Morgunblaðið - 06.07.1940, Side 5

Morgunblaðið - 06.07.1940, Side 5
Laugardagur 6. júlí 1940. 9l I Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltetjftrar: J6n KJartaneeon, Valtýr Stefáneeon (ábyreBarm.). A.uBlýsingar: Áml 6la. Rltetjórn, auglýalngar ox af*TeiO»la': Austurstrætl 8. — Slml 1800. ‘1 Áakrlftargjald: kr. 8,50 á mánuOl lnnanlands, kr. 4,00 utanlanda. f lausasölu: 20 aura elntaktO, 9 mira tyiaN T jtahAV Utanríkismálin SV O sem kunnugt er, var sú ákvörðun tekin á Al- þingi 10. apríl s.l., að Island jtæki nú meðferð utanríkismál- anna að öllu leyti í sínar hend- ur. Þessi ákvörðun var tekin af knýjandi nauðsyn, vegna Jiess hvernig þá var komið fyr- ir sambandsþjóð vorri, Dönum. Þessi skyndilega og mikils- -varðandi ákvörðun hlaut að hafa þær afleiðingar ,að nýrri skipan yrði nú komið á okkar utanríkismál. Fyrsta sporið í þá áttina var strax stigið, með skipun stjórnarfulltrúa í New York og London. Sú ráðstöfun mátti ekki dragast, vegna þess hvernig málum hafði þá skip- • ast í heiminum. Öll okkar aðal-j viðskifti voru þá bundin við Jþessi tvö stórveldi. Bæði þessi stórveldi sendu einnig hingað stjórnarfulltrúa og var okkur það mikill styrkur. En samtímis því, sem íslenska stjórnin gerði þessar ráðstaf- anir, kvaddi hún Svein Björns- : son sendiherra heim, til skrafs og ráðagerða um þessi mál. — .Síðan hefir verið unnið að fram- tíðarskipan þessara mála, sem Þó að sjálfsögðu verður mjög í molum til að byrja með, vegna ástandsins, sem ríkir. Þær breyt- ingar, sem fyrirhugaðar eru nú og getið hefir verið hjer í blað- inu, ber því meir að skoða sem bráðabirgðaráðstafanir, en skip- an til frambúðar. En þegar við nú förum að undirbúa framtíðarskipan okk- ar utanríkismála, er mjög áríð- andi að fyrsti grundvöllurinn, sem þar er lagður, sje hinn rjetti. Við megum aldrei missa sjónar af því, að við erum ekki stórveldi, heldur fátæk smáþjóð, sem byggir tilveru sína á fornri menningu og skilningi annara þjóða á rjetti okkar til að vera sjálfstæð þjóð. Þessvegna verðum við að forðast alt óhóf í sambandi við erindisrekstur okkar í öðrum löndum. En á þessu er einmitt nokkur hætta fyrir smáþjóð- irnar, því að þeim er gjarnt á að fara í kapphlaup við hinar stærri og auðugri þjóðir, sem • ekki þurfa neitt að spara,hvorki til þessara mála nje annara. Alt slíkt kapphlaup ber okk- ur að forðast. Við eigum í þessu sem öðru, að sníða okkur stakk ■ eftir vexti. Umfram alt verðum við að vanda vel val á þeim mönnum, sem við sendum út í Jönd, til þess að gæta okkar hagsmuna. Þeir verða að hafa raungóða þekkingu á atvinnu- vegum þjóðarinnar, því að það «er á þeim sviðum, sem þeir geta > orðið okkur að mestu liði. Kristinðómurinn í Öag Anærfelt tvö þúsund ára göngu sinni meðal mannanna, hjá ólíkum bjóð- um off kynslóðum, með ólíka eðlisgerð, ólík lífsviðhorf og ólík trúarbrögð, má líkja kristindóminum við vatns- mikið stórfljót, sem á upp- tök sín í fjallalöndum miðr- ar heimsálfu og rennur síð- an um mörg lönd og marg- vísleg, áður en bað fellur til sævar. Á hverju einstöku landi skiftir það að nokkru leyti um svip, í fjallalöndum er það tærara en þegar það rennur um akurlendi, þar sem það skolar