Morgunblaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 3
Fimtudagur 9. maí 1940.
MORGUNBLAlIfi
Væntanlegur sendi-
r
herra Breta á Islandi
!
Mr. Howard Sirith og fjölskylda hans.
Fjelag Reykvíkinga
Stofnfundur
annað kvðld
Tíu xcætir Reykvíkingar aug-
lýsa hjer í blaðinu í dag, að
haldinn verði annað kvöld í Odd-
felloWhúsinu stofnfundur „Fje
lags Reykvíking-a".
Þessir 10 Reykvíkingar eru:
Síra Bjarni Jónsson vígslubiskup,
Binar Erlendsson byggingameist-
ari, Georg Ólafsson bankastjóri,
Guðmundur Kr. Guðmundsson frá
Yegamótum, Gunnar E. Benedikts-
son lögfræðingur, Pjetur Hall-
dórsson borgarstjóri, Sigurður
Halldórsson byggingameistari,
Sigurður Þorsteinsson verslunar-
maður, Vilhjálmur Þ. Gíslason
magistep og Þorleifur Gunnarsson
bókbandsmeistari.
Þegar einn af tí-menningunum
kom með þessa sjerlrennilegu aug-
lýsingu til Morgunblaðsins í gær,
spurðum vjer hann hverskonar
fjelag hjer væri á ferðinni.
Hann var nokkuð drjúgur yfir
því, að hjer væri jnerkilegt. f je-
iag í uppsiglingu, en sagði að
fæst orð hefðu minsta ábyrgð.
Yæri best að híða. með að skýra
frá hvað fyrir forgöngumönnum
fjelagsstofnunarinnar vekti þar
til búið væri að halda stofnfund-
inn. En þar vonumst við eftir að
sjá sem flesta þeirra, sem „gjald-
gengir“ eru í fjelagið, sagði þessi
mæti Reykvíkingur. En „gjald-
gengir“ eru aðeins þeir, sem
fæddir eru eða uppaldir í Reykja-
vík, heimilisfastir þar og eru
fullra 40 ára eða eldri. En þeir
voru við síðasta manntal 1185
talsins, svo að við þurfum engu
að kvíða um skort á mönnum í
fjelagið, enda þótt skorður sjeu
settar við inngöngu í það.
Sundknattleiksmeistaramót ís-
lands verður haldið í sambandi
við Sundmót „Ármanns" 25. maí
til 5. júní n.k. í Sundhöll Reykja-
víkur. Kept verður með 7 manna
liði um grip þann er í. S. í. gaf
1938. Þátttaka tilkynnist Þorsteini
Hjálmarssyni, Klapparstíg 28, fyr-
ir 20. þ. mán.
Eins og áður hefir verið
skýrt frá hjer í blaðiuu,
hefir breska stjórnin viður-
kent fullveldi íslands, m. a.
með þeim hætti, að hún hefir
ákveðið að senda hingað sendi-
herra, og kom sú tilkynning
nýlega frá utanríkismálaráð -
herra Breta, að útnefndur væri
sendiherra Breta hjer á landi
Mr. Howard Smith, er áður var
sendiherra í Danmörku. Þýski
innrásarherinn tók hann, fjöl-
skyldu lxans og starfslið hönd-
um að morgni þess 9. apríl. En
sendiherrafjölskyldan og starfs-
fólk sendisveitarinnar var látið
laust seinna um daginn.
Nokkrum dögum áður en
Þjóðverjar tóku Danmörku
komu tvö börn sendiherrahjón-
anna til Hafnar frá Englandi í
flugvjel.
Á myndinni erri sendiherra-
hjónin og börn þeirra þrjú.
Myndin er tekin á flugvelli
Hafnar við Kastrup.
Mr. Howard Smith tók við
sendiherrastöðunni í Höfn síð-
astliðið haust, í október. Hanu
hefir verið í þjónustu utanrík-
isráðuneytisins breska síðan
1922, og árin 1933—39 var
liann fulltrúi aðstoðar-utanrík-
ismálaráðherrans.
