Morgunblaðið - 24.04.1940, Side 8

Morgunblaðið - 24.04.1940, Side 8
8 jPSorflttttMaíift Miðvikudagur 24. apríl 1940L ÓFKÍÐA STIILKAN 37 Jeg get ekki hlustað á yður, iherra Mopp — og tveir eru fimm krónur og fimm við eru tíu; gleymið ekki pakkanum yðar, frú. — Mopp þetta er ekki hægt núna. — Má jeg sjá nótuna yðar, frú? — Ó, góði Mopp, þjer megið ekki standa hjerna. Mjer verður sagr, npp!“ „En þjer hljótið að hafa áhuga fyrir þessu“, sagði hann. Vitanlega langaði mig að fá frjettir af þeim. Hvernig frum- sýningin hafði gengið? Jeg hafði brennandi löngun til að fá frjettir frá London. „Ó, Mopp, viljið þjer ekki fórna tveimur krónum og kaupa yður sokka? Það eru til mjög ódýrir sokkar“, sagði jeg í bænarróm. „Þegar þjer komið til að borga sokkana getum við talað samau eins og af tilviljun". Ekkert er of dýrt fyrir Mopp, þegar um, er að ræða samtal um Clau. Hann setti hálfa þriðju krónu í fyrirtækið og keypti sjer sokka með gráum röndum. Trude var himinlifandi. Þetta voru síð- nstu sokkarnir af tegund, sem hún hjelt að aldrei myndi ganga út! Mopp hafði eftir langa um- hugsun valið Ijótustu sokkana, sem til voru í búðinni. Nú kom hann að peningakass- anum. „Szekely skrifar, að frúm- sýningin hafi verið stórsigur fyr- ir Claudio. Það var húsfyllir. Leikhúsið var í Wéstend!‘ sagði hann hreykinn. „Szekely kemur tii Vínarborgar í næstu viku. Hann kemur um París“. „Hvenær kemur Clau?“ „Eftir gestaleikinn í Berlín. Eftir fimm vikur“. „Þakka yður fyrir, herra Mopp, að þjer Ijetuð mig vita þetta“. „Uss, það var ekki nema sjálf- sagt, ungfrú góð“, sagði hann. Við horfðum hvort á annað og þá gerðum við okkur ljóst, að okkur var heldur illa við hvort annað, þá fundum við nú að við áttum sameiginlegt áhugamál. Við glödd- xunst bæði yfir því að Claudio, hafði gengið vel. Það var komið gamlárskvöld. I Það var mikil veisla hjá Elsu frænku, og þar sem flest fólk er Eftir ANKEMAKIE SELINKO í góðu skapi milli jóla og nýárs, hafði hún boðið fjölskyldu minni í veisluna, Að sjálfsögðu fekk jeg að fljóta með; það var vel gert af henni. En jeg hafði afþakkað boðið. Pabbi, mamma og Inga gátu ekki skilið það. „Þú, sem átt nýjan kjól, þú verður að koma með“, sagði mamma. „Þú kynnist skemtilegu fólki“, sagði Inga, sam hlakkaði til veisl- unnar eins og barn. Nei, nei, jeg kærði mig ekki um að kynnast skemtilegu fólki. Jeg vildi helst sofa inn nýja árið. Það var ósk, sem ekki kost- aði neitt og sem jeg fekk leyfi til með axlayptingum. Pabbi og mamma báðu Elsu frænku afsök- unar fyrir mína hönd. Það var gamlárskvöld. Vinnu- stúlkan hjá okkur þekkir lög- regluþjón, sem tilbiður hana —- það er annars ansi laglegur lög- regluþjónn, sá einasti í okkar hverfi, sem hefir hest til umráða — stúlkan fekk frí. Jeg var ein eftir í íbúðinni og beið eftir nýja árinu. Jeg er kærulaus stúlka og jeg hafði keypt mjer koníaksflösku. Flaskan var lítil og koníakið ó- dýrt, '&n það var næstum því eins og vgnjulegt koníak á .bragðið. Jeg drakk það úr vatnsglasi, því að jeg þórði ekki að nota líkör- glösin hennar mömmu. Það var dimt í stofunni og jeg hnipraði mig saman í stóra hægindastóln- um við arininn og horfði í eldinn. Frá því að jeg var barn hafði jeg haft yndi af því að sitja. og horfa á eldinn braka í eldstónni og láta hugann reika. Ef satt skal segja, þá langaði mig til að fara í veisluna til Elsu frænku. Þar var fólk í fallegum fötum. Góður matur. Kannske kampavín. Mig langaði geysimikið í veisluna, en jeg þorði ekki að fara. Án þes sað hafa leyfi Clau þorði jeg ekki að sýna mig í hin- um stóra heimi. Jeg vissi ekki Kvort jeg væri komin svo langt á þroskabrautinni. Jeg mátti ekki koma fram