessu
með því t. d. að auka kynning-
arstarfsemina eða skipa ráðu-
nauta við dönsku sendisveitirn-
ar — heldur á að leggja þetta
svokallaða landkynnisstarf nið-
ur, eins og þess sje nú ekki
lengur þörf! Þetta eru ráðstaf-*
anirnar, sem sumir vilja gera
I þessum málum, vitandi vits
hvernig ástandið er! Og þessar
ráðstafanir eru ekki gerðar í
sparnaðarskyni, sei, sei, nei. —
Fjeð á að fara í annað. Það á
að verja því til þess að útrýma
sóðaskap á gistihúsum og
greiðasölustöðum hjer innan-
lands. Eins og það ætti ekki
að vera sjálfsögð skylda þess-
ara stofnana að framfylgja al-
mennum hreinlætisreglum um
leið og þær fá veitingaleyfi.
I „praksis“ má búast við að
þessu fje yrði varið beinlínis í
pólitískum tilgangi.
★
Landkynnisstarfið á að vera
viðskiftalegs eðlis, hrein aug-
lýsingastarfsemi, er beina skal
til erlendra ríkja, til þess að
bæta úr röngum hugmyndum
útlendinga á Islendingum, og
er þess ekki þörf? Það eitt er
víst, ef þingmenn samþykkja
þessa grein áðurnefnds frum-
varps, þá fá þeir þunga dóma
síðar meir. Því að einhverntíma
rekur að því, að almenningur
skilur mikilvægi þessa máls.
Og hvernig á þjóðin að vera
örugg um það, að forráðamönn-
um hennar farist vel að leysa
af hendi utanríkismálin, þá er
þar að kemur, ef algert sinnu-
leysi og aðgerðaleysi á að ríkja
í þessum málum á undirbúnings-
stigi þeirra? Verður ekki þetta
sleifarlag til þess, að þjóðin
noti sjer ekki það tækifæri, sem
henni býðst innan skams til
þess að ráða sínum niálum að
öllu leyti sjálf?
★
Á þeirri ógnaröld, er nú
gengur yfir heiminn, afsaka
sum stórveldin sig með því, er
þau leggja undir sig Jítil ríki
og kannske iítið þekt, að þessi
ríki hafi ekki verið fær um
að stjórná sjer sjálf, þau hafi
staðið á svo Jágu menningar-
stigi. Þessu hefir jafnvel verið
reynt að halda fram um Finn-
land, en vitanlega árangurs-
laust, til þess er finsk menn-
ing of vel þekt. Og ef Finnar
verða sigursælir í frelsisstríði
nú. Eða hver hefði samúðia
orðið með Finnum, ef sú skoðun
hefði ríkt yfirleitt í heiminum,
að Finnland væri Jítt byggileg
snjóbreiða, þar sem nokkrir
ómentaðir skrælingjar hefðu að-
setur sitt?
Það er vissulega ekki neitt
hjegómamál, hverjum augum
erlendar þjóðir, einkum stór-
þjóðirnar, líta á menningu og
tilverurjett smáþjóða. Og það
er alvarlegt tímanna tákn, ef
smáþjóð eða ráðandi menn
hennar láta sig þessar skoðanir
stórþjóðanna litlu skifta.
Norman M. Beirie
látinn
en það spor er bara stigið aftur ‘ sínu, er það sennilega ekki hvað
á bak.
Fyrir síðasta Alþingi lá frum-
síst því að þakka, hve vel þeir
hafa kynt sig úti um heim. Það
hefir kostað þá mikið fje, en
C—7 inn 14. þ. m. ljest að heim-
ili sínu í Edinborg í Skot-
landi Norman M. Berrie, stór-
kaupmaður, á sjötugs aldri.
Berrie kom fyrst hingað til
landsins 1895 og stofnað.i þá
Verslunina Edinborg ásamt Ge-
orge Copeland og Ásgeir Sig-
urðssyni aðalræðismanni. Varð
Edinborg brátt eitt stærsta
verslunarfyrirtæki landsins, •—
hafði geysimikla þilskipaútgerð,
rak verslun um eitt skeið í sex
kaupstöðum víðsvegar um land-
ið. Strax og verslunin var stofn-
uð tók hún þá upp þá nýbreytni
að greiða alt kaup í reiðu fje,
en þá var það venja að vinnu-
laun væru aðeins greidd í vör-
um. Þá var hann og ásamt fje-
lögum sínum brautryðjandi að
því, að senda fiskfarma beint til
Spánar og Ítalíu, of fór Berrie
margar ferðir þangað og vann
jafnan að því að auka utanríkis-
verslun okkar. Stjórnaði hann
þessu fyrirtæki með hinni mestu
kostgæfni og framsýni, þar til
nokkru eftir stríðsbyrjun 1914
að hann seldi meðstjórnanda
sínum Ásgeir Sigurðssyni versl-
unina, en sjálfur rak hann til
dauðadags heildsölufyrirtæki í
Skotlandi, sem sonur hans,
Morris Berrie, hefir nú tekið
við.
Berrie var einlægur íslands-
vinur. Dvaldi hann hjer sumar-
langt árum saman, talaði ís-
Iensku mæta vel. Öllum störfum
hans fylgdi öryggi og festa. 1
verslun var hann sanngjarna,
ábyggilegur og mikilvirkur.
Sem eins af forgöngumönnum
nútíma verslunar á Islandi, mun
íslénsk verslunarstjett um ó-
komna tíma minnast þessa var-
kárna, sanngjarna og ótrauða
kaupsýslumanns, Norman M.
Berrie.