ÞæUir frá Alþingi — I.
'l ' * ' , . i- ‘ 4.* "V " •. • ■' '-X, .v4-'
Samþyktirnar að-
faranótt
Með sjerstöku
leyfi má senda
skeyti og brjef
Fyrir nokkrum dögum flutti
danska útvarpið tilkynn-
ingu frá póst- og símamálastjóm-
inni dönsku, þar sem eftirfarandi
var tilkynt:
Til Þýskalands geta bæði ein-
staklingar og fyrirtæki sent
skeyti og talað í síma, í viðskifta
erindum, án þess að vera skrásett-
ir á sjerstaka lista eða án þess
að hafa til þess sjerstakt leyfi.
Umtal hæ ástandið í Danmörku
er þó bannað í þessum símavið-
skiftum.
Til hlutlausra landa má þó að-
eins senda símskeyti eða tala í
síma, í alveg sjerstökum tilfell-
um, og- verða menn að fá til þess
sjerstakt leyfi yfirvaldanna.
Auk þess hefir aðalstjóm
danskra póst- og símamála ný-
lega ákveðið að setja cftirlit á
stofn á öll brjef, símskeyti og
símtöl. Er það aðalpóststjórnin,
sem hefir þetta eftirlit með hönd-
um.
10. apríl
SÍÐASTA ALÞINGI sat í 70 daga. Er það með
stystu fjárlagaþingum, sem háð hafa verið
um langt skeið. Þingið samþykti 61 lög og 14
þingsályktanir.
Bnda þótt lesendur Mörgunblaðsins viti Tiokkur deili á málun-
um, sem þingið hafði til meðferðar og afgreiðslu þeirra, þykir rjétt
að rifja. upp nokkur þeirra helstu og skýra þau nánar en gert liefir
verið í daglegum þingfrjettulm.
Langsamlega merkustu málin, sem Alþingi hafði til meðferðar
að þessu sinni, voru þær tvær þingsályktanir, sem samþyktar voru
í þinginu aðfaranótt 10. apríl, um æðsta, vald í málefnum ríkisins og
nm meðferð utanríkismála og landhelgisgæslu.
Fyrri þingsályktunin, um
æðsta vald í málefnum ríkisins, er
svohljóðandi:
„Með því að ástand það, sem nú
hefir skapast, hefir gert konungi
íslands ókleift að fara með vald
það, sem honum er fengið í stjórn-
arskránni, lýsir Alþingi yfir því,
að það felur ráðuneyti íslands að
svo stöddu meðferð þessa valds“.
Síðari þingsályktunin, um með-
Leigugarðar bæj-
arins yfir 1100
Kartöfluuppskeran þarf
að aukast, var vfir
11000 tunnur í fyrra
»A
Nemendadanssýning
á Hótel Borg
Afimtudaginn verður nem-
endadanssýning að Hótel
Borg.
Það eru nemendur úr dansskóla
frk. Báru Sigurjónsdót.tur. Frk
Bára hefir rekið hjer dansskóla i
tvö ár, og mun nú margan fýsa
að sjá, hverju ungfrúin hefir á-
orkað þenna líðandi vetur.
Frk. Bára hefir stundað nám
undanfarin ár hjá hinu víðfræga
og vinsæla danspari, Fjeldgaard
og Flatau (sem hjeldu danssýn-
ingar hjer á landi síðastliðinn
FRAMH. Á SJÖHNDU SÍÐU.
HUGI bæjarbúa fyrir garðrækt hefir aldrei
verið meiri en nú“, sagði Matthías Ásgeirs-
son garðyrkjuráðunautur bæjarins, er
blaðið hafði tal af honum í gær. „Eftirspurnin eftir smá-
görðum er mun meiri en áður“.
— Hve rnargir verða smágarðarnir í sumar?
— Jeg geri ráð fyrir því, að þeir verði samtáls rúmlega 1100,
svo þau eru orðin allmörg heimilin í bænum, sem hafa afnot af mat-
jurtagörðum, Því auk garðanna í smágarðahverfunum eru garðar
heima við ákaflega mörg hús.
