Morgunblaðið - 29.03.1940, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. mars 1940.
í
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjðrar:
Jðn KJartansaon,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Rltstjðrn, auglýsingar og atgrelCsla:
Austurstrætl 8. — Slml 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á. mánuCl.
1 lausasölu: 16 aura eintaklO,
25 aura me6 Lesbðk.
Nám í náttúrufræði við
Háskóla íslands
Aflaleysið
VUÐ í)slendingar höfum orðið
að horfa upp á það und-
anfarin ár, að vertíðaraflinn
hefir að heita má gersamlega
•brugðist. Sama hefir og orðið
tippi á teningnum það sem af
•er þessarar vertíðar, enda þótt
.afli hafi ofurlítið glæðst í vik-
nnni sem leið. Hvort framhald
verði á því veit enginn ennþá.
Það þarf ekki að lýsa því
hjer, hve mikill hpekkir það
grrði fyrir þjóðarbúskap okkar
Jslendinga, ef sú yrði reyndin,
:a8 vertíðaraflinn bregðist að
Tniklu leyti.
Sjómenn og vísindamenn
ihafa verið að velta því fyrir
«jer, hver muni vera orsök þess,
tað aflinn bregst. Sjómenn komu
fyrstir með þá tilgátuna, að
laneifi hlýindi í sjónum við
jstrendur landsins myndi vera
aáðalorsökin. Vísindamennirnir
munu nú einnig farnir að fall-
ast á þessa skoðun.
iEn sje þessi tilgáta rjett, að
rneiri hlýindi í sjónum sje þess
yaldandi, ,að aflinn hefir brugð-
.Ist á aðalvertíðinni, þá er vit-
anlega alt í óvissu um það, hve
nær úr rætist. Rannsóknir á
jöklum sýna, að meiri hlýindi
Ihafa verið hjer um skeið, en
undanfarna ártugi. Sjávarhitinn
.sýnlr þetta sama og sjálf veðr-i
.iáttan leynir sjer ekki. Enginn
.jgetur sagt um það, hvort þessi
Jhlýindi verði langvarandi eða
ekki.
En alt virðist benda til þess,
íið hlýindi í veðri og í sjónum
xvið strendur landsins hafi mikil
jáhrif á fiskgöngur. Það getur
því svo farið, að vertíðaraflinn
sje okkur algerlega horfinn í
þeirri mynd, sem við höfum
átt honum að venjast.
Það er því tímabært fyrir
okkur íslendinga, að við förum
,að líta í kringum okkur, til
fjarlægari miða, því að fiskinn
verðum við að fá, hvað sem
hðru líður. Við höfum oft minst
á Grænland í þessu sambandi,
«n ekki sint þeim málum, sem
skyldi. Væri ekki tímabært, ein-
mitt nú, að fara að sinna þess-
um málum í fylstu alvöru? Ekki
þannig meint, að við eigum að
gera landakröfur á hendur
sambandsþjóð okkar, Dönum.
Hina leiðina ber okkur að fara,
að ganga til samninga við Dani
um fiskveiðirjettindi við Græn-
land til handa íslenskum þegn-
um. Vaðri ekki rjett, að Al-
þingi athugaði þetta mál, áður
en það lýkur störfum nú?
Og verði þorskafli óvenjulega
eða óeðlilega rýr á yfirstand-
apdi ári, ætti sumarið ekki að
líða svo, að ekki færi íslenskt
skip til veiða við Grænlands-
istrendur í tilraunaskyni.
Arið 1911 var Háskólinn ís-
lenski, draumur bestu
sona þjóðarinnar um fjölda-
mörg ár, gerður að veru-
leika. Og þar eð landið var
fátækt og í beinu sambandi
við Dani, var þetta væntan-
lega óskabarn fólksins mótað
eftir þeim fyrirmyndum, sem
menn þektu best á íslandi og
skapað í mynd danska há-
skólans.
Jeg veit ekki, hvort þeir nieiin,
er settu lögin um Háskóla íslands
í fyrstu, hafa þekt gildandi lög
um háskóla annara landa en Dan-
merkur þá, en þeir þektu eflaust
danska háskólann hest af eigin
reynd. Og þeir notuðu því skipu-
lag hans sem1 fyrirmynd í þeirri
trú, að þeir hefðu á þann hátt
komið hagkvæmri og nýtísku skip-
un á íslenska háskólann frá upþ-
hafi.