með sjer lausri gróðrarmoldinni, en við ósinn má finna í flaumi þess einhver ein- jtenni allra þeirra ólíku landa, sem það liefir runnið um, því að jivarvetna hefir það sogað iit í hringiðu sína eitthvað af jarðlög- um landsiixs. Kristindóminum er að sínu leyti nokkuð svipað farið, hann hefir verið eins og andlegur straumur, andlegt stórfljót, sem runnið hef- ir um þjóðlíf ólíkra kynflokka og alstaðar hefir hann sogað í sig einhver einkenni þess þjóðlífs, semi hann hefir runnið um á hverj- um stað. Af því stafar hin mikla fjölbreytni hans. Hann er með mjög ólíku móti hjer og hjá svörtu kynflokkun- um suður í Afríku, jafnt innau þeirrar ltirkju deildarinnar, sem fastast er mótuð, þeirrar rómversk ikaþólsku, eru svipbrigði hans svo mörg, sem löndin eru, það er t. d. mjög áberandi munur á róm- versk-kaþólsku kirkjulífi Þýska- lands og Ítalíu, það hljóta allir að sjá, sem sótt hafa guðsþjón- ustur þessara tveggja landa. Krist indómurinn var með mjög öðrum svip hjá hinum aríska kynstofni Þýskalands, en hinum slafneska' stofni Rússlands, á meðan hann fjekk að taka eðlilegri og' frjálsri þróun í þessum löndum báðtim, og hann ber mjög annan blæ í hinu kröftuga, starfsþrungna þjóð lífi Vesturheims, en hinu kyrðar- þrungna, jafnvægisbundna þjóð- lífi Indlands. Jafnvel ber kristin- dómur bóndans að jafnaði nokk- urn annan svip en trúarlíf sjó- mannsins, ef vel er að gáð, og sá svipmunur stendur í beinu hlut- falli við þann mun, sem er á lífi þeirra og lífsaðstæðum. Þegar horft er á heildarmynd kristindómsins, eins og hvin blasir víð oss í dag, verður það ljóst, að á tvö þúsund ára göngu sinni með- al mannanna hefir hann tekið við margvíslegunii áhrifum og þess vegna hefir hann lifað, að hann hefir getað það, það hefir verið hans ótvíræða lífsmark. Guðfræðingnum, sem rannsakar með skarpskygni þessa fjölþættu heildarmynd kristindómsins, er svipað farið og vísindamanninum; „vur við arósinn með rann- sóknir sínar og getur með furðu- legri nákvæmni sagt. um hvaða lönd fljtóið hafi faihð, En hvað er þá kristindómur ? Hver eru þau sjerkenni hans, sem þrátt fyrir hin margvíslegu blæ- brigði, hinn endalausa margbreyti- leika, aðgreina hann svo skýrt frá Synoduserindi eftir sfra Jóo Auðuns öðrum stefnum og straumumi að vjer getum hiklaust á þau bent og sagt: Þetta Or kristindómur — ? Svarið við þeirri spurning hafa mann venjulega ekki á hraðbergi, heldur er það óeðlilega mörgum talsvert þokukent, og ekki síst ef .vjer vitum hversu margt af því, sem heilög Ritning geymir á blað- síðumi sínum, og kirkjan kennir oss, er engan veginn sjereign ■ kristindómsins heldur er einnig að meira eða minna leyti jafnframt 'eign annara trúarbragða, og stundum miklu eldra þar en krist- indómurinn. Með nokkrum dæmum, sem jeg verð þó tímans vegna að hafa mikils til of fá, skulum vjer reyna að gera oss þetta ljóst. . 