Morgunblaðið - 20.07.1940, Side 5
Xaugardagur 20. júlí 1940.
5
1
Útget.: H.f. Aryakur, Reykjaylk.
Rltatjðrar:
Jön Kjarfaniaon,
Valtýr Stefánaaon (ábyreOarm.).
Auglýsingar: Árni Óia.
Rltatjörn, auglýalng&r oar afarreiCala:
Austurstrœti 8. — Sfaai 1809.
JLtkriftargjald': kr. S,60 á aaánuiil
lnnanlanda, kr. 4,00 utanlanda.
í lausasölu: 20 aura elntakUS,
26 aura meO Leabök.
Fyrir ÍOO áru
Þegar frjettist um
konungsins áriö
fráfall
eftir
Til þess eru vítin -
PAÐ gegnir næstum furðu,
hve margir . menn
■eru skeytingarlausir gagnvart
þeim mörgu plágum, sem eru
;að herja lan.dið fyrir beina van
þekkingu.
Við vitum hvernig fjárpest-
irnar, mæðiveikin og garnaveik
in hafa leikið landbúnaðinn.
Þær hafa komið fjárstofninum
í heilum hjeruðum í auðn. Og
enn halda þessar plágur áfram
að herja sveitirnar. Miljónum
króna hefir þegar verið varið
úr ríkissjóði, til þess að verj-
ast þessum ófögnuði. En eng-
inn veit í dag hvort tekst að
verja þau hjeruð, sem enn eru
ósýkt.
Ætla mættii að sú reynsla,
sem við höfum fengið af hin-
um mörgu og stóru mistökum
í sambandi við innflutning er-
lends sauðfjár, hefði kent okk-
ur meiri varfærni, þegar um
það var að ræða, að flytja inn
í landið aðrar skepnur frá út-
löndum.
En það er eins og ógæfan
elti þá blessaða menn, sem eru
trúnaðarmenn valdhafanna á
þessu sviði. Þeir virðast jafn-
blindir, enda þótt fyrri mis-
tökin sjeu að leggja heil hjer-
uð í auðn.
Þegar Magnús Einarson,
dýralæknir, fjell í valinn, voru
opnaðar upp á gátt dyrnar fyr-
ir innf lutningi .erlends sauð-
fjár. Annar vitur maður, Guð-
mundur Bárðarson, náttúrufræð
ingur, varaði mjög eindregið
við innflutningi minka. Þeir
myndu verða plága í landinu,
sagði þessi fróði maður.
En þessum aðvörunum var
ekki skeytt. Minkarnir voru
fluttir inn í landið, því að trún
aðarmenn valdhafanna töldu
að þetta væru meinlausar nytja
skepnur.
Nú erum við að byrja að upp
skera eftir þessa sáningu. Villi-
minkar hafa tekið sjer aðsetur
t. d. við Elliðaárnar. Þeir
hreinsa hinn unga lax úr* án-
um og eyðileggja þar með alla
veiðivon í framtíðinni.
Ef ekki verður unt að eyði-
leggja þenna varg og fái hann
í friði að auka kyn sitt, mun
ekki þurfa lengi að bíða þess,
að minkurinn heimsæki ýms
okkar bestu veiðivötn. Hann
myndi áreiðanlega una sjer vel
í Þingvallahrauni og í hraun-
inu við Mývatn og nóg hefði
hann ætið í vötnunum. Annað
mál er það, hvort bændur fögn-
uðu skiftunum á villiminki og
silungi.
Væri nú ekki rjett, að varastl
vítin? Verður sá minkur, seml
tekst að hafa inni í girðunum,
svo arðberandi, að fórna megi
hans vegna miklu af silungs- og
laxveiði í landinu?
Veðráttan vár hörð og köld
í Reykjavík — og um
lancl alt — framan af árinu
1840 — einn janúardaginn
var alt að 20 stiga frost.
Með góukomu hlýnaði og gerði
þíður. Snjókoma var nokkur, eu
stóð ekki lengi. Vorið var all-
gott, en kalt, svo gróður kom
seint. En í sláttubyrjnn var þó
komið svo, að menn gerðu sjer
góðar vonir um heyföng í betra
lagi, ef tíð yrði hagstæð. Því mið-
ur varð nýting fremur slæm vegna
mikillar úrkomu. Haustið var gott.
Að vísu byrjaði vetur með all-
mikilli 'snjókomu, en brátt gerði
aftur þíðviðri, er hjeldust að
mestu til ársloka. Fiskafli var
góður í flestum veiðistöðvum við
Faxaflóa, en sjerstaldega varð ái'-
ið aflaár fyrir Innnesjamenn, og
kom það sjer ekki síst vel 'fyrir,
tómthúsfólk hjer í Reykjavík, sem
átti alla sína björg að sækja út
á sjóinn. En hjer í bæ töldust þá
alls 896 sálir.