‘En háskólar eru oftast íhalds-
samir hvað skipulag snertir, svo að
þeir verða oft lireltir án þess að
úr sje bætt fyrr en.löngu síðar.
Og þegar Háskóli íslands var snið-
inn eftir Hafnarháskóla, var liann
orðinn úreltur og gamaldags, þótt
mest hafi kveðið að því í þeim
deildum, er fjölluðu um þær vís-
indagreinar, sem ekki voru teknar
með* í hinn íslenska háskóla. En
skömmu áður höfðu Svíar gert
tvær byltihgar í háskólamálum
sínum, þá fyrri laust eftir alda-
mótin, þá síðari um 1910, af því
að þá þegar var það ljóst, að vís-
indin voru orðin svo víðtæk, að
enginn einn maður gat kunnáð
nema örfáar greinar þeirra að
gagni, og aðeins eina eða tvær
til lilítar. .Teg veit ekki, hvort
þeim, er sköpuðu liin íslensku há-
skólalög í fyrstu, var kunnugt um
þessar byltingar til hins betra í
skipulagi sænsku háskólanna, en
mjer er næst að halda, að svo hafi
ekki verið.
Háskóli Tslands hefir orðið að
hírast á neðri hæð Alþingishúss-
ins í öll þessi ár, sem liðin eru
frá stofnun hans, en nú fyrst hefir
hann fengið eigið hús. I tilefni
þess að nýja háskólabyggingin
verður að mestu fullgerð næsta
haust, kom því rektor háskólans,
Alexander Jóhannesson, síðastliðið
haust fram með tillögur, þess efn-
is, að tekin verði upp kensla „til
fyrri hluta prófs“ í nokkrum þeim
greinum, er ekki hafa fyrr verið
kendar í háskólanum. Hann gerði
ráð fyrir því, að öll kenslan myndi
kosta um 24.000 krónur og spara
130.000 krónur í erlendum g.jald-
eyri ár hvert. Til náttúruvísinda
var ætlað, að um 6000 krónur
eyddust á ári í kennaralaun og
ikostnað við kensluna, og stúftfcnta-
fjöldinn yrði 6—8 á næstu tveim
árum. Báðar þessar síðastnefndu
tölur eru vafalaust alt of lágar,
enda mun eldd vera ætlast til þess,
að nákvæmni þeirra verði tekin
sem góð vara. Síðan gerði há-
skólarektor ráð fjrrir því, að hægt
Nokkrar athugasemdir við tillðgur hðskúlarektors
verði að fá háskóla á Norðurlönd-
um til að taka þessi próf gild, svo
að unt verði fyrir stúdentana að
nema „til síðari hluta prófs“ við
erlenda háskóla.
Margir hafa glaðst mjög' við
þessa tillögu liáskólarektors, enda
er hún eflaust spor í áttina tif
fullkomins íslensks háskóla. Sjálf-
ur get jeg ekki dæmt neitt um
annað en það, er viðvíkur námi í
náttúrufræði, en gallar tillögunnar
á því sviði eru svo miklir og stór-
ir, að til ills eins myndi verða að
reyna að framkvæma hana ó-
breytta frá þeirri lilið.
Fyrrihlutapróf í náttúrufræði
er við háskólann í Kaupmanna-
höfn, svo að ef til vill vrði hægt
að fá þann skóla til að viðurkenna
íslensk fyrrihlutapróf, En t. d. í
Svíþjóð er fyrirkomulag prófa á
alt annan og hagkvæmari hátt, og
gegnir fm’ðu, að háskólarektor
skuli ekki hafa athugað það nán-
ar, áður eii hann ljet tillögur sín-
ar frá sjer fara, í Svíþjóð nemá
menn náttiirufræði þannig, að náni
er stundað í aðeins þrem fögum —
í stað allrar hrúgunnar, sem vað-
ið er í gegnum í Kaupmannahöfn
— og þá oftast tekin þau þrjú
fög, er nánast heyra saman, t, dj
grasáfræði, erfðafræði, dýrafræði;
— efnafræði, grasafræði, dýra-
fræði; — 1 andafræði, jarðfræði,
efnafræði o. s. frv. Vérklegt nám
og æfingar eru höfð í tvö misseri
í hverju fagi, en fyrirlestrar öll
árin, þar til prófi er lokið. Prófin
eru oftast tekin í nokkrum hlut-
um heima hjá prófessorunum, þar
sem stúdentinn og prófessorinú
eru einir og án prófdómara. Ein-
kunnir eru ein til þrjár eftir
óskum nemandans, og þarf að lesa
vissar bækur fyrir hverja einkum.
