Morgunblaðið - 27.01.1940, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.1940, Síða 4
4 « H*Ö KXJTfcWB LA ÐIÐ — Íslensk skylmingastúlka | Um nokkurt skeið hefir ung íslensk stúlka, ungfrú Lilla Magnúsdóttir (Erlendssonar), stundað nám í skylmingalist í Kaupmannahöfn. Hefir hún þegar getið sjer nokkurt frægðarorð fyrir leikni sína, og hefir m. a. unnið bikar í skylmingakepni, þegar ungfrú Lilla kemur heim frá námi, gerir hún ráð fyrir að kenna hjer skylmingar. Hún sjest hjer á myndinni (lengst til hægri) með kennara sínum, Olesen Magden, og einum námsfje- laga sínum. Fyrir opniiiti fjöldum Einhver skuggavinur, sem kallar sig „Bændaflokks- mann í Austur-Húnavatnssýslu“ sendir mjer kveðju sína í 3ja tölubl. Tímans 9. þ. m. Hann kallar þessa ritsmíð: Bak v,ið tjöldin, opið brjef, og er sú fyr- irsögn í fullu samræmi við þann hugsunarhátt, sem kemur fram í greininni. Maðurinn byrjar á að prenta brjef, sem hann segir, að jeg hafi látið senda Bændaflokks- mönnum hjer í sýslu. Jeg hef nú ekki sjeð þetta brjef fyr en jeg las það í Tímanum í gær- kveldi, en ef það er ekki úr lagi fært, sem jeg veit ekkert um, þá ber það með sjer, að það er skrifað af stjórn Sjálfstæðis- fjelagsins hjer í sýslu. Það er nú drengskapur út af fyrir sig, fá- gætur að vísu, að eigna mjer brjef, sem jeg hefi hvorki sjeð eða átt nokkurn hlut að á einn oða annan hátt. Það kann að verða tekið til athugunar, af þeim, sem brjefið skrifuðu og kallar í sjálfu sjer ekki á neinar athugasemdir frá minni hálfu. En það er annað verra í „opna brjefinu“ „bak við tjalda“- mannsins, sem jeg finn ástæðu til að segja um örfá orð, þó efasamt sje að virða það svars. Forystumaður Bændaflokks- ins hjer í sýslu, Jón í Stóradal, er nýdáinn eins og kunnugt er, svo að segja á besta aldri og flestum óvænt. Við Jón vorum systkinasynir eins og kunnugir vita. Okkur ltom stundum illa saman út af hjeraðsmálum og stjórnmálum, en skildum að síðustu sáttir að fullu. Jeg segi hjer ekki eitt orð til að afsaka mína afstöðu í við- skiftum okkar Jóns, eða til að lýsa tilfinningum mínum þegar jeg skildi við hann á bana Jón Pálmason frá Akri sænginni fyrir stuttu. En þegar jeg sje, að til er maður í þessari sýslu, sem telur það nauðsyn- legt, að grípa tækifærið fyrstu vikuna sem Jón liggur í gröf sínni og senda mjer svívirðinga tóninn í blaðagrein út af því, að okkur greindi stundum á, þá ?rð jeg að segja það, að undra langt getur tuddamenskan stundum gengið. Það gæti vel átt við, þó einhver ummæli úr ræðu eða riti, frá baráttu- stundum fyrri ára væru rjett eftir mjer höfð. En ekki bætir það um, að það sem eftir mjer er haft í þessu sambandi er sumt rangfært, en sumt logið, og þó jafnvel prentað innan tilvitnun- armerkja, sem orðrjett. Jeg veit, að Bændaflokkurinn hjer í sýslu á svo marga drengi- lega og greinda menn, að þessi maður skrifar ekki í þeirra um- boði. Greinin ber það líka með sjer, að hún er skrifuð af fyr- verandi en ekki núverandi Bændaflokksmanni. Maður ver- andi í þeim flokki mundi ekki telja það virðingu sinni best sæma, að vilja heiðra m.inningu síns látna fyrirliða, með því að nudda sjálfum sjer upp við lak- asta hluta Framsóknarflokks- ins strax og hann kemur frá jarðarförinni. Honum fatast heldur ekki smekkvísin með því, að fremja þá athöfn í „Tíman- um“. Jeg hef nú jafnan kosið það FRAMH. Á SJÖTTU SÖ)U. Laugardagur 27. jan. 19401 Jöklajörð Nú þjóta rafboð yfir Eiríks bygðir, og ótal skíði lopts um strönd og fjörð. Því munu flugi fylgja djúpar hygðir. Vort Frón skal bera deilur undir gjörð. Þess skylda er að máttkast og að muna. Við minna hlut skal rjettur vor ei una. Um frelsi íslands heldur veröld vörð. Lát horfa augu heims til ystu ríkja, er hliði norðurskauts á gátt er svift. Gegn sið og lögum orðhefð á að víkja. Sjá, aldamyrkvinn hefir grímu lypt. Hjá djúpsins auðlegð Bretinn yppir brúnum, og blakta erlend þjóðavje að húnum. Frá hæðaveggjum starir stjörnuskrift. 