Morgunblaðið - 06.07.1940, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.07.1940, Qupperneq 3
Laugardagur 6. júlí 1940. MORGUN BLAÐIÐ Sýning okkar í Newf York er stórfeld Yiirverhfræðin$|ur Ditaveit- unnar og fjölshylda hans auglýsing Samtal við Harald Arnason kaupmann HARALDUR ÁRNASON kaupmaður, sem segja má að hafi allan veg og vanda af sýn- ingu okkar í New York að þessu sinni, er kominn til bæjarins. Haraldur lagði af stað vestur 13. apríl og kom til New- York 24. apríl. Tíminn var því naumur til undirbúnings, því að sýninguna átti að opna 11. maí. Var nú unnið af miklu kappi ,al.la daga, og oft næturnar með og alt fór vel. Sýningin var opnuð á tilsettum tíma. Tíðindamaður Morgunblaðs-- ins fór í gær á fund Haralds og ræddi við hann stundarkom um sýninguna. — í hverju var undirbúning- urinn aðallega fólginn að þessu sinni?, spurðum vjer Harald. — Báðir skálarnir voru t. d. málaðir að innan, málverk öll á veggjum hreinsuð og ýmsar lagfæringar gerðar. Þá bættust við ýmsir nýir munir, sem koma þurfti haganlega fyrir. Settur vár gangur milli skálanna, bæði uppi og niðri, og sýningarskáp- um komið fyrir í göngunum. — Uppi, 1 veitingaskálanum er mál verkasýning og bíó, þar sem Is- landsmyndin er sýnd daglega. — Hvaða breyting var gerð frá sýningunni í fyrra, sem þjer teljið mesta þýðingu hafa fyrir ok'kur? -— Veitingaskálinn. tvímæla- laust. Hann er einkar viðfeld-^ inn. Skálinn sjálfur er mjög vistlegur, veggir snoturlega mál aðir og íslensk málverk skreyta veggina. Innanstokksmunir eru smekklegir og öllu haganlega fyrir komið. Á miðju gólfi er mjög stórt sporöskjulagað borð og á því miðju lítill gosbrunn- ur. Borðið er þakið 50—60 alls-i konar rjettum, köldu^i og heit- um og mikið af þeim íslenskir rjettir. Mest ber þar á niður- suðuvöru frá S. 1. F. Einnig er, þarna hangikjöt, nýtt kinda- kjöt, rúllupylsa, ostur o. fl. — Máltíðin kostar 99 cent. Ef verðið hefði náð einum dollar, varð að greiða skatt. En þarna var líka ódýrasti \ maturinn, sem fáanlegur var á góðum matsölum á sýningunni. Var matsala okkar áreiðanlega mest sótt allra rpatsala í þessu hverfi sýningarinnar. Hún er mjög mikið sótt og er einhverj besta auglýsingin, sem við gát-1 um fengið. Forstjóri veitingaskálans heit-. ir Mickael Larsen. Hann er danskur, en hefir dvalið 25 ár í Vesturheimi. Hann er einstakt prúðmenni og ágætur veitinga- maður. Var það mikið happ, að FBAMH. Á SJÖTTIJ SÍÐU. Landburður af síld ð Raufarhöfn Góðar veiðihorfur Til Siglufjarðar barst naer engin síld í gær, enda var veður mjög óhagstætt þar úti fyrir, norðan bræla með úrkomu og kulda og snjóaði í fjöll. Á veiðisvæðinu austan Langa ness var hinsvegargott veiðiveð- ur og mikil síld. Fengu mörg skip þar fullfermi og vjel- skipið Dagný, sem í fyrrinótt landaði á Raufarhöfn, hafði fengið aftnr fullfermi í gær-. kvöldi. Er talið mikið síldar- magn vera á þessum slóðum og veiðihorfur góðar. Þessi skip iönduðu á Rauf-- arhöfn í gær; Fiskiklettur 700 mál. Hrefna 600 mal, Svanur 600 mál. Muninn 200 mál. VaL björn 500 mál, Vjebjörn 580 mál, Keilir 800 mál. Sæborg 500 mál, Eggert og Ingólfur 700 mál. Heimir 650 mál. Ár- mann 900 mál. Liv 550 mál. Stella 850 mál. Garðar 750 mál. Erlingur I. og Erlingur II. 600 mál. Veiga 400 mál. Gull- veig 500 mál. Geir Goði 500 mál. í gær voru tekin í notkun á Raufarhöfn hin nýju sjálfvirku löndunartæki og voru lönduð með þeim 360—400 mál síldar á klst. Með síldarbítnum voru lönduð um 200 mál á klst. Þeirri síld, sem með þessum tækjum var landað, var iandað í þrær nýju verksmiðjunnar, en hún tekur til starfa í dag eins og áður er getið hjer í blaðinu. Langvad yfir- verkfræðingur knminn hingað með fjölskyldu Hann er vongóður með hitaveituna TYJ ýkominn er hingað Kai ’ Langvad yfirverkfræðing- ur, er hefir með höndum aðal- ramkvæmdir Hitaveitunnarfyr- ir firmað Höjgaard & Schultz. Með honum er frú hans og þrír ungir synir þeirra hjóna. Þau koma frá Kaupmanna- höfn, yfir NewYork. Fóru fyrst í flugvjel til Berlín, svo í járn- braut til Genova á Norður-ítal- íu og þaðan á skipi til New- York. Þau náðu í síðasta skipið, sem fór vestur yfir haf frá ítaþ- íu, áður en ítalir fóru í stríðið. Tók