Morgunblaðið - 20.07.1940, Side 7

Morgunblaðið - 20.07.1940, Side 7
Laugardagur 20. júlí 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Vfkingur vann sfðasta lefk íl ísafirði 1:0 Víkingar keptu síðasta leik sinn á ísafirði í gærkvöldi og unnu með 1 marki gegn 0, eftir Jiarðan leik. Markið var sett í seinni hált'- leik. Bræðurnir Ingvi og Einar Pálssynir settu það í sameiningu. Að þessu sinni settu ísfirðingar fram lið bæði úr Herði og Vestra á móti Víkingum. Voru þrír menn úr Vestra. Guðjón Einarsson dæmdi. Sagði hann blaðinu í gær, að Víkingar hefðu verið óvenju ljelegir, eu þess beri þó að gæta, að ísfirðing- ar sjeu sterkir knattspyrnumenu og væri gaman að fá þá til Rvík- ur til kepni. Víkingum líður öllum vel. Þeir koma heim með Esju, sem er vænt anleg hingað á þriðjudaginn. Á ísafirði hafa leikar farið svo, að fyrst var jafntefli (0:0), síð- an vann Víkingur með 2:0, og nú með 1:0. Geta ísfirðingar verið ánægðir með þenna árangur. Jurta- pottar smáir og stórir nýkomnir til Biering Laugaveg 3. Sími 4550. Allir fagmenn þurfa að ná sambandi við fjöldann. Auðveldasta ráðið til þess er að setja smá til- kynningu í Starfskrá Morg- unblaðsins. Hún kostar lítið en gerir ótrúlega mikið gagn. Starfskráin birtist á suxmu- dögum. Tryggið yður rúm í henni tímanlega. — Starfskráin er fyrir alla fagmenn. ReiðhjólaviOgerðir eru fljótast og best af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltusundi 1. Vopnað þýskt kaupfar í Atlantshafi Bretar hafa viðurkent, að sökt hafi verið í Suður-Atlants- hafi tveimur breskum skipnm og er talið að vopnað þýskt kanpfar' hafi sökt skipum þessum. Bresku skipunum var sökt ná- lægt Vestur-Indíum og hafa bresk kaupskip verið vöruð við hinu vopnaða þýska kaupfari. ísland og Grænland FEAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU saklapsir prófessorar, og lögðu mikið kapp á að öðlast vináttu Lappanna(!). íslendingar eru tor- trygnir og' neituðu öllum tilmæl- um Þjóðverja um að hjálpa þeirn að g-era flugvelli í Reykjavík. En í Grænlandi, hinu víðáttumikla meginlandi ísa og snjóa, þar sem fólkið býr í dreifðum1 hygðum, var lítil sem engin fyrirstaða“. Blaðamaðurinn skýrir frá því, að meðal hinna 900 íbúa í Sydpröv- en, sjeu margar tylftir Þjóðverja, ,,sem vinni að því að afla ráða- gerðum Hitlers fylgis“. Höfundurinn segir að ameríska Rauða Kross nefndin, sem send var til Grænlands nýlega, til þess að vera Grænlendingum hjálpleg við matvælaöflun o. fl., „hafi orð- ið forviða á því, að finna meðai Grænlendingá menn, sem hjetu þýskúm nofnum eins og t. d.’ Mueller og Moritz“. Moritz sá, sem hjer um ræðir, er sagður vera frændi dr. Moritz nokkurs, sem er þýskur viðskiftafræðingur, starfsmaður dr. Clodius, sem kunnur er í sambandi við við- skiftasamninga Þjóðverja við Balkanríkin. Höfundur seg-ir að lokum: „Það er sjerkennilegt fyrir sam- bland það af miðaldalegri róman- tík og löngun til landvinninga I stjórnmálum Þjóðverja, að dr. Pritz Hausleiter, prófessor við há- skólann í Hamborg — lærisveinn Haushofers hershöfðingja (Haus- hofer er kunnur rithöfundur, en ólíklegt, að hann skuli alt í einu vera orðinn hershöfðingí, þótt það yskifti raunar ekki miklu mtáli) — hafi gefið löndum og eyjurn í Norðurhöfum ný nöfn, tekin úr goðasögnum. „Á sama hátt og pólska borgiu Gdynia hefir verið skýrð „Golen- hafen“, á að skýra ‘Grænland og nýju og kalla það „'Griemhildai'- land“ eftir Griemhildi