Morgunblaðið - 14.03.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1940, Blaðsíða 3
Fimtudagur 14. mars 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 V/erðlagsuppbót til opin- berra starfsmanna Frumvarp fram komið á Alþingi FJÁRHAGSNEFND EFRI DEILDAR flytur f. h. fjármálaráðherra frumvarp um verðlagsupp- bót á laun embættismanna og starfsmanna rík- isins og ríkisstofnana. Skal uppbótin greidd frá 1. jan. 1940. Um verðlagsuppbótina segir svo í 2. gr. frum- varpsins: „Við áltvörðun þessarar verðlagsuppbótar skal fvlgt þeim regl- um, sem settar eru í 2. gr. laga nr. 51, 12. febr. 1940, þanríig, að til 1. flokks skulu teljast laun alt að 270 kr. á mánuði, til 2. flokks laun frá 270-360 kr. á mánuði og til 3. flokks laun yfir 360 kr. á mánuði. Þó má lágmark launa og uppbótar samanlagt í hærra launaflokki ekki vera lægra en hámark launa og uppbótar í næsta flokki fyrir neðan“. Um þessa reglu fyrir verðlagsuppbótinni segir svo í greinar- gerð frumvarpsins: _____________' ______ „Eeglurnar í 2. gr. eru ein- göngu miðaðar við tímakaup. Hins vegar eru laun embættis- og starfsmanna ríkisins að öllum jafn I aði ákveðin með vissri fjárhæð fyrir árið, sem greiðist með 1/12 á mánuði. Til þess að finna út, hvernig flokka beri laun þessara starfsmanna til greiðslu uppbótar 1 á þau, þarf að breyta laununum! í tímakaup, og þarf þá að ætlast j á um, hve langur meðalstarfstími j sje ætlaður starfsmönnum hins op-' inbera daglega, vikulega o. s. frv.! Þar sem starfstíminn er reglu- bundinn, svo sem á sjer stað um ! skrifstofufóllíí og kennara, verður ! þetta áætlað með nokkurri ná-! kvæmni, en daglegur vinnutími ýmsra embættismanna, t. d. hjer- aðslækna, presta og sýslumanna, er svo mismunandi eftir ástæðum, að e'rfitt er að gera sjer nokkra grein fyrir, hvernig laun þeirra yrði rjettilega lögð niður í tíma- kaup. Hinsvegar þykir ekki annað hlýða en fylgja sömu reglu um alla, og verður þá óhjákvæmilega að byggja að nokkru á ágiskun. Þykir ekki fjarri sanni að telja ' meðalvinnutíma embættis- og starfsmanna ríkisins 42 st. á viku, eða-ca. 182 st. vinnu á mánuði, ef reiknað er með 26 virkum dögum í mánuði að jafnaði, en það svar- ar til ca. 270 kr. launa á mánuði, miðað við kr. 1.50 um tímann og 360 kr. á mánuði miðað við 2 kr. tímakaup. Þessu samkvæmt mundu laun alt að 270 kr. á mánuði telj- ast til 1. uppbótarflokks, laun alt að 360 kr. á mánuði til 2. upp- bótarflokks og laun yfir 360 kr. á mánuði til 3. og lægsta uppbót- arflokks". Verðlagsuppbót greiðist á öll laun, samkv. frumvarpinu. En hafi maður laun eða þóknun úr ríkis- sjóði fyrir fleira en eitt starf, skal reikna uppbótina af laununum samanlagt. Uppbót greiðist einnig á eftir- laun og styrktarfje samkv. 18. gr. fjárlaga. Engin uppbót greiðist á hlunnindi, sem ^mbættum fylgja, svo sem leigulaus íbúð, frítt ljós, hita o. fl. Embættismönrium, sem fá greitt skrifstofufje úr ríkissjóði, er heim ilt að greiða starfsfólki sínu upp- bót eftir regluin frumvarpsins, gegn endurgreiðslu úr ríkissjóði. , Verðlagsuppbótin greiðist á laun embættismanna að viðbættri þeirri dýrtíðaruppbót, sem nú er greidd samkvæpit lögum. , Uppbótin greiðist eftirá, fyrir' hvern ársfjórðung í senn, og mið- ast við vísitölu þá, sem ákveðin er í byrjun ársfjórðungsins. •k Eins og menn muna var á síð- asta þingi samþykt viðbótar- ákvæði við gengislögin, er heim- ilaði ríkisstjórninni að ákveða í reglugerð verðlagsuppbót á laun embættismanna og annara starfs- manna ríkisins, svo' og ríkisstofn- ana. Fjármálaráðuneytið hafði gert uppkast að reglugerð um þetta efni. En svo var horfið að því ráði, að bera málið fram á Al- þingi. 