Morgunblaðið - 24.04.1940, Síða 7

Morgunblaðið - 24.04.1940, Síða 7
Miðvikudagur 24. apríl 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Stttflagur: Sigurður Jónsson i e Akranesi [ dag á sjötugsafmæli dugnaðar- og hagleiksmaðurinn Sigurður Jónsson í Bæ á Akranesi. Hefir hann ásamt konu sinni, Þuríði Arnadóttur Þorvaldssonar hrepp- stjóra á Innrahólmi, int af hendi rnikið og áffarasælt dagsvérk í líf inu, meðal aithars með því að koma á legg 15 liiahnvænlegum börnum. Það ræður að likum, að það er mikil þrekraun fyrir efnalitla for- eldra að ala upp og koma til manns svo stórum barnahóp. En það er göfugt hlutverk að helga slíkri uppbyggingarstarfsemi í þjóðfjelaginu krafta" sína. En áu mikillar fórnar og sjálfsafneitun- ár verður slíkt að sjálfsögðu eigi af hendi irtt. Stendur þjóðin í mik Illi þakkarskuld við Sigurð í Bæ ■og fiinn trygga, ótraúða lífsföru- naut, Þuríði komi lians, ekki síst fyrir þennart þátt í lífi þeirra hjópa. Er það sannarlega vel þess vert áð þessa sje minst nú á sjötugsaf- mæli Sigurðar. Sigurður er maður vel af guði gerður, hefir lagt margt á gjörva hond og eigi dregið af sjer. Kom það í góðar þarfir, hve vel hann var að sjer gjör í þeirri hörðu og erfiðu lífsbaráttu, sem hann varð að heyja um langt skeið æfi sinn- ar. Sigurður var sveitabóndi um langt árabil. Reisti hann í fyrstu bú í sambýli við tengdaföður sinn, Árna hreppstjóra á Innrahólmi, og á fleiri stöðum stpndaði hann búskap áður en hann flutti í Akra neskauptún. Síðan hann kom þang að hefir hann stundað jöfnum höndum landbúnað, sjómensku og smíðar, því Sigurður er sjerlega hagvirkur og laghentur á hvað eina sem hann leggur hendur að. • Enn er Sigurður í fullu fjöri og ;lætur ekkert á sjá, og er enginn bilbugur á honum til starfs og at- hafna í önn og erli dagsins. Æfistarf Sigurðar er farsælt. Samstarf og samlíf þeirra hjóna hefir ávalt verið og er með af- brigðum gott og yfir æfikvöldi þeirra hvílir friður og heiðríkja. í dag mun fjöldi vina og kunn- ingja Sigurðar og þeirra lijóna minnast þeirra með hlýjum hug og þakklæti fyrir unnið dáðríkt dagsverk og senda þeim hughéil- ar árnaðaróskir. P. 0. Fertugur er í dag Jón Þor- valdsson stýrimaður, Tjarnar- götu 10 A. Minningarorð tim Sæmtmd Krístjáns- son, físksala T dag er til moldar borinn einn af sonum Reykjavíkur, Sæ- mundur Kristjánsson fisksali, af heimili sínu, Hringbraut 188. ITann var fæddur 22. maí 1900 í Reykjavík, dáinn 15. apríl þ. •m., sonur Kristjáns Sæmundssonar og Guðrúnar Finnbogadóttur; var þeim 15 barna auðið ,og sex þeirra eru nú á lífi, ásamt öldr- uðum föður, sem hefir horft á eft- ir svo stórum hóp barna sinna til hinstu hvíldar. Eins og nærri má geta, af svo stórum hóp hjá fjelitlum foreldr- um, urðu börnin að vinna fyrir sjer strax á unga aldri; þannig var með Sæmund, að strax í æsku varð hann að byrja að vinna, for- eldrum sínum til hjálpar. Um. fermingaraldur rjeðist hann til sjómensku og stundaði haua um 13 