Morgunblaðið - 23.07.1940, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.07.1940, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júlí 1940. í þ rótt i r Leikreglur í. S. í. 3. útgáfa nýkomin út PRIÐJA IJTGÁFA leikregla I. S. í. er nýkomin út. Bókin er 5y2 örk í 8 blaða broti og kostar eintakið 2 krónur. Iþróttahienn þeir„ sem iðka frjálsar íþróttir, hafa lengi beðið cftir þessari íitgáfu af leikreglunum, og er vel farið að þær skyldu koma út nú fyrir allsherjarmót í. S. 1., sem hófst hjer í gærkvöldi á íþróttavellinum'. V opnahljes§á(tmálI Itala og Frakka Bókaútgáfa í. S. í. er eigi að- eins bundin við sambandsfjelögin Og þá íþróttamenn sem eru innan þeirra, heldur og öll þau fjelög og íþróttamenn, sem íþróttir iðka hvar sem er á landinu. Þess vegna hafa þeir allir gott af því, að jbókaútgáfa í. S. í. aukist og efl- ást. Og vitanlega ættu öll þau fje- lög, sem hafa íþróttir á stefnu- skrá sinni, að vera í í. S. í. Þess sterkara og stæltara sem í. S. T. verður þess fleiri góðar íþrótta- þækur getur það gefið út. Nú er yíða þröngt í búi, eins og menn yita, og þess'vegna verða áhuga- mennirnir að leggjast á eitt, að koma hugðarmálum sínum í fram- kvæmd. Er þess að vænta að íþrótta- menn taki vel áskorun forseta I. S. I., í eftirmála bókarinnar, þar sem hann skorar á alla íþrótta- menn að kaupa og lesa þessar Leikreglur I. S. I. En eftirmálinn er svohljóðandi: „Samkvæmt fyrirmælum stjórn- ar í. S. í., hafa þeir iGarðar S. Gíslason og Jóhann Bernhard gengið frá þessari útgáfu af Leik- reglum í. S. í., fyrir frjálsar í- þróttir. En leikreglur þessar eru samdar eftir nýjustu alþjóðaregl- um (I. A. A. F.) og staðfærðar eftir íslenskum staðháttum. Fyrsta útgáfa af Leikreglum í. S. í. kom út árið 1915, önnur út- gáfa 1928 og er þetta þriðja út- g>áfan, sem gengur í gildi í dag, þó af vangá standi á forsíðunni að leikreglurnar gildi frá og með árinu 1940. Það hefir orðið nokkur dráttur á þessari útgáfu af Leikreglum í. S. L, sem stafar af því, hve lítið fje sambandið hefir til umráða; ef vjer hefðum meira fje handa á omilli, þá mundi eigi líða svo langt á miili útg>áfu leikregla og ann- ara nauðsynlegra íþróttabóka og bæklinga. Þessar Leikreglur f. S. í. eru mjög nauðsynlegar fyrir alla þá, sem iðka frjálsar útiíþróttir, svo eg fyrir öll fjelög sem stofna til leikmóta og standa fyrir þeim. Til þess að hægt sje að byggja full- komlega á rjettmæti mótaskýrslna, verða ieikvellir að vera rjett mæhl ir og útbúnir fyrir hverja íþrótta- grein, og dómarar og starfsmenn móta, að þekk.ja til fullrar hlýtar Leikreglur í. S. í. Leyfi jeg mjer því að skora á alla þá, sem hjer eiga hlut að máli, að kaupa þessar leikreglur, lesa þær og læra, svo nð leikmótin geti farið sem best fram, og orðið bæði íþróttamönn- •um og áhorfendum til gagns og gleði. Að lokum leyfi jeg mjer að skora á sambandsfjelög í. S. í. og alla íþróttamenn að útbreiða þess ar leikreglur á allan hátt og hlýða þeim fyrirmælum, sem þar eru sett, svo að öll íþróttamót geti farið fram eftir rjettum lögum og reglum. Höfum í huga> að „með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“. Reykjavík, 15. júlí 1940. Ben. Gr. Waage, forseti í. S. í.“ Þriðji minkurin skotinn við Elliðaárnar Valdimar Guðjónsson Varð-> maður við Elliðaárnar skaut þriðja minkinn við Ell- iðaárnar í gærmorgun. Þenna mink skaut hann fyrir ofan rafmagnsstíf lulónið. Blaðið hafði tal af Valdi- mar í gær. Hann sagði að all- ir þessir minkar, sem skotnir hafi verið þar innra, hafi ver- ið ungar. Fullorðnu minkarnir gefa ekki svo glatt færi á sjer. Þeir eru svo varir um sig. Og öll eru þessi kvikindi, ung- ar sem fullorðin dýr, eldsnör í hreyfingum og kafa geysilanga leið. Minkurinn, sem jeg skaut í morgun kafaði 30 faðma