Morgunblaðið - 26.05.1940, Page 7
Sunnudagur 26. maí 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
Hðfnaðartilkynn-
ing Þjóðverja
f gær
Itilkynningn þýsku herstjómar-
innar í gær segir, að hinat’
bresku og frönsku hersveitir í
Flandem og hlutar af 1., 7. og 10.
her Frakka sjeu algerlega inni-
króaðir.
Þjóðverjai' segjast hafa tekið
borgirnar Gfent og Courtrai við
austurferii hringsins og farið yfir
fljótið Lys.
Milli Roubaix og Yaleneiennes á
iandamærum Frakklands halda
þýskar hersveitir uppi árásum.
Hæðadrögin. frá Lille yfir Yimy
til St. Omer eru í höndum Þjóð-
verja.
Eftir harða bardaga við land-
og sjóher hafa Þjóðverjar náð
hinni þýðingarmiklu frönsku hafn
arborg Boulogne, og hafnarborg-
in Caláis er innikróuð. Tölu hefir
ekki verið komið á herfanga og
hergögn, sem fallið hafa Þjóðverj
um í hendur á þessum slóðum.
Þýskir flugmenn hafa gert harð
ar árásir á borgir í Norður-
Frakklandi, á bryggjur og hafnar
mannvirki, stórskotaliðsstöðvar o.
s. frv.
Sökt hefir verið tundurspilli og
sjö flutningaskipum, samtals 20
þús. smálestir, hafa ýmist eyði-
lagst af flugvjelasprengjum eða
skemst mjög. Áður hefir verið til-
kynt, að frÖnskum tundurspilli
hafi verið sökt í Ermarsundi með
skotum. úr loftvarnabyssum frá
ströndinni.
Á suðurliluta vígstöðvanna hafa
Þjóðverjar hrundið harðvítugum
árásum andstæðinganna. TJndan-
farna daga hafa þýskar hersveitir
tekið hæðadrög sunnan við Sedan
og haldið þeim, þrátt fyrir harðar
gagnárásir. Á þessum vígstöðvum
hafa flugvjelar einnig gert árang-
mrslausar árásir á járnbrautarkefi,
hesveitir á göngu o. s. frv.
í Narvik hafa þýskar flugvjel-
.ar gert harðar árásir, bæði á landi
og á sjó. Þann 23. maí voru tvö
beitiskip skemd svo mjög, að bú-
ast má við, að þau sjeu alveg eyði-
lögð.
Eitt orustuskip varð einnig fyr-
ir sprengjum og eitt beitiskip eða
tundurspillir. í gær liæfði
sprengja þetta sama orustuskip 4
afturþilfar, og eftir það komst
skipið ekki af stað.
Flugvjelamóðurskip hefir verið
^kotið í bál og er líklega eyðilagt.
,Enn einu beitiskipi hefir verið
sökt og nokkur verslunarskip enn
oyðilögð eða skemd. Þjóðverjum
hefir tekist að koma fallhlífarher-
sveitum til Narvik. 84 flugvjelar
segjast Þjóðverjar í gær hafa eyði
Jagt fyrir Bandamönnum, en
sakna aðeins sjö sjálfir.
Fyrir þá, sem ætla sjer að sjá
skopleikinu „Stundum og stundum
ekki“, en hafa ýmist ekki komist
'að, eða annarg. liluta vegna ekki
get'að komið því við ennþá, hefir
Leikfjelagið ákveðið að hafa 2 til
3 sýningar enn, þó komið sje nú
frant yfir þann tíma sem fjelagið
hættir vetrarstarfseminni. Næsta
sýning verður í kvöld kl. 8V&-
Dagbók
I. O. O.F. 3 = 1225278 = E. T. 1.
Breska sendisveitin hjer í bæ
hefir flutt í Þórshamar við
Templarasund og þeir sem eiga
erindi við sendisveitina, eru beðn-
ir að snúa sjer þangað frá og
með deginum á morgun.
Næturlæknir er í nótt Pjetur
Jakobsson, Leifsgötu 9. — Sími
2735.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Helgidagslæknir er í dag Ólaf-
ur Þ. Þorsteinsson, Mánagötu 4.