í Svíþjóð er því ekkert, sem „fvrri
hlutapróf“ nefnist, en auk þess er
það fyrirbygt, að stúdentarnir
þtirfi að kosta mörgum, dýrum ár-
um í lauslegt nám á fögum', sem
ekki snerta hið minsta þá grein,
er þeir munu stunda mest, að nám
j inu loknu.
ITáskólarektor gerir ráð fyrir
; því, að kensla í náttúrufræði muni
kosta um 6000.00 kr„ og kent yrði'
í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði,
stærðfræði, eðlisfræði og efna-
fræði. Tveir af væntanlegum kenn-
urum vill hann að kenni ókeypis,
en það eru starfsmenn Fiskideild-
ar Atvinnudeildarinnar. En há-
skólarektor ’virðist eiga bágt með
að skilja það, að báðir þessir menn
eru áður störfum hlaðnir fyrir lje-
legt (og lúsarlegt) kaup, og að
háskólakensla í náttúrufræði þarf
langan tíma á dag í æfingar, ef
irel á að vera, svo að enginn get-
ur ætlast til þess með sanngirni,
að nokkur geri slíkt með glöðu
geði og að miklu gagni ólaunað.
Og hví gerir rektor ekki ráð fyrir
prófessors-nafnbót fyrir þá, er
taka að sjer þessi kennarastörf ?
Það er nauðsynlegt fyrir okkur
íslendinga að fá náttúrufræðideild
við hinn nýja háskóla, því að at-
vinnulíf okkar hrefst þess, að sem
flestir sjerfræðingar fáist í hinum
ýmsu greinum náttúrufræðanna
næstu áratugina. Og þar eð kröf-
ur íslands eru alt aðrar en kröf-
ur hinna Norðurlandanna, er nauð-
synlegt, að við mentum sjálfir alla
okkar vísindamenn algerlega í
fraintíðinni, og þá fyrst og fremst
samkvæmt kröfum tímans og
landsins,, Þess vegna eigum við
ekki að taka úrelt erlent fyrir-
komulag til fyrirmyndar, heldur
sníða okkur nýja stakkinn sjálfir.
Námi í náttúrufræði á Islandi
á að hága þannig, að stúdentarnir
kynnist sem hest sínu eigin landi
og skilyrðum þess. Og vafalaust er
heppilegast að skifta náminu svo,
að sumir geti numið áfram og orð-
ið vísindamenn á einstökum svið-
um, en flestir verði þó sjerfræð-
ingar, sem geti ráðlagt og leið-
beint í ýmsum greinum atvinnu-
vegauna óg kent fólkinu að not-
færa sjer reynslu vísindanna.
Fyrst frarnan, af vrði nám beggja
eins, en síðan skiljast leiðir og
hinir síðarnefndu læra meira hag-
nýtt og verklégt á. sínu sjersviði
en þeir fyrnefndu. Á þennan hátt
yrði hægt að bæta vel úr skorti
á góðum og vel mentuðum leið-
heinendum og ráðunautum um
landbúnað og fiskiveiðar, en auk
þess fá nægilega krafta til að
rannsaka margfalt betur en nú
alla möguleika okkar lítt þekta
lands.
Þess vegna legg jeg til, að há-
skólaráð athugi vel, hvort ekki sje
unt að setja upp fullkomna nátt-
úrufræðideild eftir hinni sænsku
fyrirmynd í sambandi við At-
vinnudeild Háskólans, þó svo, að
mest t.illit verði þar tekið til’þarfa
íslensku þjóðarinnar á næstunni.
