Morgunblaðið - 23.07.1940, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.07.1940, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júlí 1940- •COQODOOOOOOOOOOOe ÚR DAGLEGA LÍFINU <xxxxxx 000000« Hjér eru nokkrar frjettir úr Morg- unblat5inu fyrir 25 árum, frá í júní og julí 1915: 15. júní 1915. Ma'öur keypti fisk í gær og fól dreng nokkrum að bera hann heim fyrir sig. Síðan hefir hann hvorki sjeð fiskinn nje drenginn. Er þetta sagt mönnum til viðvörunar um það, að trúa ekki of vel drengjum, sem standa á hverjum degi niður á fiskitorginu og bjóðast til að bera fisk fyrir menn. 17. júní 1915. PrÖf var haldið í fyrradag í bifreiða- akstri. Var Jessen vjelfræðikennari prófdómari. Tóku 5 próf: Egill Vil- hjálmsson, Arni Magnússon, Haflðii Hjartarson, Björgvin Jóhannsson og Valdemar Stefánsson. Eftir þetta má enginn stjóma bifreið, sá er eigi hefir leist próf af hendi. 18. júní 1915. Símskeyti frá Akureyri: Ceres komst hingað við illan leik í gær. Sagði töluverðan ís fyrir utan. Skipið ætlar að dveljast hjer til morg- uns, til þess að vita hvort ekki rætist úr- Komist Ceres ekki vestur um, er sagt að skipið muni halda aftur benit til illanda. 20. júní 1915. Hestur drapst fyrir vagni hjema of- an við bæinn í fyrradag. Atti hann sveitamaður, sem var á leið hingað. Sennilegt er að ofþreyta hafi valdið, þlví eigi verða hestar bráðkvaddir að jafnaði. 23. júní 1915. Fjöldi sveitamanna hefir komið til bæjarins þessa dagana. Koma þeir nú fjestir á vögnum austan yfri fjall, en lestir, sem tíðkuðust í gamla daga, eru mikið að hverfa úr sögunni. 24. júní 1915. j Tvær kýr vom á beit á Austurvelli í gær og gerðu hann lítt þrifalegri. Nú hafa blessuð börain eitthvað til að leika sjer að á vellinum! 28. júní 1915. Pjöldi fólks fór upp í Mosfellssveit í gær sjer til skemtutiar og hressingar. 29. júní 1915. Lax var seldur á 60 aura ktlóið í gær. Alt hækkar í verði. 29. júní 1915. Maður nokkur gerði það að gamni sínu á sunnudaginn að veita því ná- kværna eftirtekt hve margir fóru upp í Mosfellssveit sjer til skemtunar Frá kl. ÍO árd. til 5 síðd. taldist honum 318 manns fara inn Laugaveginn ríðandi, í lystivögnum, í bifreiðum og á hjólum. 29. júní 1915- Síðasti konungkjörinn. Konungur hefir kvatt dr. Jón Þorkelsson til þing- Setu í stað Júlíusar heit. Havsteen amt- manns. Verður dr. Jón áreiðanlega hinu síð- asti konungkjörinn, ef alt er með feldu, 12. júlí 1915. , Flóra komst á Sigluf jörð á leið aust- pr með Norðurlandi. En þar varð hún að snúa við þar eð ís var mikill á Húnaflóa. Bifreið ók á vagnhest í fyrradag og i'ótbraut hann. Hestinum var auðvitað íjlátrað þegar í stað og er oss sagt að hifreiðarstjórinn hafi orðið að greiða fyrir hann 250 krónur. Hestar em dýr- ir nú- 18. júlí 1915. Viðgerðinni/ á Aðalstræti er nú lok- íð og er nú sem stöfugólf í þurki. Em terkamenn nú famir að grafa upp Suð < urgötu, sem verður ,,asfaltemð“ í sum- j ar. Þá þarf ekki lengur að kvarta yfir: for og illri færð á þessum strætum mið- ^ hæjarins. En nóg er eftir samt. Framh. af 2. siOu jr Oðinn vann reiptogið að Eiði FSAMH. A7 ÞRIÐJTJ SÍÐU. kvæmt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði öllum öðrum flokkum