Morgunblaðið - 29.03.1940, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. mars 1940.
1ÍORGUNBIAÐ1 H
Til
kaupendanna
Frá 1. apríl næstkomandi
hækka áskriftagjöld
Morgunblaðsins innanlands
um 50 aura á mánuði, frá
því, sem verið hefir, eSa úr
kr. 3,00 í kr. 3,50.
Hækkvm þessi er gerS af
brýnni nauðsyn, vegna þess
hve ýmsir útgjaldaliðir við út-
gáfu blaðsins hafa hækkað
síðustu mánuði. Pappír er t.
d. nú í tvöföldu verði á við
verðlagið fyrir styrjöld, en
ýms annar kostnaður aukist
svo sem prentunarkostnaður
vegna hækkandi kaupgjalds
o. fl.
Raforkuveitu-
sjóöurinn
Frumvaip Sjálf-
stæðismanna fær
góðar undirtektir
Frumvarp Sjálfstæðismanna
um raforkuveitusjóð var
til 2. umræðu í neðri deild í
gær.
Fjárhagsnefnd deildarinnar
hafði haft frumvarpið til með-
ferðar. Hún flutti breytingar-
tillögu við frumvarpið um, að
auk ríkissjóðstillagsins (50 þús.
krónur á ári í 10 ár) skyldu
allar rafstöðvar, er ná 100 kw.
orku skattlagðar þannig:
a) Fyrstu þrjú árin skal stöð-
in vera skattfrjáls.
b) Næstu 5 árin greiðist 2
krónur á ári fyrir hvert kw.
c) önnur 5 árin greiðist 4
kr. á ári, og úr því 6 kr. á ári.
Gísli Sveinsson flutti þá breyt-
ingartillögu við-tillögu nefndar-
innar, að lágmarkið yrði 150
kw. stöð í stað 100 kw., sem
skatturinn næði til. Jón ívarsson
flutti og þá breytingartillögu,
að gjaldskyldar skyldu aðeins
þær stöðvar, sem njóta ríkis-
ábyrgðrr.
Umræðunni var lokið, en at-
kvæðagreiðslu frestað.
Jökulfaraxnir yið Goðastein á Eyjafjallajökli, þar sem þeir tjölduðu. Myndin til hægri sýnir 3 af
ferðafjelögunum a leið niður jökulinn.
Sjö Reykvíkingar
gistu á Eyjaf jallajökli
um páskana
Fimta jöklaferð Litla
skiðafjelagsins
SJÖ FJELAGAR úr Litla skíðafjelaginu dvöldu
á Eyjafjallajökli um páskana. Er þetta fimta
jöklaferð þeirra fjelaga að vetrarlagi. Þeir
voru sex daga í ferðinni, fóru hjeðan á skírdagsmorgun
klukkan 6 og komu aftur á þriðjudagskvöld.
I förinni voru þessir menn: Ólafur Haukur Ólafsson, Magn-
ús Andrjesson, Magnús Brynjólfsson, Stefán Björnsson, Kjartan
Hjaltested, Árni Haraldsson ogTryggvi Magnússon.
Flugvjelatap
Þjóðverja
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Bretar halda því fram, að
frá stríðsbyrjun hafi verið
skotnað niður 122 þýskar flu-
vjelar.
Bretar segjast hafa skotið
niður 95 þýskar flugvjelar, yfir
Skotlandi, Englandi og Norður-
sjónum, en að 27 flugvjelar
hafi verið skotnar niður hjá
vesturvígstöðvunum.
Fóru þeir fjelagar með tjöld
og farangur allan (250 kg.) eft-
ir endilöngum Eyjafjallajökli á
Fimmvörðuháls, þá á hábungu
Goðalandsjökuls, niður undirj
Þórsmörk og þaðan þvert yfirj
jökui niður Skógarheiði til
bygða.
BESTA VEÐUR
Veður var að jafnaði það
besta, sem þeir fjelagar hafa
fengið í vetrarferðum sínum,
frost var á degi hverjum.8° C.,
en mest annan í páskum 16° C.
Að'Goðasteini komu þeir að
kveldi föstudagsins langa. —
Munu þeir fjelagar vera þeir
fyrstu, sem tjaldað hafa og gist
næturlangt að vetrarlagi á há-
tindi Eyjafjallajökuls í 1580 m.
hæð.
Goðasteinn var glæsilegur í
vetrarskrúða sínum; eins og
sitjandi ljón úr skærum krist-
alli situr hann í gígbrúninni á
drífhvítri jökulbreiðu og horfir
stoltur yfir hina stórbrotnu
Þórsmörk, til nábúa síns Tinda-
fjallajökuls.
Þegar dimma tók kveiktu þeir
(jökulfararnir á tveimur 300
kerta luktum og settu þær undir
| Goðastein. Lýstu þær upp ís-
i kristallana, sem endurvörpuðu
'skæru ljósi í öllum regnbogans
Titum og lýstu upp umhverfið
sem um dag væri, en fyrir neð-
an lágu skýjabólstrar eins og
drifhvítir ullarflókar yfir Þórs-
mörk, paradís ferðamannanna.
BJARMINN Á
GOÐASTEINI
Þegar niður kom frjettu þeir
að frá bæjum í Fljótshlíðinni
og frá Dalseli, sem er 20 km.
loftlína, hafi greinilega sjest
bjarminn á Goðasteini. Það var
engu líkara en Goðasteinn
kynni illa við þessa snáða og
drasl þeirra á drifhvítum feldi
sínum, því nú fóf hanft að anda
þungt. í/ einni svipan þyrlaðist
snjórinn upp svo ekki sást hand-
ar skil, nötraði alt og skalf og
hið fagra útsýni var með öllu
horfið.
