Morgunblaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 5
Fúntudagur 9. maí 1940. > * ■ Vt »— 'v'* \ o. Útgef.: H.f. Árvakor, Rey’ J»rl«, Rltatjðrar: Jón KJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Auglýslngars Árni Óla Ritstjórn, auglýslngar og afgrelbsla Austurstrœti 8. — Stmi 1800 Áskrlftargjalð: kr. 8,50 á mánuCI innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakiB, 25 aura meB Lesbðk. ’tff'marvottiir segir frá: Eftir deituna Hve fanö lítll anðstaða et Bergen var tekin Niðurrifsmennirnir í hópi kommúnista eru að reyna að koma af stað óánægju og úlfúð meðal sjómanna, vegna |?eirrar lausnar sem varð á sjó- mannadeilunni. Fátt sýnir betur ■ ábyrgðarleysi kommúnista en þetta framferði þeirra á þessum alvöru tímum. Ef aðeins er litið á kröfurnar, sem sjómennirnir gerðu í vetur *og þær bornar saman við sam- komulagið, sem náðist í deil- anni virðist auðvelt að vekja óánægju og tortrygni meðal sjó- manna, ekki síst ef ekki fyrir- finst nein ábyrgðartilfinning hjá jþeim, sem tekur að sjer þessa iðju. Þegar sjómenn gerðu sínar auknu kröfur í vetur, var við- horfið alt annað en nú, er deilan var leyst. Fyrrihluta vetrar voru :siglingar að komast í nokkurn- veginn fastar skorður, bæði tog- ara og kaupsiipa. Eins og sakir stóðu þá, var það engin fjar* .stæða af bálfu sjómanna að gera ráð fyrir, að sæmilegur hagnaður yrði á þessum sigling-i um. Frá þessu sjónarmiði gerðu sjómenn sínar auknu kröfur, og voru þær skiljanlegar, eins og ástatt var. En þegar komið var að loka- ]>ætti deilunnar var viðhorfið . gerbreytt. Þá voru Norðurlönd- in tvö, Danmörk og Noregur, orðin vettvangur styrjaldarinn- ar. Á sama augnabliki þurkað- ist út markaður fyrir íslenskar afurðir, sem nemur tugum milj- ónum króna. Þetta breytta við- horf setti alla afkomu þjóðar- búskaparins í svo mikla tvísýnu, að það hafi verið óverjandi . ábyrgðarleysi, að bæta ofan á þá hættu, sem nú vofði yfir og vofir enn yfir, stórauknum kröfum á hendur þeim atvinnu- greinum, sem hjer áttu hlut að máli. Ef sama viðhorf hefði ríkt í vetur, er sjómenn gengu til at- kvæða um kröfurnar, rná full- yrða, að fáir úr hópi sjómanna hefðu lagt til, að stofnað yrði til verkfalls, ef kröfurnar fengj-' ust ekki fram. Frá þessu sjónarmiði verður að skoða lausn sjómannadeii- unnar. Þegar það er gert, getur engihn maður með snefil af á- byrgðartilfinningu ásakað samn inganefndir sjómanna fyrir það, að þær slökuðu verulega á fyrri kröfum sjómanna. Enginn býst við sanngirni eða ábyrgðartilfinningu af hálfu kommúnista, síst í kaupdeilu- málum. En allir sanngjarnir menn munu fagna því, hversu vel tókst með lausn deilunnar. Drýgstan þátt í því á sátta- nefndin og ber að þakka henni fyrir mikið og gott starf. h) 26. apríl birtist í „The Times“ frásögn manns, sem var í Bergen þ. 9. apríl, um það, sem fyrir hann bar bar bann minnisverða dag. Myndi bað hafa bótt ótrú- legt ekki alls fyrir löngu, að fregnir væru 16 daga að komast frá Bergen til enskra stórblaða. Blaðið segir í upphafi grein- arinnar, að frásögn þessa sjón- arvotts beri það ljóslega með sjer, að innrásin hafi verið lengi og nákvæmlega undirbú- in, og hafi