Morgunblaðið - 09.04.1940, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.04.1940, Qupperneq 3
Þriðjudagur 9. apríl 1940. M0RGUNBLAÐIÐ iiiimiiiiiiiiiiKmiiiuii Tundurdufla- svæðin Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær, FYRSTA tundurduflasvæðið er við Statland, þar sem Noregsströnd beygir til norð-austurs. Svæðið þar er um 40 fermilur. Næsta svæðið er nokkuð norðar, hjá Bud, skairt fyrir sunn- an Kristianssund. Tundurduflunum er lagt þar á »35 fermílna svæði. Þriðja svæðið er nyrst, í f jarðarmynninu á Vestf jorden. Við botn þessa f jarðar er Narvik. Hjer hefir tundurduflunum verið lagt á 20 fermílna löngu svæði. Til þess að sigla framhjá öllum þrem tundurduflasvæðun- um verða skipin að fara alllangt út fyrir norska landhelgi. En þar taka breSk herskip við áf tundurduflunum. F|árlðgin: Mentamálaráð úthlutar lista- mannastyrknum FJÁRLÖGIN voru enda,nlega afgreidd á Alþingi í gær. Atkvæðagreiðslan hófst um kl. 2 og var lokið laust fyrir kl. 7 með kaffihljei. Ekki eru tiltök hjer að skýra frá afgreiðslu hverrar breyt- ingartillögu, sem fram kom við fjárlögin, en þær voru 150 talsins. íslenskir þjóðarrjett- ir á heimssýningunni = r Allar breytingartillögur fjár. veitinganefndar voru samþykt- ar, en þær voru 70—80 talsins. Hefir þeirra stærstu áður verið getið hjer í blaðinu. Sú tillaga nefndarinnar, sem mestum ágreiningi olli, var um það, að nöfn rithöfunda, skálda og listamanna skyldi tekin út af fjárlögunum, en varið einni heildarupphæð, 80 þús. kr., sem mentamálaráð skyldi úthluta.j Þessi breytingartillaga nefndar-j innar var samþykt með 25:17- atkv. Hefir mentamálaráð þann- j ig unnið á síðan á þinginu í1 vetur, en þá sigraði það með' aðeins eins atkvæðis meirihluta. j Nokkrar breytingartillögur þingmanna voru samþyktar. — Verður þeirra getið hjer: 1000 kr. til Súgfirðinga til að hafa lærða hjúkrunarkonu; 10 þús. kr. hækkun til vegarins yfir Siglufjarðarskarð; 6 þús. r Island og Norðurlönd Stúdentafjelags- fundurinn kr. hækkun til Stykkishólmsveg- ar; 10 þús. kr. hækkun til Bún- aðarfjel. ísl.; 2000 kr. hækkun til búfjárræktar; kvennasam- band V.-Hún. 300 kr. Nokkrir smástyrkir voru hækkaðir, sem nemur þessum upphæðum: Sigtr. Guðlaugsson 800, Guðm. Björnsson kennari 100, Samúel Eggertsson 50, Eiríkur Stein. grímsson póstur 100 kr. — I- þróttasjóður hækkaður um 10 þús.; Þjóðræknisf jelag íslend- inga, til eflingar menningarsam-i bands við V.-lslendinga 3000 kr.; Örlygur Sigurðsson, til myndlistarnáms 1200; Magnús Ásgeirsson byggingarstyrkui*' 1000; Jarðakaupasjóður 50 þús. kr. hækkun; sjúkrasjóður Mý- vetninga 250; Sigríður Stein- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Stúdentafjelag Reykjavíkur hjelt í gærkvöldi annan um'- ræðufund sinn um efnið: ísland og umheimurinn. Formaður f jelagsins, Luðvig Guðmundsson setti fundinn. Kvað hann vert að minnast þess nú, er hin alvarlegustu tíðindi bærust frá Norðurlöndum, að þetta væri í annað sinn í vetur, er váleg tíð- indi spurðust þaðan, einmitt er stúdentar hygðu á samkomu með sjer. Hið fyrra skiftið hefði verið 1. des., er Rússar rjeðust á Finna. Stúdentar hefðu þá sýnt samúð sína m,eð Finnum og eins vildu þeir nú votta öllum Norður- löndum fylstu samúð. Umræðuefni þessa fundar var Norðurlöndin og samband ís- lands við þa,u. Frummælandi var Stefán Jóhann Stefánsson fjelags- málaráðherra. Flutti hann langa og' ítarlega ræðu um þessi efni. Komst liann að þeirri niður- stöðu, að íslendingum bæri að efla menningarlegt og fjárhags- legt samband sitt við frændþjóð- irnar á Norðurlöndum. Sín per- sónulega skoðun væri sú, að mest ar líkur væri fyrir þvr, að árang- ur yrði af slíkri samvinnu, ef hin- ar fimm' Norðurlandaþjóðir, Sví- ar, Norðmenn, Finnar, Islending- ar og Danir væru allar fullvalda og óháðar svo se:m frekast gæti orðið. Fundurinn var allfjölmennur. um Iþióttavöllurinn tekur stakka- skiftum Endurbætur íyrir 20 t)ús. krónur Miklar utnbætur hafa verið gerðar á Iþróttavellinum á Melunum. Munu íþróttamenn bæjarins fá miklu betri skilyrði til útiæfinga á komandi sumri en þeir hafa haft áður. Aðalumbæturnar eru fólgnar í þurkun vallarins, endurbótúm á búningsklefum, bættum áhorf- endapöllum og sjerstöku svæði fyrir æfingar í frjálsum íþrótt- um. Til þess að þurka völlinn og fyrirbyggja að hann verði eins og stöðuvatn í rigningartíð, var grafinn