ára tímabil. Þetta starf vann hann eins og öll önnur störf með fádæma árvekni og trúmensku, enda var hann maður heill, trygg- ur og vinafastur. Frá því 1927 hefir hann verið fisksali hjer í bæ og munu rnargir Reykvíkingar þekkja hann, af góðu einu, bæði persónulega og af viðskiftum sínum við liann. Ár- ið 1925, 3. júlí, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Þorgerði Sveinsdóttur, sem var honum elskulegur lífsförunáutur, enda bar heimili þeirra þess glögt merki, um ástúð og umhyggju í hvívetna. Þeirn varð eins barns auðið, dóttur, sem nú er 14 ára, mesta efnisbarn, augasteinn föður síns, sem nii er horfinn sjónum henn- ar. Hann bygði líka í huga sjer miklar framtíðarvonir henni til handa, sem honum auðnast þó ekki að verða ásjáandi. Þeim mæðgum er missirinn sárastur, sem lifað höfðu með honum, og gerðu sjer glæstar vonir í sain- fylgd hans. Yinur, þú ert horfinn sjónum okkar, jeg þakka þjer allar þær stundir sem við áttum saman í samfylgd þessa lífs, enda eru þær mjer svo minnistæðar og kærar að þær lifa sem fagrar endur- minningar í huga mínum. Helgl Vigfússon. Gengið í gær: Sterlingspund 23.04 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Franskir frankar 13.07 — Belg. 109.35 — Sv. frankar -146.10 — Gyllini 345.90 Dagbók I. O. O. F. (Síðasta spilakvöld). Næturlæknir er í nótt Páll Sig- urðsson, Hávallagötu 15. Sími 4959. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni sumardaginn fyrsta kl. 6 síðdegis. Síra Bjarni Jónsson prjedikar. Messað í fríkirkjunni í Ilafn- arfirði sumardaginn fyrsta kl. 2. Síra Jón Auðuns. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Elísa Jónsdóttir. Varmadal, Kjalarnesi og Signrjón Jónsson frá Kringlu i Dalasýslu, nú í Mýrarlnisum á Seltjarnarnesi. Aðalfundur Húsmæðrafjelags Reykjavíkur fór fram í Oddfell- ow í fyrrakvöld. Form'. fjelagsins, frú María Thoroddsen gaf ekki kost á sjer til formensku aftur. í hennar stað var lrosin frú Jónína Guðmundsdóttir. Aðrar í stjórn: frú María Thoroddsen, frk. María Maack, frú Kristín Sigurðardótt- ir, frú Ingibjörg Hjartardóttir, frú Soffía Ólgfsdóttir og frú Guð- rún Pjetursdóttir. Varastjórm: frú Sigríður Sigurðard., frú Soffía Hjaltested ög frú Margrjet Jóns- dóttir. Endurskoðendur: frú Sig- ríður Thoroddsen og frú Guðlaug Teitsdóttir. Ýmsar nefndarkosn- ingar, svo sem húsmæðrafræðslu- nefnd, húsnefnd, bazarnefnd. —- Starfsáhugi er mikill í fjelaginu og fjárhagur góður. Bamavinafjelagið Sumargjöf. Boðsundskepni milli barnaskól- anna fer fram í kvöld í Sundhöll- inni til ágóða fyrir Sumargjöfina. Eintiig fer þarna fram 50 metra bringúsúnd telpna og drengja, 50 m. frjáls aðferð drehgjá, skyrtu- boðsund o. fl. Þá er hin marglof- aða listræimT hópsýiiing K. R.. sem í þetta sinn er sýnd aðéins vegná Sumargjafar. Það er fyrir velvilja sundhallarstjóra, að Sumargjöfin nýtur ágóða af sýningum í Sund- höllinni nú í fyrsta sinn. Má bú- ast við að færri en vilja komist í Sundhöllina í