Morgunblaðið - 23.05.1940, Page 5

Morgunblaðið - 23.05.1940, Page 5
Fhntudagur 23. maí 1940, CP Útgef.: H;f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjórar: J6n Kjartansscn, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsingar: Ár.ni Óla. Ritstjörn, auglýsingar og afgrelBsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuBi innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakLð, 25 aura meB Lesbók. Þætlir frá Alþingi IV NYMÆLIN I SAM- GONGUMÁLUNUM Hvað villAlþýðublaðið? IGÆR birti ritstjóri Alþýðu- blaðsins alllanga fúkyrða- jromsu í garð Morgunblaðsins út ,af því, að h.jer í blaðinu var það vítt, að Alþýðublaðið skyldi örfa kviksagnaflutning meðal lesenda sinna með því að hafa þær eftir þó allir vissu að þær væru alrang- ar. Slúðursöguframleiðslan hjer í bæ hefir sannarlega verið það mik- íl og fjölbreytt undanfarna daga, að ekki er á hana bætandi. Skilji ritstjóri Alþýðublaðsins það ekki, að hann gerir ilt verk með því að . auka á söguflutninginn, þá er það verst fyrir hann og lesendur hans. En það er annað atriði í um- mælum Alþýðublaðsins, sem er mikið alvarlega. Ritstjórinn efnir til umræðna um frjettaflutning blaða á grundvelli, sem er alger- lega ósæmilegur. Eins og margoft hefir verið bent hjer á, hefir fjöregg þjóðar- sjálfstæðis okkar verið algei’t hlutleysi. Það hefir verið skert, sem kunnugt. er, og tjáir ekki um það að deila. En vonin til þess að það verði endurheimt er sú, að við íslendingar missum aldrei sjónar á hlutleysisstefnu okkar. Það er skylda okkar gagnvart þjóð okkar og framtíð, að halda í hvívetna þau fyrirheit, sem al- gert hlutleysi leggur okkur á herðar. Við getum hver og einu Jiaft. okkar skoðanir á aðferðum hernaðarþjóða. Við getum eða öllu heldnr við hljótum að bera sáran harm í brjósti útaf hlutskifti frændþjóða okkar. En öll okkar opinbera framkoma verður að miðast við áframhaldandi hlut- leysi. Sje útfrá þessu vikið, ef við ljetum það eftir blindri þræt.u- girni, eins og nú er ástatt í land- ínu, að hefja deilur innbyrðis um það, hverju megin einstaklingar þjóðarinnar ættu að skipa sjer, með samúð eða andúð gegn ófrið- araðilum, þá er komin sú upp- Jausn í þetta hernumda þjóðkríli, sern hvorki Stefán Pjetursson nje aðrir geta læknað. Allur frjettaflutningur Morg- unblaðsins er miðaður við hið sjálfsagða og yfirlýsta hlutleysi þjóðarinnar. Fólslrulegar aðdróttanir Alþýðu- hlaðsins um að Morgunþlaðið hafi brotið hlutleysi í frjetta- flutningi sinum, er ekki annað en tilraun til þess að vekja upp krit og illdéilur, sem koma engum að gagni, nema þeim, sem vilja þjóð- inni ílla á þessum erfiðu tímum. Þetta æt.ti ritstjóri Alþýðu- hlaðsins og aðrir blaðamenn að hafa á bak við eyrað. Ef okkur fslendingum ekki tekst undir nú- verandi kringumstæðum að miðá orð og gerðir við alþjóðarheill, en látum móðursjúka illkvitnis- löngun setja svip á opinbert líf okkar, þá er éinskis góðs að vænta Síðasta Alþingi var all stórvirkt í samgöngu- málunum og samþykti nokk- ur lög, sem koma til að hafa mikil áhrif og marka tíma- mót á þessu sviði. Merkustu lögin eru án efa um- ferðarlögin og bifreiðalögin; í þeim báðum eru mikilvæg nýmæli. Veigamesta nýmælið er breyt- ingin á umferðarreglunni, þar sem tekin er upp hægri