Morgunblaðið - 29.05.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1940, Blaðsíða 6
MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 29. maí 1940- — Úr áaglcga lífinu Loftvarnír Hafnfirðingur skrifar blaöinu kvart- anir yfir því, að þar hafi engar ráðstaf- anir verið gerðár fyrir almenning til loftvama, Jog finst honum að engu minni ástæða sje til þess þar en í Reykjavík. Segir hann að margir Hafn- firðingar sjeu á sama máli og hann hm þetta, og mun það rjett vera. Fljótlega mætti kippa þessu í lag, og muíi löitvamanefndin er hjer hefr ver ið skipuS, láta frá sjer fara leiðbein- ingar til almennings, sem geta eins átt við Hafnfirðinga, sem Reykvíkinga og yfirleitt hvar sem er í landinu, þar sem menn telja að þörf geti veriS á slíku. Nú kann einhverjum að finnast, sem loftvarnanefndin sje sein á sjer, að hafa ekki þegar gefiS )út frekari leið- beiningar en hún hefir gert. En til þess er þaS að segja, að þó í nefndina hafi veriS valdir góðir og gegnir menn, þá er ekki við því að búast, aS þeir geti á skömmum tíma grandskoÖað þessi mál. Þau eru ný hjer hjá okkur, 'og ekki völ á mönnum, sem sjerþekkingu hafa haft í þessum málum. ★ Kaffhúsagestur skrifar blaðinu á þessa leið: SíSan setuliðið kom hingaS, virSist Sumt fólk í höfuðstaðnum hafa glatað virðingunni fyrir sjálfu sjer, og skiln- ingnum á því, hvað sæmandi er í sið- uðu landi. Kvöldstund eina ;á kaf'fihúsi hjer í bænum, þar m. a. þetta mjer fyrir augu og eýru. Veitingahúsið troSfult af fólki. Meiri hlúti' fólksins eru hermenn, sjóliSar úr hinu erlenda herliði. Saiirnir hljóma af söng þess. Ungir fslendingar, piltar og stúlkur syngja með á máli, sem þeir skilja lítt. ViS sum borðin sitja vín- glaðír xmgir íslendingar blanda í inni leik geði við hina erlendu setuliðsmenn. Sætleiki þeirrar tilfinningar, að kunna ófullkominn hrærigraut í máli útlend- inganna stígur íþessum „mentuðu" ís- lendngum til höfuðs og fieSuskapur þeirra er því fáránlegri, sem þeir eru minna færir um að tjá sig þessum nýju vinum sínum. Jafnvel piltar og stúlkur, sem naumast virðast skilja orS í máli setuliSsmannanna hengslast við borð þeirra og góna áfergjulega aðdáunar- augum á ]þá og búninga þeirra. ★ Á dansgólfinu sýnist og sæmlegt bandalag hafa tekist milli hinnar stór- látu íslensku junglingsstúlku og setuliSs- mannsins eða sjóliðans. Samhengislaust málæði vellur af vörum hennar og það lítur jafnvel út fyrir, aS setuliðsmönn- um, sem yfirleitt eru teiðprúðustu menn. — þyki nóg um tilþrif hennar. Gangar og snyrtistofur veitingahviss- ins eru hálffullar af fólki. Þar hafa nokkrar unglingsstúlkur og piltar feng- iS j enn betra tækifæri til skrafs og ráSágerða við setuliðsjaeunina. Og þar eru viSræðurnar meS þeim mun meiri hlýleika sem færii augu og eyru eru þar til þess að fylgjast með því sem fram fer. — Og þannig líður íslenskt vorkvöld í skemtanalífi einhvers lítils hluta íslenskrar æsku árið 1940. ★ En sú afstaða sem þessi litli hluti æskunnar í höfuðborginni hefir tekiS, þarf að takast til endurskoðunar. Hálfvaxna unglingsstúlkan, sem mest ber á í dansinum og dekrinu við hið er- lenda setuliS, verður aS hverfa þaðan til þjóðnýtari athafna og sjálfri sjer