Þar ætti því að kenna fýrst um
sinn aðeins grasafræði með jurta-
kynbótum, dýrafræði með kvik-
fjárræktarfræði og fiskifræði,
efnafræði með jarðvegsefnafræði,
jarðfræði og ef til vill stærðfræði,
tilraunatækni („variations“- og
„försöks-statistik") og landafræði.
Stúdentar gætu þá. fengið að velja
á milli ýmissa samstæðna, éins og
til dæmis grasafræði, erfðafræði
(jurtakynbætur) og dýrafræði; —
grasafræði, kvikfjárræktarfræði,
jarðvegsefnafræði; — fiskifræði,
dýrafræði, stærðfræði o. s. frv., alt
eftir því, hvaða sviðum þeir vilja
vinna á að náminu loknu. í bverju
fagi verður að vera minst einn
prófessor, sem og dósentar, sem
allir ynnu um leið við Atvinnu-
deild Háskólans að vísindarann-
sóknum.
Náminu væri til dæmds hægt að
haga þannig, að eitt árið verði
verklegar æfingar í hverju fagi,
sem og fyrirlestrar, og þá svo, að
fyrsta árið eru t. d. æfingar í
efnafræði, síðan t. d. í grasafræðí
,o. s. frv., svo að stúdentar géti
lokið öllum æfingum fyrstu 5—6
háskólamissirin, og síðan — og
með æfingunum — lesið undir
prpfin. Þeir* er stunda vilja fiski-
fræði, fylgist með rannsóknum
fiskideildarinnar á veturna óg
vinni við rannsóknarferðir hennar
eitt sumar, en sjerfræðingar, í
jarðrækt eða kvikfjárrækt verði
sama tíma á tilraunabúunum cða
bændaskólunum1, en fylgist annars
með starfi búnaðardeildarinnar.
Væntanlegir vísindamenn stundi
sitt verklega nám aðallega á At-
vinnudeild Háskólans undir le|ð-
sögn prófessoranna og geri þar
sínar sjálfstæðu prófrannsóknir.
Þetta eru aðeins lauslegar hng-
leiðingar, sem mjer virðast benda
í rjettari átt en tillögur háskóla-
rektors á þessu sviði, sjerstaklega
þó ef tekið er tillit til þarfarinnar
á að veita stúdentastraumnum frá
lækna- og lögfræðideild inn á hin
hagnýtu svið. En fullkomnar eru
þær að engu leyti, enda aðeins ætl-
aðar til vísbendinga fyrir þá ekki
sjerfróðu menn, er með stjópn
þessara mála fara nú hjer á ís-
landi.
Nám í náttiirufræðum er kostn-
aðarsamt, en þó er kensla í þeim
enn dýrari. Háskólarektor hefir
ekki tekið neitt tillit til áhalda-
kaupa til kenslunnar í tillögum
sínum. En dýrustu áhöldin eru
smásjár, sem þurfa að vera svo
margar, að hver nemandi í grasa-
fræði, dýrafræði og erfðafræði
hafi sína sjerstöku smásjá. Ank
þess þarf vel nothæft safn fyrir
grasafræði og dýrafræði í rúm-
góðu húsnæði, sem og önnur
smærri áhöld til nota við kensl-
una.
Það er ómótmælanleg staðreynd,
að margir þeirra, sem í háskólann
fara nú, myndu fara utan til náms
á öðrum sviðum, ef þeir hefðu til
þess nægileg fjárráð eða vonir úm
styrki. Með því að setja á stofn
fullkomna náttúrufræðideild auk
annara deilda fyrir hin hagnýtu
svið, opnast nýjar leiðir til ment-
unar fyrir hina fátækari stúdenta,
og mentamannastraumnum verður
beint inn á þau svið atvinnulífs-
ins, er til mests__gagns mun verða
fyrir ísland framtíðarinnar. Það
eitt ætti að nægja til að sanna
valdhöfunum, að nauðsynin krefst
þess, að íslenski háskólinn verði
gerður fullkominn sem fyrst, en
þó ekki eftir kröfum Dana, held-
nr samkvæmt kröfum íslesnkra
skilyrða og náttúrufars. Á þann
hátt mun hann fvrr en ella verða
sá háskóli, er Jón Sigurðsson
dreymdi um fyrir íslensku þjóðina.
Lundi í Svíþjóð, febrúarlok 1940.
Áskell Löve.