handar um- ferðarreglan í stað vinstri, sem, hjer hefir gilt. Þessi breyting olli miklum ágreiningi á Alþingi og utan þings hefir hún sætt and- stöðu, einkum meðal bílstjóra. Aður hefir hjer í blaðinu verið gerð grein fyrir þeim almennu ástæðum, sem færðar voru fyrir breytingunni, svo óþarft er að rekja þær hjer á ný. Hinsvegar þykir rjett, að almenningur fái kynni af helstu nýmælunum eins og frá þeim er gengið í lögunum. Verður því þeirra getið hjer, með viðeigandi skýringum. ★ Aðal nýmælið er í 6. greih um- ferðarlaganna, sein er svohljóð- ,andi: „Ökumenn skulu halda sjer hægra megin ,a akbraut, eftir því sem við verður komið og þörf er vegna ann- arar umíerðar. Þeir skulu víka greið- lega til hægri fyrir þeim, sem á móti koma, en hleypa fram fyrir sig ó vinstri hönd þeim, sem fram úr vilja, sbr. þó ákvæði 13. gr. um gangandi menn“. I niðurlagi greinarinnar er þess getið, að aðrar reglur gildi um gangandi menn og vitnað til 13. gr. Hún er svohljóðandi: „Gangandi menn skulu nota gang- stjett, eftir því sem við verður kom- ið, þar sem hún er meðfram akbraut. Öðrum en gangandi mönnum er ó- heimilt að nota gangstjett. Þó má fara um gangstjett með barnavagn og barnasleða. Þar, sem engin gangstjett er, skulu menn gæta sjerstakrar varúðar og halda sjer utarlega á akbraútinni og við jvinstri brún hennar, þegar því verður við komið, en jafnan víkja greiðlega fyrir ökutækjum og ríðandi mönnum yst út á sömu vegbrún og gengið er við, eða út af vegi, ef þörf er og því verður vel við komið. Gangandi menn skulu halda sjer hægra megin á gangstjett og jafnan víkja til hægri fyrir öðrum“. Þessi sjerregla um gangandi menn er algild víða í löndum og talin vera til mikils öryggis fólki á vegum. Hún fyrirskipar, að gangandi menn, sem koma á móti akandi eða ríðandi umferð, víki út' á vegbrún, en ekki inn á veg. Með þessu á mönnum eklti að vera hætta búin aftan frá. Af öðrum nýmælum umferðar- laganna má nefna: Okumanni er skvlt að fylgja leiðbeiningum eða fyrirskipunum, sem gefnar eru með, umferðmerkj- um, er vegamálastjóri eða lög- reglan setur upp við veg eða götu. Gerð slíkra merkja skal vera hin sama um alt land (5. gr.). — Þessi regla er í samræmi við al- þjóðasamþyktir. Ákvæði er í 7. gr. um skipun umferðar á vega- og gatnamótum. Þar er og nýmæli uiB: aðalbrautir, er veita forrjettindi í umferð, og er þetta í samræmi við reglur þær, er gilda á Norðurlöndum. Greinin er svohljóðandi: „Þegar tveir ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast, skal sá víkja, sem hefir hinn á hægri hönd, en þó skal sá, er kemur frá hægri, gæta fylstu varúðar. Ráðherra, er fer með vegamál, get- ur ákveðið, að fengnum tillögum vega málastjóra, að tilteknir vegir skuli teljast aðalbrautir, er njóti þess for- rjettar, að umferð bifreiða og annara ökutækja frá vegum, er að þeim liggja, skuli skilyrðislaust víkja fyrir umferð aðalbrautar, eða staðnæmast áður en sveikt er inn á aðalbraut, ef þess er þörf. Lögreglustjóri getur, að fengnum tillögum bæjarstjórnar eða sveitar- stjórnar, tekið sömu ákvörðun um göt- ur í kaupstað eða kauptúni. Skal jafnan setja upp sjerstök merki við greind vega- og gatnamót". I 9. gr. eru ýmsar kvaðir lagðar á menn, ef umferðarslys verður og eru þar nokkur nýmæli, er varða almenning. Gremin er svo- hljóðandi: „Ef umferðaslys vill til, sem öku- maður eða annar vegfarandi á hlut að, skaí hann nema staðar og hjálpa þeim, sem slasast hefir, ef þörf gerist, án tillits til þess, hvort hann á nokkra sök á slysinu eða ekki. Sama skylda um hjálp hvílir og á öðrum viðstödd* um. Hver sá, sem viðriðinn er slysið á einhvern hátt eða hefir verið sjónar- vottur að því, skal, ef einhver óskar þess, skýra frá nafni sínu og heimilis- fangi.