Morgunblaðið - 27.01.1940, Page 8

Morgunblaðið - 27.01.1940, Page 8
ft -- £mxgmamí)w Laugardagur 27. jan. 1940L- ...... Síðari hluti Litla píslarvottsins Síðasla atrek rauðu akurliljunnar rmand Ias brjefið í þriðja sinn. „En, Armand“, endnrtók hann yið sjálfan sig í veiknmi róm — „eitthvað segir mjer, að þú munir gera það“. Knúinn af einhverju innra hug- boði, einhverjum krafti, sem hann gat ekki gert sjer grein fyrir, f jell hann á knje. Öll beisk auðmýkt og smán, er hann hafði síðustu daga geymt í hjarta sínu, braust nú fram í sker- andi angistarópi. „Guð minn!“ hvíslaði hann, „lofaðu mjer að fórna lífi mínu fyrir hann“. Þarna í einverunni, þar sem enginn sá til hans, var eins og sælukend ró kæmi yfir hann eitt augnablik, þegar hann gaf sorg- umi sínum útrás. Hjarta hans fylt- ist auðmýkt og sjálfsfórnarlöng- un. Brátt komst meiri ró yfir hann og útlit hans var ekki eins dap- urlegt og áður. Og þegar hann heyrði til Jeanne í næsta her- bergi, stóð hann upp og faldi brjefið í frakkavasa sínum. Hún kom inn og spurði ákaft eftir Marguerite. En hún varð brátt róleg, er hann kom með af- sökun frá henni. Hún þráði að verða ein með honum; var ham- ingjusöm yfir að sjá, að hann bar nú höfuð hærra, og að hið flótta- lega augnatillit hans var horfið. Hún þakkaði Marguerite þessa gleðilegu breytingu og var í hjarta sínu þakklát henni fyrir, að hún skyldi hafa getað áorkað því, sem unnusta hans gat ekki. Síðar um daginn gekk hann nið- ur með fljótinu, að húsinu við Quai de la Ferraille, þar sem söðla smiðurinn hafði búð, sína. Marguerite hafði farið ein heim til sín, eftir að heimsóknin í Rue de Charonne. Á meðan Sir Andrew fór að fylgja hóp flóttamanna út úr París, fór hún til herbergja Eítir Orczy sinna, til þess að taka saman pjönkur sínar og vera tilbúin að flytja í hús Lucas kaupmanns. Hún fór einnig þangað, vegna þess, að hún vonaði að hitta Ar- mand. „Ef þú kærir þig um að kynna mjer innihald brjefsins, þá kem- ur þú heim til mín í kvöld“, hafði hún sagt. Allan daginn hafði fylgt henni einhver skuggi, eitthvað, sem vakti hjá henni hræðilegan grun. En nú var þetta horfið og gat aldrei komið aftur. Armand sat við hlið hennar, og hann sagði henni, að foringinn hefði einmitt valið hann sjer til aðstoðar innan múra Parísarborgar, til síðustu stundar. „Það er ómögulegt að vita, hvort þú gerir alt, sem jeg bið þig um“, þannig endaði hið dýrmæta brjef. „En, Armand, eitthvað segir mjer, að þú munir gera það“. „Jeg veit að þú gerir það, Ar- mand“, endurtók Marguerite inni- lega. Hún vildi láta sannfærast. Hinn hræðilegi grunur hafði snert sál hennar, en ekki djúpt að vísu. Armand, sem reyndi að lesa hugsanir systur sinnar, fann, að svipurinn var hreinn og skugga- laus. Boðskapur Perey til Ar- mands hafði róað hana, enda var tilgangurinn sá. Forlögin höfðu leikið hana grátt, og iðrun Blak- eneys yfir því að baka henni sorg, var ekki minni en Armands. Hann mátti ekki til þess hugsa, að ó- slökkvandi hatur til bróðursins þjáði hana, og með því að tengja St. Just föstum böndum við sig á hættunnar stund, vonaði hann að geta sannfært konuna, sem hann elskaði, um það, að Armand væri maður, semi verðskuldaði traust hans. baronessu ÞRIÐJI KAFLI. I. kapítuli- Síðasta stig. Jæja, hvernig gengurf' „Jeg held, að við sjeum nú komnir á síðasta stig“. „Lætur hann undan?“ „Hann verður“. „Ó, það hafið þjer sagt svo oft! Þeir eru seigir, Englendingarnir“. „Það tekur sinn tíma að saxa þá í sundur. Og í þessu tilfelli vissuð jafnvel þjer, Chauvelin borgari, að það' myndi taka nokkurn tíma. Þetta er búið að standa yfir í seytján daga, og nú sjáum við fyrir endirinn“. Klukkan í varðstofunni var næstum því 12. Heron var að enda við að heimsækja fangann, eins og hann var vanur um þetta leyti nætur. Hann var rjett að halda heim í hinn nýja bústað sinn, er Chauvelin kom óvænt inn í varð- stofuna og spurði í skipunarróm: „Hvernig gengur?