Morgunblaðið - 03.02.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. febrúar 1940 6 •y --------------------------—“—" Kosteaður viö „Brosandiland" kr. 5 þúsund Eins og sagt hefir verið frá hjer í blaðinu er frumsýn- ing á óperettu Tónlistarfjelagsins næstkomandi þriðjudag. Leiktjöld og búningar eru komnir í Iðnó og æfingum er að verða lokið. Það flaug um bæinn að verð aðgöngu- miða að frumsýningu væri ákveðið kr. 10.00, og hringdum vjer því í Björn Jónsson kaupmann, ritara . Tónlistarfjelagsins, sem annast að mestu hljómleika og leiksýningar fjelagsins, og spurðum hvort þetta væri rjett. Það er náttúrlega ekki mikill munur á 8.50 og 10.00, svarar Bj örn, en við höfum ekki sjeð okkur fært að selja aðgöngumiða að frumsýningu lægra verði, en vegna ókunnugra vil jeg gjarna skýra þetta örlítið, því ýmsir kunna að líta svo á, sem ekki þekkja til starf seminnar, að hjer sje verið að spenna bogann ó- þarflega hátt. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Iðnó tekur aðeins rúm- lega 300 manns í sæti. „Fult hús“ þýðir um, 1100.00 kvöldtekjur brúttó með venjulegu leikhúsverði, en kvöldkostnaður okkar er ná- lægt 1000.00. „Brosandi land“ er mjög dýr sýniug, stofnkostnaður alt að 5ÓOÓ.OO. Leíktjöldín í 2. og 3. þætti (kínverska leiksviðið) er géysilega íburðarmikið og ekkert til sparað og sama er að segja um Uúningána. Margir leikendanna þurfa 2—4 mismunandi búninga, og svo kom verðið með sitt verð á ölltí, sem óþarft er að fjölyrða um. Okkar starfsemi verður að befa sig, það er að segja gestir okkar og velunnarar verða að borga brúsann. Til þess að geta leikið fyrir venjulégt leikhúsverð verðum við að fá allverulegan hluta af stofn- kostnaði greiddan á frurrisýningvr, á annan hátt getum við ekki hald- ið þessari . starfsemi áfram, en þess myndu vafalaust rnargir sakna, ef hún legðist niður. Frum- sýningargestir okkar eru flestir hinir sömu ár eftir ár, flest gamiir styrktarmenn, sem gerðu okkur kleift að koma á stofn Tónlistar- skólanum á sínum tíma. Þeir hafa til þessa ekki talið það eftir þó þeir legðu fjelaginu nokkurn styrk til viðleitni þess til að skapa heil- brigða fjolbreytni í skemtanalíf þæjafins með því að kaupa að- göngumiða að frumsýningu með tvöföldu verði. Yenjulega panta þeir miða sína um leið og þeir frjetta um áform okkar og svo hefir verið nú þrátt fyrir stríðs- Verðið. Landsmálafjelagið „Fraan“ í Hafnarfirði hjelt mjög fjölmenn- an fund í gærkvöldi. Sátu fund- inn um 300 manns. Á fundinum mættu Gunnar Thoroddsen lög- fræðingur og Kristján Guðlaugs- son ritstjóri og töluðu þeir báðir. Einnig tók til máls Bjarni Snæ- björnsson alþingismaður og nokkr ir aðrir innanfjelagsmenn. Síldarleitln dr. Rógnvaldur Pjetursson með flugvjel Svar frá Sveini Benediktssyni ÞAÐ lítur svo út, sem samsæti það, er flugmönn- unum var haldið á dögunum og heiðursgjafir þær, sem þeim voru færðar, hafi ekki verið öfundarlausar af hendi tveggja manna, sem ritað hafa í þessu tilefni í Alþýðublaðið um síldarleitina með flugvjel s.l. sumar. Hjá Óskari Jónssyni er fyr reit gætti óánægju yfir því, að hafa ekki verið boðið í samsætið og yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt í hinum verðskulduðu gjöfum til flugmannanna. Síldarleitina taldi hann hafa tekist ágætlega, en í samsætinu hefði heiðrinum af leitinni ekki verið rjett skift. Jeg hefi áður svarað Óskari og liirði ekki frekar um hann. Hjá Ólafi Þórðarsyni skipstjóra í Hafnarfirði kveður við annati tón. Hann reynir að gera sem minst úr því gagni, sem flugvjel- in hafi gert og kemst svo langt í því, að hann kallar flugvjelina nagdýr á síldarútveginum og vje-1 fengir frjettir hennar. Það er fróðlegt að bera saman þessi ummæli Ólafs Þórðarsonar í Alþýðublaðinu í gær við umsögn Lúðvíks Vilhjálmssonar skipstjóra í Mbl. 7. okt. s.l. Honum fórust meðal annars svo orð: „Mín skoð- un er, að það sem bjargaðist á síldveiðinni sje mest að þakka síldarleit flugvjelarinnar TF-Örn og hinum ötula og hárvissá flug- manni, sem henni stýrði. Það skeikaði aldrei, að upplýs- ingar um síld, sem flugmaðurinn sendi frá sjer, reyndust hárjettar“. Þeir Lúðvík og Ólafur voru báð- ir skipstjórar á togurum, í sumar. Lúðvík var aflakóngur á síld- veiðunum og aflaðist á skip hans 13.990 mál og tunnur samtals. Ólafur aflaði á skip sitt 8.348 mál og tunnur og var það um þu'súndi undir meðallagi. Ólafur er þó gamalkunnur aflamaður á síldveiðum. Það skal ósagt látið, hvern þátt það átti í þessum mismun, að Lúð- vík tók mark á síldarfrjettum flugvjelarinnar, en Ólafur taldi þær gagnsliflar eða gagnslausar. Ásgeir Stefánsson forstjóri Bæj- arútgerðarinnar í Hafnarfirði gat þess í samsætinu, semi flugmann- inum var haldið, að þeir sem hafi verið nógu fljótir að bregða við, þegar flugvjelin sendi út frjettir um að mikil síld sæist vaða, hafi féngið góðan afla, en hinir van- trúuðu, sem ekki tóku mark á frjettunum, setið eftir með sárt enni. Þegar komið var að vertíðarlok- um í sumar hinn 28. ágúst, hafði Ólafur Þórðarson ekki lært meira en það af reynslunni á síldarfrjett um, flugvjelarinnar í sumar, að hann sinti því ekki þótt flugvjel- in segði svartan sjó af síld um klukkutímaferð frá þeim stað, þar sem hann var á einu af hrað- skreiðustu skipum síldveiðiflotans. Ólafur tapaði deginum, en skip- stjórar sem trúðu frjettinni, fóru margfalt lengri leið og fengu á- gætan afla. Yfir daginn fengu 24 togarar á þessum stað frá 350 upp í 1800 mála veiði hver. Það er gremjulegt að missa af svona veiði, en svo fer þeim, sem af sjálfbirgingsskap vilja ekki hagnýta sjer tækni nýrra tíma. Verst er, að þeir skuli ekki vera einir um að bera tjónið, sem af því hlýst. Þó Ólafur Þórðarson hafi ekkert gagn haft af síldar- leitinni, þá eru þeir þó sem bet- ur fer svo margir, sem hafa aðra sögu að segja, að sildarleitinni með flugvjel mun verða haldið á- fram í framtíðinni svo langt sem eygja má. Sveinn Benediktsson. Starfsemi Iðnráðs Reykjavíkur Kosningar til iðnráðsins í Rvík hafa staðið yfir í iðnfjelög- unum undanfaxið, og kom hið ný- kosna iðnráð saman til fyrsta fundar 28. f. m. Á fundinum flutti formaður skýrslu um starfsemi iðnráðsins undanfarin 2 ár (kjörtímabilið), og er þetta aðalefni hennar: í iðnráðinu hafa verið 42 full- trúar, frá 27 iðngreinum (samtals um 1800 iðnaðarmenn). I sameinuðu iðnráði hafa verið haldnir 6 fundir á kjörtímabilinu. Afgreiðsla