En þetta er aðeins smáræði
hjá því, ef goðin reiðast alvar-
lega. Þá mundi ekki heiglum
hent að hafast þar við. En þeir
fjelagar höfðu gert ráð fyrir
slíku, því tjöldin grófu þeir 1
meter niður í snjóinn og hlóðu
háa og trausta skjólgarða til
öryggis.
FEGURSTA
ÚTSÝNIÐ
Fegursta útsýnis í ferðinni og
eitthvert það glæsilegasta, sem
þeir fjelagar hafa sjeð í öllum
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
VíQbúnaOur eykst
í Austurlöndum
•
Balkansendiherrar
Breta til viðtals
í London
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Eftir viðræður þær, sem fram
hafa farið milli Mussolinis
og fulltrúa frá Balkanlöndum
virðist svo, sem Bretar sjeu að
undirbúa nýja stjórnmálaher-
ferð þar um slóðir.
Breska stjórnin eða utanrík-/
ismálaráðherrann Halifax lá-
varður hefir boðað sendiherra
Breta í Balkanlöndum á sinn
fund, frá Aþenu, Belgrad, Buda
pest, Sofíu, Búkarest og An-i
kara.
Sendiherra Breta í Róm er og
væntanlegur til London.
Þess er þó getið, í frjett
frá Englandi að slík sendiherra-
ráðstefna sje ekki einsdæmi. —
Hafi Bretastjórn áður kallað
þannig marga sendiherra heim
til skrafs og ráðagerða.
í AUSTURLÖNDUM
Bréska herstjórnin lætur vel yf-
ir heræfingum þeim, Sem nú fara
fram í Egyptalandi. Er sagt frá
því, að þar gangi nú til heræf-
inga hlið við hlið Indverjar, Bret
ar og Egyptar.
Þá sje samkon'mlagið ekki lak-
ara í Gyðihgalandi. Því þar gangi
Arabar í breska herinn, til þess
að þjóna heimsveldinu, er áður
hafi haft lífsframfæri sitt. af rán-
•um og gripdeildum út um fjöll
og eyðimerkur.
Dagskrð blaða-
mannakvfild-
vðkunnar
Kvöldvaka Blaðamannafjelags-
ins verður annað kvöld að
Hótle Borg og hefst kl. 9.
Skemtiskrá kvöldvökunnar er á-
kveðin þannig:
Leikinn verður kafli úr gaman-
leiknum „Stundum og stundum
ekki“, eftir Arnold & Baeh, sem
Emil Thoroddsen hefir þýtt og
staðfært og sem Leikfjelagið hef-
ir frumsýningu á í næstu viku.
Leikendur verða þeir Alfreð And-
rjesson og Jón Aðils.
Þá syngur Alfreð Andrjesson
gamanvísur úr nýju, íslensku
gleðileikriti, sem er í smíðum.
Kristmann Guðmundsson rithöf-
undur les upp nýja sögu. Dans-
mærin Bára Sigurjónsdóttir og
Sigfús Halldórsson skemta í sam-
bandi við nýtt danslag, er Sigfús
hefir samið.
Lárus Ingólfsson leikari skemtir
með spánýjum skemtiatriðum.
Brynjólfur Jóhannesson syngur
nýjar gamanvísur.
Jack Quinet og hljómsveit hans
skemtir á milli annara skemtiat-
riða og leikur fyrir dansinum. ,
Kynnir á kvöldvökunni (con-
ferencier) verður ívar Guðmunds-
son blaðamaður.
Fjöldi manns hefir þegar pant-
að aðgöngumiða og sjest á því, að
aðsókn ætlar ekki að verða minni
'en í fyrri skiftin. Aðgöngumiðar
verða seldir í dag á Morgunblað-
inu og hjá Fálkanum. Er vissara
fyrir fólk að tryggja sjer miða í
tíma, því búast má við að allir að-
göngumiðar seljist upp fyrir
kvöldið.
Borð verða ekki tekin frá á
Hótel Borg, svo öllum er gert
jafn hátt undir höfði með að ná
sjer í sæti. Var sú tilhögun höfð á
síðustu kvöldvöku og þótti gefast
vel.
Kirkjuhljómleikar
Karlakórs Reykjavíkur
Karlakór Reykjavíkur efnir
til kirkjuhljómleika í frí-
kirkjunni í kvöld og á sunnu.
daginn kemur. Söngstjóri kórs-
ins er Sigurður Þórðarson.
Efnisskráin, sem kórinn kem-
ur með á þessum kirkjuhljóm-.
leikum er fjölbreytt og mjög til
henfiar vandað.
Nýstárlegt er það, að hjer
kemur karlakórinn einnig fram
með drengjakór, sem aðstoðar
í nokkrum lögum. Þar syngur
12 ára drengur einsöng.
Ekki þarf að efa það, að
Reykvíkingar munu fjölmenna
á þessu kirkjuhljómleika, enda
er þegar fult hús í kvöld.
Skátablaðið, 1. tbl. þessa árs,
er komið út og flytijr fjölda
greina og myndir úr lífi skáta.
Skátahöfðinginn, dr. Helgi Tóm-
asson ritar um flokksforingja. Þá
er ýms skátafróðleikur, hjálp í
viðlögum, leiðbeiningar um vetr-
arferðalög o. fl. o. fl.
Matseðlaúthlutun. í gær var
byrjað að vithluta matarseðlum
fyrir apríl. Yoru afhentir 8650
miðar. Uthlutað verður í dag og
á morgun, en ekki lengur. Allir,
sem geta komið því við, ætti að
sækja seðla sína í dag.