- Eigi má hann hverfa af vett- vangi fyr en ráðstafanir eru gerðar, sem slysið gefur tilefni til. Ef orðið hefir meiðsl á mönnum eða dýrum, eða skemdir á ökjutækjum eða öðru, skal hann, svo fljótt sem því verður við komið, sjá um, að næstu lögreglu verði skýrt frá slysinu“. í 15. gr. er það nýmæli, að dómsmálaráðherra setji með reglu- gerð nánari ákvæði um umferð. Þar er ráðherra og heimilt, að setja reglur um umferðarfræðslu og um ráðstafanir til eflingar um- ferðarmenningu í landinu. Hin nýju bifreiðalög eru mikið fyllri og ítarlegri en lögin frá 1931. Þau eru shiðin eftir dönsk- um og norskum bifreiðalögum, en tillit tekið til þeirrar reynslu, sem fengist hefir hjer á landi. Mörg nýmæli eru í lögunum. Verður að- eins fárra getið hjer og þá helst þeirra, sem eru almenns eðlis. Skilyrðin, sem fullnægja þarf til þess að fá ökuleyfi eru svipuð og' áður, en þó eru þar nokkur nýmæli. Þannig er krafist kunn- áttu um eldfimihættu bensíns og annara eldfimra efna. Lögreglu- stjóri getur neitað mannj um öku- skírteini, ef varhugavert þykir, vegna fyrri hegðunar hans, að veita honum það. Ökuskírteini gildir aðeins í 5 ár. Öryggið í sambandi við akstur bifreiðar er aukið á ýmsa lund. Þannig er nú ekki aðeins bönnuð neysla áfengis við akstur og akst- ur undir áhrifum áfengis, heldur er bannað að reyna að aka bif- reið í því ástandi. Skylt er mönn- um, sem grunaðir eru um brot á þessum fyrirmælum, að hlíta hverri þeirri meðferð, sem læknir telur nauðsynlega til þess að fá hið rjetta upplýst, þar á meðal að hlíta blóðrannsókn. Sú skylda er lögð á veitingamann og þjóna op- inberra veitingahúsa, að hindra að ölvaður maður, sem er gestuv á veitingahúsinu, aki bifreið eða reyni það, m. a. með því að gera lögreglunni aðvart. Bifreiðar- stjóra, senj er undir áhrifum víns, má ekki selja bensín eða annað, se.nii þarf til aksturs. Um ökuhraðann segir svo í 26. grein: „Ökuhraðanum skal ávalt haga eftir gerð bifreiðarinnar, umferðinni og á- standi vegarins. Hraðinn má aldrei vera meiri en svo, að stöðva megi bifreiðina á yA þess hluta vegarins, sem auður er og hindranalaus fram- undan og bifreiðarstjóri hefir útsýn yfir. í kaupstöðum, kauptúnum og á- móta þjettbýli má ökuhraðinn aldrei vera meiri en 30 kílómetrar á klukku- stund. Utan þessara stað má hraðinn vera meiri, ef næg útsýn er yfir veg- inn og ökumaður samt sem áður get- ur fullnægt öllum skyldum sínum, þó aldrei meiri en 60 kílómetrar á klukku stund“. Eins og sjest á þessum ákvæð- um, er ökuhraðinn aukinn tals- vert frá því sem nú er, eða úr 45 km. upp í 60 km. á vegum og úr 25 upp í 30 km. í kaupstöðum, kauptúnum og þar sem þjettbýli er. — Þessi hækkun á ökuhraðanum var rökstudd með því, að vegir hafi víða .batnað mjög. En þótt ökuhraðinn hafi verið