í fyrra voru smágarðarnir 721
samtals. Nú bætast við í svo-
nefndu Kaupmannstúni milli Suð-
urlandsbrautar og Þvottalaugaveg
ar 100 garðar, um 40 garðar í
Grensás austur af Kringlumýri,
200 garðar bætast við í Kringlu-
mýrinni sjálfri og 50 garðar í
Vesturbænum, eða e.t.v- eitthvað
fleiri. í Kaupmannstúni eru garð-
arnir 400 fermetra hver og eins í
Grensás og í Kringluímýri, en 300
fermetrar í Vesturbænum'.
• Garðlandið var í fyrra röskir
50 hekt-arar. Nú bætast við 15—
20 hektarar.
Aðalatriðið fyrir smágarðaeig-
endunum er kartöfluræktin. Jeg
geri ráð fyrir, að upp úr smá-
görðunum öllum hafi fengist í
fyrra röskar 11000 tunnur af
kartöflum.
•— Hvernig er með útsæði í ár?
—- Jeg held, að enginn hörgull
verði á því. Margir búa sjálfir að
sínu útsæði, hafa geymt það frá
í fyrra, og gefist vel. En góðar
útsæðiskartöflur hafa verið hjer í
verslunum í vor. Fræ er líka nóg
til grænmetisræktar, en fólk rækt-
ar því miður enn altof lítið af hin
um algengustu grænmetistegund-
um, svo sem salati, spínati, græn-
káli og öðrum káltegundum. Ýms-
ar tegundir af grænmeti er, hægt
að þurka og geyma langt fram
eftir vetri. Til grænmetis ættu
fraxh. Á sjömrrm síxmj
ferð utanríkismála og landhelgis-
gæslu, er svohljóðandi:
„Vegna þess ástands, er nú
hefir skapast, getur Danmörk
ekki rækt umboð til meðferðar
utanríkismála Islands samkvæmt
7. gr. dansk-íslenskra sambands-
laga nje landhelgisgæslu sam-
kvæmt 8. gr. tjeðra laga, og lýsir
Alþingi þessvegna yfir því, að ís-
land tekur að svo stöddu með-
ferð mála þessara að öllu leyti í
sínar hendur“.
★
Báðar þessar þingsályktanir
•voru samþyktar með samhljóða
atkvæðum allra viðstaddra þing-
manna. Nálega engar umræður
urðu um málin í þinginu. Forsæt-
isráðherrann reifaði þau með ör-
fáum orðum. Öllum þingmönnum
var ljóst að samþykt þessara
þingsályktana var óhjákvæmileg
nauðsyn, vegna þess ástands, sem
skapast hafði hjá sambandsþjóð
vorri, þar sem her Þjóðverja hafði
ráðist inn í landið og sest að í
landinu.
Daginn eftir, 10. apríl, ávarp-
aði forsætisráðherrann þjóðina í
útvarpinu og skýrði frá þeim
•mikilvægu ákvörðunum, sem Al-
þingi hafði gert nóttina áður.
Þegar ráðherrann hafði í fáum
orðum rakið tildrög þingsálykt-
ananna, og skýrt frá þeim, fórust
honum orð á þessa leið:
„Það, semi gerst hefir er, að
vald það, sem konungur fer með
samkvæmt stjórnarskránni, hefir
að svo stöddu verið flutt inn í
landið, og sama máli gegnir um
landhelgisgæslu og utanríkismál,
að svo miklu lcvti, sem þessi mál
hafa verið í höndum Dana. En
veitið því athygli, að þrátt fyrir
það eru stjórnskipunarlög íslands
óbreytt, og það hafa aðeins veriS
gerðar þær ráðstafanir, sem á-
standið hefir gert alveg nauðsyn-
legar“.
★
Þjóðin virðist ekki enn hafa
áttað sig til fulls á því, serp gerð-
ist á Alþingi aðfaranótt 10. apríl.
Það var mjög lítið um málið rætt
manna á meðal næstu daga og nú
KRAJDL Á SJÖTTU SÍÐU.