fremur skilyrði til þess að sinna þessu mikilvæga verkéfni. Hann Væri flokkur allra stjetta þjóð- fjelagsins og sameinaði því þeg- ar innan sinna vjebanda þau mis munandi sjónarmið, sem raun- verulega gæti verið um að ræða í þjóðlífinu. „1 þessu ljósi kemur hið al- varlega ástand mjer fyrir sjónir, frá flokkslegu sjónramiðií*. Þessu næst vjek formaður að viðhorfi einstaklinganna. Hann sagðist tróa því, að hver og einn einstakur leysti nú sem endra- nær af höndum sína skyldu gagnvart þjóðinni með því að rækta með sjálfum sjer þær dygðir, sem þjóðinni hefðu reynst hai^bestar og heillarík- astar á umliðnum tímum. Þess- ar dygðir væru iðni og atorku- Sémi, sjálfsbjargarlöngun og vinnugleði. Ekkert tryggði betur framtíð þjóðarinnar, en að hver og einn gengi að sínu starfi, við framleiðslu til lands og sjávar, við iðnað, við verslun og við- skipti, með glóandi löngun til þess að leysa úr læðing meiri orku Og nýj^n kraft til efling- ar þjóðfjelaginu. Og mestu máli skipti, að æsk-1 an byggi yfir slíkum áformum. Dávíð stefánsson frá Fagra-< skógi segir á einum stað í litlu Ijóði: „Sá máttur fylgir meist-< arans höndum, að leysa fjötraða fegurð úr böndum“. Það ættu að vera háleitustu vonir og göf- ugustu óskir æskunnar, að henni megi hlotnast sú ham- ingja að leysa úr læðing ný og skapandi öfl, sem búa í landinu og með þjóðinni". Næst fluttu ræður: Óttar Möller, og talaði um æskuna og þjóðina. Bjarni Björnsson, og talaði um æskuna og Sjálfstæð- isflokkinn, og Guðmundur Guð- mundsson, er talaði um frelsi og sjálfstæði -íslensku þ.jóðarinnar. Voru ræður þessara ungu Sjálf- stæðismanna skörulegar og djarfar og bera vott um hinn vaxandi þrótt í fjelagslífi ungu mannanna. Á milli í'æðanna ljek lúðra- sveitin ,,Svanur“, undir stjórn Karls Runólfssonar, íslensk ætt- jarðarlög og síðast þjóðsöngur- inn, ,,Ó, guð vors lands“. Á eftir ræðuhöldunum fór fram reiptog milli Heimdallar og Óðins. Voru 8 menn frá hvoru fjelagí á reipinu. Reip- drátturinn fór fram í 3 Iotum og sigraði Óðinn í 2 lotum en jafntefli var í miðlotunni. Óð- inn bar því sigur úr bítum. Á- horfendur fylgdust með miklum áhuga með reiptoginu, og er mjög vel til fallið að efna til svipaðrar eða samskonar kepni milli Sjálfstæðisfjelaganna á skemmtunum þeirra. En nokk- uð vantaði á, að það væri nægi- lega vandað til kepninnar, þar sem staðurinn, sem dregið var á, var ekki sem heppilegastur. TöLuverður skáhalli á grupdinni skapaði nolokurn aðstöðumun, sem að þessu sinni var Heim- dalli í óhag. Annars virtust bæði lið fjelag anna skipuð knálegustu mönn- um. Óðinsliðið skipuðu þess- ir menn: Gísli Guðnason, Snæ- björn Eyjólfsson, Þórður Þórð- arson, Þórður Björnsson, Axel Þórðarson, Guðjón Þorsteinsson, Guðni Guðnason og Ingimundur Guðmundsson. Heimdallar-liðið skipuðu: Magnús Jónsson, Arn- old Pjetursson, Sveinn Sveins- son, Hreiðar Ágústsson, Gunn- ar Kristinsson, Vilberg Her- mannsson, Kjartan Bergmann og Ingólfur Möller. Lárus Bl. GuðmundSson stjórnaði reiptog- inu. Að reiptoginu loknu sýndu 5 Ármenningar íslenska glímu. Fór glíman prýðilega fram og sýndu glímumenn mikla leikni við mikið lof áhorfenda. Glímu- mennirnir voru: Ingimundur Guðmundsson, glímukongur