Morgunblaðið - 06.07.1940, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.07.1940, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. júlí 1940. Elsa Barker: Brjeffrá látnumsem lifir Öxnadalsheflðarvegar Ósannindi Tím- ans hrakin Þessi bók, sem á essku heitir; Letters from a Living Dead Man, er nú komin út á íslensku í þýðingu eftir Kristm. Þorleifsson og Víg- lund Möller. Eins og nafn bókarinnar ber með sjer, eru þetta brjef frá manni, sem kominn er yfir landamæri dauðans. Höfundur bókarinnar segir meðal annars í formálanum: „Áhrif þessara brjefa á mig sjálfa hafa verið þau, að fjarlægja gersamlega allan ótta minn við dauðann, styrkja trú mína á ódauðleikann og gera lífið handan við gröf og dauða jafn raunverulegt og eðlilegt og lífið hjer. Geti þau veitt, þótt ekki væri nema einni mannveru, jafn dýrðlega ódauðleikavissu og þau hafa veitt mjer, þá er fyrirhöfn min að fullu launuð“. Lesið þessa bók. Bókaverslu n ísaf oldarprentsmiðju Sími 4527. Sjerleyfisleiðin Reykjavík - Keflavík - Garður - Sandgerði Tvær ferðir á dag alla daga. ÞJÓÐFRÆGAR BIFREIÐAR. Steindór, sími 1580. Kýjar bækur: Margit Ravn: DÆTUR BÆJARFÓGETANS. GRÍMA 15. heftið. REIMLEIKAR Á ÞÓRSHÖFN. % Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR B. S. E. Laugaveg 34. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI----ÞÁ HVER7 Tímanum, sem út kom í gær birtist svohljóðandi grein: Oxnadalsheið arvegur. Morgunblaðið hefir undanfarið verið að þakka Sigurði Eggerz fyrir það, að hafist verður handa um lagningu Öxna- dalsheiðarvegur. Þetta lof er álíka ó- maklegt og ef Sigurði væri þakkaður siguf Þjóðverja í Frakklandi! Sann- leikur málsins er sá, að undanfarin ár hefir Krossanesverksmiðjan verið helsti vinnuveitandi Glerárþorpsins hjá Akur- eyri. Þegar ljóst var að verksmiðjan myndi ekki starfrækt af sömu aðilum og áður, sneri oddviti sveitarinnar sjer til ríkisstjómarinnar og bað hana að koma því til leiðar að verksmiðjan yrði starfrækt eða íbúum Glerárþorps veitt önnur atvinnubót í staðinn. — Vegna hinna óhagstæðu síldveiðihorfa þótti ríkisstjóminni ekki hyggilegt að starf- rækja verksmiðjuna, en sá að skapa þurfti atvinnu fyrir Glerárþorpið vegna þessa ástands. Ákvað hún því, að hafist skyldi handa um lagningu Öxna- dalsheiðarvegar. Ráðherrar Framsókn- arflokksins lögðu til að þessi fram- kvæmd yrði strax greidd fyrir ríkisfje, en hinir ráðherramir munu frekar hafa kosið að taka fjeð að láni aðallega hjá sjóði, sem ríkið ræður yfir. Er enn óvíst hvor leiðin verður farin, en á- giteiningurinn um það mun ekki látinn tefja framkvæmd málsins. Hefir Fram- sóknarflokkurinn jafnan talið það ó- heilbrigt að taka. lánsf je til vegargerðar og láta endurgreiðslu þess verða til að tefja fyrir framkvæmdum á komandi tímum. En um afskifti Sigurðar Egg- erz er það að segja, að hann kom ekki náJægt málinu fyr en alt var raunvemlega klappað og klárt og er því ekki hægt að búa til úr þessu máli einhverja skrautfjöður handa honum. Út af þessum skrifum Tímans, sneri Morgunblaðið sjer til Ól- afs Thors atvinnumálaráðherra, og spurði hann hvað hið sanna væri í málinu. Hann segir: — 1 þessari Tímagrein er sannleikanum gersamlega snúið við. Sannleikur málsins er þessi: Áður en Bernharð Stefánsson alþm. fór norður af þingi, bað hann ríkisstjórnina að athuga hvort ekki myndi unt að reka Krossanesverksmiðjuna í sumar, vegna atvinnuþarfar íbúa Gler- árþorps. Jeg tjáði Bernharð, að engar líkur væru til þess, að verksmiðjan yrði rekin í sumar. Síðar kom oddviti Glerár- þorps hingað suður og ræddi málið við ríkisstjórnina. Hann fekk sama svar hjá mjer og öðr-* um ráðherrum, sem hann átti tal við. Enda liggur í hlutarins eðli, að þegar sumar íslensku verk- smiðjurnar verða alls ekki starf- ræktar eða þá aðeins að litlu leyti, fer ríkið ekki að leigja erlenda verksmiðju. Við þetta sat. Hefst svo þátt-i ur Sigurðar Eggerz bæjarfógeta í málinu. Þegar gerðar höfðu verið samþyktir á