Morgunblaðið - 23.05.1940, Side 2

Morgunblaðið - 23.05.1940, Side 2
M0RGUNBLA0IÐ Fimtudagur 23. maí 1940. „Helgustu rjettindí þjóðarinnar að veði fplsigrinum yfir Hitler" -- The Times Líf og eigur breskra þegna í þjónustu landvarnanna Löggjöf, sem á sjer ekkert fordæmi í sögu Breta B RESKA ÞJÓÐIN býr sig nú undir, sameinuð sem einn maður, að mæta þeim hættum, sem yfir Bretlandi vofa. I gær samþykti breska þingið lög, sem setja öll auðæfi landsins, mannafla og eignir undir yfirstjórn ríkisvaldsins. „The Times“ segir í morgun um þessi lÖg, að þau sjeu áþreifanlegt sannindamerki um sameinaðan vilja Breta að verjast, því að með þeim sje á einni pappírsörk feldur úr gildi um stundarsakir kjarninn úr stjórnarskrá landsins, sem bygð hefir verið upp í þúsund ár. , Blaðið segir, að þjóðin hafi sett öll hin helgustu rjett- indi sín að veði fyrir sigrinum yfir Hitler. UMRÁÐ YFIR EINSTAKLINGUM OG EIGUM ÞEIRRA. Lög þessi mæla svo fyrir að ríkisvaldið hefir umráð yfir hverjum einstakling í landinu, ríkum og fátækum, og öllum eig- um hans. Ríkið getur skyldað menn til þess, að vinna hverja þá vinnu, sem það ákveður, hve langur vinnutími hans skuli vera og hvað hann fær í laun. Launin skulu miðuð við það, sem greitt er fyrir verkið sem um ræðir hjá góðum vinnuveitenda. Öll fyrirtæki í landinu vinna upp frá þessu fyrir ríkið. — Ríkið getur ef svo ber undir ákveðið hvað framleitt skuli, það getur lagt niður atvinnufyrirtæki og það getur eyðilagt þau, ef það telur þess þörf. Allur ágóði af atvinnurekstri, sem er umfram það, sem venjulegt er, rennur í ríkissjóð eða m. ö. o. er skattlagður með 100%. Einnig getur ríkið fyrirskipað að haldið sje áfram störf- um í fyrirtæki, sem ekki borgar sig, en það borgar þá hallann. Allir bankar og peningastofnanir eru settar undir eftirlit ríkisvaldsins. Það er ekki fullráðið hvort bönkum landsins verð- ur stjórnað frá einni miðstjórn, eða hvort fylkisstjórunum í landinu verður falið eftirlit með þeim. Með þessum lögum er svo ákveðið, svo að notuð sjeu orð Attlees, innsiglisvarðar konungs, sem lagði lögin fyrir þingið, að allir einstaklingar verði að starfa fyrir heildina, en ekk itil hagnaðar fyrir sjálfa sig. FRAMLEIÐSLUHERRÁÐ. Með lögunum er einnig ákveðið að skipað skuli sjerstakt framleiðsluráð, til þess að vinna að aukning framleiðslunnar í landinu. Formaður þessa ráðs verður Arthur Greenwood, sem er ráðherra án stjórnardeildar í ráðuneyti Churchills. Til þess að stuðla að því, að hægt verði að auka fram. leiðsluna sem mest, hafi verkamálaráðherrann Ernest Berin, ákveðið að stofna stórfelt æfinganámskeið fyrir verkamenn. Strax og lögin höfðu verið samþykt, sendi Mr. Morrison birgðamálaráðherra, öllum verksmiðjum, sem starfa fyrir fíkið fyrirmæli um að taka upp vinnu með tveim vöktum. Hver vaktin vinnur 12 klst. SAMEINUÐ ÞJÓÐ. Lög þessi, sem eiga sjer ekkert fordaemi í sögu Breta- veldis voru samþykt á 2 klst. og 41 mínútu í báðum deildum breska þingsins, og síðan undirskrifuð af kon- ungi. Þegar Attlee stóð upp í þinginu um miðjan dag í gær og gerði grein fyrir því, að stjórnin sæi sig til neydda á þessari al- varlegu stundu að biðja um aukið vald, kom þetta öllum á óvart. En það, hve þingið var fljótt að átta sig, er talið sýna betur en nokkuð annað einbeittni bresku þjóðarinnar að verjast. Vjer förum ekki fram á þetta í anda fáta og ótta, sagði hann ennfremur, rólegir og ákveðnir höfum vjer tekið ákvarð- anir vorar á þeim örlagaríku stundum, sem standa yfir. Lee Smith foringi þeirra jafnaðarmanna, sem ekki eiga sæti í stjórninni, stóð upp strax og Attlee hafði lokið máli i Parfs FRAMH. Á SartÍTOH SÉÐU. Winston Churchill flaug til París í gær og ræddi við Reynaud, Weygand hershöfð- ingja og Petain. í fylgd með Churchill voru helstu ráðunaut- ar hans í landhernaðar, sjó- hernaðar og flugmálaráðuneyt inu. Forsætisráðherrann var kom- inn aftur til London í gær-i kvöldi. í Þýskalandi er því haldið fram, að för Churchills