drotningu, konu Sigurðar Fáfnisbana, segir í greininni, en þar mun vera átt við Grímhildi móður Gúðrúnar Gjúkadóttur. Þannig segist liinum breska blaðamanni frá. Jeg hefi skýrt nokkuð ítarlega frá þessari grein (öll er greinin um 900 orð) vegna þess, að hún getur verið nokkurs- konar sýnishorn af öllu því, sem síðustu vikurnar og mánuð- ina hefir verið skrifað í engilsax- nesk blöð*xun ísland og Græn- land. Eflfng löggæslunnar Morgunblaðið hefir nokkrum sinnum bent á nauðsyn þess, að löggæslan yrði aukin hjer í bænum og lögreglulið- inu fjölgað verulega frá því sem nú er. Einhver hr.eyfing virðist kom- in á þetta mál á hærri stöðum. Dómsmálaráðuneytið ljet í gær blaði í tje þær upplýsingar, að Agnar Kofoed-Hansen lögreglu stjóri hafi ,,hvað eftir annað“ skrifað dómsmálaráðuneytinu og „krafist þess“, að lögreglu- liðinu yrði fjölgað í bænum. Síð an segir: „Samkvæmt lögum um þessi efni, á að senda bæjarstjórn- inni slíkar kröfur lögreglustjóra til umsagnar og tillagna og það hefir dómsmálaráðuneytið gert fyrir löngu. Bæjarstjórn svar- aði og taldi sig ekki geta fall- ist á fjölgun lögregluþjónanna og ekki getað tekið afstöðu til málsins fyrr en næsta fjárhags- áætlun' bæjarins hefði verið samþykt, en það verður elýki fyr en um áramót. — Ríkis- stjórnin hefir ekki viljað fyrir- skipa bænum að fjölga lög- regluþjónunum, eins og hún hef ir þó heimild til samkvæmt lög- um, að minsta kosti ekki að svo komnu máli“. Þannig stendur þá málið: Lögreglust-jóri skrifar dóms- málaráðuneytinu. Dómsmála- ráðuneytið skrifar bæjarstjórn. Bæjarstjórn skrifar dómsmála- ráðuneytinu. Þar við situr. Skriffinska á skriffinsku ofan; en framkvæmdir engar. En þrátt fyrir alla þessa skrif finsku, er aðalatriðið það, að aldrei fæst nægileg fjölgun lögreglúliðsins í bænum, ef ætl- unin er sú, að hanga í bókstaf laganna í þessu efni. Lögin setja dómsmálaráðuneytinu skorður við því, hversu mikla fjölgun hún getur heimtað af bæjarstjórn. Og þó að ráðu- neylið fyrirskipaði þá mestu fjölgun, sem heimilað er, yrði löggæslan í bænum jafn ófull- nægjandi eftir sem áður. Dómsmálaráðuneytið virðist gersamlega loka augunum fyr- ir því sjerstaka ástandi, sem nú ríkir í bænum. En það er ein- mitt þetta sjerstaka ástand, sem krefst öflugri löggæslu. Ef það \ æri ekki fyrir hendi, myndi óþarfi að fjölga lögreglunni. En er það rjettmætt eða sann gjarnt að krefjast þess af bæj- aifjelaginu, að það taki ,á sín- ár herðar allan þann kostnað, sem myndi leiða af þeirri efl- ing löggæslunnar, sem nauðsyn- leg er, eins og nú er ástatt? Hvílir ekki þessi skylda fyrst og fremst á ríkinu? Vissulega er það skylda rík- isins, að sjá fyrir þeirri lög- gæslu í landinu, sem beinlínis stafar af því sjerstaka ástandi, s.em hjer ríkir nú. Ef ríkið hins vegar vanrækir þe«sa skyldu, eða ef farið er að hanga dauða- haldi í lagabókstafinn, sem alls ekki á við hið.ríkjandi ástand, geta vandræði af hlotist. Minningarorð um Ragnheiði Halldórs- dóttur Fædd 10. nóv. 1873. Dáin 13. júlí 1940 Halldórsdóttir, er andaðist að heimili sínu 13. júlí síðastliðinn Með Ragnheiði sál. er fallin í valinn ein af merkiskonum þessa bæjar. Skörungsskapur og dugnaður er kunnur utan heim- ilis sem innan. Hún var vel trúuð og bár þrek hennar og stilling þess ljósan vott. Ragnheiður sál. giftist eftir- lifandi manni sínum, Einari Jónssyni, árið 1902, hinum mesta dugnaðarmanni, og var samlíf þeirra bundið órjúfan- legum