Morgunblaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. maí 1940, * <aso»oooooooooooooooo ÚR DAGLEGA ,<■ LlFINU <xx>ooo< KXXXXXX „Tóbaksskrín tómt er í vösum, eyk- ur pín, ekkert í nösum“, segir í hinu gamla kvæði um skipakomu eða vand- ræðin áður en skipið kom og gleðina, þegal- það kom með allan glaðninginn. Fyrirhyggjusamir neftóbaksmenn munu ekki hafa látið sól síga til við- ar þ. 9. apríl síðastliðinn, án þess að láta sjer detta 1 hug vandræðin, sem af hlytist, er slitið var samgöngum við Danmörku og tóbaksfirmað Brauns- bræður, er selt hefir hingað alt nef- tókbak í háa herrans tíð. Verslun þessa firma með neftóbak hefir náð jafn langt og bygð íslendinga, jafnt austanhafs sem vestan. Einhverjir framtakssamir Winnipeg íslendingar hafa reynt að láta Ameríkumanninn búa sjer til annað eins góðgæti í nef- ið og Braun hinn danski, en ekki tekist. Svo útlitið hefir ekki verið glæsilegt fyrir neftóbaksmennina. I Gullfossfarminum sem kyrsettist í Höfn þ. 9. april voru að sögn 3000 kg. af rjóli. Hefðu margir Islendingar hjer fyr á öldum látið sjer detta í hug að leita til kraftaskálda og fá þau til þess að yrkja Gullfoss heim úr hafnbanni og ófriðarhættu, úr því hann var með annan eins farm. Máske enn sjeu til slík kraftaskáld á landi voru. Hernaðaraðstaðan í Belgiu FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Frjettastofan segir, að hjeðan af sje engin von til að hersveitir Bandamanna í Norður-Frakklandi og Belgíu geti brotist í gegn og náð saman við hersveitirnar hjá Somme. Hersveitirnar, sem þannig eru króaðar inni, franskar, breskar og belgiskar, segir D. N. B. vera skipaðar alt að miljón manna. Bngar áreiðanlegar fregnir eru um, hvar hersveitir þessar hafa tekið sjer varnarstöðu, en talið er að það sje á vestari hakka Schelde- fljótsins skamt fyrir austan Ghent í Belgíu og á vestari bakka Scarpe-fljóts í Norður-Frakklandi. Hersveitir þessar hörfuðu undan frá Dylevígstöðvunum í síðustu viku. Bn að þær hafa ekki verið sigraðar ennþá, um það bera um- mæli von Reichenaus, hershöfðingja 6. hersveitar Þjóðverja, sem sæk- ir fram nyrst í Belgíu, vitni. Hann talaði við blaðamenn í aðalbæki stöð sinni fyrir vestan Briissel í gær og sagði við þá, að meginorust- an hefði ekki verið háð ennþá milli hersveitar sinnar og hersveita Bandamanna, sem verðust vestan við Schelde og Scarpe. Þegar franski hershöfðinginn var tekinn höndum j jóðverjar skýra frá því, að franski hershöfðinginn Gir- aud hafi verið tekinn höndum á þann hátt, að könnunarbryn- vagn, sem hann var í hafi verið ^ kröaður inni af framsveit þýskra Talað er um að fá neftók frá Eng- brynvagna. landi. Menn hafa ótrú á því. En alt er^ Gjraud þefði nýlega tekið VÍð iyfirstjórn 9. herdeildarinnar og var á leið til vígvallarins, þeg- ar hann var tekinn höndum. hey í harðindum. Annars benti dr. Helgi Tómasson mjer á það hjer um daginn, að hinn mæti maður sr. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal segi í „Grasnytjum"' sínum, að „svenskir“ noti blöð af kartöflugrasi til að drýgja með tóbak, blöðin tekin á haustin, þegar þau eru sölnuð og þau söxuð til helmings saman við tóbakið og gefist vel. Sennilega koma þessi tó- baksdr^gindi þó ekki til gi'eina nema í reyktóbak. En kartaflan 'er skyld tóbaksjurtinni, sem kunnugt er — og j ínargt er líkt með skyldum. ★ í gær mætti jeg Sigurði Jónassyni Tóbakseinkasölu forstjóra. Hann var ‘mjög prunkinn á svipinn. Hann tók u>p neftóbaksglas úr vasa