Morgunblaðið - 23.07.1940, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. júlí 1940.
Halifax lávarður
svarar Hitler
Bretar liætta ekki
stríðinu ffyr en ffrelsi
þeirra og allra undir-
okaðra þjóða er trygl
HALIFAX lávarður, utanríkismálaráðherra
Breta, svaraði áskorun Hitlers, um að
stríðinu yrði hætt, með ákveðinni neitun,
í 10 mínútna ræðu, sem hann flutti í gærkvöldi, og sem
útvarpað var um allar breskar stöðvar og útvarpsstöðvar
í Bandaríkjunum.
Halifax lávarður mælti á þessa leið:
Menn hafa heyrt eða lesið ræðu þá, er herra Hitler flutti
fyrir tveim döguín, þar sem hann beindi þeirri áskorun til hinnar
bresku þjóðar, að beygja sig undir vilja hans og gefast upp.
Ekki mun jeg hirða um að orðlengja missagnir hans og
rangfærslur um það, sem gerst hefir.
Hann kvaðst enga löngun hafa til þess að leggja breska
heimsveldið í rúst. Hann mintist ekki einu orði á, að friðurinn
yrði rjettlátur, nje hvernig ætti að tryggja sjálfsákvörðunarrjett
þjóðanna. 1 stað þess beindi hann orðum sínum til hinna lægstu
kenda manna — til hræðslunnar.
Röksemdafærsla hans voru ógnanir.
Halifax lávarður.
Þrjú samveldis-
Iðnd Breta hafa
sagt: „Nei“
FRELSISHUGSJÓNIN.
En einmitt það, að hann leiddi
það gersamlega hjá sjer, að
minnast einu orði á framtíð
þeirra þjóða, sem hann hefir
undirokað, sýndi greinilega,
hvernig hann hugsar sjer að
Þýskaland skuli framvegis ríkja
yfir þessum þjóðum, sem hann
hefir svift frelsi.
Friðarhugsjón okkar, sem oft
hefir verið gerð grein fyrir, nú
síðast af Roosevelt forseta og
Smuts hershöfðingja, er aftur
á móti sá, að í hinni nýju veröld
sem upp af styrjöldinni rís,
verði frjálst samfjelag óháðra
þjóða. Þess vegna munum við
láta ógnanir sem vind um eyrun
þjóta. Hitler hefir nú boðað að
hann muni leggja fram alla
orku sína í árás á land okkar.
Og því er það, sem þið sjáið svo
óbrigðula staðfestu jafnt í borg
sem bygð. Ef Hitler sigraði, þá
myndi hann eyðileggja alt, sem
gerir lífið þess virði að því sje
lifað.
HEILÖG SKYLDA.
Enda þótt barátta sú, sem við
eigi^m fyrir höndum, kosti okk-
ur alt, þá teljum við það helga
skyldu okkar, beinlínis forrjett-
indi, að fá að berjast og leggja
alt í sölurnar fyrir málstað
okkar.
Ekki var það okkar vilji, að
lagt var út í þessa styrjöld, og
vissulega óskar enginn okkar
þess, að styrjöldin standi degi
Jengur en nauðsynlegt er. En
ótrauðir berjumst við og aldrei
látum við hugfallast fyrri en við
höfum trygt eigið frelsi og þeim
þjóðum frelsi, sem nú eru und-
irokaðar.
ÓHÁÐIR GESTAPO.
Fyrir hverskonar frelsi berj-
umst við?
Við berjumst fyrir því, að
menn geti frjálsir lifað sínu
lífi, óháðir eftirliti Gestapo.
Við berjumst fyrir trúar-
bragðafrelsi. Við viljum mega
hafa leyfi til að tilbiðja drott-,
inn vorn, eftir eigin sál og sam^
visku.
Við viljum varðveita sam-
viskufrelsi manna, en ekki
þurfa að afhenda það öðrum.
1 Þýskalandi hafa menn afhent
Hitler sjálfstæði sitt og sam-
visku. Hann hefir gert fólkið
þar að vjelum, sem framkvæma
fyrirskipanir hans án þess að
spyrja, hvort þær sjeu rjett-
látar.