aúkinn, er ekki á neinn hátt dregið úr þeirri ábyrgð ökumanns, að gæta fylstu varúðar og aka ekki á hámarki, nema þar sem vegur er jafn og breiður og framsýn góð. 1 okkar lögum hefir um langt skeið gilt sjerákvæði um skaða- bótaskyldu þess, sem ábyrgð ber á bifreið. Hafa þau ákvæði verið miklu strangari en hinar almennu reglur um skaðabótaskyldu. Sam- kvæmt almennum skaðabótaregl- um bakar maður sjer aðeins skaða- bótaábyrgð með því að valda öðr- um tjóni af ásetningi eða gá- leysi. 1 bifreiðalögunum er reglau hinsvegar sú, að sá sem ábyrgð ber á bifreið er skaðabótaskyld- ur, ne.ma sannað sje, að annar hafi verið valdur að slysinu af ásettu ráði eða vítaverðu gáleysi. Síðasta Alþingi slakaði nokkuð á þessari sjerreglu um skaðabó'ta- skyldu vegna bifreiðaslyss. Um skaðabótaskylduna segir svo í 34. grein: „Hljótist slys eða tjón af notkuB. bifreiðar á mönnum eða munum, er sá, sem ábyrgð ber á henni, skyldnr til að bæta það fje, nema leitt sje f ljós, að slysi eða tjóni hefði ekki orð- ið afstýrt, þótt bifreiðin hefði veriS i lagi og ökumaður sýnt fulla aðgæslu og varkárni. Nefnd regla gildi þó ekki um slys eða tjón á fólki eða varningi, sem bif- reið flytur, nema bifreiðin sje til af- nota fyrir almenning gegn borgun. Um skaðabótaskyldu fyrir önnur slík; slys eða tjón fer eftir almennum regl- um. Færa má fjebætur niður eða jafn- vel láta þær alveg niður falja, ef sá, er fyrir slysi eða tjóni vai'ð, er meS- valdur þess eða meðábyrgur. Ef árekstur verður milli bifreiða, tveggja eða fleiri, skiftist tjónið á þær sín á milli að tiltölu við sök hvers þeirra í slysinu. Skaðabótakröfu ásamt kostnaði fylgir lögveð í bifreiðinni, ef hún, þegar tjónið varð, var í notkun eig- andans eða lögmæts umráðamanns. Lögveð þetta gengur fyrir öðrum skuldum, sem hvíla á bifreiðinni,, að fráskildum opinberum gjöldum". Sjerreglan nm skaðabótaskyldu .vegna bifreiðaslyss er aðeins bundin við leigubifreiðar. Önnur slys lúta almennum reglum. Eu auk þess er ákvæðið um skaða- bótaskyldúna ekki eins strangt og er í gildandi lögum. Refsingar við brotum gegn bif- reiðalögunum hafa verið talsvert þyngdar. Almennu refsingarnar eru sektir eða fangelsi, án tak- mörkunar upp eða niður. Þá hafa ákvæðin uni sviftingu ökuleyfis verið gerð rýmri. Fleiri atvik geta varðað sviftingu ökn- leyfis. Einnig er heimild til a5 svifta ekki ökuleyfi, ef sjerstak- ar ástæður eru fyrir hendi. Hjer er m. ö. o. veitt meira svigrúm. Það nýmæli er í lögunum, að heimilað er að svifta menn rjetti til að fá ökuskírteini, ef um brot er að ræða. Ennfremur er opnuð leið til þess að fá ökuskírteini aftur, ef sjerstakar ástæður eru fyrir hendi, sem mæla með því. Bæði lögin, umferðarlögin og bifreiðalögin öðlast gildi 1. jau. 1941. J. K. Amerísk-fslensk viðskifti TT ingað kom með Goðafossi síðast. frá, New York ame- rískur kaupsýslumaður, sem heit- ir Mr. F. H. ‘Wheelan. Er hann fulltrúi firmans Uni- ted States & Foreign Trading Co. og er ferð hans hingað farin í þeim tilgangi að athuga mögu- leika á innflutningi íslenskra af- urða til Bandaríkjanna og sölu vara frá Bandaríkjunum hingað. Mr. Wheelan er á förum aftur um næstu helgi, en hefir í hyggju að koma hingaS aftur seinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.