★
Árið 1840 var fremur stórvið-
burðasnautt hjer í bæ. Höfuðvið-
burður ársins stóð í sambandi við
konungaskifti, sem orðið höfðu í
Danmörku. Á sumardaginn fyrsta,
25. apríl, barst með dönsku kaup-
fari til Rvíkur fregnin um að
Friðrik VI. konungur hefði sálast
3. des. um veturinn og nýr kon-
ungur, Kristján VIII. sest að ríkj-
um. Þótt liðnir væru nærfelt 5
mánuðir síðan þetta gerðist þótt'i
alt að einu ótilhlýðilegt annað en
að slíks viðburðar væri hátíðlega
minst úti hjer í hjálendunni, eins
og föng voru til. Sorgar-guðsþjón-
usta var haldin í dómkirkjunni
og önnur minningarhátíð í Bessa-
staðaskóla, hvorttveggja fyrir til-
mæli Bardenfleth’s, sem hjer var
þá stiftamtmaður. Dómkirkju-
presturinn síra Ilelgi D. Thorder-
sen prjedikaði vitanlega í dóm-
kirkjunni og mintist hjartnæm-
um orðurn hins látna jöfur. En
á Bessastöðum flutti Jón lector
ræðu tá latínu, en skólapiltar
sungu: „Jam moesta quiesce que-
rela“. Seinna um sumarið — 28.
júní — var aftur efnt til hátíða-
halds hjer í höfuðstaðnum. En nú
var tilefnið hátíðleg krýning
Kristjáns VIII. konungs og drotn-
ingar hans. Hafði Jónas Hall-
grímsson, sem dvalið hafði hjer
um vqturinn, en lengst af verið
sjúkur, og tók nú þátt í krýning-
arhófinu, verið fenginn til að
yrkja. Kvæðið var á dönsku. Seg-
ir þar um konunginn:
Kong Christian rækker ud sin Arm
og griber kæk det tunge Sinykke.
Hans Stjerne spaar ham Held og
Lykke
og mandigt slaar hans stærke
Barm. —
Nu pryder Danmarks Kongekronc
en Tinding værd den störste
Trone,
den vise Fader for sit Land.
dr. Jón Helgason bísktxp
En einnig drotningin fær þar
sitt:
Hil dig, o Drot, paa Kongestol!
Er herligt end dit gyldne Smykke,
Gud gav dig dog en bedre Lykke,
din Smertes Tröst, din Glædes Sol;
han gav dig mild den favre, blide
den ædle Kvinde ved din Side,
din elskede Amalia.
Jón Jónsson (Johnsen) yfirdóm-
ari (frá Stóra-Ármóti) skipaði for-
sæti í veislu þessari, því að hann
gegndi þá stiftamtmannsstörfum.
En svo stóð á því, að snemma í
júní hafði komið hingað ljetti-
snekkja með sjóforingjaefni
og flutt stiftamtmanni Barden-
fleth tákveðin tilmæli Krist-
jáns VIII. konungs þess efn-
is, að stiftamtmaður kæmi
utan hið bráðasta, til þess að tak-
ast á hendur hirðstjóra-stöðu við
hirð hins nýja ríkisarfa, Friðriks
prins, þess er hjer dváldist sum-
arið 1834, en nú var orðinn krón-
prins og hafði af föður sínum
verið skipaður landsstjóri (Gou-
vernör) á Fjóni; því að faðir
hans áleit Óðinsvje hollari veru-
stað útslájtarsömum og ljettúð-
ugum syni sínum en Kaupmanna-
höfn, — að því er talið var. Er
áður en Bardenfleth, nauðugur
mjög, fór úr landi hafði hann fal-
ið Jóni yfirdómara Jónssyni
að gegna stiftamtmannsembætt-
inu í fjarveru sinni, því að Bard-
enfleth bjóst við að koma hingað
út aftur á næsta ári. Þetta varð þó
ekki, með því konungur vildi ekki
sleppa honum og sendi því Þor-
kel Hoppe hingað í staðinn næsta
vor. En þau mannaskifti þóttu
ekki góð, svo vel látinn sem' Bar-
denfleth hafði verið.
Um veturinn, 1. mars, hafði
Morten Hansen Tvede sýslumað-
ur í Kjósar- og Gullbringusýslu, ‘
en búsettur hjer í bæ, orðið bráð-
kvaddur á skrifstofu sinni, harm-
dauði mörgum, því hann var vel
látinn, þótt eklti þætti neinn sjer-
legur atorkumaður. Hann hafði
flust hingað austan úr S.-Múlas.
til þess að gerast hjer land- og bæj
arfógeti, en hafði haft „brauða-
skifti“ við Stefán Gunnlögsen
sýslumann. Yar nú kand. í lögum
Þórður Guðmundsson (fná Arnar-
dal), systursonur Árna stiftpró-
fasts í Görðum, settur yfir sýsl-
una í stað hins látna Tvede og
gert að skyldu að búa hjer í bæ.