það verið mjög fá- ment lið er tók völdin í bæn- um. Frásögnin er svohljóðandi: Það fyrsta, sem jeg fekk vitn- eskju um, sem gat bent til þess að innrás væri í nánd í Noregi var það, að jeg sá um miðjan dag á mánudag 8. apríl í frjetta glugga dagblaðs eins, að 100 skip hefðu sjest fara norður úr Stóra-Belti. Kl. 31/2 næsta morgun vakn. aði jeg við það, að jeg heyrði skot með ójöfnu millibili, eins og 4 á hverjum þrem mínútum, og virtist mjer sem skotin kæmu frá Sandvíkurvirkinu utan við höfnina. Eftir því sem mjer heyrðist kom aldrei skot frá virkinu, sem er sunnan við höfn- ina. Jeg fór á fætur og gekk niður á hafnarbakkann við mynni hinnar þröngú hafnar. En þar var jeg einskis var og sneri því aftur heim í gistihúsið. í baka- leiðinni sá jeg norska hermenn, sem voru að stíga á land úr litlu farþegaskipi, sem var 3—400 smálestir að stærð. Þeir voru m<sð hesta og vagna með heyi. En skotfæri sá jeg engin hjá þeim. Það er engum vafa bund- ið að þetta voru Norðmenn. — Þeir hjeldu á brott fylktu liði. Dyravörðurinn í gistihúsinu sagði, að þessi landganga hefði staðið yfir síðan kl. 2 um nótt- ina. Hleypt var úr loftvamabyss- um úr virki hinumegin við höfn- ina, gegn flugvjel, sem jeg kom ekki auga á. En 5 mínútum síð- ar sá jeg vjelbát, er rendi sjer upp að hafnarbakkanum og var báturinn hlaðinn þýskum her- mönnum. Þeir voru um 40, vel vopnum búnir, og voru sumir þeirra með lítil hvít flögg. Þeir stukku í skyndi upp á bakkann og sögðu á þýsku þeim fáu hræðum ;er (þar voru komnar, að þeir væru „vinir“. Fimm mínútum seinna rendi annar bátur með álíka marga upp að hafnarbakkanum hinu- megin. Jeg sá þýsku hermennina halda upp í bæinn. Þeir stað- næmdust við og við til að at- huga sinn gang. Er þeir voru komnir spölkorn frá bakkanum tóku 3 liðsforingjar sig út úr. Einn þeirra var með hvítt flagg. — Þeir höfðu ekki vopn nema skammbyssur. Þetta gerðist alt fyrir dögun, eins og innrásin í aðra hafnarbæi Noregs. Kl. 8 um morguninn var lögreglu- stjóri borgarinnar tekinn fastur og þá höfðu Þjóðverjar tekið yfirráðin yfir öllum símum í borginni. Seinna frjetti jeg að símalín- urnar, sem lágu út í strandvarn- arvirkin hefðu verið slitnar um nóttina. Enginn vissi hver hefðhaf skipshöfninni unnið það verk. Duflalögn utan skipinu. þá verið í við hafnarmynnið hafði líka verið rofin úr rafmagnssam- bandi og því hættulaus. Ekki Englendingurinn, sem segir frá þessu, kveðst hafa heyrt það hjá norskum liðsforingja vissi jeg hvernig stóð á skotun- að símalínurnar og rafmagns- um úr varnarvirkjunum, hvort leiðslurnar í duflin hefðu verið þau voru eðlileg eða ekki. Enjslitnar áður en Þjóðverjar eitt er víst, að 11 Norðmenn (gengu á land. Liðsforingi þessi voru drepnir í öðru virkinu, og var ákaflega sár yfir því, hve hörmulega tókst til fyrir Berg- ensbúum. Hve liðmargir Þjóð- 7 í hinu Jeg gekk upp í brekku ofan við bæinn til þess að reyna það- an að fá yfirlit yfir hvað var að gerast, því jeg skildi ekki menn hvernig 100 hermenn gátu náð yfirráðunum yfir allri borginni. Þaðan sá jeg 2 tundurspilla á höfninni og tvö herskip önnur. Seinna sá jeg fimta herskipið er var mikið stærra en hin. Það kom