Sími.2255.
Næturakstur í nótt hefir Bæj-
arbílstöðin, sími 1395.
Messað í fríkirkjunni í dag ld.
5, ekki kl. 2, eins og misritast.
hafði í gær.
Hjónaefni. S.l. föstudag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Soffía Jóhannsdóttir frá Búðar-
dal og Þórhallur Pálsson stud.
jur. frá Blönduósi.
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni ungfrú Hidda Guðmunds-
dóttir, Kárastíg 3 og Bjarni Þórð-
arson sjómaður, Nýlendugötu 19.
■Hjúskapur. Gefin voru saman í
hjónaband 19. þ. m. Guðríður
Brynjólfsdóttir og Sighvatur
Brynjólfsson tollvörður, Óðinsg. 4.
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband Ljósunn Jón-
asdóttir og Yaldimar Hafliðason
verkamaður. Heimili þeirra er á
Vesturvallagötu 3.
Hjúskapur. Gefin voru saman í
gær hjá lögmanni Kristjana Haf-
liðadóttir og Jón Z. Sigríksson
sjómaður Heimili þeirra er á Ljós-
vallagötu 14.
Hjónahand. í gær voru gefin
saman í hjónaband af sr. Ásmundi
Guðmundssyni prófessor ungfrú
Svafa J. Gúðjónsdóttir frá Kýr-
unnarstöðum og Karvel Hjartar-
son frá Hjarðarholti í Dalasýslu.
IJngu hjónin dvelja á Tjarnar-
götu 48.
Stjóm íþróttavallarns býður kl.
2 í dag bæjarráði, blaðamönnum,
stjórn í. S. í., formönnum íþrótta-
fjelaganna o. fl. til þess að skoða
endurbæturnar á Iþróttavellinum.
Á eft.ir verður boðið til kaffi-
drykkju í Oddfello'whúsinui
Gjafir til „Sumargjafar“. 25 kr.
frá Sæunni Bjarnadóttur, "Winni-
peg, 50 kr. frá Siggu, Einari og
Ingu. Bestu þakkir. í. J.
CTtvarpið í dag:
11.00 Messa í Dómkirkjunni (síra
Friðrik Hallgrímsson).
12.15—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.30 Miðdegistónleikar
(plötur); Ýms tónverk.
20.00 Frjettir.
20.30 „Mæðradagurinn“: a) Er-
indi: Móðirin (frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir). b) Tónleikar
(plötur): 1) Draumljóð (Schu-
mann — Casals leikur). 2)
Sofðu, sofðu, góði (Sigv. Kalda-
lóns — María Markan syngur).
3) Móðurást. (Þorkell Þorkels-
son — Hréinn Pálsson syngur).
4) Vögguvísa (Sehubert —
Karlakór Reykjavíkur syngur).
5) Kvöldljóð (Schubert — Cas-
als leikur).
21.10 Kantötukór Akureyrar syng-
ur (frá Akureyri).
21.45 Frjettir.
21.55 Danslög.
Útvarpið á morgun:
12.00—13.00 Hádegisútvarp.
19.30 Hljómplötur: Frönsk lög.
20.00 Frjeítif.
20.30 Sumarþættir (V. Þ. G.).
20.50 Einsöngur (Ólafur Friðriks-
son) : a) Árni Thorst..- Rósin.
b) Sigf. Ein.: Draumalandið. c)
Sigv. Kaldalóns; Heimir. d)
Björgv. Guðm.: Vögguvísa. e)
Sveinbj. Sveinbj.: Sþrettur. f)
Sigv. Kaldalóns: Jeg lít í anda.
g) Sjöberg: Tonerna.
2-.10 Kvæði kvöldsins.
21.15 Útvarpshljómsveitin: Til-
birgði um ýms þjóðlög.
21.45 Frjettir.
Þeir eru
auðþektir!
Hinn kunn breski rithöfund-
ur Harold Nicolson, sem
nú er aðstoðarmaður í upplýs-
ingamálaráðuneytinu í London,
flutti í gær útvarpsræðu, þar
sem hann varaði við slúður-
sagnahöfundum, sem gerðu sjer
mat úr því, að frjettir væru af
skornum skamti nú, er alla
úyrsti í frjettir.