djúpur skurður eftir vellinum endilöngum og marg- ir smáskurðir meðfram vellin^ um. Var síðan ,,púkkað“ með grjóti í skurðina og loks borið ofan í möl og sandur. Þykir nú trygt, að alt vatn, sem kemur á völlinn renni jafnóðum burt og sparar það íþróttamönnum að þurka völlinn upp með poka- druslum eða vaða bleytu og aur í ökla. Við þetta verk unnu atvinnu- lausir unglingar undir stjórn Einars E. Sæmundsen. Búningsklefar verða stækk- aðir að mun og geymslan, sem var í suðurenda skúrsins tekin fyrir búningsklefa. Geymslan verður flutt undir stúkuna. Á suðurhluta vallarins, milli tennisvallanna og knattspyrnu- vallanna verður útbúinn æfinga- völlur fyrir frjálsar íþróttir. Þar verða hlaupabrautir, gryfj- ur og gras utan með vellinum, þar sem íþróttamenn geta sest niður til að hvíla sig. Áhorfendapöllum verður breytt og pallar settir austan vallarins. íþróttavallarnefnd hefir til umráða 20 þúsund krónur á þessu ári til endurbóta á íþrótta vellinum. Þar af eru 15 þúsund af því fje, sem veitt er til í- þróttasvæðisins í Skerjafirði og 5 þúsund króna árlegur styrkur frá bæjarsjóði til vallarins. Loftárás á Scapa Flow Þýskar flugvjelar gerðu árás á Scapa Flow í kvöld. Bretar segja að ekkert tjón hafi orðið. í New-York Veitingaskáli við hlið íslandsskálans Málverkasýning og ef til vill kvikmyndasýning SÚ NÝJUNG verður á fslandssýningunni í New- York, þegar hún hefst nú að nýju, að rekinn verður veitingaskáli í sambandi við sýninguna og verða þar á boðstólum allskonar þjóðlegir rjettir. Sýn- ingin verður opnuð 11. maí næstkomandi. Þessar upplýsingar fekk Morgunblaðið hjá Thor Thors alþm. í gær, er blaðið átti tal við hann um sýninguna. Thor sagði: Við höfum fengið umráð yfir skála þeina, sem er við hlið íslandsskálans og verður þetta veitingaskáli meðan á sýningunni stendur. í veitingaskálanum verður fram- reidd allskonar íslensk matvæli. Forstöðu skálans hefir 'einn þektasti veitingamaður í New-York, Larsen að nafni. Verður þessi veitingaskáli rekinn okkur að kostnaðarlausu. Ennfremur er ákveðið að hafa fjölbreytta málverkasýningu í sambandi við sýningu okkar, og ef til vill einnig kvikmynda- sýningu. Haraldur Árnason kaupmaður fer vestur með næstu ferð Goðafoss, til þess að ganga frá sýningarskála okkar, með Vil- hjálmi Þór, sem enn dvelst vestra. Danir hafa nú ákveðið að fara að fordæmi okkar íslend- inga og sýna áfram. Þeir höfðu sem kunnugt er áður ákveðið að verða ekki þáttakendur í sýningunni á þessu ári. Bridge-kepni á Akureyri AAkureyri hefir undanfarið staðið yfir bridgekepni í spilaklúbb Akureyrar og tóku þátt í kepninni sex sveitir. Kepninni var hagað þannig, að fyrst var kept, ein um'ferð og gengn, þá tvær sveitir úr, sem 'höt'ðu lægsta vinningatölu, og svo koll af kolli, uns eftir voru aðeins tvær sveitir, er keptu til úrslita. í fyrradag fór fram úrslita- kepni milli sveitar Hinriks Thor- arensen, Þorsteins Þorsteinssonar frá Lóni, Vernharðs Sveinssonar, Þórðar Sveinssonar (synir Sveins Þórðarsonar getsgjafa) og sveitar dr. Kristins Guðmundsssonar mentaskólakennara, Brynjólfs Sveinssonar mentaskólakennara, Þorsteins Stefánssonar bæjar- gjaldkera og Gunnars Jónssonar spítalaráðsmanns. Úrslit urðu þau, að sveit Hin- riks vann með 14730 stigum gegn 11410. Svigkepni innanfjelags fyrir fullorðna var háð hjá Armenning- um í Jósefsdal s.l. sunnudag. — Fyrstur varð Eyjólfur Einarsson á 83.6 sek. báðar ferðir, annar Hörður Þorgilsson 90.3 sek. og þriðji Þórarinn Björnsson á 97.4 Enskir togarar eyði- leggja veiðarfæri Frjettaritari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum símar í gærkvöldi, að talsverð brögð hafi orðið að því að enskir tog- arar hafi eyðilagt veiðarfæri fyrir Eyjabátum, sem voru að veiðum á Selvogsbanka. Tjónið hefir enn ekki verið metið. Togarar þessir eru allir vopnum búnir. Talsvert er af er- lendum togurum við Eyjar, þar á meðal allmikið af belgískum togurum. Fiskveiðar við Grænland Pjetur Ottesen flytur breyt- ingartillögu við þingsálykt- unartillögu Árna Jónssonar og Jóhanns Jósefssonar um fisk- veiðar við Grænland. Vill P. O. að tillögugreinin verði orðuð þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sjer fyrir því, að gerður verði út hjeðan fiskveiðaleiðangur til Græn- lands, til hagnýtingar á fornum og nýjum rjettindum íslendinga þar“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.