Samboðnari. Hún verSur að glöggva sig á þeirri staðreynd, að hún á að vera Utan áhrifasvæðis hins erlenda setu- JiSs. ÞaS á aÖ njóta hjer „friðar fyrir vinum sínum“ eins og Islendingar alment vona að þaS njóti hjer friðar fyrir óvinum sínum úr framandi lönd- um. Unglingsstúlkan myndi með því aS draga úr dálæti sínu í orðurn og at- höfnum á hinum ungu setuliðsmönnum hins vinveitta Bretaveldis áreiðanlega verSa virðulegri fulltrúi lands síns og sjálfri sjer og virSingu sinni samboðn- ari. Og unglingspilturinn, sem fengiS hefir nasasjón af máli setuliðsmann- anna í skóla sínum, glatar áreiðan- lega ekki endanlega tækifærinu til þess aS komast betur niður í því, þó að hann dragi úr fleðulátum sínum í orSi Og æði gagnvart þeim. Æska hbfuðborgarinnar, verður eins og aSrir borgarar hennar alment gera, að koma virSulega fram gagnvart hinu erlenda setuliSi. Allur undirlægjuhátt- ur í þeim efnum er í senn óviðeigandi og vesælmannlegur. ★ Tvær konuf,- sem tóku þátt í sund- námskeiði Blaðainannafjelagsins hafa beðið blaðiS fyrir aS flytja BlaSa- mannafjelaginu og sundkennurunum sínar bestu þakkir fyrir aS hafa þama fengíð tækifæri til að læra að sýnda., Lengi hafa þær haft hug á því að læra þá íþrótt, eh aldrei komið því á, fyrri en þetta tækifæri bauðst. Sjerstaklega róma þær lipurð og þolinmæöi Jóns Pálssonaf sundkehnara viS kensluna. Nú þegar þær hafa lært undirstöSu- atriðin og lært að fleyta sjer í laug- inni, eru þær staðráSnar í að nota sjer þessa kunnáttu sína framvegis. Og svo mun vera um fleiri, sem þama byrj- uðu að læra að synda. ★ Anierískur blaðamaður spurði utan- ríkismálaráSherra Bandaríkjanna, Cor- dell Hull að því daginn, sem Bretar settu hjer lið á land, hvemig hann tæki- því, að Bretar hefðu gert svo. Utanríkismálaráðherrann sagSist hafa haft svo mikiS að gera við að lesa frjettimar frá Hollandi og Belgíu þá um morguninn, að hann hefði ekki haft tíma til þess að athuga þetta mál. ★ Rithöfundur einn íslenskur var aS því spurður, hverju megin hann væri í styrjöldinhi. Það er ekki gott að seg.ja, sagSi hann, með hverjum maður á að vera, því þetta er eins og ef Kleppur rjeðist á Gamalmennahælið. Ræðismaður Bandartkjanna FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU skyldi ekki geta tekist verslun- arviðskifti milli þessara tveggja landa. Talið barst að sýningu lislands í New York og sagðist Mr. Kuniholm hafa eytt einum degi í að skoða sýnlnguna, í fylgd með þeim Vilhjálmi Þór og Har- aldi Árnasyni. Taldi hann sýn- inguna hina smekklegustu og að hún myndi hafa hina mestu þýð- ingu fyrir kynningu íslands í Randaríkjunum. Mr. Kuniholm hefir starfað lengi í utanríkismálaþjónustu Eandaríkjanna, meðal annars í Riga og seinast í Svisslandi. Nýr lax. Matarverslanir Tómasar Jónssonar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. loftvarnaliði hússins, svo og öllum öðruln íbúum hússins, starfsfólki og öðrum, er þar kunna að vera staddir þegar merki er gefið um .loftárás, her skilyrðislaust að hlíta öllum þeim fyrirmælum hús- Varðar, er að loftvörnum lúta. 2. Varamaður húsvarðar gegnir öllum störfum húsvarðar í for- föllum hans. 3. Brunavörður. í slökkviliði hússins geta verið alt að 