kvöld. f sambandi við frásögn um undrabókina Rafskinnu láðist að geta þess, að Vignir ljósmyndari héfir ljósmyndað auglýsingarnar, svo hægt sjé að gera af þeim myndamót. Mun Vignir halda því áfrarn fyrir þá, er þess óska. Guðrún Gnnnarsdóttir, Reykja- víknrveg 12 í Hafnarfirði, á átt- ræðisáfmfeli í dag. Hún er enn við svo góða heilsu, að hún geng- ur til erfiðisvinnu við fiskverkun. Munu margir Hafnfirðjngar senda henni hlýjar kveðjur í dag. ST ARFSM ANN A- FJELAGIÐ. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐG hafa allir skuldlausir fjelags- menn. Á fundinum gengu 49 lögregluþjónar úr fjelaginu m. a. ,,vegna þeirrar sjerstöðu í starfsháttum, sem lögréglan nú hefir í samanburði við aðra starfsmenn bæjarins ög sökum breyttra og aukinna starfshátta innan lögregluliðsins“, eins og komist er að orði í úrsögninni. Hefir um nokkurt skeið verið starfandi fjelag lögregluþjóna í Reykjavík og tekur það nú að sjer að gæta hagsmuna lög- regluþjóna bæjarins sjerstak- lega. í fjelagið gengu átta nýir fjelagar og er því fjelagatalan nú 258. Skrifstofa kirkjugarðsins við Ljósvallagötu er opin kl. 11—12 virka daga, sími 4678. í Fossvogs- garði kl. 2—3, sími 3678. Heima- sími umsjónarm. er 3639. Háskólafyrirlestrar á sænsku. Sænski sendikennarinn, ungfrú Osterman, flytur í kvöld kl. 8 triðja háskólafyrirlestur sinn um sænsk leikhús og leikritagerð fram að 1900. Kristjáns-samskotin: B. H. 5 kr. J. K. 20 kr. ÍTtvarpið í dag: 20.20 Kvöldvaka: 100 ára dánar- minning Sveins Pálssonar; a) Pálmi Hannesson rektor; Um Svein Pálsson. Erindi. b) Jón Eyþórsson veðurfr.: Sveinn Páls son og jöklarnir. Erindi. c) Steindór Steindórsson náttúru- fr.: Rit Sveins Pálssonar. Er- indi (frá Akureyri). d) Tón- leikar. 21.50 Frjettir. Tilkynning frá kirkjugöröunum. Þar sem víða ber á því, að legsteinar og minnismerki hallist og nokkur alveg fallin niður í eldri garðinum, er aðstandendum slíkra leiða eða reita hjer með tilkynt, að agfæring á öllum slíkum misfellum verður að hafa farið ::ram fyrir lok maímánaðar n.k. Annars má búast við að niðurfallnir steinar og steinar, sem falla, verði fluttir burt. Þess skal ennfremur getið fólki til leiðbeiningar, að samkvæmt nýstaðfestri reglugerð, skal frágangi á leiðum og reitum frá vetrinum vera lokið fyrir 1. júlí ár hvert. Umsjónarmaður kirkjugarðanna. Flöskur og glös. Við kaupum daglega fyrst um sinn allar algengar teg- undir af tómum flöskum og ennfremur tóm glös af öllum egundum, sem frá okkur eru komin, svo sem undan bök- unardropum, hárvötnum og ilmvötnum. Móttakan er í Nýborg. Afeogisverslan rikisins. áimi 1380. LITU BILSTÖeiU CJPPHHTAÖIR BlLAR. Er nokkaS atér P. W. Jacobsen & Sön R.s. Stofnuð 1824. Vnmtftxá: Grasfnm — 40 Upiandaffade, KOImbImkvb S. Beior támbnr í ntaerri og ntærri •endingnxi frá --- Eik til attpaamfSfc. - Wmtj aldpsfarm& frá Sví>jóC og Firmkmdi. Hefi vecnlað við Isktnd í cirka 100 ár. WflKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.