“ „Ef þjer eruð svona nærri leiks- lokum, Ileron borgari“, sagði hann nú og lækkaði róminn. „Hvers- vegna, gerið þjer þá ekki síðustu tilraun og bindið enda á þetta í nótt ?“ „Bara að jeg gæti það. Þessi spenningur fær meira á mig en hann“, bætti hann við og benti með höfðinu í áttina þangað, sem Sir Perey sat í klefa sínum. • „Á jeg að reyna 1“ spurði Chauvelin hörkulega. „Já, ef þjer viljið“, svaraði Heron. Hann var lotinn í herðum og höfuðið, með þunnu hártætl- unum, fjell niður á bi'ingu. I þessu þrönga herbergi var hann að sjá eins og illa gerður risi. Chauvelin virti vin sinn fyrir sjer með mikilli fyrirlitn- ingu. Hann hefði án efa kosið að ljúka við þetta erfiða málefni á sína eigin vísu, án hjálpar ann- ara. En það var heldur enginn efi á því, að velferðarnefndin bar minna traust til hans nú — eftir hina rniklu yfirsjón, sem hann hafði gert sig sekan um í Calais. Líflát Rauðu akurliljunnar und- ir fallexinni var sýning, sem sjer- hver atkvæðasmali lofaði í þeirri von að vinna sjer með því nokkur atkvæði. Og fyrst í stað ljet skríll- inn sjer nægja, að slíkur ánægju- legur atburður væri í vændum. En nú var meira en hálfur mán- uður liðinn, og enn var Englend- ingurinn ekki einu sinni kominn fyrir í’jett. Hinn skemtanasjúki áhorfendaskríll var tekinn að ó- kyrrast, og Heron borgari hafði glögglega orðið þess var, er hann sýndi sig í Theátre Franeais, því að óánægjuraddir tautuðu leynt og ljóst: „Hvernig gengur með Rauðu akurliljunaf* Alt útlit var fyrir, að hann yrði neyddur til þess að senda bannsettan Englendinginn undir fallexina, án þess að hafa pínt út úr honum leyndardóminn. Og þó vildi hann gefa of fjár til þess að vita, hvað prinsinn væri niður kominn! Chauvelin hafði líka ver- ið í leikhúsinu og heyrt óánægju- raddirnar, og því hafði hann nú heimsótt vin sinn. „Á jeg að reynaf4 liafði hann spurt og andvarpað ánægjulega, er Heron gaf samþykki sitt. „Látið hermennina liafa eins hátt og þá lystir“, bætti hann við með dularfullu brosi. „Við þurfum undirleik undir okkar þægilega samtal“. Heron samþykti gramur í geði og Chauvelin sneri sjer snarlega við og gekk inn í fangelsisklef- ann. Hann ljet járnslána falla í á eftir sjer og gekk lengra inn, uns hann kom auga á fangann. Framh. Margir álíta, að Chamberlain sje orðinn of gamall til þess að hann þoli stjórnmálaþrasið og erfiðleikana, sem af því stafa. En ef maður lítur aftur í tímann sjer maður, að margir af mestu mönn- nrn mannkynssögunnar voru aldr- aðir menn, er þeir stóðu á hátindi frægðar sinnar Gríski heimspekingurinn Platon var 81 árs er hann dó, svo að segja í „blóma lífsins“. Einn af merkustu páfum sögunnar, Leo 13., hafði fulla sálarkrafta er hann Ijest, 93 ára, og er hann var 81 árs ritaði hann sitt fræga verk um kjör verkalýðsins. Gladstone var 85 ára einn af merkustu forsætisráðherrum Eng- lands, og ljómi stóð um Disraeli, annan merkan stjórnmálamann, þar til hann Ijest 77 ára. Bismarek var enn kanslari í Þýskalandi 75 ára, og það var ekki sökum elli að hann varð að láta af embætti, held ur vegna skoðanamismunar hans og Vilhjálms II. ★ oosevelt forseti beindi friðar- áskorun sinni í haust til Viktors Emanúels Ítalíukonungs. Þetta þótti benda til þess, að It- alíukonungur væri ekki eins lítils- ráðandi eins og orð hefir af farið. Eftirfarandi saga sýnir líka, að konungur lítur nokkuð stórt á sig: Viktor Emanúel hafði boðið til ,sín nokkrum breskum kunningj- um til kvöldveislu í höllinni. Með- al annars var rætt um stjórnmál og konungur sagði: „Mussolini sagði mjer . . . .