vegalengd frá þeim stað, sem jeg. sá hann stinga sjer og þangað sem hann kom upp og jeg skaut hann. — Teljið þjer vonir til að hægt sje að útrýma minknum við árnar með skotum? — Jeg tel það heldur ólík- lget. En það er hægt að draga úr viðkomunni. Jeg þykist nú hafa fundið tvö bæli þeirra eða hreiður í gjótum við árnar. En sennilega eru þau fleiri. — Hve langt mun síðan minks varð fyrst vart við árn- ar? — I morgun talaði jeg við mann, sagði Valdimar, sem kvaðst hafa sannar fregnir af því, að minkur hafi sjest þar í hitteðfyrra. Þfóðstfórn i Astraliu? Menzis, forsætisráðherra Ástralíu, hefir boðið verkamannaflokknum þar í álfu 5—6 sæti í stjórn sinni, með það fynr augum, að mynduð verði þjóðstjórn. Þegar þing verkamannaflokks ins kemur saman í næsta mán- uði, verður tekin afstaða til þessarar málaleitunar Menzis. Hjer fer á eftir vopna- hljessáttmáli ítala og Frakka. (Morgunblaðið hef- ir áður skýrt ítarlega frá þýsk-franska vopnahljessátt- málanum): I. Frakkar stöðva bardagana í Frakklandi, frönsku Norður- Afríku, nýlendunum, sem hún hefir umboð fyrir (mandorte) og í lofti og á sjó. (Samhljóða þýska vopnahl j essáttmálanum). II. A meðan vopnahljeið stendur yfir, munu ítölsku hersveitirnar vera um kyrt í stöðvum þeim, sem þær hafa sótt fram til, alstað- ar þar sem barist hefir verið. III. Heima í Frakklandi skal af- vopna, á meðan stríðið stendur yf- ir, belti sem nær frá framlínu Itala að línu sem dregin er í loft- línu 50 km. frá herlínu ítala. í Tunis verður að afvopna hern- aðarsvæðið á hinum núverandi landamærum Tunis og Libyu. I Algier og í löndum Frakka í Afríku fyrir sunnan Algier, og sem liggja að Libyu, skal afvopna belti 200 km. breitt, næst landa- mærum Libyu. Á meðan ófriðurinn geisar mil.'i ftala og breska heimsveldisins og á meðan vopnahljeið er í gildt, skal strandlengja franska Somaíi lands vera algerlega afvopnuð. ítalir skulu, hafa fullan og ó- skoraðan rjett til að nota höfn- ina í Djibouti með öllum útbún- aði hennar, ásamt franska hlut- anum af Djibouti—Addis-Abeba járnbrautinni til hverskonar flutn- inga. / IV. Innan 10 daga frá því að: bar- dagar hætta verður að flytja alla franska hermenn úr beltunum, sem afvopnuð verða, nema aðeins það starfslið sem nauðsynlega þarf til þess að hafa eftirlit með og halda við varnarvirkjum, her- mannaskálum', vopnageymslum og hernaðarbyggingum og það herlið, sem þarf til þess að halda uppi reglu í landinu, eins og nánar verður ákveðið síðar af ítölsku vopnahljesnefndinni. Föst her- gögn í virkjunum og skotfæri, sem fylgja þeim, verður að gera ónothæf. í strandhjeruðunum í franska Somalilandi verður að taka niður innan 15 daga öll hergögn og skotfæri, sem hægt er að flytja burtu. V. Án þess að fórna nokkrum rjettindum, sem1 nefnd eru í 10. grein, er þess krafist, að öll vopn og skotfæri, og allar birgðir í beltunum, sem afvopnuð verða heima í Frakklandi og í lands- hlutunnm, sem liggja að Libyu, ásamt vopnum þeim, sem. látin verða af hendi við hermenn þá, sem' hafa eftirlit með brottflutn- ingnum úr þessum landshlutum, sje flutt burtu innan 15 daga. VI., VII. og VIII. Á meðan ófriður geisar milli Italíu og breska heimsveldisins verður að afvopna hin sjóhernað- arlegu svæði og flotabækistöðvarn- ar í Toulon, Bizerta, Ajaccio og Oran, eða þar til ófriðnum gegn breska heimsveldinu er lokið. Þessa afvopnun verður að fram- kvæma innan 15 daga. !X. í þessari grein er rætt um af- vopnun og heimsendingu landhers, sjóhers og flughers í Frakklandi. (Á sama hátt og í þýska sátt- miálanum). Um frönsku Norður-Afríku, Sýr- land og Franska Somaliland er það tekið fram, að ítalska vopna- liljesnefndin muni taka tillit til við afvopnun og heimsendingu liðsins, þýðingu þess að haldið sje uppi aga og reglu í