sýslufundum Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyj- arsýslum svo og í bæjarstjórn Akureyrar viðvíkjandi Öxna- dalsheiði, kemur Sigurður Egg- ers bæjarfógeti rakleitt hingað suður og ræðir málið við rík- isstjórnina. Hann færði fram mörg rök fyrir nauðsyn þess, að hafist yrði handa í sumar um lagningu Öxnadalsheiðar- vegarins. Eitt sinn, er jeg ræddi málið við bæjarfógeta kom upp sú hugmynd — jeg man ekki hvort upptökin voru hjá honum eða mjer — að sennilega yrði það málinu til fyrirgreiðslu, ef í- búar Glerárþorps fengju þarna forgang um vinnu, þar sem ríkisstjórnin væri algerlega ráð- þrota um úrbætur þeim til handa. Þetta er sannleikur málsins. Og þó að það sje rjett, að ríkis- stjórnin var fúsari að ráðast í framkvæmdir á Öxnadalsheiði í sumar, vegna þess, að með því gat hún í leiðinni hjálpað íbú- um Glerárþorps, þá er hitt einn- ig rjett, að engum hafði dottið þessi lausn í hug, fyr en bæj- arfógeti Sigurður Eggerz kom að máli við ríkisstjórnina. Eru það þessvegna bein ósannindi, sem Tíminn hermir í málinu. Sannleikurinn er sá, að það er fyrir frumkvæði og atbeina Sigurðar Eggerz við ríkisstjórn- ina, að hún samþykti að hafist yrði handa um framkvæmdir á Öxnadalsheiði, í sumar. Minning Friðgeirs Sigurðssonar bryta Kveðja frá vinum hins látna. Við lítum yfir liðnar stundir þá látinn vinur kvaddur er. Þá margir vakna í minni fundir manna, sem að kyntust þjer. Þú fyrrum gekst um bjartar brautir, en birtan gafst þjer litla stund. Svo varðstu að líða þungar þrautir. Þó var jafnan glöð þín lund. Við þÖkkum alla þína kynning, þótt þú hverfir okkur sýn, geymist æ hin mæta minning meðal vor, er söknum þín. Nú er lokið lífsins þrautum, Ijómar frelsisdagur þinn, því sálin nú á björtum' brautum bústað hefir fundið sinn. Við lítum yfir liðnar stundir, þá látinn vinur kva'.dur er. Nú blæða harma opnar undir allra, sem að kyntust þjer. I. K. Umboðsmaður S. I. F. í New York kom- inn til Reykjavíkur Olav M. Hert2Íwig, umboðs- maður Sölusambands ísl. fiskframleiðenda í Bandaríkjun- um, er nýkománn hingað til bæj- arins. Mr. Hertzwig er af norskum ættum og er fæddur í Bergen. Hann liefir um langt skeið verið þektur1 maður meðal Norðurlanda- búa í Bandaríkjunum og jafnan verið mjög til fyrirgreiðslu mál- um þeirra. T. d. hefir liann tekiS mikinn þátt í ýmsri góðgerða- starfsemi meðal þeirra og hefir m. a. verið formaður í stjórn norsks barnahælis í Brooklyn. Um níu.ára bil var hann og for- maður sænsku viðskiftaskrifstof- unnar í New York. í mörg ár var firma Mr. Hertz- <-, wig, Olaf Hertzwig Trading Co., New York, einn aðal innflytjandi skandinaviskra afurða til Banda- ríkjanna. Mr. Hertzwig kveðnr sig jafn- an hafa unnið; að því að skapa markaði fyrir ^ útflntningsvörur Norðurlandaþjóða í Bandaríkjun- ,um. Byggir hann miklar vonir á því, að hægt muni vera að vinna markaði fyrir íslenskar fiski- afurðir, einkanlega niðnrsoðinn fisk, þar vestra. Telur hann, að hinar íslensku afnrðir sjeu mjög líklegar til þess að vinna mikla markaði og sje nú þegar nokknð komið áleiðis í þeim efnnm. Hann kveðst álíta, að viðskifti íslendinga hljóti í framtíðinni mjög að beniast til Bandaríkj- •hnna og að viðskiftalegur velfarn aðnr þeirra hljóti mjög að vera 4 . háður' því í framtíðinm, hvernig til tekst með þau viðskifti. Mr. Hertzwig telur sjer þa?f hina mestu ánægju að eiga þess kost að vinna að því að efla við- skiftasambönd íslendinga í Vest- urheimi. Hann kvaðst vænta sjer hins besta af dvöl sinni hjer. Lundúnablaðið „The Times'* hefir birt allítarlega grein um há- skólabygginguna nýju og sagt frá hátíðahöldunum i sambandi við vígslu háskólans 17. ,júní. Haraldnr Björnsson biður þ.t Reykvíkinga, sem hafa fengið sent tímaritið „Leikhúsmál“ og sem ekki ætla sjer að gerast kaupeúd- ur að blaðinu, að gera svo vel að senda honum þetta fyrsta hefti sem allra fyrst, því það er þegar uppselt, en eftirspurnin er mikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.