1 lögum Eiríks lifði íslensk tunga. Með landans máli bar hann hjör og skál. Að rjettu nam hann óðal sitt hið unga, við íslensk rök og voldug merkjabál. Þótt meginhauður mannheims yrðu lokuð, og menning jarðar væri smáð og okuð ei deyr sú frægð, að- fluttust Atlamál. Vor Sóley fagra, svipstór yfir höfum, bar sögum vitni, fram að Rómastól. En öld vor bjúghljóð, grúfir yfir grófum, í guðadýrð, af tveggja dægra sól. Lát birta sannleik, bergsins hóggnu stafi; og berist flekklaust merki vort í trafi. Hjá oss á norrænn andi höfuðból. Á löngum rökkvum lifði þjóðarandi, við lága arins glóð, en seiga trú. Mun saga nokkur slík af lýð og landi. Vjer lögðum yfir djúpin stefjabrú. Vor göfga tunga tengdi rammar sifjar. Eitt tákn, eitt orð vor málstofn endurrifjar. Á fróni orktu allir, fyr og nú. Hjer fer á eftir síðasta kvæðið sem Einar : Benediktsson birti, svo vitað sje. Kvæðið sendi Einar Morgunblaðinu frá Tunis árið 1931 og birtist það í Lesbók 9'. ágúst það ár. Vor öldnu lög og sögu þjóðir þekkja; hve þungt var undir fót, með hlekki sjálfs. Hvort skal sig norrænn andi endurblekkja, við orðaprang um snævalöndin frjáls. Vor meginauðgi hafs og hauðra geymur sjer hallar þungt að ísaströndum tveimwr. í eining þeirra er afl og rjettur máls. , Vort kyn, vor örlög knýja Frón til dáða. í kynnum Nýheims urðu djúp vor spor. Og sjálfstætt fslands ríki skal hjer ráúða. Lát rísa yfir Hvarfi frelsis vor. Vjer eigum kost sem öllum heimi sæmir. Af alþjóð metast rök og sjálf hún dæmir. Á ríistum Garða sæki hlut sinn hvor. t Að austan flugu neistar norræns anda, þá námust Garðars fögru ríkislönd. En vestlæg eyþjóð Ijet sjer blóði blanda. * Svo byggðist íslands sagnafræga strönd. Og móti kveldátt skín í himinshæðum vors hnattar uridur. Frerinn mikli í slæðuntn Þar skyldi aldrei lyptast löglaus hönd. Þá beinöld hrárra bráða mætti stádum var brúðarherrans einkaveldi sett. j Og villisjót nam yndi af eiturskálum. Við okurborðin spik og skinn varð létt. Til drýgra fanga væntust hirðir Hafnar. Af hæstu völdum urðu reiddir stafnar. Á nokkur saga til svo blakkan blett. I Á Suðurgöngu.m bundust mál á munni; eitt minjastef bar nöfn um strönd og fjörð. \ Sá gestur mætur var er kvæðin kunni þau kváðust jafnt á gnoð og yfir lijörð. Svo brunnu stjörnur yfir himnahafL Og heilög Róm Ijet geyma minnisstafi, er þingskáld Helgi sannhjet Jöklajörð. Einar Benediktsson. ^HIPAUTCEI^O Esfa Vegna setningar Alþingis og fundahalda, sem boðuð hafa verið um miðjan febrúar, verður tveim næstu áætlunarferðum Esju flýtt þannig, að burtferð frá Reykja- vík verður sem hjer greinir: f hraðferð til Akureyrar mánu- daginn 29. þ. m. kl. 6 síðd. Vöru- máttaka til hádegis sama dag. í strandferð austur um land sunnudaginn 4. febr. kl. 10 árd. Vörumóttaka á föstudag 2. febr. Koma skipsins á áætlunarhafnir út um land breytist í samræmi við framangreint. • AUGAÐ hvilist Tmri r með gleraugum frá I ÍIiLLL KOLASALAN S.f. Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. NjrmnN &Olsen?í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.