5 manns eftir mannfjölda og stærð hússins. Lýtur brunavörður yfirstjóm hús- varðar. Hlutverk brunavarðar er: 1) að vera reiðubúinn að loka fyrir gas- og vatnsæð og raflögn hússins, ef skemdir verða á hús- inu. b) að fjarlægja íkveikjusprengj- ur, er kunna að hafa fallið á hús- ið, og slökkva eld, er kann að hafa brotist út, c) að gera húsverði þegar að- vart, ef eldurinn er svo mikill, að nauðsynlegt sje að kalla á slökkvi- lið bæjarins til aðstoðar, d) að eftir að géngið hefir ver- ið úr skugga um, að eldurinn, sem kann að hafa kviknað, hafi verið slöktur, eða enginn eldur hafi komið upp í húsinu yið loft- árás, ber slökkviliði hússins án tafar að fara til aðstoðar við slökkvistarf í nágrannahúsum, ef þörf gerist. 4. Hjúkrunarlið getur verið skipað alt að 5 manns, eftir mann- fjölda í húsinu. Hlutverk þess er : a) að aðstoða húsvörð við eftir- lit og útbúnað loftvarnaskýla hússins, b) að stuðla að því, að allir íbú- ar og starfsmenn hússins sýni ró- semi og stillingu þegar merki er gefið um loftárás, og fari skipu- lega til loftvarnaskýlisins, c) að veita þeim, er slasast hafa við loftárás, nauðsynlega aðhlynn- ingu og hjúkrun. 5. Sendiboði á að: a) annast flutning nauðsynlegra boða, er búsvörður þarf að koma áleiðis, t. d. til slökkviliðs bæjar- ins, hjiikrunarstöðva o. s. frv. b) vita um' nöfn allra, sem í hiisinu búa eða starfa eða dvelja þar að staðaldri. Ennfremur þarf hann að þekkja vel hiisaskipun alla, vita hvar næsti brunaboði er og næsti sími, e) hafa jafnan í vasa sínum klút eða rýju, sem hann bleytir í vatni, ef hann þarf að fara í gegu um reykfylt herbergi; ennfremur þarf hann jafnan að hafa á sjer blýant og pappír. Helst þarf hann einnig að hafa greiðan aðgang að hjólhesti, er hann getur gripið f .jóílega 11I, ef hann barf að fara I rkrnái langa lelð með áríðandi .'hlTnboo. <>0<><><><><><><><><><>0<><><><>0 V Sólskinssápa, Radion, Rinso, Vim-ræstiduft, Lux sápuspænir. vmn Laugaveíf 1. Útbú: Fjölnisvepi 2. ó X OOOOOOOOOOOOOOOOO-O Sjötugur: Benóný Benónýsson O jötugur er í dag Benóný ^ Benónýsson. Hann er Reykvíkingum þessara tíma vel kunnur, enda hefir hann dvalist hjer langvistum alt í frá fyrstu námsárum sínum til þessa dags. Hann er fæddur á Hjarni, 29. maí 1870, lítilsháttar býli í þann tíð, hjá Holti undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans áttu 15 börn. Var hann þeirra yngstur. Hann var af góðu bergi brotinn, móðir hans mjög nákomin Eiríki sýslumanni Sverrissen og eru það alkunnar ættir. — Hann ólst að mestu leyti upp á höfuðból- inu Holti, fyrst með síra Svein- birni Guðmundssyni og síðar tengdasyni hans Kjartani pró- fasti Einarssyni, en þeir voru báðir valinkunnir menn að dygð og drengskap. Átti hann ágætt uppfóstur undir handar- jaðri þessara mætu manna. Hann fór til Reykjavíkur 18 ára og lærði skósmíði hjá Jak- obsen hinum færeyska, er gamlir menn muna. Lauk hann bar námi á fjórum árum. Því- næst gerðist hann sjálfstæður skóarameistari í Aðalstræti 10, þar sem nú eru Silli og Valdi, og kvæntist um þær mundir Ólöfu Þorsteinsdóttur, systur Bjarna prófessors Þorsteinsson ar og þeirra systkina. Eignuð- ust þau 8 börn. Hún andaðist 1925. Alllöngu síðar kvæntist