1. Kenning kirkjunnar um guð- legan innblástur Ritningarinnar er engan veginn sjer-kristileg. Jslam kennir hið sama um Kóran- inn og Hindisminn um ýms helgi- rit sín. 2. Hafa innblásnir spámenn ver- ið til með mörgumi öðrum þjóðum' en Gyðingum og kraftaverkin ekki sjerkristileg eign, því að enda þótt þau birtist í öðrum ytri formum með öðrum trúarbrögðum, t .d. í Indlandi, Japan og Kína, er insti kjarninn bersýnilega hinn sami. 3. Er það, að hefja trúarbragða- höfundinn upp í guðlegt veldi og sýna honurn guðlega lotning og tilbeiðslu, sem sönnum Guði, alls ekki sjer-kristilegt, því að það hefir einnig verið gert við Bíiddha, Zóróaster og Las-tse. 4. Að vænta endurkomu meist- arans gera fleiri en kristnir menn. Múhameðstrúarmenn bíða þess að Madhi komi í annað sinn. Shiarn- ir í Pessalandi bíða þess að sonur Hasan at-Askari komi aftur og búddhatrúarmenn vænta endur- lvomu drottins Maitreya - Búddha. 5. Er friðþægingarkenning í ein- hverri mynd til í öllum æðri og þroskaðri trúarbrögðuám mann- kynsins ? 6. Er kenninginum að maðurinn verði að endurfæðast alls ekki sjereign kristindómsins, heldur grundvallaratriði í launhelga á- trúnaðinum forn-gríska og mjög áberandi í öllum „mystiskum“, dulrænum, trúarbrögðum yfirleitt ? 7. Er afneitun þess að maður- inn geti orðið rjettlættur af verk- um sínumi og kenningin um rjett- læting af náð, engan veginn nein sjereign Páls postula, Ágústínusar og Lúters, heldur á hún sjer full- komna og sjálfstæða hliðstæðu í Shinsan — bviddhismanum svo- nefnda, sem einkum er voldugur í Japan, og er ennfremur mjög láberandi í náðarkenningunni ind- versku, sem' bygð er á hinu forna og fagra helgiriti Bhagavadgitá og endurspeglast í Bhaktiguðrækn- inni. Þessi atriði öll eru raunar um- búðir kristindómsins og ekki að- alatriði, en ekki eitt þeirra má telja kristilega sjereign, þótt þau fái oft mjög annað innihald í kristindóminum en öðrum trúar- Síra Jón Auðuns. brögðum, en svipað verður uppi á teningnum þótt leitað sje að hinum innri hliðum kristindóms- ins og djúpin rannsökuð. Urn guðssamfjelag mannssálar- innar segir Kristur svo: „En þeg- ar þú biðst fyrir, þá gakk inn í herbergi þitt, og er þú hefir lokað dyrum þínumi þá bið föður þinn, sem er í levndum“. (Matt. 6. 6.) En heiðni fornaldarspekingurinn Epietetus segir svo: „Þegar þú hefir lokað dyrum þfnum og dimt er orðið í herbergi þínu, skaltu aldrei sega að þú sjert einn, því að þú ert ekki einn, Guð er innan veggja hjá þjer“. S'vipað verður enn uppi á ten- ingnum þótt komið sje að sjálf- um kærleiksboðskapnum. Kristur "segir þar: „Elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn“. (Ltik. 6. 35.), en í helgiritum Indlands er skrifað: „Með rósemi skuluð þjer láta .manninn yfirvinna reiðina; látið hann sigra ilt með góðu; lát- ið hann yfirbuga nirfilinn með gjafmildinni og lygarann með sannleikanum“. Yíðsýnn og hlevpidómalaus kristinn maður telur það enga skerðing á dýrð og vegsemd drott- ins Krists, þótt finna megi innan 'vjebanda annara trúarbragða ein- hverjar hliðstæður við sumt úr þetta og í prjedikun sinni hefir verið undarlega hrædd við að játa þetta og í prjedikun sisni hefir hún leynt því, eins og hægt væri að auka á vegsemd hans, sem var konungur sannleikans, með því að þegja yfir sannleikanum og fela staðreyndirnar. En það vitum vjer þeim mun betur, sem vjer kynn- pmst því betur, að þó öll helgirit heimsins sjeu rannsökuð og speki spekinganna lesin niður í kjöl á Kristur sína vegsemd óskerta og kenning