ástar og einingarböndum til dauðans, enda bæði samhent í öllum greinum. Þau hjón eign- uðust 10 börn og eru 7 þeirra dáin, en 3 á lífi, Rósa, Páll ög Kristjana. Þess utan ólu þau upp einn fósturson, Guðna að nafni. Ragnheiður sál. lá lengi á sjúkrahúsi, þungt haldin, þar til hún, fyrir rúmri viku, óskaði eftir að verða flutt heim á sitt kæra heimili’, þar sem húin þráði að dvelja síðustu stundir lífs síns. í dag ert þú innilega kvödd af eiginmanni, börnum og öðr- um ástvinum þínum, með hjalrt- kærri þökk fyrir þitt mikla og margbreytta lífsstarf, er þú vanst þeim til blessunar og vel- farnaðar, og við hin, sem átt- um því láni að fagna, að kynn- ast þjer, kveðjum þig nú á þess- ari stundu, með bestu þökk fyr- ir alt á liðinni æfibraut. B. Kr. Grímsson. ANDASPÁDÓMUR. eg' vil biðja Morgunblaðið að geta þess, að jeg- hefi í hyggju að rita og biðja það fyrir nokkr- ai atlmgasemdir við grein Herbert Thurstons, sem birtist í blaðinu í gær, því að þar skýtur ýmsu skökku við og' athugaverðu. í bráðina bið jeg áhugamenn um málefnið, sem um ræðir, að láta sjer ekki bregða, en tek í þetta sinn aðeius fram, að liöf- undurinn, faðir llerbert Thurston, er. Jesúítaprestur, sem áruui sa;n- an hefir fundið sjer skylt að ráð- ast á spíritisma, en jafnharðav verið rækilega svarað. Jeg hefi í höndum margar greinar eftir hann og utn hann, en get auðyitpð ekki birt það alt. Kr. Daníslsson. Kveöjusamsæti fyrir Vestur-lslendingana Ríkisstjórnin hjelst í gærkvöldi kveðjusamsæti að Hótel Borg fyrir Vestur-íslendingana, sem hjer hafa verið gestir Eim- skipafjelagsins og Þjóðræknisfje- lagsins. Sátu 40 manns veisluna. Þar voru heiðursgestirnir -7, Árni Eggei'tsson og frú hans, Ásmund- ur Jóhannsson og frú hans, Gunn- ar Björnsson og frú hans ogSoff- onías Thorkelsson, ráðherrar þeir, sem heima eru, stjórn Þjóðrækn- isfjelagsins og aðrir, sem hafa haft sjerstök afskifti af móttöku gestanna hjer. Hermann Jónasson flutti ræðu fyrir gestunum, en þeir þökkuðu með ræðum. Þeir fara heimleiðis með Dettifossi — nema Soffonías. Hann verður hjer á landi til hausts. Dagbók Næturlæknir er í nótt Kristján Hannesson, Miðstræti 3. — Sími 5876. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Messað í Dómkirkjunni á morg- un kl. ll_síra Bjarni Jónsson. Messað á morgun í fríkirkjúnni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 2 síra Garðar Svav- arsson. Messurnaii í kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. öVe árd. Hámessa kl. 9 árd. Engin síðdegisguðsþjónusta. Messað í fríkirkjunni í Ilafn- arfirði á morgun kl. 2 sr. Jón. Auðuns. Sjötugur varð í gær Sigurður Jónsson, Túngötu 42. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Eiríki Brylijólfssyni, Útskálum ungfrú Þuríður Halldórsdóttir og Árni B. Árnason, Suðurgötu 7 í Kefla- vík. Hjónaband. í dag verða gefin isaman af biskupi Islands hr. Sig- urgeir Sigurðssyni ungfrú Þóra Þói'ðardóttir, Leifsgötu 9 ov Dýri Baldvinsson verkstjóri í Vjel- smiðjunni Hjeðinn. Leifsgötu 10. Heimili þeirra verður á Ægisgötu 10. Hjónaefni. Trúlofun sína opin- bernðu í fyrrad. ungfrú Valgerður Ásgeirsdóttir (Ásgeirssonar. banka stjóra) og Gunnar Thoroddsen lögfræðingur. tJtvarpið í dag: 19.30 Hljómplötur; Kórlög. 20.00 Frjettir. 20.30 Upplestur: „Rögnvaldur grafari“ ■ smásaga (IInnuT' Bjarklind). 21.00 Hljómplötur; Svanavatnið, tónverk eftir Sibelius.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.