Morgunblaðið - 19.04.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.1940, Blaðsíða 6
MORG UN BLAÐIÐ Föstudagur 19. apríl 1940. Þingsályktunar- tillaga ura innflutn- ing byggingarefnis Störf Alþingis í gær SAMEINAÐ ALÞINGI samþykti í gær þings- ályktunartillögu um innflutning á byggingar- efni. Alsherjarnefnd hafði breytt þessari til- sögu, en aðalefni tillögunnar, eins og hún var samþykt, var á þessa leið: Að liðkað verði til, eftir því sem unt er, um innflutning á byggingarefni, og þess gætt, að jafnan &je fyrir hendi nægj- anlegt efni til viðhalds á húsum og til verkstæðisvinnu, svo og til óhjákvæmilegra nýbygginga í þágu framleiðslunnar. Ennfremur er svo fyrir mælt í tillögunni, að iðnaðarmönnum, er atvinnu skortir, verði eftir mætti gefinn kostur á að vinna við þau störf, er ríkið lætur framkvæma eða styður. ' 1 gær var fundur í sameinuðu þingi og báðum deildum Alþing is. — í sameínuðu þingi voru 7 mál á dagskrá, tvö frumvörp og 5 þingsályktunartillögur Afgreidd voru tvenn lög: Fjáraukalög fyr ir árið 1938 og 1939. Þessar þingsályktunartillögur vorp samþyktar: Þingsályktunartillaga um inn- flutning á byggingarefni. Sjá hjer að framan. Þingsál.till. um undirbúning ráðstafana út af verðhækkun á fasteignum fyrir sjerstakar opinberar fáðstafanir. Allsherj- arnefnd ber fram till. til breyt- inga við hana og voru þær sam- þyktar. Miklar umræður urðu unl þingsályktunartillögu um inn- flutning á lífsnauðsynjum far- ingartillögur frá f járhagsnefnd við málið voru allar feldar nema ein orðabreyting. Aðrar fram komnar breytingartillögur við frv. voru einnig feldar. Frv. um greiðslu verðlagsupp- bótar ádaun starfsmanna í versl- unum og skrifstofum var vísað til 3. umr. Tillaga, sem fram var borin um að afgreiða málið með rökstuddrí dagskrá, var feld. Á fundinum var útbýtt tveim- ur nýjum frv., sem tekin voru til meðferðar. Meiri hluti fjárhags- nefndar flytur frv. Annað þessara frv. er um1 bréyt- ing á lögum um skattgreiðslu ís- lenskra útgerðarfyrirtækja og hljóðar um það að fella niður heimild þá, sem bæjar- og sveitar- stjórnir hafa til þess að láta nið- ur falla útSvarsálagningu á tog- ataútgerðarfjelög. Hitt frv. er um 'það, að Hafnar- fjarðarkaupstaður megi halda á- fram að afla tekna með hækkuð- um fargjöldum milli Eeykjavík manna. Var fram komin tillaga | ur 0g Hafnarfjarðar, þó lögð um að vísa málinu til ríkis-, verði útsvör á togaraiitgerðarfje- stjórnarinnar, frá meirihluta j iög á staðnum. — En upphaf- allsherjarnefndar. Umræðu var^g^ fjekk Ilafnarfjörður leyfi til lokið en atkvæðagreiðslu frest- j þess. að hækka fargjöldin til þess að. Tvær tillögur voru teknar ag yega upp á móti þeim tekju. út af dagskrá. J missi sem leiddi af niðurfellingu I efri deild voru 6 mál á dag, þessara útsvara. skrá. Afgreidd voru lög um skóg- rækt. Frv. um samþykt á lands- reikningi fyrir árið 1938 var vísað til fjárhagsnefndar. Frv. um breytingu á vegalögum var vísað til 3. umr., eftir að samþ. höfðu verið við það nokkrar breytingatillögur Rökstudd dagskrá, um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar, frá meiri- hluta samgöngumálanefndar, var feld. Työ mál voru tekin út af dagskrá. í neðri deild voru einnig 6 mál á dagskrá. Frv. um eignarnámsheimild á nokkrum löndum (Krýsuvík- urland), var afgr. sem lög. Frv. um breyting á lögum um tollskrá var endursent til efri deildar, með nokkrum breyting- um. Frv. um greiðslu verðlagsupp- bótar á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofn- ana var afgreitt til 3 .umr. Breyt- Var báðum þessum frv. vísað til 2. umr. Síðdegis í gær var settur fundur að nýju í neðri deild, voru þá tek- in 3 mál á dagskrá. Frv. um breytingu á lögum um bráðabirgða tekjuöflun fyrir Hafu arfjarðarkaupstað (sjá hjer að framan) var vísað til 3. umr, Þá var tekið til 3. umr. frv. um verðlagsuppbót á laun embættis- manna og starfsmanna ríkisins og píkisstofnana. Nokkrar breytingar- tillögur eru enn komnar fram við frv. Umræðum var lokið en atkvæða- greiðslu frestað. Þriðja málið var tekið út af i dagskrá. Fundir verða í báðum deildum í dag. Læknablaðið, 3. tbh, er komið út. Efni blaðsins er m. a.: Post- operativ lungna complicationir og hvernig draga mætti úr þeim, eft- ir Ófeig J. Ófeigsson. Slys af lyfjadælingum, eftir Niels Dungah Danskí herínn sendur heím Danski herinn og flotinn hafa verið sendir heim og verður herinn ekki hafð- ur stærri en svo, að rjett nægi til varðþjónustu og eft- irlits. Liðsforingjaskólar hersins verða þó látnir starfa áfram. ★ Myndin hjer að ofan var tekin í haust af dönskum sjó- liðum, sem höfðu verið kall- aðir til þjónustu vegna hins alvarlega ástands í alþjóða- málum. 