16 ára plltur verOur útl á Kólsfjöllum Magnús Ingólfsson frá Víðir- hóli á Hólsfjöllum varð úti aðfaranótt síðastl. mánudags. Hann fór að heiman ásamt syst- ur sinni um hádegi á sunnudag og fóru þau að Fagradal, um 4 km. frá Víðirhóli. Um kvöldið var ískyggilegt veðurútlit og vildi fólkið ekki sleppa þeim, en hann fór einn ;41eiðis heim, en systir háns varð eftir í Fagradal. Á mánudagsmorgun var stór- hríð, og hann enn ókominn heim. Þá fór faðir hans að Fagradal og síðan á bæina í kring og safnaði mönnum. Var leitað allan þann dag og úm hádegi á þriðjudag fanst lík hans 5—6 km. frá Víðirhóli. Magnús vár 16 ára að aldri. Leki að „8elgaum“ i hati önnur umræHa fjárlatta i dag T? undur verður í sameinuðu -*■ b»ngi kl. 2V2 í dag og hefst þá 2. umræða f járlaganna. Það óvenjulega hefir skeð, að aðeins ein breytingartillaga er fram komin frá þingmönnum við þessa umræðu fjárlaganna. Þessi tillaga er 5000 króna framlag „til smíðis eða kaupa á nýjum bát handa skipbrots- mönnum af vjelbátnum „Kristj- áni“, flm. eru Sig. Hlíðar, Jón- as Jónsson, fjelagsmálaráðherra og Ólafur Thors. Engln hætta ng sklplð væntan- legt til Vestmannaeyja árd. f dag KLUKKAN 5 síðd'egis í gær barst Þórði Ólafssyni út- gerðarmanni tilkynning frá Belgaum, sem þá var staddur 170 mílur undan Vestmannaeyjum, að leki væri kom- inn að skipinu, en ekki stórvægilegur. Belgaum er á heimleið frá Englandi. Togarinn Arinbjörn hersir var einnig á heimleið og skamt á undan Belgaum. Náði Belgaum strax sambandi við Arinbjörn og hann kom á vett- vang, og fylgist með Belgaum hingað til lands. Þórður Ólafsson hafði samband við Belgaum lengi fram eftir í gærkvöldi og gekk ferðin þá vel. Lekinn var lítill, að- eins vætlaði yfir lestarrúmið og höfðu dælur vel við. Veður var gott og engin hætta á ferðum. Búist var við, að togararn- ir kæmu til Vestmannaeyja kl. 10 árd. í dag. Skipstjóri á Belgaum er Aðalsteinn Pálsson, en hann er ekki með skipið þessa ferð. 30 þtístmd fallnír Frá frjettaritara vorum. Kh öfn í gstr. amkvæmt fregnum frá Helsingfors hafa 30 þús. und finskir hermenn fallið á Kirjálavígstöðvunum síðustu fimm vikurnar. Það var meðal annars þetta mikla mannfall, sem gerði Finnum ómögulegt, að halda hetjuvörn sinni áfram. r Agreiningsmál á Alþingi nefndarálitum, sem fram -*• hafa komið í þinginu síð- ustu dagana, kennir nokkurs á- greinings í einstaka málum. RAFVEITULÁNA- SJÓÐUR Fjárhagsnefnd Nd. er klofin í málinu. Meirihlutinn, Svb. H., St. St. og Stgr. Stþ. leggur til að frumvarpið verði sam. þykt. En minnihlutinn, Jón Pálmason og Ásg. Ásg. getur ekki fallist á þá tekjuöflun, að lagður sje skattur á skuldir, eins og frumvarpið ráðgerir. — ViH hann fella frumvarpið, en t fela ríkisstjórninni að finna i heppilegri leiðir til fjáröflunarj í þessu skyni. IÞRÓTTASJÓÐUR Þar er fjárhagsnefnd neðri deildar einnig klofin. Þrír nefnd armenn, Ásg. Ásg., Svb. H. og Stgr. St. vill samþykkja frum- varpið „í aðaldráttum". — Einn