ls- lands, Kjartan Bergmann, glímu snillingur, Gunnlaugur Briem, Sigurður Hallbjörnsson og Jó- hannes Bjarnason. Þegar hjer var komið, hófst sá liður skemtunarinnar, sem vakti mestan hlátur áhorfend- anna, en það var pokahlaupið. Kept var í tveim flokkum, yngri og eldri flokk. Keppendur stukku og kútveltust í pokum upp undir hendur og notuðu „allan gang“ til þess að komast að markinu. Fyrstir urðu, 1 yngra flokki Sigurður Pálsson, en í eldra flokki Hreiðar Ágústs son. Að endingu var dansað fram til miðnættis. Síldveiði- skipio FRAMH. AF ÞRIDJU SÉÐU geir goöi 2003, Þórir 1808, Þorsteinit 4086, Sæuttn 2021, Valur 270. Mótorbátar (2 um nót) : A age, H.jörtur Pjetursson 1470, Alda, Hilmir 1266, Alda Stathav 1150, Aama, Einar Þveræingur 1901, Asbjörg, Auöbjörg 606, Baldur, Björgvin 1834, Barði, Vísir 2171, Bjarni Ólafsson, Bragi 2076, Björg, Magni 1785, Bjöm Jörundsson, Leif- tti' 2837, Bliki, Muggur 1810, Brynj- ar, Skúli fógeti 706, Cristíanne, Þór 1906, Eggert, Ingólfur 2788, Einir Stuðlafoss 1180, Erlingur I-, Erlirlg- ur II. 2868, Freyja, Skúli fógeti 2285, Frigg, Lagarfoss 2193, Fylkir, Gyll- ir 2734, Gisli J. Johnsen, Veiga 2773, Gulltoppur, Hafalda, 2016, Haki, Þór 625, Hannes Hafstein, H.elgi Hávarðs- son 1976, Hvanney, Síldin 1073, ís- lendingur, Krist.ján 997, Jón Finns- , Víðir 1871, Jón Stefánsson, Von- ;n 2061, Muninn, Þór 431, Muiiinn, .Egir 2062, Óðinn, Ófegiur II. 2792, Reynir, Víðir 792, Snarfari, Villi 1908, Stígandi, Þréinn 2204. Fyrsti dagur Allsheri armótsins Allsherjarmót í. S. t hófst í gær. Undanrás í 100 metra hlaupi fór fram kl. 6 e. h. Af 17 skráðum kepp- endum komu 11 til leiks. Kept var í 3 riðlum (4 í tveim fyrstu og 3 í síðasta) komst 1 maður úr hverjum riðli í úrslit. Þessir urðu hlutskarpastir: 1 1. riðli Jóhann Bernhard (K. R.) 11.8 sek. í 2. riðli Sveinn Ingvarsson (K. R.) 11.6 sek. í 3. riðli Haukur Claessen (K. R.) 12 sek. Síðan fór fram kepni millj. þeirra er urðu nr. 2 í hverjum riðli og fekk sá, sem sigraði, rjett til þess að taka þátt í úrslita- spretti. Þar sigraði Sigurður Guð- mundsson úi- Ungmennafjelaginu Skalagrímur, Borgarfírði, á 11.8. KI. 8x/‘2 hófst kepni í stangar- stökki. Urslit urðú þessi: 1. Anton Björnsson (K. R.) 3.17 m. 2. Sigurður Steinss. (í. R.) 3.12 m. 3. Sig. Sigurðsson (í. R.) 3.01 m. 4. Þorst. Magnúss. (K. R.) 3.01 m, Síðan fór fram úrslitakepni í 100 m. hlaupi, sem lauk þannig: 1. Sveinn Ingvarsson 11.5 sek. 2. Jóhann Bernhard 11.6 sek. 3. Ha,ukur Claessen 11.6 sek. 4. Sig. Guðmundsson 11.7 sek. Þvínæst var 800 m. hlaup. Þar varð fyrstur Sigurgeir Ársælsson (Á.) 2 mín. 3.5 sek., annar Ólafur Símonarson (Á.) 2 mín. 8.§ sek., þriðji Óskar A. Sigurðsson (K. S.) 2 mín. 11 sek. og fjórði Árni Kjart ansson (Á.). Þá fór fram kringlukast. Þar sigraði frækilega Gunnar Huseby (K. R.) og er hann aðeins 16 ára að aldri. Kastaði hann 42.81 m., en ísl. met er 43.46 m., og má mikið vera ef þess er langt að bíða að hann fari fram úr því. Næstur varð Kristján Vattnes (K. R.), kastaði 37.86 m., þriðji Ólaf- ur Guðmundsson (í. R.) 37.07 m. og' fjórði Sveinn Stefiánsson (Á.) 35.24 m. í langstökki var allhörð keptú milli Jóhanns Bernhard (K. R.), sem