þessum lönd- um. X. ítalir táskilja sjer rjett sem á- byrgð á framkvæmd afvopnunar- innar að krefjast uppgjafar að öllu eða mestu leyti á öllum vopn- um fótgöngu- og stórskotaliðs, vopnuðum bifreiðum, skriðdrek- um, vjelknúnum vögnum og hest- vögnum með skotvopnum tilheyr- andi herdeildum, sem hafa eða hafa haft það hlutverk að verjast ítölum. XI. Þessi grein fjallar um eftirlit Itala eða Þjóðverja á vopnum skotfærum og hráefnum til styrj- aldar í þeim hluta landsins sem ekki hefir verið hernumið og stöðv un á framleiðslu hernaðartækja á sömu stöðum. XII. Þessi grein er um heimköllun til franskra hafna, afskráningu og afvopnun franska flotans (sbr. þýska vopnahljessamninginn). XIII. Frönsku yfirvöldin skulu innan 10 daga vera búin að gera öll tundurdufl óskaðleg á sjóhernað- arlegum stöðum og í flotahöfnum semi verða afvopnaðar. XIV. og XV. Þessar greinar leggja svo fyrir að franska stjórnin eigi að hætta öllum fjandskap hvar sem er, hindra franska borgara í að hverfa frá franskri grund til þess að taka þátt í mótþróa gegn ítölum og hindra flutning á hráefnum til Bretlands eða annara landa (sbr. þýska vspnahljessamninginn). XVI. og XVII. Þessar greinar leggja bann á, að kaupskipafloti Frakka fari úr höfn fyrst um sinn og skipa að kalla heim til franskra hafna, eða senda til hlutlausra hafna, frönsk flutningaskip sem ekki eru í frönskum eða hlutlausum höfnum. Kyrsettum ítölskum skipum og ít- ölskum vörum, eða vörum ætluðum til Ítalíu, sem hafa verið. gerðar upptækar úr skipum annara þ.jóða, verði skilað aftur (sbr. þýska vopnahljessamninginn). XVIII. Bannar öllum frönskum flug- vjelum að fara af frönsku landi. Svæði undir yfirráðum ítala eða Þjóðverja hafa eftirlit með öllum flugvöllum og tilheyrandi útbún- aði á sömu svæðum (sbr. þýska vopnahljessamninginn). XIX. Bannar loftskeytasendingar frá heimalandi Frakka (sbr. þýska vopnahl j essam singinn). Skilyrði loftskeytasambands milli Frakk- lands og Norður-Afríku, Sýrlands og Franska Somalilands verður ákveðið af ítölsku vopnahljes- samninganefsdinni. XX. Vöruflutningar verða frjálsir í gegnum þá hluta Frakklands, sem. ekki liafa verið hernumdir. XXI. Allir ítalskir stríðsfangar og óbrevttir borgarar, sem hafa verið settir í fangabúðir eða handtekn- ir og dæmdir af stjórnmálalegum ástæðum eða vegna stríðsins evrða strax afhentir ítölsku stjórninni. XXII., XXIII., XXIV. og XXV. Þessar fjalla um örugga gæslu á afhentum birgðum, stofnun á ítalskri vopnahljessamninganefnd og framkvæmd vopnahljesins. XXVI. Nefndin verður starfandi þar til friðarsamningum er lokið, en ítalir geta sagt þeim upp án fyrirvara ef franska stjórnin stendur ekki við sína samninga. OragnðtaveiOin við Eyjar i vor Vestmannaeyjum, 17. júlí. að munu hafa yerið um 50 bátar er stunduðu dragnóta- veiðar frá byrjun maí og þar til undirbúningur undir síldveiðarnar hófst, en eftir að þeim undirbún- ingi lauk og bátar fóru að farai til síldveiða, fækkaði dragnóta- bátunum og nú munu þeir vera um 20 sem þessar veiðar stunda. Yfirleitt hafa veiðar þessar aL veg gengið óvenju vel, þegar á sjó hefir gefið, en svo að segja stöð- ug ótíð hefir mjög hamlað veið- um, þó að vel hafi úr ræst það sem af er júlí. Allan júnímánuð var veðráttan það óhagstæð að flest skipin komust ekki út til veiða nema 7—8 sinnum. Hæsti h'ásetahlutur eftir rúm- lega 2 mánaða veiðitíma mm vera ca. 2000.00 kr., en meðal há- setahlutur eftir jafnlangan tíma er ,a. 1300.00—1500.00 kr. Suma dagana hefir afli verið það góður, að hásetahlutur hefir orðið rúmar 100 krónur yfir dag- inn. Seinustu dagana hefir afli þó tregast að mun, eftir því sem sjó- menn hafa sagt mjer, og eftir venju halda þeir að afli tregist enn frekar. Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.