nefndarmanna, J. Pálmason, telur það „fjarstæðu, að hluta niður tekjur ríkissjóðs til að veita þeim til þessa eða hins, án þess að Alþingi hafi á valdi sínu á hverjum tíma“. Ef Al- þingi vilji hækka álagningu á áfengi og tóbak, eigi þær tekjur allar að renna í ríkissjóð. Það eigi að vera á valdi Alþingis á hverjum tíma, hve miklu sje varið til íþrótta og annars. — Hann leggur til, að felt verði burtu úr frumvarpinu alt, nema ákvæðin um veðmálastarfsemi. Álit frá St. St. er ekki komið. ísland verður þátt- takandi áfram í NewYork-sýn- ingunni PAÐ ER NC ÁKVEÐIÐ, að fsland verður áfram þátttakandi í heimssýningunni í New-York á þessu ári, sagði Thor Thors alþm., er jeg spurði hann í gær fregna af þessu máli, og hann sagði ennfremur: — Þessa ákvörðun tók ríkisstjórnin síðastliðinn laug- ardag og sendi stjórn Bandaríkjanna tilkynningu um þetta samstundis. En það var nauðsynlegt að taka ákvörðun um þetta þegar í stað, þar sem sýningin á að hefjast í maí-mánuði og frestur löngu liðinn til þess að tilkynna þátttöku. Aðalfundur Kvenskátasambands íslands verður í í. R. húsinu í kvöld. — Er fjárhagshlið málsins trygð? — Svo sem kunnugt er, svarar Thor, samþykti síðasta Alþingi að verja 50 þús. kr. til sýningarinu- ar, enda kæmi á móti framlag frá öðrum. Hafa nú þegar safnast frá einstaka fyrirtækjum 30 þús. kr., en fjársöfnun heldur áfram. — Yar ekki kominn einhver afturkippur í þetta mál? — Ekki vil jeg segja það, og víst er, að áhuginn hefir altaf verið vakandi, bæði hjer heima og vestra. Ýmsir málsmetandi ís- landsvinir vestan hafs höfðu lagt ríka áherslu á, að við hjeldum sýningunni áfram. Og nú fyrir skemstu var það símað, að borg- arstjórinn í New-York, La. Guar- dia, hefði beint áskorun til okkar um, að við sýndum áfram á þessu ári. Ennfremur kom nú um helg- ina símskeyti frá einum aðal for- ráðamanni sýningarinnar, þar sem hann lagði ríkt að okkur að sýna og hann hjet allri sinni að- stoð, ef þátttaka yrði af okkar hálfu. Það var því orðið bersýni- legt, að rík áhersla var á það lögð, að þátttaka okkar í sýning- unni fjelli ekki niður. — Yitið þjer, hver kostnaður- inn verður? — Kunnugustu menn fullyrða, að kostnaðurinn við framhald sýningarinnar fari alls ekki fram úr 100 þús. kr. og er það aðeins um 1/5 hluti þess, sem sýningin hefir þegar kostað. Má ætla, að sýningin verði okkur meira til gagns nú, þar. sem miklu færri þjóðir sýna að þessu sinni. — Verður sýningin óbreytt ? — Undirbúningur er hafinn bæði hjer og vestan hafs. Sýning- in verður að mestu óbreytt, með nokkrum endurbótum. — Hafa menn verið sammála hjer heima um sýninguna? — Nei, nokkurs ágreinings h'ef- ir gætt um það, hvort rjett væri að halda sýningunni áfram, en ekki mjög alvarlegs. En þar sem ákvörðun hefir nú verið tekin í málinu, er þess að vænta, að fylsta samvinna verði um það, að gera sýninguna nýju svo úr garði, að okkur verði til sóma og gagns. Okkur er þess full þörf, segir Thor að lokum, að ná traustri fót- festu í Yesturheimi og auknum skilningi, eins og nú er umhorfs í heiminum. Hjer er um utanríkis- mál að ræða, og væri því ekki vansalaust, ef skoðanamunur inn- anlands þyrfti að ná út fyrir landsteinana. J. K. Prú Valdís Jónsdóttir, Grettis- götu 55, á 65 ára afmæli í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.