mála hefir aðallega ver- ið í höndum framkvæmdastjórnar, sem er skipuð 5 mönnum. Fram- kvæmdastjórn hefir haldið 49 fundi og haft til meðferðar 190 mál alls. Eftir efni skiftast málin þannig • Varðandi íðnnám og iðnpróf 27, prófnefndir 16, meistararjettindi 36, undanþágur frá iðnskóla 24, vafamál um iðnrjettindi 40, ýms önnur mál 47. Framkvæmdastjórnin hefir ritað 187 brjef, þar af til: Lögreglu- stjóra 94, ráðuneytis 25, ýmsra 68. Auk þess fjölda tilkynninga og orðsendinga til iðnráðsfulltrúa. Á fundinum fór fram kosning framkvæmdastjórnar fyrir næstu 2 ár. Formaður iðnráðsins var end- urkosinn Pjetur <3i. Guðmundsson, og með honum í framkvæmda- stjórn þeir: Einar Gíslason mál- arameistari, Guðbrandur Guðjóns- son múrari, Guðmundur Eiríksson húsasmíðameistari og Guðmundur Halldórsson preptari, allir endur^ kosnir nema Guðm. Eiríksson. Ritari iðnráðsfunda var kosinn: Júlíus Björnsson rafvirkjameistari. FR^IVIH. AF FIMTU SÍÐU. ir þeirra og dró úr sorgum þeirra með ástúð sinni og nærgætni. Og því mælti hann oft svo fagurlega eftir þá, sem í valinn voru hnign- ir og hann hafði þekt að einhverju góðu. Hann var manna fundvís- astur á alt, sem. gott var og göf- ugt og gróf til gullsins í hvers manns sál. Því urðu mörg eftir- mæli hans svo mannleg og sönn. Síra Rögnvaldur hafði mikið í það að verða glæsilegur rithöfund- Ur. Sjest það best á vinabrjefum hans, sem oft voru unaðsleg af- lestrar fyrir kýmni hans og fyndni. Hann gat og slegið á alla strengi mannlegra tilfinninga. En annir dagsins vörnuðu honum þess að leggja sig allan í ritstörfin. Þó eru til eftir hann fjöldi rit- gerða og blaðagreina, sem ekki verða raktar hjer. Ritgerðanna er helst að leita í þeim tveim tíma- ritum, er hann stóð að, tímaritinu „Heimir“, er hann gaf út 1904— 14 ásamt Gísla Jónssyni prent- smiðjustj., og ræddi það aðallega um trúmál, siðferðismál og fagrar bókmentir • og í Tímariti Þjóðrækn- isfjelagsins, er hann hafði rit- stjórn á um 20 ára skeið. í síð- asta árg. Heimis má finna fyrir- lestur þann, er hann flutti hjer i Reykjavík 1912 um trúarskoðun sína. Þá reit hann „Ferðalýsing- ar“ bæði á þeirri ferð og öðrum, er hann fór til íslands. 1913 tók hann að sjer ritstjórn „Heims- kringlu“, en varð frá að hverfa þegar á næsta ári, og tók ekki við henni aftur, fyrr en hann varð ráðsmaður hennar að fullu og öllu 1920 og alla tíð síðan. Hann varð einn af frumkvöðlum þess, að „Andvökur“ Stephans G. Step- hanssonar voru gefnar út, fyrstu þrjú bindin af Skapta Brynjólfs- syni hjer í Rvík, en síðari þrjú bindin af honum sjálfum. Hann gaf og út Brjef Stephans I.—II. nú nýverið á vegum Þjóðvinafje- lagsins. Einnig gaf hann út ljóða- bók vinar síns og samherja Krist- ins Stefánssonar: Ut um, vötn og velli, 1922. Þá gaf hann út á veg- um Jóns Sigurðssonar-fjelagsins „Minningarrit íslenskra her- manna“, er fallið höfðu í Kanada- hersveitunum í heimsstyrjöldinni, og voru þeir fleiri að tiltölu en nokkurrar annarar þjóðar. í Tíma- rit Þjóðræknisfjelagsins reit hann aðallega um þjóðræknissamtök Is- lendinga í Vesturheimi og Um uþphaf véstuéférgá. Þá gaf haún loks út „íslenSka mánáðardaga“ 1914—28 með myndum merkra