240 milj. $ til ameríska flotans 100 £ tii breska flotans Bandaríkin ætla að láta smíða 2 orustuskip, sem verða 45 þús. smál. hvort um sig. Þetta verða stærstu orustu skip heimsins. En þess ber þó að gæta, að ekki er ólíklegt, að Japanar sjeu að láta smíða jafnstór skip eða stærri. Þeir halda öllu leyndu um herskipasmíðar sín- ar, síðan þeir sögðu upp flota- sáttmálanum, sem gerður var í London 1936. Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykti í gær 240 milj. dollara fjárveitingu til eflingar ameríska flotanum. Smíðuð verða: 2 orustuskip. 1 flugvjelamóðurskip. 2 beitiskip. 8 tundurspillar. 6 kafbátar. 5 hjálparherskip. Eins og kunnugt er, samþykti breska þingið í vetur, sam- kvæmt tillögu Mr. Chamber- lains, að verja 100 sterlings- pundum til eflingar breska flot anum. En tillaga þessi kom fram aðeins formsins vegna, en í raun og vera gaf þingið stjórninni heimild til að verja jafn miklu fje, og hún teldi nauðsynlegt til að efla hinn „konunglega breska flota“. Magnús Kjaran fimtugur AAlþingishátíðinni á Þing- völlum 1930 mætti jeg að morgni dags norskum liðsfor- ingja er var meðal hátíðargesta. Hann hafði farið snemma á fæt- ur til þess að athuga þar allan aðbúnað og útbúnað, sem gaum- gæfilegast. Hann hafði auðsjá- anlega einsett sjer að kynnast þar öllu sem best. Hann sagði við mig: Mjer sýnist eins og það muni vera íþróttamaður, sem hefir haft umsjón með þessum viðbúnaði, sem hjer hefir verið gerður. Jeg fann til þess, að jeg horfði snöggvast á manninn, eins og menn horfa á þá, sem hafa sýnt spilagaldur, eða leyst einhverja gestaþraut, og sagði svo. Já, það er íþróttamaður. Síðan tók hann að spyrja mig pánar um þenna mann — Magnús Kjaran. Jeg ympraði á því, hvernig hann gæti af við- búnaðinum á Þingvöllum gert sjer grein fyrir manninum. — Hann sagðist sjá það á því, hve öllu sje haganlega fyrirkomið og vel fyrir öllum smáatriðum sjeð. Það sýnir mjer, sagði hann að maðurinn er vandvirkur og forsjáll. Jeg fjellst á að þetta ætti við um Magnús, en átti eftir að sjá, að þessir eiginleikar bentu ótvírætt á íþróttahneigð mannsins. Seinna hefi jeg sjeð, að þetta er rjett, að íþróttahug- ur til ræktunar manngildis ber einmitt slíka ávexti. Magnús Kjaran hefir haft mörg trúnaðarstörf á hendi, fyr- ir stjett sína og bæjarfjelag. En ennþá hefir hann ekki fengist við vandasamara verk, svo mjer sje kunnugt, en framkvæmda- stjórn Alþingishátíðarinnar, er hann leysti af hendi þannig-, að þjóð hans var sómi að, gestum ánægja og honum fremd. Og Magnús Kjaran. í þetta verk hans bar persónuleg einkenni hans, eins og Norð- maðurinn benti mjer á. Síðan þetta var, eru liðin 10 ár, og í dag er Magnús fimtug-; ur. Mjer del^ur ekki í hug að skrifa hjer um hann langa grein, eða neina lofgerðarollu, en gríp tækifærið tíl þess að láta hann vita, að við, sem þekkjum hann vel, erum á einu máli um það, að hann á fylli- lega skilið allar þær miklu vin- sældir, sem honum hafa fallið í skaut. Lífssstarfið hefir hann bygt á því grundvallaratriði í fari hans, að gera alt vel, sem hann á annað borð fæst við. Alveg sama hvort það er smátt eða stórt. Að leggja aldrei hönd að verki, nema fullur hugur fylgi máli. Þessi eiginleiki hefir verið ein heillafylgja Magnúsar, leitt hann til sívaxandi álits og frama, jafnt meðal kunningja og vina, sem í augum alþjóðar. Magnús á margt eftir óunnið, vel unnið, og þann heldur því áfram, fram eftir öllum aldri að vera hinn síkviki, margfróði, alúðlegi „fellow“ eins og hann hefir altaf verið. V. St. # Cíirónur í 150 stk. og 300 stk. kössum. Eggert Krislfánsson & Co. li.f, --- SÍMI 1400. - 0 Engin önnur næring gelnr komið fi s(að mfólhur segir prófessor E. Langfeldt. Og hann segir ennfrem- ur: „í mjólk eru öll næringarefni: Eggjahvítuefni, ltolvetni, fita, söit og fjörefni. Mjólkurneysla kemur í veg fyrir næringarsjúkdóma og tryggir hinni upp- vaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði“. Yfirlæknir dr. med. A. Tanberg segir m. a.: „Það getur ekki leikið á tveim tungum, að rjett notk- un mjólkur og mjólkurafurða í daglegri fæðu er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hreysti og heil- brigði þjóðarinnar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.