VAXANDI ÁGENGNI.
Hvaða afleiðingar hefir það
haft á Hitler, að hann hefir
fengið hið mikla vald?
í upphafi var hann hógvær.
Þá kvaðst hann ekki ætla sjer
annað en berjast fyrir velferð
Þýskalands.
Síðan hefir ágengni hans far-
ið vaxandi og nú sjáum við, að
hann gerir sig ekki ánægðan
með minna en að vera æðsti
verndari allra þjóða Evrópu.
Við sjáum hvernig hann hefir
gert sjálfan sig að „verndara“
yfir undirokuðum þjóðum í
Norður- og Mið-Evrópu. Musso-
lini, sem espaðist við sigra
Hitlers, gerður „vemdari“ yfir
Frakklandi, sem hann barðist
aldrei við og krefst að fá að
ríkja yfir Miðjarðarhafi, sem
hann aldrei hefir náð á sitt vald.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Auk Mensis, forsætisráðherra
Ástralíu, hafa nú forsæt-
isráðherrar Kanada, Mr. Mac->
kenzie King og forsætisráð-
herra Suður-Afríku, Smuts hers-
höfðingi, svarað Hitler. I ræðu,
sem Smuts flutti á sunnudaginn,
lýsti hann einbeittum vilja Suð-
ur-Afríku, að halda stríðinu á-
fram „þar til að ráðið hefði ver-
ið niðurlögum þýsku ofbeldis-
stefnunnar“.
Mackenzie King sagði í ræðu
sem hann flutti í fulltrúadeild
kanadiska þingsins í gær, að
„hann myndi ekki svara ræðu
Hitlers, vegna þess að hún svar-<
aði sjer sjálf“.
Framtíð Kanada verður ekki
ákveðin af Hitler eða Mussolini,
heldur af hinni frjálsu kanad-
isku þjóð.
Vígblikan grúfir nú yfir því
landi, þar sem vagga frelsisins
stendur ,
„Innrás í England“, sagði
Mackenzití King, ,,er innrás í
helgidóm allra frjálsra manna“.
SJÓORUSTARNAR I
MIÐJARÐARHAFI
Herstjórn ítala tilkynnir, að
samkvæmt ítarlegum eft-
irgrenslunum um viðureign ít-
alskra herskipa og flugvjela við
bresk herskip dagana 8.—13.
júlí hafi komið í ljós, að auk
flugvjelaskipsins „Ark Royal“
og orustuskipsins ,,Hood“ hafi
skemt enskt herskip af „War-
skemst enskt herskip af „War-
„Gloucester", sem er 10000
smálestir að stærð, og annað
5200 smálesta beitiskip.
Kúgun Rússa
Eystrasaltsrfkin
látin svifta slg
sjátfstæfii
Eystrasaltsríkin þrjú, Eist-
land, Lettland og Lithau-
en, sóttu í gær um upptöku í
rússneska ráðstjórnarríkjasam-
bandið. Til þess að samþykkja
þetta, þarf að kalla saman
æðsta ráð ráðstjórnarríkjanna.
í R'eutersfregn segir, að um-
sókn Eystrasaltsríkjanna hafi
ekki komið á óvart í Moskva.
Fregnir frá Berlín herma, að
umsókn Eystrasaltsríkjanna, sje
rnálefni, sem á engan hátt varði
Þjóðverja.
Þingið í Lithauen samþykti í
gær, að setja rekstur allra
banka og stórra iðnfyrritækja
undir stjórn ríkisins. Ríki þau,
sem nú hafa sótt um að komast
undir járnhæl rússneska bolsje-
vismans hefðu öldum samatí
barist fyrir að losna undan yfir-
iráðum Rússja, er þau hlutu
sjálfstæði sitt eftir heimsstyrj-
^ldina 1918.