ís- lendinga á hverju blaði. Á 25 ára kandidatsafmæli sínu var síra Rögnvaldur gerður að guðfræðidoktor 1927 (D. D.) við mentastofnun þá, er hann hafði gengið á og þá var orðin að deild við Chicagoháskólann. Og árið 1930 var hann ásamt öðrum merkum Vestur-íslendingum kjörinn heið- ursdoktor við Háskóla íslands. Ýmis önnur virðingarmerki hlotn- uðust honum á síðari árum, og þýðir ekki þau upp að telja. Konu átti dr. Rögnvaldur ágæta, frú Ilólmfríði Jónasdóttur frá Hraunkoti í Aðaldal. Var hún honum hin samhentasta í öllu, enda var dr. Rögnvaldur hinn á- gætasti eiginmaður og faðir. Þau hjón eiga 4 börn á lífi, Þorvaldy M. A., Margrjeti, Ólaf, verkfræð- ing, og Pjetur, sem enn er í skóla. Er nú þyngstur harmur að þeim kveðinn við lát svo ástríks eigin- manns og föður. En það dimmir einnig yfir lífi íslendinga vestanhafs við fráfall hans. Þeir hafa mist forystumann sinn, sem svo að segja allir gátn sameinast um nú hin síðari ár. I vinabrjefum að vestan hefir nú kveðið við síðustu mánuðina: „Við megum ekki missa hann! — Við megum ekki missa hann!‘ ‘ Enda hefi jeg ekki þekt göfugri mann, betri vin og sannari Islending en dr. Rögnvald Pjetursson. Ágúst H. Bjaraason. Balkamáðstefnan FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. væri að sveigjast í þá átt að þeir fjellust á að taka upp samvinnu v íð Balkanbandal^gið. En sjálf eru ríkin sem nú eru í Balkanbandalaginu staðráðin £ því, að halda uppi emingu sín á milli. Vottur þess er að Gafencu, utanríkismálaráðherra Rúmena, var kosinn forseti fundarins í Belgrad. En Rúmenía er þunga- miðjan í átökunum, sem farið hafa fram um nokkurt skeið um ríkin á Balkanskaga. Auk Gafencu, og Sarajoglu, taka Metaxas, forsætisráðherra Grikkja og Markowitch, utan- ríkismálaráðh. Júgóslafa þátt í fundunum. Þegar er ráðstefnan hafði ver- ið sett var samþykt að sáttmál- inn sem gerður var 1934, skuli vera áfram í gildi í 7 ár.Sáttmáli þessi var gerður til aukins ör- yggis og verndar þeim ríkjum, sem að honum standa, en þau eru: Grikkland, Tyrkland, Rú- menía og Júgóslafía, eða þau fjögur ríki, sem eru í Balkan- bandalaginu. Italir fylgjast af mikilli at- hygli með öllu því, sem gerist á fundunum í Belgrad. Það er talið að ósk Itala sje, að engir nýir sáttmálar verði gerðir, sem bindi Balkanríkin meir sáman t. d. hernaðarlega. Slíkir sátt- málar gætu orðið hættulegir„ sjerstaklega vegna þess að Þjóðverjar myndu Mta þá óhýru auga. En aftur á móti er talið, að ítalir hafi mikinn hug |á að Balkanríkin efli samstöðu sína gegn framrás bolsjevismans á Balkanskaga. Farsóttartilfelli í desember s.L voru 2960 talsins. Þar af í Reykja- vík 1642, Suðurlandi 539, Vestur- landi 151, Norðurlandi 465 og Austurlandi 163. Farsóttartilfellin voru sem hjer segir (tölur t svig- um frá Reykjavík nema annars sje getið): Kverkabólga 501 (248). Kvefsótt 1254 (582). Blóðsótt 602' (586). Gigtsótt 2 (0). Iðrakvef 504 (194). Kveflungnabólga 17 (10). Taksótt 11 (0). Rauðir hund- ar 1 (0). Skarlatssótt 4 (1)'. Heimakoma 4 (0). Kossageit 9 (0)v Munnangur 12 (7). Hlaupabóla 29’ (8). Ristill 8 (4). — Landlæknisi- skrifstofan. (FB.)>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.