hann Halldóru Jakobsdóttur frá Hraunsholti við Hafnar- fjörð; eiga þau tvö börn. Hann fluttist til ísafjarðarkaupstað- ar 1895 og dvaldist þar 8 ár; stundaði þar iðn sína og jafn- framt veitingar og smábátaút- gerð. En vorið 1903 fluttust þau hjónin aftur til Reykjavík- ur og hefir hann átt hjer að- setur síðan. Hóf hann þá verzlun hjer samfara iðú sinni og hefir haldið henni síðan. Benóný ólst upp í „náttúr. unnar ríki“ undir Eyjafjöllum; kyntist hann þar öllu sveita- starfi á ágætu heimili í þeirri fögru og frægu sveit. Hann stundaði í æsku meðal annars silungsveiðar í Holtsósi. Viar það hvorttveggja,skemtilegtog lífshættulegt starf. Fjekk hann stundum harðlega á því að kenna. " Bygð Eyjafjalla hefir öldum saman verið talin meðal mestu hrossasveita lands vors. Er því ekki undarlegt, að Benóný gerðist hestamaður mikill þeg- ar á æskuskeiði. Hann eign- aðist fyrst hest skömmu eftir fermingu. Hefir hann eignast marga góðhesta síðan. Enda mun það með föstum sannind- um sagt, að hann sje hesta- maður í besta lagi. Kann hann manna best skaplyndi þeirra og temur hvern þeirra eftir því, sem best hentar. Hefir hann gert margan góðan hest úr göldum fola. Og margan hestinn hefir hann tamið, er til hans var komið. Mundu hinir yngri menn mega margt af honum nema um þá hluti. Benóný er enn hinn barleg- asti, glaður og reifur, hvar sem hann hittist. Hefir hann, og þau systkini, öðlast glaða lund, jafnlyndi og bjartsýni, enda hefir honum hlotnast það happ, að eignast ágætar konur, er hafa verið geisli á lífsbraut háns. Hann hefir jafnan verið heilsuhraustur, glaður og verk- samur, eins og hann væri manna best til þess fallinn að stand- ast „andstreymi tímanna", — þótt hann hafi stundum á því kent sem hver annar. Allir hans mörgu vinir og kunningjar senda honum bestu kveðjur og árnaðaróskir. B. S. Skólamálin FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. líf. — Tilhögun og sainstilliug þessara höfuðlíffæra þjóðfjelags- ins er lijá oss í hinni mestu ó- reiðu. — Að því er snertir þriðjm liðinn — skipun ríkisvaldsins — þá hefi jeg í smágreinum í „Eim- reiðinni“ (einkum 2. h. 1938), sýnt fram á að sú skipun er tækni- lega skóðað ekki aðeins gölluð heldur beinlínis skökk. — Það sem hjer er sagt um tvo fyrri liðina verð jeg að láta nægja í bili til þess að lengja ekki greinina um of. — Endurskoðun þjóðkirkju- ,skipulagsins og prestadeildar Há- skólans og samstilling kenniiig- anna á raunhæfum grundveíli, get- ur orðið erfitt verk. Því að þótt hugsanafrelsi og trúfrelsi ein- staklinganna fái að haldast í land- inu, þá er málið í eðli sínu tilfíuU- ingamál. — Fyrirkomulag Iláskól- ans er aftur einfaldara og legguv sig meira af sjálfu sjer ef gsett pr þeirra frumatriða sem áður var igetið. En af þeim leiðir það sjálf" sagða skipulagsatriði, að hvort sem Mentaskólinn verður fluttur í H»' skólahúsið eða ekki, þá verði hanu numinn út úr kerfi hinna almennu fræðslumála og settur beint undir samstjórn Háskólans, helst þann- ig að hann verði gerður að sjer' stakri háskóladeild og að rektor fái sæti í háskólaráðinu. H. J- Lítið í glervörudeildina í Nýjar vfirur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.