Bretar loka
írska hafinti
Bretar hafa lagt nýtt 50
mílna breitt tundurdufla
belti frá suð-vesturströnd Eng-
lands til írsku landhelginnar. Er
innsiglingum í írska hafið og
Bristol-flóann þar með lokuð,
sunnan frá.
Skip, sem ætla að sigla til
hafna á austurströnd írlands,
eða að vesturströnd Englands,
verða að fara vestur og norður
fyrir írland.
Norskir fiótta-
menn í Kanada
Nýlega er kominn til hafn-
ar í Kanada níu smálesta
síldveiðibátur, frá Tromsö í
Noregi.
23 flóttamenn voru í bátnum
og lentu þeir í miklum hrakn-
ingum á leiðinni vestur um haf.
Þegar báturinn fór frá Trom-
sö í Noregi, reyndu Þjóðverjar
að hindra það og hófu skothríð
á hann og ber báturinn mörg
merki skothríðarinnar.
Franskar flugvjelar tóku þátt í
loftárásum á Vestur-Þýskaland í
gær.
Sðk Roosevelts
ef strfðifi heldur
áfram
Dýsk blöð veittust í fyrsta
skifti í gær að Roose-
velt, fyrir ræðu þá, sem hann
flutti á sunnudaginn. „Frank-
furter Zeitung“ segir, að „Roose
velt sje faðir þeirrar ímyndunar
Breta, að þeir geti barist til sig-
urs“.
Bl£.ðið segir, að Roosevelt eigi
mesta sök á því, ef stríðið held-
ur áfram.
„Völkischer Beobachter" vitn
ar í grein eftir Signor Gayda,
þar sem ségir, að ræða Roose-
velt hafi verið ósamboðin stjórn
málamanni.
Cordell ffull segir við
Ameríku-tiióðirnar:
„Verum samtaka!“
Mr. Cordell Hull, utanríkis-
málaráðherra Bandaríkj-
anna, hvatti Ameríkuþjóðirnar til
að vakna til meðvitundar um þær
hættur sem yfir þeim vofa, í ræðu,
sem hann flutti á al-amerísku rað-
stefnunni í Havanna í gær. Til
ráðstefnu þessarar hafði verið
boðað að undirlagi Bandaríkjanna
og var hún sett á sunnudaginn.
Cordell Hull varaði Ameríku-
þjóðirnar við því, að aðhafast ekk-
ert i því trausti, að engin tilraun
myndi verða gerð til að fara með
stríð á hendur þeim frá öðrum
heimsálfum.
í þessu sambandi ræddi lianu
um England, sem hann kallaði síð-
asta varnargarðinn gegn ofbeldinu
í Evrópu.
Hann lagði til, að allar Ame-
ríkuþjóðir tækju sameiginlega í
sína vernd öll lönd Evrópuþjóð-
anna í vesturálfu, á nteðan sti'íðið
stæði yfir. Þær gerðu það ekki
vegna þess að þær ásældnst þessi
lönd, heldur vegna þess, að þær
vildu hindra að gerð yrðu hrossa-
kaup með þau, til að jafna ágrein-
ingsmól Evrópuþjóðanna eða til
þess að koma í veg fyrir, að á-
■greiningsmálin yrðu jöfnuð í þess-
um löndum og Stríðið þannig lát-
ið breiðast út.
Ráðherrann varaði einuig við á-
róðri þeim, sem rekinn væri í
íVesturálfu, og sem. stjórnað værí
frá Evrópu. Hann sagði að gera
yrði strangar ráðstafanir til að
ltveða niður þenna áróður.
Loks lagði hann til að Ameríku-
þjóðirnar tækju upp samvinnu sín
á ntilli í viðskiftamálum til að
vinna upp það tjón, sem þær
hefðu beðið við það að missa marlt-
aði í Evrópu.
Það var tilkynt í Washington í
gærkvöldi, að ráðstafanir myndu
verða gerðar til að auka höfuð-
stól útflutningsbankans í Banda-
jríkjunum nm 500 milj. dollara upp
í 700 milj. dollara, til þess að efla
viðskiftín milli Bandaríkjanna og
þjóðanna í Suður-Afríku.