“ Alt í einu hikaði konungur í frá- sögn sinni og sagði eins og til skýr ingar: „Já, Mussolini, hann er sko for- sætisráðherra minn!“ ★ Norska blaðið Tidens Tegn skýrir frá því, að þar sem Bret- um hafi ekki tekist að ná í Hitl- er sjálfan, hafi þeir tekið vax- myndastyttu hans í safni Madame Tussaud í London, og brætt myndastyttuna! ★ afið þjer nokkru sinni at- ugað eftirfarandi: Hitler ríkiskanslari Þýskalands er fæddur í Austurríki. Schuss- chnigg, fyrverandi kanslari í Aust urríki er fæddur í Tjekkóslóvakíu og frelsishetja Pólverja, Josef Pilsudski fæddist í Lithauen. Nafnið Hitler er mjög algengt í Rússlandi og nágrannalöndum þess og var upphaflega fagnafn á hötturum. ★ Faðirinn: — Eru það nú mót- tökurnar! Jeg er varla kominn út úr lestinni fyr en þú ferð að biðja mig um peninga. — Já, en pabbi, þú verður að athuga, að lestin er 20 mínútum of sein. IO.G.T. HAPPDRAÆTTI Landnáms I. O. G. T. Enn er eftir að vitja eftirtaldra vinninga í happdrættinu er dregið var í 2. des. síðasta ár: Nr. 1508 (50 kr. í peningum), nr. 2808 (ljósmynd), nr. 2868 (Æfintýri og sögur), nr. 845 (Árin og eilífðin), nr. 150 (1 tunna af steinolíu), nr. 1039 i(Tesla-raflækningatæki). Verði .vinninganna ekki vitjað fyrir 25. febrúar fellur tilkall til þeirra niður og verður ráðstaf- að á þann hátt. Vinninganna sje vitjað hjá Hirti Hanssyni, Aðalstræti 18. Hlutaveltu- nefndin. 3MURT BRAUÐ fyrir steerri og minni veislur Matstofan Brytinn, Hafnar- straeti 17. *K&rus£&- HRAÐRITUNARSKÓLINN. Get bætt við í íslenska, enska o g danska hraðritun. Helgi Tryggvason. Sími 3703. ^&UMps&aput RITVJEL lítil, nýleg, óskast til kaups- Upplýsingar í síma 3703. TRJESMIÐAVJELAR óskast til kaups. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir mánaða» mót, merkt „Kontant". BÓKASKÁPUR úr eik, til sölu nú þegar. Einnig notuð saumavjel og lítil ljósa- króna. Uppl. í síma 3149. PHILIPS ÚTVARPSTÆKI til sölu. Nielsen, Baldursgötu 7*. VÖNDUÐ SILKIPEYSUFÖT óskast keypt. A. v. á. HÆNSAFÓÐUR, blandað kom, kurlaður maís,. heill maís. Hænsamjöl í heilum> pokum og smásölu. Þorsteins- búð, Hringbraut 61. Sími 2803.- Grundarstíg 12. Sími 3247. KARTÖFLUR valdar og gulrófur í heilum> pokum og smásölu. Þorsteins-- búð, Hringbraut 61. Sími 2803. Grundarstíg 12. Sími 3247. PURE silkisokkar á kr. 4,50 fást í> Verslun Ingibjargar Johnson. NÝKOMIN EFTIRMIÐDAGSKJÓLAEFNI Falleg efni og fallegir litir. — Saumastofa Guðrúnar Amgríms- dóttur, Bankastr. 11. Sími 2725.- KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypelaí.. glös og bóndósir. Flöskubúðin,. Bergstaðastræti 10. Sími 5395.. Sækjum. Opið allan daginn. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðnu. Guðmundsson, klæðskerL —- Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat-- flöskur keypt daglega. Spari®> milliliðina, og komið beint til o'kkar, ef þið viijið fá hæsta. verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfunK pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00. Sendum. Sími 1619. ÞORSKALÝSI Laugaveg Apoteks viðurkendáp meðalalalýsi fyrir börn og full- orðna, kostar aðeins kr. 1,35- heilflaskan. Selt í sterilum. (dauðhreinsuðum) flöskum. -- Sími 1616. Við sendum um allan. bæinn. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ.- Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28. . Sími 3594. VERBLISTI YFIR fSLENSK FRlMERKI FYRIR ÁRIÐ 1940^ 16 síður með fjölda mynda kostar kr. 0.50. Islensk frí-. merki ávalt keypt hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Austurstr.. 12, 1. hæð. HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1». 2 og 3. Vérð frá 0,40 au. pr... kg. Sími 3448.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.