standi í sambandi við þá ákvörðun, sem franska herstjórnin er sögð hafa tekið, að gefa upp hafn- arborgirnar í Norður-Frakk- landi. Segja Þjóðverjar að Churchill hafi viljað fá þá ofan af þessari ákvörðun. Herstjórnartilkynning Þjóðverja í gær SKARÐIÐ, sem Þjóðverjar hafa rofið í herlínu óvin- anna, var út að Ermarsundi, var í gær víkkuð út til norð. vesturs í áttina til St. Pol og Montreuil sur Mer. Þýskar flugvjelar gerðu enn með góðum árangri árásir á hafnarvirkin í Ostende, Dun- kerque, Calais, Boulogne og Di- eppe. í Flandern verja óvinirnir enn hraustlega undanhald sitt hjá Schelde. Hjá Valenciennes er haldið uppi sókn gegn hinum saman- þjöppuðu frönsku hersveitum þar, crg stendur þar grimmileg orusta. Tilraunum óvinanna til þess að brjótast í gegn hjá Ar- tois yfir Arras, og eins vest- ar að brjótast fram suður á bóg- inn, hefir verið hnekt. Hjá Arras var sundrað breskri bryn- vagnadeild, og áttu Junkers- ,stucker‘-flugvjelar vorar mest- an þátt í því. í lokaorustunni um Zeeland, hinn 19. máí, tóku miklu lið- færri þýskar hersveitir 1600 Fl&AMH. Á SJÖTTU SÍÐU Frakkar grafa sig niður fyrir sunn- an Somme Hafa gefið upp hafnarborgirnar í Norður-Frakkiandi? HERNAÐARTILKYNNING FRAKKA í gær- kvöldi var á þessa leið: „I allan dag hafa or- ustur haldið áfram í Norður-Frakklandi og í Belgíu. Ekkert markvert hefir gerst á öðrum víg- stöðvum“. Svo virðist sem franska yfirherstjórnin hafi nú á- kveðið að taka upp nýja varnarlínu, sem nær frá hafi meðfram suðurbakka Sommefljótsins og áfram austur meðfram suðurbakka Aisnefljóts til Maginotlínunnar hjá Montmedy. Frá Montmedy verður varnarlínan Maginot- línan suður að landamærum Sviss. BRÝRNAR SPRENGDAR í LOFT UPP. Havas-frjettastofan skýrði frá því í gær, að franski her- inn væri að grafa sig niður meðfram suðurbakka Sommefljóts- ins. Allar brýr á fljótinu hafa varið sprengdar í loft upp. Sama frjettastofa skýrði einnig frá því í gær, að öllum tilraunum Þjóðverja til þess að brjótast suður yfir Aisnefljót frá Rethel hefði verið hrundið. Þegar Þjóðverjar komu fyrst að Aisnefljóti tókst þeim að koma nokkru liði yfir það í skyndi- áhlaupi. En Frakkar gerðu þá gagnárás, og hröktu Þjóðverja aftur vestur yfir fljótið. Hjá Montmedy, þar sem Þjóðverjar hafa verið að reyna að brjótast í gegnum ysta hluta Maginotlínunnar, var alt með kyrrum kjörum í gær. Sama máli gegnir um hina raunveru- legu Maginotlínu frá Montmedy til Basel. Á þessari nýju varnarlínu ætlar franska herstjórnin að stöðva sókn Þjóðverja inn í Frakkland. HAFNARBORGIRNAR. En með því að láta herinn grafa sig niður sunnan við Somme, virðist herstjórnin hafa gefið upp vonina um að geta varið svæðið norðan við fljótið og þar með hafn- arborgirnar Diinkerque, Calais, Boulogne og Abbeville. Bardagar hjeldu þó áfram á þessu svæði í gær. í fregn frá London segir, að breski herinn í Frakklandi hafi í gær gert gagnárás á hersveitir Þjóðverja milli Domai og Cambrai. Það er hinsvegar viðurkent í London, að Þjóðverjar hafi komið brynvagnaliði til AbbeviIIe. En þeir segja að lið þetta geti ekki verið mikið. Eins er sagt, að liðið sem Þjóðverjar hafa í Amiens, sje lítið. Er franskt herlið sagt þar í grend. Hinsvegar tilkynti franska herstjórnin í gær, að hún liefði tekið Arras aftur, 24 klst. eftir að þýskur her hafði sest að í borginni. ÞJÓÐVERJAR VÍKKA SKARÐIÐ TIL STRANDAR. Þýska herstjórnin tilkynti í gær, að hersveitir hennar hefðu víkk- að til norðvesturs skarðið, sem rofið hefði verið í herlínu Banda- manna til Ermarsunds. Deutsches Nachrichtenbiiro segir, að hersveitir, sem sótt hafa vestur á bóginn frá Arras, sjeu komnar til Montreuil sur Mer. Segir frjettastofan, að þar með hafi Þjóðverjar skotið tveim fleygum milli hersveita Bandamanna, í Belgíu og Norður-Frakklandi annarsvegar, ' og hersveitanna fyrir sunnan Somme hinsvegar. Hinn fleygurinn, sem hjer um ræðir, nær frá Amiens til Abbeville. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.