sínum sem í var tóbak, er Efnarannsóknastofa ríki^jns, hcfir. útbúið, sem stæling á sjálfu Braunsbræðra tóbaki. Neftó- þaksmönnum fanst stælingin ekki , slæm. Og reynist hún ígildi þess ekta Kaupmannahafnartóbaks, þá verður . Efnaránnsóknastofa ríkisins eftirlæti, margra neftóbaksmanna, svo mikið er Víst. JlO&t&iiizK & J Það koma stundum fyrir smáskrítn- ,,ir árekstar í umstangi breska herliðs- ins hjer, eins og t. d. er bveskir her- menn á Akranesi urðu varif við grun- samlega útlítandi ferðatösku Pjeturs jjgHoffmanns fisksala. Hafði Pjetur, að tfþví er hann segir, keypt töskuna fcog ekki sint hví að fyrri eigandi hafði gist.nokkrar þýskar borgir og stóðu nafnmiðar borganna á töskunni. Bretinn gerði boð fyrir ;-é%fenda f.hinnar grunsamlegu tösku, en þegar ’Pjetur kom ekki, tók ekki betra við, því honum er ógreitt um að tala*ensku en Bretinn fekk að vita að maðurinn hjeti Hoffmann, svo nú- var það bæði tankan og skírnarnafnið sem benti ^Bretanum til þess, að hjer væri Þjoð- verji á ferðinni. Sýndist Pjetri, eftir 4, því,- sem hann sjálfur segir, brúnin .. fara að síga á þeim breska. En þá .. gat Pjptur komið honum í skilning um að hann væri íslendingur í húð og hár, þrátt fyrir nafnið. — Þá bað Bretinn afsökunar á ónæði því, er 8 hann hefði gert, og Pjetur fór sína leið. En hann mun hafa tekið þýsku r.öfnin af ferðatöskunni sinni. Ný varnarlína Bandamanna í Noregi Yfirmaður norska hersins í Há- logalandi í Noregi skýrði Norsk Telegrambyrá frá því i gær, að herir Bandamanna, sem urðu að hörfa undan frá Mo, hafi nú komið sjer fyrir í nýjum öflugum varnarstöðvum un 250 km. suður af Narvik. 1 Sendiherra Norðmanna í, New York skýrði frá því í gær, að norska stjórnin he-fði-faHð sjer að kalla alla NorðmeMi í Bandaríkj- unum á aldrinum 21--4Ó «áfa til herþjónust.u. Þeir verða sendir til vígstöðvanna í Noregi. Þýifear flug« vjelar enn yfir Svíþióð —— , p Tv æ r þýskar sjóflugvjelar flugu yfir Nórður-Svíþjóð náíægt norsku landamærunum í gær. Loftvarnaliðíð hóf skot- hríð á þær og hurfu þær þá ' á brott. _ ; Frá Stokkhólmi er símað, áð ssénská * sijórnin muni leggja fram mótmæli í Berlín. Þýska stjórnin hefir svarað mótmælum Svía út af árásinni, sem þýska sjóflugvjelin gerði á járnbrautarstöðina í Abisko í fyrradag. Lofar þýska stjórnin að láta fara fram rannsókn í málinu. Forðum í Flosaporti var sýnt í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Næsta sýning er annað kvöld kl. s y2. Hæstarjettardómurinn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. kröfur aðallega, að reikningur Verslunar Sf. Sv. verðí „dæmdur ómerkur“ og til vara, að greidd yrði leiga eftir mati rjettarins. Iljeraðsdómarinn, bæjarfógetinn í Neskaupstað, dæmdi Síldarverk- smiðjuna til að greiða kr. 2736.96 í geymslukostnað. Þessum dómi áfrýjaði Síldar- verksmiðjan. Hæstirjettur ómerkti alla málsmeðferðina í hjeraði. I forsendum dóms Hæstarjettar segir: „Kröfur áfrýjanda, þær er hann hafði uppi í hjeraði, að reikningur stefnda verði ómerktur eða til vara, að honum sjálfum verði dæmt að greiða stefnda leigu eftir mati dóms ins, eru ekki dómhæfar. Þó er sá galli á málatilbúnaði, að kröfur þessar hafa ekki verið lagðar til sáttanefndar, enda þótt eigi hafi verið skilyrði til þess að ganga fram hjá sáttanefnd samkvæmt 5. gr. laga nr. 85, 1936. Auk þess hefir dómarinn eigi leitað sátta um þá kröfðu stefnda, er hann hafðj uppi í málflutningi, að honum yrði dæmd öll sú krafa, er reikningur hans greinir. Af þessum ástæðum, hvorri fyrir sig og báðum saman, þykir óhjákvætnilégt að ómerkja dóm og málsmeðferð í hjeraði og vísa mál- inu frá hjeraðsdómi. Eftir atvikum þykir rjett; að máls- kostnaðúr fyrir hæstarjetti falli niður. Hjeraðsdómariiin hefir vánrækt leið,- beiningarskyldu sína bæði um mála tilbúnað samkvæmt framanskráðu og um skýringu málsatriða, með því að umboðsmenn aðilja eru ólöglærðir, svo óafsakanlega, að ekki þykir verða hjá því komist að sekta hann ex offi- cio samkvæmt 3. málsgr. 