opinberlega fyr en jeg var orðin það lagleg að tekið yrði eftir mjer og að karlmennirnir keptust um að dansa við mig og sýna mjer virðingu 1 hvívetna. Nei, jeg þorði ekki að eiga á hættu, að jeg yrði að fela mig í krókum og kimum eins og kvöld- ið, sem jeg hafði kynst Claudio. Það var ekki óhugsandi að Claudio hefði leyft mjer að fara. Kannske var jeg orðin nógu lag- leg. Það hefði verið góð byrjun að fara til Elsu frænku. En jeg var ekki örugg. Þess vegna hafði jeg ákveðið að fara ekki til Elsu frænku. Jeg þorði ekki að eiga á hættu að eyðileggja tilraun Claudios — vegna eiginhagsmuna. Það varð miðnætti. Jeg gekk að glugganum og opnaði hann. ískalt næturloftið streymdi inn. Á göt- unni voru einhverjir að syngja. Jeg heyrði hlátur, og svo sá jeg hvar gasblaðra steig upp. Hún fór rjett framhjá glugganum. Jeg rjetti út hendina, en gat ekki náð í hana. Híin fór hærra og hærra. Alt í einu festist hún í loftneti, en Iosnaði aftur og flaug áfram. Fljúgðu — fljúgðu til London og berðu kveðju mína til Clau, — segðu honum að jeg sje hlýðin — hugsaði jeg. Jeg _var farin að finna vel á mjer. Klukkunum í Stefánskirkjunni Var hringt. KlukknahringingiU hafði þau áhrif á mig að mjer fanst jeg vera alein að taka á móti nýja árinu. Jeg reyndi að hugsa um árið sem var að líða. Manni hættir stundum til þess á gamlárskvöld, þegar maður er einn og yfirgef- inn, en það fór alt út um þúfur fyrir mjer. Nú var Claudio sjálfsagt í stór- um skrautlegum sal í London; þar eru mistilteinar um alt. Hann drekkur púns og kyssir einhverja stúlku — hugsaði jeg. Ó, hvað mig langaði til að vera lagleg. Jeg vildi óska að jeg mætti elska þig — Clau. — Jeg lokaði glugganum. Síðustu klukknahljómarnir dóu út í fjarska. Mig svimaði alt í einu, herbergið hringsnerist fyrir aug- unum á mjer. Jeg hjelt. mjer um stund fast í gluggakistuna, og síðan staulaðist jeg að hæginda- stólnum. Það var ekkert að mjer; mjer leiddist bara svo óumræðilega mikið. Clau — hugsaði jeg. Þú kemur með mjer þegar jeg fer í fyrsta skifti í veislu, sem falleg ung stúlka. Þetta lagast alt, sr það ekki? En verulega gott getur það aldrei orðið, því í þínum augum er jeg ófríða stúlkan og í hæsta lagi vel hepnuð tilraun. XIV. Szekely var kominn heim, og fyrsta sinn síðan Claudio fór til London lagði jeg leið mína í litlu vínstofuna í hádegisverðar- hljeinu. Það var ekki margt fólk þar inni, en allir, sem þar voru sátu umhverfis Szekely, alt frá litlu ljóshærðu stúlkunni, sem augsýnilega hafði fengið loðkápu í jólagjöf frá ríkum jólasveini, til þjónanna í vínstofunni. Útgefand- inn sat með risavaxið dagblað fyrir framan sig, það leit helst út fyrir að hann væri að útskýra eitthvað í blaðinu. Allir horfðu 4 blaðið, sem virtist vera oðrið nokkuð þvælt. Framh. Tek að mjer HREINGERNINGAR Guðm. Hólm. Sími 5133. u Kunnur danskur stjórnmála- maður var að halda ræðu á kosningafundi í Kaupmanna- höfn. Hann rjeðist hart að and- stöðuflqkkunum og flokksmenn hans, sem höfðu fjöllhent og voru í meirihluta á fundinum, vorn hinir ánægðustu. En þó var einn áheyrandi á móti ræðumanni. Það var komm- únisti, sem í sífellu hrópaði: „Sct. Hans, Sct, Hans“. Hann átti við geðveikrahælið með sama nafni. Þegar þetta hafði gengið svona um stund, gat ræðumaðurinn ekki setið á sjer lengur. Hann tók af sjer gleraugun, horfði þegjandi á áheyrendaskarann um stund og sagði í biðjandi róm: — Er ekki einhver hjer inni, sem vill taka að sjer að fylgja þessum veslings manni heim? Mikill fögnuður. ★ Það var próf í kvennaskóla og Seinn nemandinn átti að segja frá Friðrik mikla. Stúlkan kom ekki upp orði og kennarinn byrjaði að spyrja: — Hvenær fæddist