Settist hann að í Skraddarahús-
■inu gamla í Austurstræti (sem eft-
ir það nefndist um hríð „sýslu-
mannshúsið“), en fluttist síðar í
lnás Einars stúdents og borgara
Jónssonar í Túngötu nr. 2, sem
hann keypti af Billenberg skó-
ara.
'k
Með því að Stefán Gunnlögsen.
land- og bæjarfógeti, hafði látið
smíða handa sjer íbúðarhús i Ing-
ólfsbrekku (suður af Bernhöfts-
húsunumj og flust þangað úr
landfógetabústaðnum (Bergmanns-
stofu við Aðalstræti), hafði Kan-
cellíið gert fyrirspurn um það til
stiftamtsins, hvort ekki væri rjett-
ast nú að selja Bergmannsstofu,
en stiftamtið verið móthverft söl-
■unni ,sem þá líka kom sjer vel,
þar sem tveim árum seinna var
ri
Loitvarnír Breta
íxSSíSsSK:
i
s
I
Breskir hermepn hlaupa að loftvarnabyssu, er merki um loftárás
hefir verið gefið.
ráðinn flutningur prentsmiðjunn-
ar úr Viðey til Rvíkur og þessi
„stofa‘‘ þá tekin til afnota sem
„stiftprentsmiðjuhús“.
★
Á þessu sumri var sett „orgel“
í dómkirkjuna og organistastaðan
falin Pjetri stúdent Guðjónssyni,
sem þá hafði lokið kennaraprófi
við kennaraskólann í Jonstrup á
Sjálandi og jaínframt lært að leika
á orgel. Voru honum ákveðin 60
■dala laun á ári sem organleikara.
Því að aðalstarf Pjeturs skyldi
vera það, að veita forstöðu barna-
skóla bæjarins, sem Ólafur Einars-
son Hjaltested hafði haft á hendi
í gömlu Lóskurðarstofunni við Að-
alstræti (þar sem nú er klæð-
skeravinnustofa Andersens), ea
Ólafur hvarf nú í fardögum burt
úr bænum til prestakalls síns Saur-
bæjar á Hvalfjarðarströnd. Hann
hafið vígst þangað tveim árum
áður, en annar þjónað fyrir hann
þessi tvö ár, sem Pjetur stúdent
var að búa sig undir starfið á
kennaraskólanum í Jonstrup.
Þóttu mikil viðbrigði að koma í
I dómkirkjuna eftir að orgelið var
þangað komið og tekið var að
leika á það á hverjum helgum
degi. — f Iagasafni íslands (XI.
bindi bls. 633) er þess getið, að
hinum fræga tónmeistara prófess-
os Weyse hafi verið greiddir 200
rdl. úr jarðabókarsjóði fyrir að
undirbúa „kóralbók“ til afnota
við guðsþjónustur í dómkirkjunni.
Þá voru ennfremur af kancellíinu
leyfð kaup á „fortepianó“ —
sennilega til afnota við söng-
kenslu í barnaskólanum. Ef til vill
er hjer að ræða um fyrsta „píanó-
ið“, sem hingað flyst.
★
Samkvæmt tillögu stiftamtsins,
mælir kancellíið svo fyrir, að eft-
jrleiðis skuli vera tvær útlærðar
yfirsetukonur í Rvík, og skuli
þeim greidd laun úr jarðabókar-
sjóðnum, 40 rdl. á ári hvorri
þeirra. Áður hafði hjer verið að-
eins ein yfirsetukona. Loks var á
þessu ári stofnaður hjer í bænum
styrktarsjóður ekkna sjódrukn-
-aðra og barna þeirra. Gekst fyrir
því síra Helgi dómkirkjuprestur.
, Um haustið kemur Jónas Hall-
grímsson aftur til bæjarins til
• vetrardvalar, eftir að hafa ferðast
um sumarið með Japhetus Steen-
strup, sem fór utan um haustið. —
Sigurður Breiðfjörð, rímnaskáldið
alkunna, sem nú var sestur að
hjer í bæ fyrir nokkru fengið
dóm (2x5 daga vatn og brauð)
fyrir-að gefa út falsaðar ávísanir.
Á þessu ári önduðust hjer í
, sókn, auk áðurnefnds sýslumanns
■Tvede, þeir Magnús stúdent Jóns-
. son (um nokkurt skeið lögreglu-
þjónn hjer í bæ) í Skólabænum,
15. sept. 60 ára, og Ingjaldur út-
vegsbóndi Ottason í Hrólfsskála,
10. okt. 80 ára. J. H,