Nicolson sagði að slúðursagna
höfundarnir væru auðþektir á
úrem einkennum:
1 fyrsta lagi, að þeir hefðu
sögur sínar aldrei frá fyrstu
hendi („maður sagði mjer..“)
1 öðru lagi á því, að þeir
fljettuðu inn í sögurnar alls-
konar smáatriðum til að gera
þær trúlegri.
Og þriðja lagi á því, að þeir
brygðust reiðir við ef dregið
væri í efa, að sögur þeirra væru
sannleikanum samkvæmar.
Slúðursagnahöfundarnir eru
alstaðar eins, líka hjer á ís-
landi.
5 mínútna
krossgáta
Lárjett.
1. Launa. 6. Þvertrje. 8. Tónn.
10. Persónuforn. 11. Farartæki. 12.
í röðinni. 13. Tónn. 14. Vesæl. 16.
Sáðlönd.
Lóðrjett.
2. Mynni. 3. Kennimaður. 4.
Komast. 5. Iðn. 7. Gyllir. 9. Málm-
ur. 10. Veggur. 14. Keyr. 15.
Fjórmenningar.
Þeir, sem þurfa að ná
til blaðlesenda í sveitum
landsins og smærri
kauptúnum, auglýsa í
ísafold og Verði.
7
Bardagarnir í Flandern
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
alla leið til Lille. Þeir segjast hafa náð hinum mikilvægu Vimy-t
íæðum hjá Lille á sitt val.
Litla Maginotlínan & svæðinu frá Lille til Maubeuge er
fleygur inn í víglínu Þjóðverja, þar sem þeir eru að norðanverðu
comnir alla leið til Courtrai og að sunnanverðu til Arras.
Havasfrjettastofan skýrði frá því í gær, að orustur stæðu
enn yfir hjá Arras og Cambrai. Er þetta fjórði dagurinn, sem
skýrt frá orustum á þessum slóðum.
MIKIÐ HERLIÐ.
Herlið það, sem Þjóðverjar hafa flutt um skarðið milli Arr-
as og Amiens, er meira, en talið hafði verið, að því er segir í
fregn frá London. Halda Þjóðverjar áfram að flytja lið um
skarðið, aðallega skriðdreka og brynvagnalið.
í London er á það bent, að liðsflutningur þessi sýni hve
mikið kapp Þjóðverjar leggja á að vinna skjótan sigur í Fland*.
ern.
Til brúðargjafa
1. flokks handslípaður kristall og ekta kúnst-keramik.
K. Einarsson & Björnsson
Skrifstofur vorar
verða lokaðar á morgun
mánudag, 27. mai frá
kl. 3 e. hád.
Ásgarðnr b.f.
í gær andaðist í Laúdakotssj úkrahúsi
Frú SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
ekkja síra Janusar Jónssonar.
Fyrir hönd aðstandenda
Kristinn Daníelsson
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að
LOVÍSA GUÐLAUGSDÓTTIR,
er andaðist aðfaranótt 17. þ. m., verður jaxðsungin frá Aðvent-
kirkjuimi mánudaginn 27. þ. m. og hefst með húskveðju áð
heimili mínu Lindargötu 41 kl. IV2 e. h.
Steingrímur Jónsson, Jónína Steingríms dóttir
og aðrir aðstandendur.
Jarðarför
BERGSTEINS JÓHANNESSONAR
múrarameistara
fer fram frá dómkirkjunni þriðjudag 28. maí og hefst með
húskveðju á heimili hans Tjamargötu 5 B kl. 1.
Böm og tengdaböm.
Ölliun þeim, el sýndu okkur samúð yið fráfall 0g jarðar-
för konu minnar, móður 0g fósturmóður
SOFFÍU MAGNÚSDÓTTUR
frá Holti, vottum við hjer með okkar hjartans þakklæti.
Hafnarfirði 27. maí 1940.
Ingimundur Jónsson, sonur og fósturböm.