bar sigur úr býtum, og Oliver Steins (F. II.). Urslit í langstökki urðu þessi: 1. Jóh. Bernhard (K. R.) 6.23 m. 2. Oliver Steinn (F. H.) 6.16 m. 3. Sig. Guðmundsson (Sk.) 5.97 m. 4. Sig. Norðdahl (Á.) 5.91 m. Að lokum fór fram 1000 metra hoðhlaup. Fyrst er 100 m. sprett- síðan 200 m., 300 m. og loks 400 m. í fyrri umferð hlupu A- sveit K. R., A-sveit Ármanns og í. R. Fyrstu 100 m. fylgdust sveit- irnar að, eftir 200 m. sprettinn liafði Baldur Möller (Á.) komist ca. 2 m. fra mfyrir K. R.-inginn, en þá tók við keflinu Sveinn Ingv- arsson (K. R.) og hljóp hann um 30 m. fram úr Ólafi Símonarsym (Á.). Síðustu 400 m. hlupu þeir Jóhann Bernhard fyrir K. R. og' Sigurgeir Ársælsson fyrir Ármann. Jóhami hljóp geyst af stað og hjelt sama millibili Jengi vel, en þó fór svo að Sigurgeir vann I drjúgt á, en ekki nóg' og K. R. ! vann „með glans“. Hlaup þetta i var liið skemtilegasta. Síðan hlupu B- og C-sveit K. R. og B-sveit Ármanns. Úrslit boðhlaupsins urðu þessi: 1. A-sveit K. R. 2 mín. 10.2 sek. 2. A-sveit Ármanns 2 mín. 12.3 sek. 3. B-sveit K. R. 2 mín. 15.3 sek. 4. í. R. 2 mín. 15.7 sek Þegar hjer er komið hefir K. R. fengið 55 stig, Ármann 20, í. R. 12, Fimleikafjel. Ilafnarfjarðar 5, Ungmennafjel. Skallagrímnr, Borg arnesi, 4 stig. Stigin reiknast þannig: 7 fyrir 1. mann, 5 fyrir 2., 3 fyrir 3. og 1 fyrir 4. mann. Sildin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Á hádegi í dag voru 47 skip við Ríkisverksmiðjurnar í los- un og sem biðu losunar. Vom þau samtals með um 27000 máL Á Raufarhöfn voru þá 19 skip með 10 þúsund mál, í Krossa- nesi 4 skip með 2500 mál, en 2000 mál voru komin þar í land. Á Djúpavík voru þá 8 skip með 5 þúsund mál, og ættu því að hafa verið 53 skip á miðunum á þessum tíma, eða á leiðinni til lands eða frá landi. Síldin er víða mjög nálægt landi. Alt er gert sem unt er til að hraða afgreiðslu skipanna sem mest, og rg,ða þeim þannig við bryggjurnar, að þau komist það- an sem hraðast að löndun lok- inni. Ákveðið hefir verið að hefja rekstur Sólbakkaverksmiðjunn- ar við Önundarfjörð. Á HJALTEYRI. Mánudagskvöld. Ellefu skip bíða hjer losunar. Frá því á laugardagskvöld hafa þessi skip losað hjer: Bisko 1112, ' mál, Normann 657, Thurid 640, Jökull 669, Ivonne 486, Sjóborg 577, Skallagrímur 2400. Fjölnir 765, Gaapaa 673, Fylkir 574, Ármann 843, Bjarn- arey 957, Hrefna 662,Fróði 796. SlLD VIÐ SELSKER. Djúpavík, mánudagskvöld. Yfir helgina hafa borist hjer á land um 25000 mál síldar. 7 skip bíða nú löndunar og munu þau verða losuð í nótt. Síldin er að mestu veidd við Grímsey og út af Siglufirði. Fitu magn síldarinnar er 19—20%. Lítið hefir enn orðið síld- arvart hjer á Húnaflóa, en í dag sáu menn frá Ófeigsfirði mikla síld vaða við Selsker. í gær og í dag hafa m. a. þessi skip lagt hjer upp afla sinn: Sæhrímnir 876 mál, Kefl- víkingur 575, Huginn III. 511, Freyja 609, Jón Þorláksson 669, Geir goði 489, Sæfari 550, Hug- inn II, 539, Grótta 452, Sigrún 546, Huginn I. 766, Tryggvi gamli 2022, Rifsnes 823, Sur prise 972, Sæfinnur 1074, Þor- steinn 605, Isleifur 685, Pjeturs- jey ca. 700, Gunnvör ca. 1200, Ari ca. 1000, Rán ca. 1000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.