ferðin öll sex vikur. Morgunblaðið náði rjett sem snöggvast tali af hr. Langvad í gærkvöldi. Hann ljet vel yfir ferðinni, enda þótt hún tæki svona langan tíma og var á- hægður yfir því, að vera hingað kominn. Ekki kvaðst hr. Langvad á þessu stigi getað gefið neinar upplýsingar um hitaveituna. —- ,,Jeg vona, að alt fari vel“, sagði hann. — Hvað búist þjer við að dvelja hjer lengi að þessu sinni? — Þangað til framkVæmdum hitaveitunnar er að fullu lokið, svaraði hr. Langvad og fólst í iþeim orðum nokkuð örugg vissa fyrir því, að framkvæmdir myndu ekki stöðvast. Frú Selma Langvad er af ís- lensku bergi brotin, dóttir Þórðar Guðjonsen, er var kaup- maður á Húsavík. Langvad verkfræðingur, kona hans og synir þeirra. iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiim lAllir Þjóöverjar (-~)| Ihjerálandíhandteknirl | Þrír íslendingar yfirheyrðir I | en siðan slept | iiiiinninniiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiip iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiii F&AMH. Á 5JÖTTTJ Samgðngur hefj- asi á ný milli Noregs og Sví- þjóðar Eðlilegar samgöngur eru nú byrjaðar á ný milli Sví- þjóðar og Noregs. Tilkynt var í gær að sænsku járnbrautirnar tækju aftur við vörum, sem flytja á til eða frá Noregi. Ferðamenn milli Svíþjóðar og' Noregs verða þó enn að hafa sjerstök vegabrjef, árituð af þýsku herstjórninni í Noregi eða sendisveitinni þýsku í Svíþjóð. ALLIR ÞÝSKIR KARLMENN, sem búsettir eru hjer á landi og eru á herskyldualdri, hafa ver- ið eða verða handteknir og hafðir í haldi hjá Bretum. Var farið heim til Þjóðverja búsettra hjer í bæn-- um í gærmorgun og þeir teknir fastir. Einnig tóku bresku hermennirnir þrjá Islendinga í gær og flutt-u þá til yfirheyrslu. Hafði bresku yfirvöldunum verið sagt, að þessir iinenn myndu vita urn og aðstoða tvo Þjóðverja, sem farið hafa lnrldu höfði síðan bresku hermennirnir komu hingað. Tveir íslendinganna játuðu, að þeir hefðu haft samband við þessa tvo Þjóðverja áður, en hefðu ekk- ert samband við þá nú, og' munu hafa lofað að veita þeiai enga frekari aðstoð. Þriðji maðurinn, Ilelg'i Filippus- son svifflugkennari, gat sannað að hann liet'ði engin mök haft við hina tvo týndu Þjóðverja. Ern bresku yfirvöldin' þeirrar skoðuii- ai', að óvildarmenn Helga hafi logið þessu upp á hann,. til þess að konia, honum í klípu. Yfirmaður . eftirlitsþjónustu breska setuliðsins lijer skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að það væri sín skoðun, að hinir tveir íslendingar, sem stóðu í sambandi við Þjóðverjana, hefðu ekki gert sjer ljóst, livað þeir voru að gera, og sagðist vonast til að slíkt kæmi ekki aftur fyrir. í tilefni af handtöku Þjóð- verja, sem hjer eru búsettir, vai’ blöðunum send eftirfarandi til- kynning frá aðalstöðvum breska setuliðsins: „Bresku yfirvöldin liafa taliö nauðsynlegt að handtaka alla þýska karlmenn á herskvldu- aldxú, að undanteknum þeim, senx vitað ev að eru flóttamenn, sen: flixið hafa undaxi harðstjórn Hitlers. Það niun vera í ferskxi íxxinni, að x Danmörku, Noregi, Hollandi og Belgíu misnotuðu Þjóðverjar i gestrisui þessara þjóða á lxinix lxerfilegasta hátt og launuðu gest- risnina með því að skjóta vel- gerðarmenn sína aftan frá. Það er ljóst, að suixxir þessara manna, sem Ixandtekxxir hafa verr ið, nxunu ekki hafa neitt ilt x huga, en þegar tfekið er tillit til starfsemi „fimtxx herdeildarinnar“ í öðrum löndum, myndi það vera óviturlegt að gera ekki allar ráð- stafanir til verndar fslandi og breska setuliðinxx“. HJERAÐSMÓT SJÁLF- STÆÐISMANNA 1 ÁRNESSÝSLU. i amband Sjáifstæðisf jelag- I ^ anna í Árnessýslu heldur á morgun aðalfund sinn og al- ^menna skemtisamkomu Sjálf- stæðismanna í sýslunni að ölfus- árbrú. j Hefst samkoman kl. 3 e. h. iFara þar fram ræðuhöld og munu þeir Eiríkur Einarsson al- Iþingismaður, Bjarni Benedikts- json prófessor og Gunnar Thor- oddsen lögfræðingur flytja ræð- |ur. Þá verður sameiginleg kaffi-< jdrykkja og ýms skemtiatriði. Áð lokum verður dans stiginn. Má búast við að Sjálfstæðis- menn í Árnessýslu fjölmenni til móts þessa. Eins má vera að Ár- nesingar hjer búséttir kunni að vilja vera með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.