inn á höfn og kom frá því hvít gufa. Það sigldi hægt inn í höfnina. Þetta var ,,Köln“, er kafbátur hafði hæft með tund- urskeyti. Þá um nóttina var þessu skipi sökt þarna við hafn- arbakkann. Þrjár breskar flugvjelar komu fljúgandi yfir borgina. Ein þeirra lækkaði flugið. Hún ljet þrjár sprengjur falla. Ein þeirra kom á ,,Köln“ miðskips, önnur hæfði þýska liðssveit, en sú þriðja kom niður á hafnar- bakkann. Skipið sökk 10 mín seinna. Vafalaust hefir eitthvað Weygand tiershöfOingi heldur herskoðun Athyglin beinist þessa dagana að Miðjarðarhafinu og hersveitum Bandamanna í Litlu-Asíu. Hersveitir þess- ar eru undir yfirstjóm frakkneska hershöfðingjans Weygands, sem sjest hjer á myndinni halda herskoðun; hermennirnir eru riddarar úr nýlenduliði Frakka. Talið er að Bandamenn hafi um 400 þúsund manna her í Sýr- landi og í Palestínu. Ef til styrjaldar dregur í Miðjarð- arhafi, fá hersveitir Bandamanna þegar í stað liðstyrk frá öllum her Tyrkja og Egipta. í her Weygands í Sýr- landi eru hersveitir úr franska hernum og frönsku út- lendingaherdeildinni, auk franskra nýlenduhermanna og arabískra hermanna. verjar voru þama þenna morg- un, vissi hann ekki. En þeir voru ekki fleiri en svo, að fá- einar vjelbyssur hefðu getað stöðvað þá. — Fjórum dögum seinna var lið Þjóðverja í Berg- en 1500—2000 manns. Almenningi í Bergen fjellust hendur. Margir óttuðust loft-< árásir og flúðu úr borginni sam- dægurs. Þeir fóru fótgangandi í stór hópum, því Þjóðverjar tóku alla bíla og flutningatæki hernámi. Tveir fólksflutninga- bílar með þýska hermenn fóru til Os samdægurs og tóku þeir völdin þar. ★ Hemildarmaður Times fór frá Bergen sjö klst. eftir að Bergen var tekin. Kl. 5 að morgni fimtudaginn 11. apríl sá hann tvo vjelbáta yst í Aadlandsfirði. Bátar þessir höfðu tekið 40—50 þýska hermenn frá Samnanger- firði, og voru þeir settir á land hjer og þar í smáhópum í Aad- landsfirði. Þann sama morgun stöðvuðu tveir Þjóðverjar þenna Breta. Hann talar norsku og gat vel látist vera Norðmað- ur. Hann slettj þýskum orðum inh t hjér og þar, til þess að sýna að hann skildi þýsku. — Hermenn þessir gerðu gys að því, hve Norðmenn væru ein- faldir í hernaði sínum. Þeir sögðu honum að þeir hefðu ver- ið fjórar vikur úti á skipi á Bergenshöfn áður en leikurinn byrjaði. Herflutningaskipin er 1 höfninni biðu voru alls þrjú. Var eitt þeirra málað með sænskum merkjum en tvö með finskum. Seinna komst heimildarmaður blaðsins til Harðangursfjarðar, þá höfðu Þjóðverjar náð þeim firði á sitt vald. Kaupstaðinn, þann eina sem þar er, höfðu 25 Þjóðverjar hertekið. En Bretinn slapp þar yfir fjöllin norður á bóginn og úr landi. „Frjáls ^rslun' ‘, apríl-heftið, er nýlega komin út. Á forsíðu er teikning af Norðurlandaskipunum á ytri höfninni, eftir Halldór Pjet- ursson. Efni er þetta: „Baráttan heldur áfrarn11, „Verslunin í Eyj- um um aldamótin“, eftir Gísla J. Jolinsen, „í stríðslandi“. Nokkrar Ijósmyndir af gömlum kaupmönn- um. „Stríðsbúskapur“, eftir Birgi Kjaran. „Verðtollur og farm- gjaldahækkun“, eftir Guttorm Er- lendsson. „Launamál verslunar- manna“ og ýmsar smágreinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.