hans sitt greinilega og tvímælalausa sjerkenni, sem ekki er unt á að villast og hvergi finst, nema í boðskap lians, eða síðar hjá öðrum höfundumi fyrir bein áhrif frá’ honum. Þetta tvímælalausa sjerkenni kristindómsins, sem alveg hiklaust er hægt að benda á og segja: Þetta er kristindómur — og ekk- ert annað en kristindómur! Er hið háa mat Jesú Krists á verð- mætum mannlegrar sálar. Enginn liefir kent eins og hann um manninn sem Guðs barn, eng- inn kent eins og hann um veg- semd mannssálarinnar, enginn kent eins og hann um hjarta mannsins, sem helgidóm hins eilífa Guðs. Þetta er hið mikla sjer- kenni kristindómsins, sem greinir hann frá öllum öðrumi trúarbrögð- um og kenningakerfum og þess vegna er alt það, sem fegurst héf- ir verið sagt og háleitast hugsað um mannlega sál, að einhverjn leyti orðið til fyrir áhrif frá Kristi. Traust hans á mannlegu gildi var stórkostlegt, trú hans á mann- lega sál var vissulega djörf, já, hún var svo djörf að þar hefir flestum daprast flugið að fylgja honum, flesta hefir brostið þrótt til þess að þora að trúa eins og hann trúði í þessum efnum, um það bera vott kenningavofur lið- inna alda um auvirðileik mann- legrar sálar. Hin gamla gerspill- ingarkesning hinnar kirkjulegu guðfræði, sem enn á ný er að reka kollinn upp í einni þeirri guð- fræðistefnu, sem allvíða hefir bor- ist frá Þýskalandi síðari árin, hinni svonefndu Bast-stefnu, er ekkert annað en napurt háð um boðskap Jesú Krists um gildi mannsins. Sú guðfræðistefna var eðlileg afleiðing af bölsýni kúg- aðrar þjóðar í hörmungum eftir- stríðsáranna, og búast má við að henni eigi nú enn eftir að vaxa fiskur um hrygg í nýjum eftir- stríðshörmungum, en hún á harla lítið skylt við kenningu Krists um glataða soninn. Trúarlíf samtíðarmanna Jesú austur á Gyðingalandi snerist mjög um hin ytri atriði: heilög fjöll, heilög musteri, helga staði, heilaga daga og helgar venjur, en alt þetta, semi mikið rúm skip- aði í trúarlífi Gyðingsins, virðist Jesús hafa talið hrein aukaatriði trúarlífsins; aðalatriðið var mann- leg sál, hún var perlan, sem hann var kominn til þess að frelsa og bjarga frá að týnast í sorp- inu. Svo dýrmæt er sálin að dómi Krists, að ekkert getur maðurinn gefið að endurgjaldi fyrir hana, svo mikils virði er hún í augum Guðs, að hann þolir ekki að eins einstaklingur, eitt smábam glat- ist, og englar Guðs segir hann a5 gleðjist yfir einni sál, sem snýr frá myrkrinu til ljóssins. Það er örðugt að gera sjer þess fulla grein, hve djörf og stórkost- leg þessi hugsun er: með svo lif- andi athygli er fylgst með sjer- hverri einstaklingssál á jörðunni, að sjálfir himnarnir óma af fagn- aðarsöngvum englanna, ef hún bætir ráð sitt og breytir lífsstefnu sinni til rjettrar áttar. Enginn er einn, enginn er einmana með gleði sína og harma, sigra sína og ósigra, því að verndarengill fylg- ir hverri sál. Yfir vöggu hins ó- málga, veika barns er vakað og í myrkradjúpum hinna voðaleg- ustu afbrota stendur engill Guðs við hlið glæpamannsins, því að jafnvel í hans sál eru þau verð- mæti falin, sem Guð þekkir, elsk- ar og vill varðveita frá glötun. Önnur grein síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.