Friðrik mikli ? Ekkert svar. — Hvað einkendi stjórn hans? Þögn. ■— Hvað ftjet drotning hans og hvað átti hann mörg börn? Ekkert svar enn. — Átti hann í ófriði við nokk- urn? Heldur ekki þessari spurningu svaraði stúlkan, en er hún kom fram á skólaganginn og fór að tala við bekkjarsystur sínar, sagði hún: — Jæja, jeg var heppinn, að jeg kom ekki upp í Cæsar. ★ Skottulæknir í Ungverjalandi hefir grætt stórfje á því að selja kongulóarvef. Hann þykist geta læknað alla, sjúkdóma með kongu lóarvefnum. Frjett þessari fylgir önnur: Áð það sje verið að stækka kirkjugarðinn í þorpinu, þar sem skottulæknirinn býr. ★ Dvergurinn Leach, sem ljest árið 1818, hafði svo langa hand- leggi, að hann náði með hend- urnar niður á gólf, þó hann stæði upprjettur. ★ Morris Jahn var giftur Mathilde John. Þau bjuggu í London og bóndinn dó 1795. Mathilde andað- ist 89 árum seinna úr hjartaslagi. S&Aynniiujcu? UNGBARNAVERND LÍKNAR í Templarasundi, opin alla þriðjudaga og föstudaga kl. 3—4. Ráðleggingar fyrir barns- hafandi konur 1. miðvikudag hvers mánaðar kl. 3—4. HREINGERNINGAR Sími, 2597. Guðjón Gíslason. HREINGERNING í fullum gangi. Fagmenn að verki. Hinn eini rjetti Guðni G dgurdson, málari. Mánagötu 19. Sími 2729. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 5571. 'Wjelagslíf ÁRMENNINGAR fara í skíðaferð í Jósefsdal f kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl- 9. Farið verður frá Iþrótta- húsinu. ÍÞRÓTTAFJELAG RVÍKUR fer í skíðaferðir í kvöld kl. 8> og í fyrramálið kl. 9, ef veður leyfir. Farseðlar í Gleraugna- búðinni, Laugaveg 2. I. O. G. T. ST. EININGIN NR. 14. Fundur í kvöld kl. 8. Inntaka_. Sumarfagnaður stúkunnar: 1. Einsöngur: hr. Hermann Guðmundsson. 2. Upplestur: hr. Freymóður- Jóhannsson listmálari. 3. Einsöngur: str. Anna Ing- varsdóttir. 4. Leiksýning: Óhemjan. 5. Erindi: Vetur kvaddur. ---- Sumri heilsað, br. Sigurður Einarsson docent. 6. Dans. Æt. JCaupsáapuc STIGIN SAUMAVJEL til sölu með tækifærisverði. — Nýja fornsalan, Kirkjustræti 4. RAFMAGNSPLATA ÓSKAST Sími 3429. MEÐALAGLÖS OG FLÖSKUR keypt daglega. Sparið milHlið- ina og komið til okkar, þar seirt. þjer fáið hæst verð. Hringi𠣕 síma 1616. Við sækjum. Lauga-- vegs Apótek. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðrm- Guðmundsson, klæðskeri. —- Kirkjuhvoli. HREINGERNINGAR önnumst allar hreingerningar. Jón og Guðni. Símar 5572 og 4967. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni veislur. Matstofan Brytinn, Hafnar- stræti 17. BÍLSKÚR nálægt Miðbænum til leigu nú þegar, helst fyrir lítinn bíl. — Uppl. í síma 2167, milli kl. 6 —8. SCwsnaz&L ÍBÚÐIR í TJARNARGÖTU til leigu 14. maí. Upplýsingar í síma 2002. EINHLEYPUR KARLMAÐUR óskar eftir herbergi við Miðbæ- inn með aðgangi að baði og síma, frá 1. eða 14. maí. Tilboð merkt „Skilvís" sendist blaðinu fyrir föstudag. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela„. glös og bóndósir. Nönnugötu 5>- sími 3655. Sækjum. Opið allanu daginn. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypelaj,, glös og bóndósir. Flöskubúðin,. Jergstaðastræti 10. Sími 5395.. Sækjum. Opið allan daginn. BESTA FERMINGARGJÖFIN er ryk og vatnsþjettu úrim (dömu og herra) frá Sigurþór,. Hafnarstrœti 4. ÞÚSUNDIR VITA að aevilöng gæfa fylgir trúlof- unarhringunum frá Sigurþór„ Hafnarstræti 4. KAUPI GULL hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. GLÆNÝR RAUÐMAGI daglega. Sendum um allan bæ.- Símar 2761 og 5292. VEGGALMANÖK og mánaðardaga selur Slysa- varnafjelag fslands, Hafnar- hÚSÍBiU. REYKHÚS Harðfisksölunnar Þvergötu, sel^ ur reykt hrogn mjög ódýr.- QÍtvG 907« S448.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.