34. gr. 1. nr. 85, 1936 um 50 krónur til ríkissjóðs, ag komi 4 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa.“ Einar B. Guðmundsson hrm. fl'utti málið fyrir Síldarverksmiðj - una, en Garðar Þorsteinsson hrm. fyrir Yerslun Sigf. Sveinssonar. leikið annað kvöld kl. 8!/2. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. --------- Sími 3191. Viðbúnaður Brefa FRAMH. AF ANNARI SÍÐU sínu og lofaði fylgi sínu. Hann sagði, að nú væri ekki tími til kappræðna, heldur til framkvæmda. Hin nýju lög ganga undir nafninu „Emergency Power Defence Act“ í Englandi. „NÚ ER STUNDIN “ Ým önnur merki þess má sjá í Englandi, að Bretar skilja hættuna, sem vofir yfir þeim. íj hvatningarræðu sem Duff-Coo- per flutti í útvarp til bresku þjóðarinnar í gær, sagði hann, að nú væri stundin komin til að leggja fram sitt ítrasta til að verja landið. I ræðu sem Mr. Morrison flutti, sagði hann að nú væri ekki tími til að Ijúka spilinu og sigra einnig óvininn (Drake, breska sjóhetjan var að leik, þegar hann frjetti til flotans ósigrandi, sem Spánverjar sendu gegn Bretum á 16. öld, og sagði þá, að hann myndi ljúka leiknum og sigra flotann að því búnu). Morrison sagði, að meiri hætta steðjaði að Bretaveldi, en nokkru sinni frá því, að flotinn ósigrandi var sendur gegn þeim. Hvatti hann þjóðina til að vera hugdjarfa og minti hana á um- mæli Napoleons, að í styrjöld væri hugrekkið tífalt meira virði en mannfjöldinn. Tilkvnning frá hú§aleigunefnd til leigusala og leigutaka I Reykjavfk. Samkvæmt lögum um húsaleigu frá 14. maí 1940 er óheimilt að hækka leigu eftir húsnæði frá því, sem goldið og umsamið var, þegar lög- in tóku gildi. Þó er heimilt undir sjerstökum kringumstæðum að hækka leigu eftir mati húsaleigunefndar. Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamn- ingum um húsnæði, nema hann þ,uífi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Skylt er að leggja fyrir húsaleigunefnd til sam= þyktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir gild- istöku húsaleigulaganna, svo og leigumála, sem gerðir hafa verið.síðan 4. apríl 1939. Þá er skylt að láta nefndina meta leigu eftir ný hús og húsnæði, sem ekki hefir verið leigt áður. Heimilt er leigutaka, telji hann húsnæði leigt óhæfilega hátt vegna ásigkomulags þess, að beiðast mats húsaleigunefndar á húsaleigunni. « ji Brot á ákvæðum laganna varða sektum frá 5—2000 krónum. Húsaleigunefnd sje látið í tje samrit eða eftir- rit af leigusamningum, sem komið er með til nefndarinnar til samÞykkis, og ber að greiða 2 krónur í stimpilgjald af hverjum leigu- samningi. Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofimni á hverjum mánudegi og miðvikudegi kl. 5—7 síðdegis. / Reykjavík, 22. maí 1940. Húsaleigunelnd. LANDSMÁLAFJELAGIÐ VÖRÐUR. Aðalf undur Varðarfjelagsins verður í kvöld kl. 8.30 í Varðarhúsinu, Fyrir fundinum liggja: Venjuleg aðalfundarstörf o. fl. STJÓRNIN,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.